Dagblaðið - 10.07.1979, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 10.07.1979, Blaðsíða 12
12 DAGBLÁÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 1979. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ1979. 13 Iþróttir Iþróttir íþróttir Á föstudag 1 sfðustu viku var boðað til blaðamannafundar 1 tilefni þess að hér á landi voru þá staddir tveir helztu 'ramámenn golflþróttarinnar í Evrópu. Það voru þeir Wahlström frá Svfþjóð og Spánverjinn Andreau. Wahlström er lurseti Evrópugolf- sambandsins. Gol&amband Islands sótti, sem kunnugt er, um að fá að halda Evrópumeistaramót unglinga og var þá ætlunin að halda það f Grafarholtinu. Ekki leizt þeim félögum nógu vel á völlinn eins og hann er nú en voru báðir sannfærðir um það að lagfæra mætti hann það mikið fyrir 1981 að halda mætti keppnina hér á landi. Wahiström hafði orð á þvi hversu mikið og gott starf hefði verið unnið hér siðan 1974, en þá var hér haldið Norðurlandamót unglinga. Atkvæðagreiðsla um hvar skuli halda Evrópumeistaramótið fer fram f haust og það yrði golfinu hérá landi ómetan- leg lyftistöng ef tsland fengi þetta stórmót. Myndina hér að ofan tók Hörður af þeim félögum og er Wahlström til vinstri. Ameríkanar hafa alltaf veríð undarlegir Handboltagolf Á morgun kl. 17 fer fram hin árlega golfkeppni handknattleiksmanna og verður leikið á Nesinu að vanda. Golfkeppni þessi er árlegur viðburður og hefur þátttaka jafnan verið mjög góð. Öllum þeim, sem eru viðriðnir handknattleik á einn eða annan hátt, cr boðið að vera með og nú er um að gera að drifa sig út á völl á morgun og baka Bjössa Krist- Trevor Francis hefur nú skorað í 6 leikjum í röð fyrir félag sitt i Bandarikjunum, Detroit Express, og um helgina var hann enn á skotskónum. Hann fellur þó alveg í skuggann af félaga sínum í liðinu, Keith Furphy að nafni. Sá skoraði 3 mörk um fyrri helgi I 6-5 sigri Detroit Express yfir Chicago Sting. Annar kappi sem er kunnur fyrir mörk, Ted MacDougall, skoraði, á einnig þrennu, en Furphy hefur nú skorað 13 mörk I 20 leikjum fyrir Express og þykir Banda- ríkjamönnum það hið mesta afrek. Um helgina vann Detroit Express Tulsa Rougnecks 3-2 og skoraði Trevor Francis sigurmarkið. Giorgio Chinaglia, sem leikur með Cosmos, skoraði sitt 89. mark I 93 leikjum fyrir félagið I 2-1 sigri Cosmos yfir New England Teamen. Þetta var 16. sigur Cosmos I 20 leikjum og þykir það flott I Ameríku, en hreinasti brandari er að lesa frétta- skeytin frá Bandaríkjunum um fótbolta. Greinilegt er að þeir eiga enn anzi margt eftir ólært. T.d. heiðr- uðu þeir Sammy Chapman, sem áður lék lengst af með Nottingham Forest, sérstaklega fyrir að missa ekki eina einustu mínútu, eins og það er orðaö í skeytinu úr 21 leik hjá Tulsa Rougnecks. V-Þjóðverjinn Karl-Heinz Granitza hefur skorað 16 mörk fyrir Chicago Sting I 20 leikjum en Alan Willey, sem lék með Middlesbrough áður en hann hélt til USA, hefur gert 17 mörk I jafnmörgum leikj- um. Að sögn þeirra ,,westan"-manna er Phil Parkes bezti markvörðurinn. Hann hefur aðeins fengið á sig 20 mörk I 20 leikjum. Ekki þætti það mikið afrek