Dagblaðið - 10.07.1979, Blaðsíða 8
s
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 1979.
Moldarfjöllin íSmálöndum:
„Ætli þeir hefðu sett
moldina fyrir utan
gluggana í Laugarásnum?”
* •
Nöturleg aökomö 'í Srné-
landahverfi. Á bak við mold-
arhaugana standa húsin — og
þar er einnig að finna umrótið
vegna hitaveituframkvæmd-
anna.
DB-mynd: Ámi Páll.
Aðkoman 1 Smálönd er vægast sagt
nöturleg. Himinháum moldarhaugum
hefur verið hrúgaö upp í næsta ná-
grenni við ibúðarhverfið. Smálending-
ar sem DB ræddi við, sögðu að moldin
væri komin úr húsgrunnum i ná-
grenninu og úr haugunum væri af-
greidd gróðurmold til manna. Er þetta
fyrirkomulag að ráði gatnamálastjóra
borgarinnar.
— Þeir sögðu hjá gatnamálastjóra að
þaö hafi þótt , .tilvalið að geyma þessa
ágætu gróðurmold þarna,” sagði
Guðmundur Sæmundsson, einn
íbúanna.
„Sjálfsagt eru borgaryfirvöld í
fullum formlegum rétti til að búa til
þessi moldarfjöll hérna, en gagnvart
okkur íbúum Smálanda er ákvörðunin
ósvífin. Haugarnir eru lýti á
umhverfinu og í þurru veðri fýkur
moldin yfir hverfið og inn í húsin. Það
þarf ekki nema smágolu til. Mér leikur
forvitni á aö vita hvort þeim hefði
dottið í hug að setja moldina fyrir utan
gluggana hjá íbúum í Laugarásnum eða
í Fossvoginum? Tæplega trúi ég því, en
er réttur okkar minni en þeirra?”
Guömundur sendi gatnamálastjóra
bréf um moldarhaugana í apríl sl., en
ekkert svar hefur borizt við því. í lok
bréfsins segir orðrétt:
„Við vekjum athygli á þvi, að við
greiðum borginni okkar gjöld, engu
síður en aðrir, en fáum verri þjónustu í,
aðra hönd en íbúar flestra annarra
hverfa. T.d. fæst ekki lögð hitaveita í
þessi hús, strætisvagnar ganga ekki
hingað og götum er iila haldið við. Þeg-
ar svo uppátæki á borð við moldar-
haugana bætist við — uppátæki sem
okkur finnst anga af fyrirlitningu á
okkur og megnasta tillitsieysi — teljum
við okkur vera í fullum rétti til að mót-
mæla harðlega. Það er krafa okkar að
moldarhaugar þessir verði fjarlægðir
burt af svæðinu”.
-ARH.
Hitaveitustjóri:
„Vantar
skipulag
eða
undanþágu'
— 50 crfíuhituð hús
íReykjavik
„Það er að verða mun minna mál en
áður að leggja hitaveitu í Smálanda-
húsin, eftir að byrjað er að leggja í.
iönaðarhverfið í nágrenninu. En það
ieitt nægir ekki. Annað hvort þurfa
Smálandahúsin að komast inn á skipu-
iag borgarinnar eða borgaryfirvöld að
veita undanþágu fyrir hitaveitu í þau,”
sagði Jóhannes Zoéga, hitaveitustjóri,
viö DB.
„Mér er kunnugt um, að verið er að
kanna, hvort Smálönd geta fallið inn í
skipuiagið. Verði niðurstaðan jákvæð,
þá er engin spurning um að húsin fá
heitt vatn.”
Um 100 hús í Reykjavík eru ótengd
heitavatnsæðum, þar af um 50 hús
hituð með olíu. Eigendur þeirra borga
sex sinnum meira í hreinan
orkukostnað en þeir sem njóta heita
vatnsins. Með tilliti til olíukreppunnar
hafa borgaryfirvöld ákveðið að kanna
möguleika á að taka upp rafhitun eða
hitaveitu í „oliuhúsunum”.
________________-ARH.
Gatnamálastjóri:
„Skilað
moldinsé
til ama”
Hitaveitan liggur á milli húsanna—en íbúamir fa ekkert vatn:
„HREIN MANNVONZKA
ff
— rætt við íbúa í Smálandahverfinu í Reykjavík
„Það er betra að menn séu ekki hifaðir þegar þeir koma i heimsókn til okkar,” sögðu Smálendingar. Guðmundur lagði i
könnunarieiðangur út á göngubrú að einu húsanna, en Höllu t.v. og Ástu leist ekki á tiltækið og fóru hvergi. Hita-
veituæð til Reykjavikur á að liggja i þessu mikla skurði, en húsið sem stendur frammi á skurðbakkanum fær ekkert vatn
og er hitað upp með oliu. DB-mynd: Árni Páll. .
yrði okkur boðin lögn og uppsetning
rafmagnshitunar í húsin,” sagði
Guðmundur Sæmundsson. ,,En
reynslan sýnir, að varlegt er að treysta
orðunum einum.”
