Dagblaðið - 10.07.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 10.07.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 1979. Hvererá toppnum íBflaleigu Loftleiöa? ÉG ER FORSTJÓRI, SEGIR ALFREÐ ÉG ER YFIRMAÐUR, SEGIR ERUNG —- Mér hefur ekki verið tilkynnt um breytingar á minni stöðu sem forstjóri Bílaleigu Flugleiða, sagði Alfreð Elías- son fyrrum forstjóri Flugleiða við DB í gær. Alfreð hefur haft með höndum yfirstjórn bílaleigunnar, en í frétt frá Flugleiðum á föstudaginn segir orðrétt: „Erling Aspelund, sem undanfarin ár hefur verið hótelstjóri Hótel Loftleiða og Hótel Esju, verður nú fram- kvæmdastjóri og sinnir áfram yfir- stjórn hótelanna, en annast einnig yfir- stjóm Bílaleigu Loftleiða ,,Jú, það verður ekki annað séð af þessu en á- kvarðanir um breytingar liggi fyrir án minnar vitundar,” sagði Alfreð Elíasson. ,,Ég mun spyrja nánar út í þetta á stjórnarfundi Flugleiða 19. júlí.” ,,Ég er yfirmaður Bílaleigu Loftleiða, eins og kemur fram í tilkynningu Flugleiða, sagði Erling Aspeiund. ,,Ég hef engu við það að bæta sem þar kemur fram.” -ARH. Lára kemur með Drtfu Huld frá Hafnarfirði í togi inn í Reykjavíkurhöfn á laugar- dagskvöldið. DB-mynd: Jóhannes Reykdal. Lára gerir það ekkiendasleppt —tók sama bátinn tvívegis ítog á Faxaflóa Sjórallsbáturinn Lára 03 gerði það ekki endasleppt, þótt þátttöku í Sjóralli DB og Snarfara ’79hafi lokið í Vestmannaeyjum. Eins og sagt var frá í DB í gær fór Lára út á móti sigurbátnum Ingu 06 þegar hún kom frá Ólafsvík á sunnudaginn. Lára kom til Reykja- víkur á laugardagskvöld frá Vest- mannaeyjum. Þegar Lára var stödd skammt austur af Garðskaga kl. 18.40 kom kall frá FR-stöð í Keflavík með beiðni um aðstoð fyrir sportbátinn Drífu Huld frá Hafnarfirði, sem var með bilaða vél í suðurkantinum á Vesturhrauni. Lára breytti þegar um stefnu og stefndi beint á Snæfellsjökul. Um kl. 19 komu þau Bjarni og Lára að bátnum og tóku hann i tog. Skömmu síðar fór vél bátsins i gang og þá var toginu sleppt. Ekki leið þó á löngu þar til arinað kall kom: vélin var stopp á ný. Lára^ sneri þegar við aftur og dró Drífu Huld til Reykjavíkur og þangað var komið um kL 22.30. -ÓV. Póstpokinn í land i Reykjavik á sunnudagskvöldið cftir hringferðina. Ásgeir H. Eiríksson „vippar” pokanum léttilega. DB-mynd: Hörður. Sjórallsumslögin seld á 3 stöðum Rallbátarnir Inga og Signý fluttu með sér umhverfis landið fimmtán hundruð frímerkt umslög, sem stimpluð voru á hvíldarstöðunum þremur — Höfn, Akureyri og Ólafsvík. Póstpokinn með umslögunum kom með Ingu til Reykjavíkur frá Ólafsvík í fyrrakvöld og verða umslögin nú seld á þremur stöðum í Reykjavik — Frímerkja- og myntverzlun Magna, Laugavegi 15, Frímerkjamiðstöðinni, Skólavörðustíg 21A, og Frímerkjahús- inu, Lækjargötu 6A. -ÓV. Tafsöm bygging verkamannablokkar: „Sukk, svínarí, óstjóm og skipulagsleysi” - segja piparsveinar á Eskifiröi „Áætlunin hljóðaði upp á að verkinu lyki haustið 1976 en því er ekki lokið enn og íbúðirnar hafa hækkað yfir 100% frá því sem gert var ráð fyrir. Þær áttu að kosta tæpar 10 milljónir, en eru nú komnar í 22 milljónir. Þetta einkennist allt af sukki, svtnarii, óstjórn og skipulagsleysi og enginn virðist bera ábyrgð á þessu,” sagði einn af íbúðakaupendum í svokallaðri piparsveinablokk á Eskifirði en kaupendumir eru nú orðnir langþreytt- ir á þeim drætti sem orðið hefur á byggingu blokkarinnar. „Fyrir fjórum mánuðum var gerð leiðrétting á verðlagningu vegna verðbólguáhrifa. Þá hljóðaði kostnaðaráætlunin upp á 15 milljónir, en er nú 22 milljónir. Við höfum talað við alla aðila, húsnæðismálastjórn, bæjarstjórn og verkamannabústaða- nefnd. Þeir vísa hver á annan og einn nefndarmanna segist skammast sín fyrir að vera í henni. Bæjarstjórnin segir, að ekki standi á fjármálum en nefndarmenn bera því við að svo sé. Okkur fínnst sorglegt ef enginn ber á- byrgð á þessum mistökum,” sagði annar kaupandi í samtali við DB. Eru kaupendurnir mjög óánægðir með, hvernig að framkvæmdum hefur verið staðið og benda meðal annars á,. að tepparúlla upp á tæpar tvær milljónir hafi verið látin standa úti vikum saman. Þá séu dæmi þess að fólk hafi gengið í blokkina og sótt þangað efni sem það hefur vanhagað um. Segja piparsveinarnir, að skipulagsleysi og svik séu allsráðandi við þessar framkvæmdir. Þannig hafi kaunendurnir verið boðaðir á fund í k.r.úat i etur og þeim tilkynnt þar, að ci þeir gætu borgað fyrirfram þá væri hægt að halda áfram meðverkið ig því yrði lokið um mánaðamót mai-júní. Þeir borguðu í trausti þess að það stæði, en nú er útlit fyrir að blokkion verði tilbúin í fyrsta lagií haust. -GAJ- LÍFIÐ ER SALTFISKUR var einu sinni sagt. — Og svo mikið er víst að meira en helmingur alls innflutnings okkar er greiddur með þorskafurðum. Sófasettið sem þú sérð hérría á myndinni er íslenzk úrvals vara. Vœri það keypt í útlönd- um hefðum við eytt um það bil 600 kílógrömmum af þessum gjald- miðli — pökkuðum í neytendaumbúðir og tilbúnum á pönnuna. Bíldshöfða 20 - S. 81410 - 81199 Sýningahöllin - Ártúnshöfða

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.