austanhafs! Greinilegt er að Bandaríkjamenn lita dálítið öðrum augum á fótboltann en almenningur í Evrópu og einmitt staðhæfing þeirra að Parkes sé bezti markvörðurinn þótt hann hafi aðeins fengið á sig 20 mörk, sýnir það glögglega. Trevor Francis gerir það gott hjá Detroit Express og hefur skorað í 6 leikjum i röð. Diðrik Ólafsson, markvörður Vlkinga, greip oft mjög skemmtilega inn I leikinn I gær og hér gómar hann eina hornspyrnu Skagamanna i síðari hálfleiknum með miklum tilþrifum. Sigþór Ómarsson náði ekki til knattarins. DB-mynd Sv.Þorm. Harðfylgi Lárusar færði Víkingum sigur —Hann skoraði eina mark leiksins gegn Skagamönnum í gærkvöld Fjölmargir leikir voru á dagskrá í 3. deildinni í vikunni og i sumum riðlum eru línurnar nokkuð farnar að skýrast en I öðrum er enn allt á huidu, þrátt fyrir að talsverður fjöldi leikja hafi farið fram, en hér byrjar hringferðin. A-riðill Grindavfk — Ármann 0-0 (0-0). Þessi leikur var háður í Grindavik sl. mið- vikudag og voru úrslit í honum ekki svo ósanngjörn. Heimamenn sóttu ívið meira, en Ármenningar áttu hættulegri tækifæri ef eitthvað var. Fyrir skemmstu unnu Ármenningar Grind- víkinga 5-1 á Melavellinum, en sá munur gefur enga hugmynd um styrk- leika liðanna. Jafntefli var við hæfi. Hvað um það, þessi lið standa bezt að vigi í riðlinum ásamt Njarðvíkingum. Víflir — Grótta 1-1 (1-01. Víðismenn voru öllu sprækari í byrjun og eftir um 10 mín. fengu þeir fremur ódýra víta- spyrnu og skoruðu úr henni. Eftir það átti Grótta meira í leiknum en tókst ekki að skapa sér nein almennileg færi utan einu sinni. Fyrstu 20 mín. síðari hálfleiks var um stórsókn Gróttu að ræða en mark Víðis slapp alltaf. Grótta hafði undirtökin lengst af, skyndisókn- ir Víðis sköpuðu oft hættu, en mark- vörður Gróttu, Sverrir Hafsteinsson, varði mjög vel. Það var svo um 10 mín. fyrir leikslok að Ingólfur Hannesson jafnaði metin fyrir Gróttu með ágætu marki eftir að vörn Víðis hafði mistek- izt að hreinsa frá markinu. Jafntefli e.t.v. ekki ósanngjarnt en Grótta mun nærsigri. Njarðvfk — Grindavfk 1-1 (0-1). Þessi leikur fór fram á grasinu í Njarðvík og þarna mættust tvö lið sem þekkja hvort annað harla vel. Þau skUdu jöfn og verða það að teljast sanngjörn úrslit eftir tækifærunum. Grindvíkingar sóttu gegn golunni í fyrri hálfleik og voru þá atkvæðameiri. Á 31. mín. náðu þeir forystu með marki Jónasar Þórhallssonar eftir aukaspyrnu. Þar brást úthlaup markvarðar Njarðvík- inga. Skot Jónasar var laflaust og rétt lak inn fyrir línuna. í seinni hálfleik voru það heimamenn sem höfðu undirtökin og jöfnuðu þegar um 15 mín. lifðu af leiktimanum. Þá börðust tveir leikmenn um knöttinn á vinstri kantinum. Njarðvíkingurinn hafði betur og sendi síðan þvert yfir völlinn til Þorra Þorvarðarsonar. Hann var þar á auðum sjó og skoraði örugg- íega eftir að hafa leikið á markvörð Grindvíkinga. Bæði liðin fengu 3—4 upplögð tækifæri hvort, sem ekki tókst að nýta, en úrslitin voru sanngjörn. Stjarnan — ÍK frestað. Þetta varð i meira lagi sögulegur leikur ef leik skyldi kalla því hann fór aldrei fram. Bæði liðin voru mætt til leiks í Garða- bæ en