„Olíukostnaðurinn er þegar orðinn
um og yfir 50 þúsund kr. á mánuði og
verður meiri í vetur. 500 lítrar af olíu
duga í 3 vikur þegar veturinn er
kaldastur,” sagði Ásta Bjarnadóttir.
„Hér er gott að búa og hér viljum
við vera,” sagði Halla Sigmarsdóttir.
„En það er að verða óbærilega dýrt og
erfitt að vera hérna. Og ef okkur
dytti í hug að selja húsin og flytja burt,
þá er það erfitt líka. Fáum finnst
fýsilegt að eignast olíuhituð hús í
Reykjavík.”
„Þeir tóku líka af okkur strætis-
vagnaleiðina sem lá hingað um leið og
hægri umferð var tekin upp. Núna
verðum við að ganga upp í Árbæ til að
ná í strætó, eða kaupa undir okkur
leigubíl í bæinn,” sagði Ásta. Maður
hættir að taka nokkurt mark á því sem
þeir segja þessir yfirmenn hjá borginni
eftir að verða fyrir svona. Þetta er
hrein og bein mannvonzka.”
-ARH.
— eneinhversstaðar
verda vondiradvera
. Magnússon.
„Við þurfum að geyma moldina
einhvers staðar á hentugum stað í borg-
arlandinu og Smálöndin þóttu við
hæfi,” sagði Ingi Ú. Magnússon,
gatnamálastjóri borgarinnar.
„Ég held að moldin verði fljót að
hverfa, enda eru margir um hana. Oft-
ar en ekki hefur skort gróðurmold.
Jú, við höfum orðið varir við
sjónarmið nokkurra ibúa í Smá-
löndum. Við fengum bréf um málið,
ókurteist erindi og hótanir. Ég skil
samt vel þau sjónarmið íbúanna, að
ami sé af moldinni í þurru veðri og
vindi, en einhvers staðar verða vondir
aðvera,” sagði gatnamálastjóri.
-ARH.
„Stríð okkar við borgaryfirvöld
hefur staöið í ein 27 ár og ekki fyrirsjá-
anlegt að það beri árangur alveg á
næstunni. Við borgum nákvæmlega
sömu skatta til borgarsjóðs og aörir,
að undanskilinni lóðaleigu, en njótum
ekki sömu réttinda og flestir borgar-,
búar.”
Þetta höfðu 3 íbúar t Smálanda-
hverfi í Reykjavík, Halla Sigmars-
dóttir, Ásta Bjarnadóttir og
Guðmundur Sæmundsson, að segja um
viðskipti Smálendinga við yftrvöld
Reykjavíkur. í fjölmörg ár hafa Smá-
lendingar árangurslaust reynt að fá
heitt vatn í hús sín og ætti það tæplega
að geta talizt framkvæmdarlegt stór-
virki, þar sem hitaveituæðarnar til
borgarinnar liggja sem næst meðfram
garðgrindum þeirra. Einmitt í sumar
eru Smálönd sundurgrafin af breiðum
og djúpum hitaveituskurðum og starfs-
menn borgarinnar eru byrjaðir að
leggja hitaveitulagnir i óbyggð
verksmiðjuhús I nágrenninu á sama
tíma og t.d. Ásta Bjarnadóttir fær ekki
vatn í sitt hús, sem er í sex skrefa fjar-
lægð frá hitaveituæöinni.
í október sl. var enn send beiöni um
hitaveitu til borgaryftrvalda og fylgdi
henni listi með undirskriftum Smá-
lendinga. Ekkert svar barst fyrr en í
apríl. í bréfi undirrituðu af borgar-
stjóra kom fram, að embættismenn
borgarinnar telja að „fái húsin að
standa og hverfið verði skipulagt, sé
ekkert því til fyrirstöðu að leggja þar
hitaveitu.” Eitthvað mun vera unnið í
„athugun á skipulagningu svæðisins”,
eins og það er orðað í bréfinu, og því
ekki unnt að svara erindinu á annan
veg.
Alls munu vera 15 heimili í
Smálöndum og eru öll hús hituð upp
riTeð olíu, nema eitt þar sem er
rafhitun. „Forseti borgarráðs hefur
sagt okkur munnlega að hugsanlega
Smálandahverfið á miðri mynd. Fjær er iðnaðarhverfið á Bæjarhálsi, en næst á myndini til vinstri er Laxalón.
DB-mynd: Árni P4U.