Dagblaðið - 10.07.1979, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 10.07.1979, Blaðsíða 23
f ÖRYGGISMÁL EVRÓPU-útvaip kl. 19.35: „Evrópa verður að tryggja sér aðgang að hráefnum” —segir Haraldur Blöndal Haraldur Blöndal, lögfræðingur flytur erindi i útvarpi í kvöld kl. 19.35 og fjallar hann um öryggismál Evrópu í þætti sínum. Haraldur sagði í samtali við DB að hann hafi setíð ráðstefnu í Strassburg í fyrra sem haldin var á vegum Demic sem eru samtök allra sjálfstæðisflokka i Evrópu. Um þessa ráðstefnu ætlar Haraldur að tala, en á henni var meðal annars fjallað um öryggismál, bæði frá hernaðar- og efnahagslegu sjónarmiði. ,,Var meðal annars fjallað um naúðsyn Evrópu til að tryggja sér aðgang að hráefnum, t.a.m. olíu, málmi og öðru slíku,” sagði Haraldur. ,,Og eins um vaxandi ásókn Sovét- manna til að bola Vesturlöndum frá Afríku, t.d. Angóla, þar sem við höfum fengið flest okkar hráefni. \___________________________________ Á ráðstefnunni var ennfremur vikið að vandamáli sem kæmi i kjölfar þess að íran félli en ég er ekki viss um að ég fari inn á þær brautir. Þetta eru sem sagt svona sameiginleg viðhorf þessara flokka i Evrópu sem eru samtök ungra sjálf- stæðismanna,” sagði Haraldur að lokum. Erindi hans tekur um tuttugu og fimm minútur. -Ei.A. Haraldur Blöndal lögfræðingur flytur er- indi i útvarpi i kvöld. t-------------------------------- SUMARVAKA—útvarp M. 21.20: M voraði vel 1904 Gunnar M. Magnúss les kaf la úr bók sinni Sigriður Ámadöttir, aðalritari frétta- stofu útvarps. V_________________________________ Sumarvakan er að vanda á dagskrá útvarpsins í kvöld kl. 21.20. Á Djúpa- vogi við Berufjörð nefnist fyrsti dag- skrárliðurinn og er það séra Garðar Svavarsson sem heldur áfram að minn- ast fyrstu prestsskaparára sinna fyrir hálfum fimmta áratug. Að kveldi nefnist annar liður og er það Ingólfur Jónsson frá Prestbakka sem les frumort Ijóð sem ekki haf'a verið birt áður. Á leiðinni í frétta- mannsstarfið Hún Sigriður Árnadóttir byrjaði sem sendill hjá útvarpinu fyrir þremur árum. Nú er hún komin með starfs- heitið aðalritari fréttastofunnar. Hún vélritar fyrir fréttamenn, svar- ar sima þeirra og hleypur með fréttir þeirra upp á næslu hæð, auk þess sem hún lagar kaffi og fleira. Þó að hún sé hlaupandi út og suður allan daginn fyrir fréttamenn er hún samt mjög ánægð með starf sitt. Kannski henni takist að verða frétta- maður fyrir rest, hver veit. -ELA. Tæknimannsstarfið: „Bæði skemmtilegt og fjölbreytT Tæknimenn útvarpsins hafa yfirleitl ærið nóg að starfa. Er DB-menn voru á ferðalagi um útvarpshúsið á dögun- um rákust þeir á Magnús Hjálmarsson tæknimann og spurðu hann lítillega uni starf hans. Magnús vildi litið annað segja en að 1_________________________________ starfið væri bæði skemmtilegi og fjöl- breytt og gæfi kost á því að sjá alltaf ný og nýandlit. Hjá útvarpinu slarfa nu 16 læknimcnn og hefur nokkuð verið rætt um þá i fjölmiðlum undanlarið. vegna vfirvinnubanns, sem þeirsióðu i. EI.A. _________________________________> I júlimánuði fyrir 75 árum, Gunnar M. Magnúss rithöfundur les nokkra kafla úr bók sinni Það voraði vel 1904. Að siðustu er síðan kórsöngur og er það Karlakór Reykjavikur sem syngur nokkur lög undir stjórn Páls P. Páls- sonar. Lögin eru öll eftir Sigfús Einars- son og heita þau: Yfir voru ættarlandi, Sefur sól hjá ægi, Draumalandið, Þú álfu vorrar yngsta land, Ég man þig, og Þó að kali heitur hver. Sumarvakan stendur í rúmlega klukkustund. -ELA. V__________________________________ Gunnar M. Magnúss rithöfundur les kafla úr bók sinni I Sumarvöku i kvöld. Magnús Hjálmarsson var að lesa yfir útvarpsdagskrána þegar Bjarnleifur tók þessa mynd af honum. EINSÖNGUR—útvarp M. 21.00: Elísabet Erlings- dóttir syngur í kvöld kl. 21.00 syngur Elísabet Erlingsdóttir nokkur lög við undirleik Guðrúnar Kristinsdóttur. Eftir Karl O. Runólfsson syngur Elisabet Svefnljóð. Stef, Síðasta dans, Den farende svcnd og Allar vildu meyjarnar. Eftir Pál isólfsson syngur hún Vögguvisu, Konuvísu, Frá liðnum dögum, og Sáuð þið hana systur mina. Elisabet mun syngja i luttugu minútur i kvöld. -EI.A. Elisabet Erlingsdóttir cinsöngvari. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. JULI 1979. i

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.