rétt áður en leikurinn átti að hefjast snaraði dómarinn, Ólafur Val- geirsson, sér inn í búningsherbergi ÍK- manna með miklum látum og heimtaði að sjá leikskýrslu. Var honum bent á að verið væri að skrifa hana. Hafði Ólafur engar vífilengjur heldur gekk að þeim sem var að skrifa skýrsluna og þreif af honum bókina, henti henni í gólfið og sparkaði út í horn með tilheyrandi blótsyrðum. Gekk hann síðan úr klef- anum. Á slaginu fjögur flautaði hann liðin út á völl. ÍK-menn, sem voru hálf utan við sig eftir þessa heimsókn munu hafa dvalið í búningsklefanum 2—3 mín. fram yfir kl. fjögur en héldu síðan út á völl. Reglur KSÍ kveða svo á um að lið hafi 10 mín. framyfir auglýstan leik- tíma til þess að koma til leiks. Ekki liðu meira en í mesta lagi 4 mín. i þessu til- viki. ÍK-menn gengu síðan galvaskir út á völl, en mættu þá Ólafi, þungum á ,brún, með boltann undir hendinni. Allt Stjörnuliðið gekk á eftir honum og reyndi að tala um fyrir honum en án ár- angurs. Kappinn hafði nefnilega flautað leikinn af á þeirri forsendu að ÍK væri ekki mætt til leiks. Upphófst nú hið mesta þref að sjálf- sögðu en dómarinn lokaði sig inni í —skemmtileg keppni í öllum riðlum 3. deildarkeppninnar í sumar klefa sínum og talaði hvorki við kóng né prest. Við tækifæri skauzt hann út úr húsinu,_en skildi leikskýrsluna eftir. Á henni stóð að hann hefði dæmt leik- inn ÍK tapaðan þar sem liðið hafði ekki mætti til leiks. ÍK-menn vilja að sjálfsögðu ekki una þessum málalokum og hafa kært dóm- arann. Það er dálítið kostulegt að Ólafur skuli leyfa sér slíka framkomu þegar bæði liðin eru mætt til leiks því hann sjálfur getur ekki státað af glæsi- legri mætingu í þeim leikjum sem hann hefur átt að dæma. Til dæmis mætti hann alls ekki til leiks Gróttu og Grindavíkur, sem fram átti að fara 2. júní. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspumir og mikla leit fannst hann ekki á áður boðuðum tíma. Þykir okkur hér á DB harla ólíklegt annað en Ólafur missi dómararéttindi sín eftir framkomu sína í Garðabæ. En hvað um það, hér kemur staðan í riðlinum: Ármann 6 4 2 0 12-4 10 Grindavík 6 3 2 1 10-10 8 Njarðvík 5 14 0 6-5 6 Grótta 5 12 2 10-8 4 Víðir 5 0 4 1 7-8 4 Stjarnan 4 112 7-7 3 ÍK 5 0 1 4 4-14 1 - SSv. / emm. B-riðill Óflinn - Láttir 0-0. Þessi leikur fór fram á föstudagskvöld og lauk með markalausu jafntefli. Þar með tapaði Óðinn sínu fyrsta stigi í riðlinum, en harla ólíklegt er annað en að Aftureld- ing vinni riðilinn með yfirburðum. Léttir sótti heldur meira ef eitthvað var en tækifæri Óðins vom hættulegri, en ekki hefði verið ósanngjarnt að hvort liðskoraði tvívegis. Katla — Þór, Þorl. 6-1 (3-1). Þetta var fyrsti sigur Kötlu í riðlinum og Þórsar- ar frá Þorlákshöfn, sem virðast heillum horfnir á útivöllum, vom fórnarlamb- ið. Leikurinn var ekki svo ójafn í byrj- un og t.d. var staðan jöfn, 1-1, um miðjan fyrri hálfleikinn. Þá var hins vegar eins og allt loft væri úr Þórsumm og Katla bætti við fimm mörkum án svars fyrir leikslok. Mörk Kötlu skor- uðu Þorkell Ingimarsson 3 og Birgir Einarsson 3, en Stefán Garðarsson skoraði eina mark aðkomumanna. þau