Dagblaðið - 10.07.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 1979.
7
Skylab til
jardará
morgun?
Ríki á því svæði, sem talið er að
Skylab geimstöðin bandaríska muni
hugsanlega lenda á hafa tilkynnt um
ýmiss konar varúðarráðstafanir
næstu daga en búizt er við að brak úr
geimstöðinni muni falla til jarðar á
um það bil 150 kílómetra breiðu
belti, sem er nálægt 6000 kílómetra
langt. ísland er ekki innan þessara
marka. Talið er að Skylab muni
brotna í um það bil fimm hundruð
parta, sem lenda munu á jörðinni.
Þarna er um að ræða mjög misþunga
og veigamikla hluta geimfarsins.
Sumt mun bráðna við ofsahita sem
myndast við að farið kemur inn í
gufuhvolf jarðar. Annað er sérstak-
lega varið fyrir hitanum. Má þar til
dæmis nefna blýhulstur utan um
fiímur sem teknar hafa verið á ferli
geimstöðvarinnar.
Sumar ríkisstjórnir, sem telja að
sérstök hætta sé á að hlutar geim-
stöðvarinnar lendi á þeirra löndum,
hafa jafnvel i hyggju að banna alla
flugumferð á meðan hættan er mest.
Síðustu spár gera jafnvel ráð fyrir að
Skylab muni lenda á morgun eða í
síðasta lagi á fimmtudaginn. Sér-
fræðingar geimferðastofnunarinnar
segja að líkurnar fyrir því aðeitthvert
hinna fimm hundruð stykkja muni
lenda á einhverri manneskju séu einn
á móti eitt hundrað og fimmtíu.
Hin sjötiu og sjö tonna Skylab geim-
stöð á þeim dögum sem veldi hennar
stóð sem hæst, árið 1974. Nú er
ekkert framundan nema að þetta
mikla mannvirki hrapi til jarðar og
splundrist í ótal mola.
Fyrsta Skylab
fómardýrið
Fyrsta fórnardýr Skylab geim- Simeon Galvez, en svo hét maður-
stöðvarinnar hefur látizt. Á Manila á inn, var faðir fjögurra barna.
Filippseyjum dreymdi mann einn að Heyrðist hann hrópa upp úr svefnin-
brak úr stöðinni væri að falla ofan á um. Skylab — Skylab — en síðan leið
hann. Varð honum svo mikið um hann út af og var skömmu siðar liðið
að hann lézt úr hjartaslagi, að sögn lík.
blaðseinsí Manilla.
Washington:
Aðstoðarorkurád-
herrann hættir
John O’Leary, aðstoðarorkuráðherra
Jimmy Carters Bandaríkjaforseta, til-
kynnti i gærkvöldi að hann hefði hug á
Danmörk:
Spán-
ar-
farar
hópast
heim
Svo virðist sem dönskum ferða-
mönnum lítist ekki á blikuna og
flykkist nú heim á leið eftir ítrek-
aðar sprengingar sjeæruliða að-
skilnaðarsinna Baska á sólar-
ströndum Spánar. í danska
blaðinu Berlingske Tidende segir
að margir farþegar, til dæmis á
vegum ferðaskrifstofu Tjære-
borg, hafi óskað eftir því að kom-
ast heim. Að sögn eins farþegans
þurfti að bíða í margar klukku-
stundir eftir þvi að sprengjurnar
spryngju en skæruliðarnir höfðu
tilkynnt um < þær fvrirfram.
Nokkur dráttur varð á því að þær
spryngju.
Ekki er Ijóst hvort allar
sprengjur sem skæruliðamir hafa
komið fyrir séu fundar eða
sprungnar.
H
Allt anddyrið á hótel Las Palmeras í
Fuengerola á Costa del Sol eyðilagð-
ist í einni sprengingu skæruliða
aðskilnaðarhreyfingar Baska. Þar
hefur fjöldi danskra ferðamanna
dvalizt en margir hverjir hafa nú
snúið heim af ótta við hryðjuverkin.
að hætta í embætti sínu. Gerist þetta
þegar viðræður og vangaveltur forset-
ans og sérfræðinga hans um orkumál
standa sem hæst og hann hefur frestað
ræðuflutningi sínum til þjóðarinnar
um þau mál tvisvar. Talsmenn forset-
ans hafa ekkert viljað segja um þessa
fyrirætlan aðstoðarráðherrans.
O’Leary hefur vakið athygli fyrir
skorinorðar yfirlýsingar í orkumálum
og hlotið nokkra gagnrýni fyrir, sér-
staklega síðustu daga, t>egar orku-
vandaumræðurnar hafa staðið hæst.
Orðrómur hefur verið á lofti um að
Jimmy Carter forseti sé hvattur til þess
af sumum ráðgjöfum sínum að láta
bæði O’Leary aðstoðarorkumálaráð-
herra og James Schlesinger orkumála-
ráðherra segja af sér. Þeir hafa báðir
legið undir mikilli gagnrýni, aðallega
fyrir að gera of mikið úr orkuvandan-
um.
Vitað var að O’Leary hafði tilkynnt
það æðstu mönnum í starfsliði Carters
forseta að hann mundi ekki gegna
starfi sínu áfram nema séð væri um að
gagnrýni á störf hans frá starfsliði
Hvita hússins i Washington mundi
linna. Svo virðist sem þvi hafi siður en
svo verið fylgt eftir og gagnrýni á störf
aðstoðarráðherrans og stefnu verið
haldið áfram nú siðustu daga.
Að sögn fréttamanna CBS sjón-
varpsstöðvarinnar hefur O’Leary til-
kynnt að hann vilji helzt láta af störf-
um 4. september næstkomandi ef for-
setinn óskar ekki eftir öðru.
Erlendar fréttir
ÓLAFUR GEIRSSON "3 Æ.
Bílasala Eggerts auglýsir
Þá er hann loksins til sölu sá fallegasti, G.M.C.,
framdrifinn með sæti fyrir 13, allir mögulegir
aukahlutir fylgja.
BÍLASALA EGGERTS,
B0RGARTÚNI24. - SlMI 28255.