Dagblaðið - 10.07.1979, Blaðsíða 24
Patreksfjörður:
Ungur svifdrekamaður
slapp með skrekkinn
Var að fl júga ofan bæjarins í hættulegum vindi
Sextán ára svifdrekamaður var
hætt kominn í fjallinu fyrir ofan Pat-
reksfjörð á laugardaginn. Var vindur
óhagstæður til svifdrekaflugs og
keyrði vindurinn drekann með unga
manninum í fjallið. Fór betur en á
horfðist, því pilturinn slapp með mar
á öðrum fæti. Var hann fluttur í
sjúkrahús og er þar enn, svo mikið
var marið, en óbrotinn mun hann.
Atvikið gerðist í svonefndum
Brennum fyrir ofan Patreksfjörð..
Sterkan vind lagði inn fjörðinn og
taldi lögregluvarðstjóri að þegar svo
væri mætti telja svifdrekaflug hættu-
legt. í þessu tilfelli hefði vindurinn
verið mjög sterkur og aðeins í annan
væng drekans og hann því keyrzt í
fjallið án þess að rönd hefði verið
hægt við að reisa.
Mikill áhugi er á svifdrekaflugi á
Patreksfirði og margir eiga svifdreka.
Flestir fljúga sitjandi en sá sem nú
meiddist mun hinn eini sem svífur um
loftið í dreka sínum liggjandi eins og
færustu meistarar. Hefur hann verið
á 10 daga námskeiði í sviftækni í
Englandi og er því fær í flestan sjó.
Heldur þykir ýmsum Patreksfirð-
ingum ónotalegt að horfa á svif-
drekamennina hátt í lofti við fjallið
og telja þá stundum fara helzt til
glannalega.
- ASt. / EO, Patró
Olíanskalspöruð:
Bráðabirgða-
lögin að koma
— segir Tómas Ámason fjármálaráðherra
,,Ég geri ráð fyrir, að ég gefi út þessi
bráðabirgðalög og þau komi fljótlega,
þó varla í dag,” sagði Tómas Árnason
fjármálaráðherra í viðtali við DB í
morgun.
„Þarna er um að ræða ýmsa fjáröfl-
un til að hraða framkvæmdum til að
spara olíu. Meðal annars tengingu á
byggðum, sem alfarið keyra á dísilolíu,
svo sem Ólafsfirði og Vopnafirði, þar
sem næg raforka er til handa þeim
byggðum.”
„Ennfremur hröðun hitaveitna, en
þær eru margar í gangi.”
Tómas Arnason sagði, að enn hefði
ríkisstjórnin ekki gengið frá bensínmál-
inu. Skoðanir væru skiptar, og óvíst að
endanleg niðurstaða fengist á ríkis-
stjórnarfundi i dag.
Þá sagði hann að eftirgjöf á tollum
af reiðhjólum hefði í bili verið leyst
með tollkrít, sem mundi gilda þar til
þing kemur saman og samþykkir
væntanlega niðurfellingu aðflutnings-
gjalda af reiðhjólum. Ekki hefði þótt
fært aðgefa út bráðabirgðalög um slíkt
atriði.
-HH
Hugslysið á Srí Lanka:
frjálst, áháð dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 10, JÚLl 1979,
HM sveina íFrakklandi:
Tap og sigur
hjá Jóhanni
,,Þó það geti að vissu leyti verið gott
að byrja með tapi í Monrad-kerfmu þá
þarf líka anzi mikla hörku til að rífa sig
upp,” sagði Jón Pálsson í viðtali við
DB í morgun, en hann er aðstoðar-
maður Jóhanns Hjartarsonar á heims-
meistaramóti sveina sem nú er hafið í
Belfort í Frakklandi.
í 1. umferð tapaði Jóhann fyrir
Benjamin frá Bandaríkjunum en vann
Filiopovic frá Kanada í 2. umferð. Að
sögn Jóns fékk Jóhann ágæta stöðu út
úr byrjuninni i skák sinni við Benjamin
en tefldi framhaldið ekki nákvæmt og
varð að gefast upp eftir tæpa 50 leiki.