skoruðu þeir Bjarni Konráðsson og Sigurður Kristjánsson. Þá átti Kristján Ágústsson ágætt skot í þverslá. Fyrir heimamenn skoruðu þeir Kjartan Ólafsson 2 og Magnús Erlingsson 2. Sem dæmi um hörkuna í leiknum má nefna það, að Davíð Sveinsson í liði Snæfejls fékk spark í höfuðið og varð að fara á sjúkrahús á ísafirði til að láta sauma skurðinn saman. í því tilviki var dæmt á hann, þannig að ekki er fjarri lagi að ætla, að dómgæzlan hafi verið fremur slök. Vfkingur - Skallagrfmur 4-2 (3-1). Eftir þennan sigur standa Víkingarnir langbezt að vígi í riðlinum og hafa enn ekki tapað stigi, en Skallagrimur hins vegar þremur. Leikurinn var mest miðjuþóf og mjög jafn en nýting tæki- færanna gerði útslagið eins og svo oft. Jónas Kristófersson, Jóhann Kristjáns- son, Guðmundur Guðmundsson og Bárður Tryggvason skoruðu fyrir Óls- ara en fyrir gestina svöruðu þ>eir Gunnar Jónsson og Ævar Rafnsson. Staðan í riðlinum: Víkingup 3 3 0 0 11-3 6 Skallagrímur 4 2 11 14-9 5 Stefnir 4 2 1 1 11-12 5 Bolungarvík 4 1 0 3 4-112 Snæfell 3 0 0 3 3-8 0 D-riðill Leiftur — Svarfdœlir 1-2. Þetta var eini leikurinn í þessum riðU um helgina, en leik Höfðstrendinga og KS var frest- að vegna þess að leikmenn KS eru í keppnisferð í Færeyjum. Vegna örðug- leika í símasambandi fyrir norðan gekk illa að fá upplýsingar um þennan leik, en SvarfdæUr munu hafa skorað sigur- markið úr vítaspyrnu á lokamínútu leiksins. Staðan í riðlinum: Tindastóll 4 4 0 0 19-6 8 SvarfdæUr 4 2 0 2 7-11 4 KS 3 1117-43 Leiftur 4 112 8-4 3 Höfðstrendingar 3 0 0 3 1-17 0 -ÞÁ E-riðill Völsungur — Árroðinn 1-1 (1-0). Leikurinn var nokkuð tvískiptur. Fyrri hálfleikinn áttu heimamenn að mestu leyti og þá skoruðu þeir sitt eina mark og var þar Ingólfur Ingólfsson að verki eftir mistök í vörn Árroðans. Rétt á eftir fékk Árroðinn vítaspyrnu en Erni Tryggvasyni var brugðið. Hákon Hen- riksen tók spyrnuna en markvörður Völsungs varði hana með tilþrifum. Árroðinn sótti síðan látlaust fyrstu 30 mín. í síðari hálfleik og tókst þá að jafna metin með marki Arnar Tryggva- sonar — skalli eftir hornspyrnu. Eftir markið drógu leikmenn Árroðans sig aftur og ætluðu að halda fengnum hlut, sem þeim og tókst. Lokakaflann var sókn Völsungs þung, en Árroðinn gaf ekki höggstað á sér. Reynir — Dagsbrún 1-1 (0-1). Þetta var leikur botnliðanna í riðlinum og lauk honum með sanngjörnu jafntefli. Valdimar Freysson skoraði fyrir Dags- brún í fyrri hálfleiknum en í þeim síðari tókst Reyni að jafna með marki Óðins Valdimarssonar. Dagsbrúnarmenn voru óheppnir að bæta ekki við mörk- um í fyrri hálfleiknum en í heildina voruúrslitin nokkuð sanngjörn. Staðan í riðlinum: Árroðinn 4 3 10 11-1 7 Völsungur 3 2 1 0 7-2 5 HSÞ 4 2 0 2 4-7 4 Dagsbrún 3 0 12 1-4 1 Reynir 4 0 1 3 3-12 1 - St.A. F-riðill Fjórir leikir voru háðir í Austfjarða- riðlinum, þar af léku Einherji. og Leiknir tvívegis. Eftir þær viðureignir stendur Einherji mjög vel að vígi i riðl- inum. Einherji — Leiknir 3-1 (2-1). Fyrsta mark leiksins kom á 10. mín. og skor- aði þá Helgi Ásgeirsson með saklausu skoti sem fór milli fóta markvarðarins. Leiknir jafnaði metin 15 mín. síðar með stórglæsilegu skallamarki Ólafs Ólafssonar, hins 18 ára markaskorara þeirra Fáskrúðsfirðinga. Ólafur lék áður stöðu varnarspilara en var færður fram í sóknina með þeim árangri að hann hefur nú gert 10 mörk. Rétt á eftir náði Einherji forystunni á ný með marki Kjartans Kjartanssonar og þannig var staðan í hálfleik. í seinni hálfleiknum bætti Einherji við einu marki og var þar Steindór Sveinsson að verki um miðjan hálfleikinn. Sigur Ein- herja var mjög sanngjarn í þessum leik. Einherji — Leiknir 2-1 (0-0). Liðin léku síðan síðari leik sinn á Vopnafirði á sunnudag. Ástæðurnar fyrir því að báðir leikirnir eru á Vopnafirði í sumar hafa verið raktar áður í 3. deildarpistli DB. í þetta skiptið börðust leikmenn Leiknis eins og ljón og leikurinn var í járnum allan tímann. Snemma í síðari hálfleiknum tók Leiknir forystuna með marki Kjartans Reynissonar og þannig var staðan þar til 15 mín. voru til leiks- loka, að Einherja var færð vítaspyrna á silfurfati. Úr henni skoraði Ingólfur Sveinsson af öryggi. Við vítið var eins og leikmenn Leiknis brotnuðu og rétt á eftir skoraði þjálfari þeirra Vopnfirð- inga, Þormóður Einarsson, sigurmark- ið en hann var nýkominn inn á sem varamaður. Hrafnkell — Vakir 10-0 (3-0). Þetta var þriðji útileikur Vals og þriðja stórtap liðsins. Það hafði áður tapað 1-9 og 1- 11 á útivelli. Leikurinn var alger ein- stefna og er lið Vals undarlegt því fyrir skemmstu töpuðu Valsmenn 2-3 fyrir Hrafnkeli á heimavelli. Nú héldu Freysgoðanum engin bönd og Svavar Ævarsson skoraði 5 mörk, Sigurður Elísson 3 og Sigurður Gunnarsson 2 og stórsigur Hrafnkels var í höfn. Huginn — Súlan 3-0 (1-0). Þessi leikur var afspyrnuslakur. Dómgæzlan átti þar drjúgan hlut að máli en dómari leiksins blés vart meira en 6 sinnum í flautuna allan leikinn og komust menn upp með alls kyns brot. Þeir Rúnar Magnússon, Sveinbjörn Jóhannsson og Pétur Böðvarsson skoruðu mörkin fyrirHugin. Staðan í riðlinum: Hrafnkell Freysg. 5 5 0 0 18-3 10 Einherji 5 4 10 11-2 9 Huginn 6 3 1 2 18-8 7 Leiknir 7 12 4 14-11 4 Sindri 4 12 1 3-3 4 Súlan 6 1 2 3 4-114 Valur 5 0 0 5 6-36 0 Markahæstu menn: ÓlafurÓlafsson, Leikni, lOmörk. Svavar Ævarsson, Hrafnkeli, 7, Pétur Böðvarsson, Hugin, 6. - VS Stefnir — Snæfell 4-2 (2-1). Þetta var annar sigur Stefnis í röð í riðlinum og í þetta skiptið voru heimamenn mun betri aðilinn allan tímann. Gestirnir töldu þá að heimamenn spiluðu heldur betur gróft og voru alls ekki ánægðir með dómgæzluna í leiknum. Hvað um það, Stefnir leiddi i leikhléi 2-l og í síð- ari hálfleik jókst munurinn um helm- ing. Bæði mörk Snæfells komu eftir mistök í sendingum til markvarðar, en Hekla — Leiknir 3-3 (1-3). Leiknir byrjaði leikinn af krafti og eftir hálf- tíma var staðan orðin 3-0 þeim í hag, en leikið var á grasvellinum á Hellu. Hilmar Harðarson skoraði tvö mark- anna fyrir Leikni en óljóst var með þriðja markið. Heimamenn gáfust hins vegar ekki upp og tókst að minnnka muninn fyrir hlé. í siðari hálfleiknum tóku hlutirnir að ganga betur fyrir sig hjá Heklu og þá tókst þeim að jafna metin og var annað mark Heklu