Hins vegar vann hann Filiopovic i
aðeins 301eikjum.
Efstir eftir 2 umferðir eru Benjamin,
Elwast, Sovétríkjunum, Brasko, Júgó-
slaviu, Milos, Brasilíu, Hernandez,
Portúgal, og Greenberg, ísrael. Liklegt
er að Short frá Englandi sláist í þeirra
hóp en hann hefur 1 vinning og unna
biðskák. -GAJ-
Selfoss:
Herferðgegnóskoð-
uðum bifreiðum
Undanfarna daga hefur lögreglan á
Selfossi tekið um 50 óskoðaðar
bifreiðir og fært til skoðunar. Skoðun
lauk 29. júní sl. og var þá nokkuð eftir
af óskoðuðum bifreiðum. Jón
Guðmundsson, yfirlögregluþjónn á
Selfossi, sagði í samtali við Dagblaðið,
að enn væri talsvert eftir af óskoð-
— fóni inn í mannlaust, hálfbyggt hús í Keflavík og fundu kassa af „kóki”
Fjögur böm í Keflavík á aldrinum
3ja til 6 ára komust í heimabruggað-
an bjór á laugardaginn og var komið
að þeim mismunandi mikið drukkn-
um, þegar tekið var að sakna þeirra.
Tildrögin eru þau að börnin fóra
inn í hús á byggingarstigi. Komst eitt
barnanna inn um op á húsinu sem
byrgt var með plasti og opnaði síðan
fyrir félögum sínum. Undir tröppum
í byggingunni fundu börnin kassa
með ölflöskum og var þeim lokað
með venjulegum ölflöskutöppum.
Börnin ráku nagla í gegnum
tappana og drukku öll af miðinum,
mismunandi mikið, en öll urðu þau
ölvuð og einn fjögurra ára sýnu mest.
Stóð hann ekki á fótunum og datt og
var haldið, er hann fannst, að hann
hefði vankazt af höggi í faUinu. Við
læknisskoðun kom í ljós að svo var
ekki, heldur var einungis um ölvun
að ræða. Var barnið látið blása i
blöðru hjá lögreglunni og sýndi
andardrátturinn 3. stigs ölvun.
Enginn var í hálfgerða húsinu þá
er atburðurinn átti sér stað. Eigand-
inn er norður í landi en ölkassinn
með heimabruggaða bjómum er
talinn í eigu manns er vann við húsa-
smíðina. Rannsókn er stutt á veg
komið en á staðnum fundust tvær
flöskur með naglagötum í töppum,
ein brotin flaska og tvær vantaði.
Hafa þá bömin drukkið úr 2—5,
flöskum.
Er DB ræddi við lögreglumann í
Keflavík í gærkvöld hafði áfengis-
innihald bjórsins ekki verið mælt, en
bjórinn var talinn „mildur” að dómi
lögreglumanna.
-ASt.
„Mistök flugmanna
— segir rannsóknardómari
Birthefu"- 1 ' "sla stjórnskipaðs
rannsóknardómara vegna flugslyssins á
Sri Lanka 15. uov. -1. cr DC-8 þota
Loftleiða fórst : i.’.rii laflugi. Þar
segir að flugmenn helóu ekki fylgt regl-
um um aðflug og flogið vélinm of Iágt í
aðfluginu.
Þá segir og að aðstoðarflugmaður
hafi ekki gefið flugstjóra nauðsynlegar
upplýsingar um hæð og fallhraða vélar-
innar. Einnig er talið hugsanlegt að
röng stilling á radíóhæðarmæli í 150
feta hæð, hafi útilokað möguleika flug-
stjórans aðsjá viðvörunarljós.
Rannsóknardómarinn gerði tillögur
um endurbætur á Colomboflugvelli, en
þær eru þó ekki sagðar tengjast flug-
slysinu.