sérlega glæsilegt. Eftir að Hekla hafði jafnað metin áttu heimamenn mun meira í leiknum og minnstu munaði að hið reynslulitla lið Leiknis missti leikinn niður í tap, en tókst að halda jöfnu. Fyrir Heklu skoraði Samúel Erlings- son, þjálfari, tvívegis og Halldór Guð- mundsson bætti þriðja markinu við. Hekla hefur enn ekki unnið leik í riðlin- um, en staðan í honum er nú þannig: Afturelding Leiknir Óðinn Katla Hekla Léttir Þór, Þorl. 8- 4 7 10-12 3 9- 14 3 7-11 2 7-24 2 - SSv. C-riðill Mark Lárusar Guðmundssonar á 53. mínútu — hans fyrsta i 1. deildinni í sumar — kann að reynast Vikingunum dýrmætara en i fyrstunni virðist. Lárus fylgdi mjög vel eftir sendingu inn i víta- teiginn og það skiiaði sér. Jóhannesi Guðjónssyni urðu á óvanaleg mistök og Lárus skauzt eins og elding á eftir knettinum og skoraði af öryggi fram- hjá Jóni Þorbjörnssyni. Þetta reyndist eina mark leiksins og það tryggði Víkingunum tvö ákaflega dýrmæt stig. Sigurinn í gær kemur á mjög góðum tíma fyrir Víkingana, sem eru óðast að ná sér á strik i eftir slaka byrjun. í gær lék liðið mjög skemmtilega knatt- spyrnu á köflum, en heppnir voru Víkingar að vera ekki einu eða jafnvel tveimur mörkum undir i hálfleik. Víkingarnir voru mun ákveðnari strax í upphafi og nokkrum sinnum skapaðist hætta við mark Akumesinga. Liðin sóttu á víxl en á 5. mínútu bjargaði Jóhannes naumlega skoti frá Heimi Karlssyni á línu. Á 15. mínútu kom svo ein fallegasta sókn leiksins. Kristján Olgeirsson gaf þá góða sendingu inn í vinstra hornið á Árna Sveinsson. Hann lék laglega á Ragnar Gíslason og gaf fyrir markið. Þar kom Kristinn Björnsson eins og eimreið en þrumuskalli hans fór rétt yfir markið. Akurnesingar fóru smám saman að ná tökum á leiknum og stór- hætta skapaðist í hvert skipti sem Árni Sveinsson fékk knöttinn. Á 26. mín, gaf Árni vel fyrir markið en skot Sigþórs var óvandað og fór langt framhjá. Hinum megin komst Lárus í gegn en skaut rétt framhjá. Árni átti enn eina glæsifyrirgjöfina á 30. mínútu en í þetta skiptið bjargaði Diðrik með stórkostlegum tilþrifum og hann átti eftir að reynast Skagamönnum óþægur ljár i þúfu síðasta stundarfjórðunginn í fyrri hálfleiknum. Strax á næstu mínútu gaf Árni rétt eina ferðina fyrir markið og Sveinbjörn komst í upplagt færi, en skaut yfir og virtist allt mistakast hjá Sveinbirni í þessum leik, hvort heldur það voru skot eða send- ingar. Á 3 mín. kafla fengu Akurnesinar tvö upplögð tækifæri til þess að skora. Á 37. mínútu kom lagleg sending fram völlinn til Sveinbjamar. Hann bætti aðeins við og stýrði knettinum inn í eyðu til Sigþórs Ómarssonar sem átti greiða leið að markinu. Þar sá hins vegar Diðrik við honum og bjargaði með góðu úthlaupi en Sigþór missti knöttinn of langt frásér. Tveimur mín. síðar fékk Kristján Olgeirsson jafnvel enn betra færi. Sigþór lék á tvo varnarmenn og lagði knöttinn fyrir fætur Kristjáns sem var í dauðafæri. Diðrik kom vel á móti honum og tókst að bjarga skotinu með tilþrifum. Þar fóru tvö góð færi forgörðum. Á næstu mín. átti síðan Kristján sannkallaðan þrumufleyg rétt yfir markið. Upphaf síðari hálfleiksins var dauft og reyndar var síðari hálfleikurinn mjög slakur. Eftir að Lárus skoraði á 53. mínútu var aldrei neinn vafi um hvor aðilinn myndi sigra í leiknum. Víkingar vora miklu nær því að bæta við sínu öðru marki en Akurnesingar nokkurn tíma að jafna metin. T.d. sluppu Skagamenn með skrekkinn þegar Guðjón Þórðarson virtist greini- lega brjóta á Sigurlási Þorleifssyni inni í vitateig, en ágætur dómari, Hreiðar I. deild, Keflavíkurvöllur, ÍBK — Valur, 0:3 (0:2). Keflavíkurliðið vareins og veikburða rjúpa í Valsklónum þar syðra 1 gær- kveldi. Þrívegis sendu Valsmenn knött- inn í net heimamanna, án þess að þurfa sjálfir að ná í hann inn fyrir marklín- una. Sigrinum fylgdu einnig tvö stig, svo að Valsmenn hafa þá hlotið 9 stig, jafnmörg og ÍBK, sem hefði með sigri getað trónað efst i deildinni. Valsmenn eru greinilega að ná sér á strik með sitt sterkasta lið á sama tíma og ÍBK er að síga í lægð — hefur tapað tveimur leikjum i röð. Tranter, enski þjálfar- inn, má svo sannarlega taka upp stóra brýnið og hvessa svolítið eggina á bit- lausu liði, ef ekki á illa að fara. Hvort að það var rangri leikaðferð, um að kenna, hægu varnarspili gegn suðvestan kaldanum framan af leik, eða að varnarmiðja ÍBK var ekki vandanum vaxin var ekki gott að greina, en alla vega gengu Valsmenn á lagið þegar bakverðir ÍBK — sérstak- lega Óskar Færseth — urðu að grípa inn í leikinn á miðjunni. Við það fengu úiherjar Valsmanna fullfrjálst flug sem þeir notfærðu sér sannarlega vel. Lögðu þeir kjölinn að öllum mörkunum eftir að ÍBK vömin hafði heldur betur riðlazt. Ingi Björn Albertsson var svo sannarlega á skot- skónum, réttur maður á réttum stað, þegar svo bar undir, hann skoraði fyrsta og þriðja mark Valsmanna. Hið fyrra þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leik en þá höfðu Valsmenn sótt nokkuð fast að ÍBK markinu og fengið margar homspyrnur vegna nauðvarnar heimamanna en ekki tekizt Jónsson, sá ekkert athugavert. A 68. min. komst Sigurlás í gegnum Skaga- vörnina en Jón Þorbjörnsson kom í veg fyrir mark með mjög góðu úthlaupi. Akurnesingar skiptu þeim Matthíasi og Guðbirni inn á fyrir Sveinbjörn og Kristin undir lokin en allt kom fyrir ekki og sigur Víkings var aldrei í hættu. Vikingarnir léku þennan leik lengst af vel. Slæmur kafli fyrir lok fyrri hálf- leiks hefði þó getað kostað þá bæði stigin. Diðrik varði af snilld í markinu og vörnin var mjög örugg lengst af. Það er hins vegar miðjan sem er vanda- mál Vikinga. Gunnar örn sást varla í leiknum og Hinrik var eitthvaðmiður sín. Lárus átti stórskemmtilega spretti, að nýta þær. Keflvikingar virtust heldur vera að rétta úr kútnum þegar Ingi Björn fékk knöttínn fremur óvænt út við hliðarlinu hægra megin og geystist inn fyrir ÍBK vörnina fram undir endamörk. Þaðan sendi hann knöttinn fyrir markið en hvernig sem á því stóð tókst Þorsteini Ólafssyni markverði ÍBK ekki að klófesta knött- inn, sem þó átti að vera auðvelt, snerti hann aðeins með gómunum og þaðan snerist hann inn fyrir marklínu þrátt fyrir góða viðleitni Óskars bakvarðar að koma til bjargar, 1:0. Seinna mark Inga Björns, svo áfram