Islenzkir flugmálastjórnarmenn, sem
fylgdust með rannsókn slyssins, hafa
lýst undrun sinni á þessari niðurstöðu
og telja að verið sé að reyna að koma
sökinni á flugmennina. Höfuðorsök
slyssins hafi hins vegar verið biluð tæki
flugvallarins.
- JH
Nýjasti náttf arinn aftur laus
eftirjátningu
Nýjasti náttfarinn, sá er fór inn í
tvær íbúðir við Urðarstíg í fyrrinótt
meðan fólk var í fasta svefni, fanast i
gær. Reyndist um að ræða 18 ára pilt
búsettan úti á landi. Hann viðurkenndi
bæði innbrotin og hefur auk þess áður
gerzt sekur um svipaðan verknað.
Eftir játningu í gær var piltinum
sleppt og til þess mælzt að hann hyrfi
heim til sín. Gengur hann því laus og
gæti þess vegna tekið upp þráðinn á ný.
Játning afbrota þýðir frelsi — í bili.
Pilturinn skilaði 43 þúsund kr. af 70
þús. sem hann stal í annarri íbúðinni og
mestu af öðru þýfi.
- ASt.
Böm komust f heimabruggið
og fundust mismunandi full
uðum bifreiðum. Sagðist Jón vilja
skora á eigendur þessara bifreiða að
færa bíla sína þegar til skoðunar,
þannig að lögreglan þyrfti ekki að
„beita klippunum”. -GAJ-
DB-mynd: Hördur.
Hverf isgatan bein og breið
— næstumþví
Húsið nr. 86 við Hverfisgötu hefur um langan tíma verið tálmi á hinni miklu
umferðargötu. Nú hefur það mál verið leyst á farsælan hátt. Steyptur var nýr
grunnur bak við húsið og nú um helgina var það flutt á nýja grunninn.
Samkvæmt upplýsingum skrifstofustjóra borgarverkfræðings I morgun er verkið
unnið á kostnað húseiganda, en endurbyggja þarf húsið. Annað hús stendur ennþá
út i Hverfisgötu, en það er i eign borgarinnar og verður flutt upp á Bergstaða-
stræti.
Þegar því verki verður lokið ætti Hverfisgatan að verða bein og breið. -JH.
Kaupfélag Árnesinga:
Stjóramirhækka
„Það verður reynt til þrautar að ná
samkomulagi í þessari viku en ef það
tekst ekki þá verða aðrar leiðir reynd-
ar,” sagði Steini Þorvaldsson, einn af
talsmönnum Kaupfélags Árnesinga er
DB hafði samband við hann í morgun,
en mikil óánægja er nú meðal starfs-
fólks kaupfélagsins vegna nýrrar
flokkaskipunar.
„Aðalóánægjan er hjá afgreiðslu-
fólki og skrifstofufólki,” sagði Steini.
„Almenna fólkinu finnst sem því sé
haldið niðri en allt sem heiti stjórar
hækki.” -GAJ
Keflavíkurflugvöllur:
Yfirvinnubann
Stjórn Verzlunarmannafélags Suður-
nesja hefur boðað yfirvinnubann á
Keflavíkurflugvelli frá og með næst-
komandi mánudegi. Eins og DB hefur
greint frá er mikil óánægja ríkjandi
með nýja flokkaskipan starfsmanna á
vellinum.
Kaupskrárnefnd utanríkismálaráðu-
neytisins heldur fund i dag þar sem
fjallað verður um kjaradeilu Verzl-
unarmannafélags Suðurnesja og starfs-
mannahalds hersins. Þar sem herinn á
Keflavíkurflugvelli er ekki samnings-
aðili á íslandi er það kaupskrárnefnd-
arinnar að gefa hemum upplýsingar
um gildandi kaup og kjör í sambærileg-
umstörfumutanvallarins. -GAJ