sé haldið með hans þátt í leiknum, var skorað skömmu fyrir leikslok. Vals- menn veifuðu sannarlega vængjum breiðum þegar þeir spiluðu hliðariín- anna á milli með löngum þversend- ingum. Áður en ÍBK vörnin fengi áttað sig stóð Ingi Bjöm frír á vítapunkti, svo iangt var í næsta varnarmann að hann gat leyft sér að stilla knettinum upp, rétt eins og um vítaspyrnu væri að ræða, og auðvitað skoraði hann örugg- lega. Annað mark Valsmanna átti sér svipaðan aðdraganda, sending frá hliðarlínu hægra megin, inn í vítateig ÍBK, þar sem tveir Valsmenn voru óvaldaðir. „Láttu ’ann fara,” kallaði Hálfdán örlygsson til Atla Eðvalds- sonar, sem hann og gerði. Eftirleikur- inn var auðveldur. Hálfdán fékk gott næði til að sdlla sigtið og skjóta hörku- skoti sem Þorsteinn réð ekki við. Yfirleitt vora Valsmenn meira í sókn allan leikinn og upphlaup þeirra hættu- legri en heimamanna. Þeir voru ákveðnari og fljótari á knöttinn og áttu en Sigurlás var rólegur. Beztu menn Víkinga voru þeir Jóhanes Bárðarson og Heimir Karlsson. Ólíkir leikmenn, en góðir hvor á sinn hátt. Jóhannes vann geysilega vel allan leikinn og hefur ekki leikið betur í sumar og margar sendingar Heimis voru gullfall- egar. Skagamenn eru eitthvað að gefa eftir þessa dagana. Það er þó engin ástæða til að örvænta. Enn sem komið er getur hvaða Uð sem er unnið titilinn og Skagamenn hafa lokið 7 útíleikjum af 9. Beztir í gær vora þeir Árni, Jón Alfreðsson, sem barðist mjög vel allan tímann og Jón í markinu. -SSv. oft skemmtilega útfærðar sóknartil- raunir, þar sem Guðmundur Þor- björnsson, Albert Guðmundsson, Ingi Björn og ekki síst Hálfdán vora drif- fjaðrirnar, ásamt Atla Eðvaldssyni, sem þó hefur oft verið betri. Dýri Guðmundsson stjórnaði vörninni af miklu öryggi enda var erfitt fyrir sóknarmenn iBK að brjóta sér leið þar í gegn. f þau skipti sem það tókst mættu þeir Sigurði Haraldssyni þar fyrir, sem varði knálega það sem á markið kom. Keflavíkurliðið oUi mönnum von- brigðum. Vörnin var eins og flóðgátt, opin á alla vegu. Tengiliðirnir fundu sig aldrei i leiknum, sérstaklega Guðjón Guðjónsson, áður bakvörður. Fram- línan dró dám af þeim, enda fékk hún fáar góðar sendingar til að vinna úr. Eini ljósi punkturinn var Ragnar Margeirsson, hinn bráðefnUegi mið- herji ÍBK, sem storkaði Valsvörninni oft illilega með leikni sinni og hraða. Hann var líka tekinn heldur óblíðum tökum og var það kannski það eina sem finna má að góðum dómara leiksins, Sævari Sigurðssyni, að hann veitti Valsmönnum ekki nægUega refsingu fyrir meðferðina á Ragnari. Reyndar sló heldur UUlega í brýnu á milli Ragnars og Hálfdánar í fyrri hálfleik, þegar Hálfdán spyrnti fótunum undan Ragnari, sem svaraði fyrir sig með því að „dangla” í Hálfdán, sem óðara féll eins og skotinn tíl jarðar, eiginlega áður en Ragnar snerti hann. Rauða spjaldið hefði ef tíl vill átt þarna bezt við á báða. -emm. VALSMENN VEIFUDU VÆNGJ- UM BREIÐUM í KEFLAVÍK —3. deild —3. deild—3. deild—3. deild—3. deild—3. deild—3. deild—3. deild—3. deild— SVAVAR SK0RAÐIFIMM í 104) SIGRIHRAFNKELS!

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.