Dagblaðið - 10.07.1979, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 1979.
15
Kvöldrabb
við einn af
útgefendum
Norðurslóðar
á Dalvík:
„Við byrjuðum á útgáfunni í lok árs-
ins 1977ogsíðan hefurblaðið komiðút
sem næst einu sinni í mánuði, að
undanskildum sumarfríum. Hvers
vegna blaðaútgáfa hér? Ja, þegar ég
kom hingað fyrst, hélt ég að allir vissu
allt sem gerðist í litlu bæjarfélagi. En
staðreyndin er auðvitað önnur. Að
maður tali nú ekki um erfiðleika burt-
fluttra Dalvíkinga að fylgjast með því
helzia sem hér gerist. Við reynum að
miðla fréttum, en einnig fær þjóðlegur
fróðleikur og greinar um margvísleg
málefni sitt rúm í blaðinu.”
Óttarr Proppé, kennari á Dalvík, hefur
orðið. Hann er einn þriggja aðstand-
enda blaðsins Norðurslóðar, sem gefið
er út á Dalvík og í Svarðardal. Óttair
situr auk þess í bæjarstjórn Dalvíkur
fyrir Alþýðubandalagið. Fyrir nokkr-
um árum vann hann sem blaðamaður á
Þjóðviljanum.
„Gárungarnir kölluðu blaðið Litla
Bleik þegar það kom fyrst út,” sagði
Óttarr. „Nafngiftin mun hafa átt að
draga saman í eitt pólitískt litróf að-
standenda þess. Einn kommi, einn
framsóknarmaður og einn millivita-
maður til vinstri.”
Er Norðurslóð „blað sem þorir”,
senda menn blaðinu hressilegar ádeilu-
og skammargreinar? Er kaupfélags-
valdið á Dalvík tekið í bakaríið í blað-
inu?
„Gárangamir kSHuðu
blaðið Litla Bleik’’
— til að minna á pólitaskt litróf ritstjóranna
Proppé tekur sér dálitinn tíma til að
svara og hugsar djúpt.
„Hugmyndin hjá okkur var ekki sú í
upphafi að gefa út blað með ákveðnum
pólitískum boðskap, heldur frétta-
miðill, eins og ég sagði áðan. það er
hrein undantekning að við fáum að-
sendar „heitar” greinar og í mánaðar-
blaði er erfitt að halda úti hvers konar
rökræðum. Það er eins og tröllin tali
saman.”
Setning og prentun Norðurslóðar fer
fram á Akureyri. Stendur það blaðinu
ekki fyrir þrifum?
„Venjulega sleppum við með eina
ferð til Akureyrar fyrir hvert blað, en
jólablaðið síðasta var margfalt að blað-
síðufjölda og þá dugði ekki minna en 3
ferðir í bæinn. Nei, þetta stendur
okkur tæplega fyrir þrifum.”
En fjárhagsstaðan, er þetta gróða-
fyrirtæki?
„Þetta gengur nokkum veginn slysa-
laust, enda unnið í áhugamennsku
nema auðvitað setning og prentun. Við
höfum 600 áskrifendur, þar af er helm-
ingurinn hér á Dalvík og í Svarfaðar-
dal. Það má ekki búast við þvi að við
getum haft öllu meiri útbreiðslu, enda
raunar ekki ætlunin að höfða til stærri
markaðar.
En staðreyndin er sú, að nú tel ég að
tilrauninni með útgáfuna sé lokið. Nú
verður að athuga hvort og hvernig við
getum fundið fastan grundvöll fyrir út-
gáfuna. Ég á von á að við veltum því
fyrir okkur með haustinu að fá fastan
mann í hlutastarf til efnis- og auglýs-
ingasöfnunar. Allir aðstandendur
blaðsins eru í fullri vinnu við annaö og
'þvi erfitt að halda þessu úti af áhuga-
mennsku til lengdar. En tilraunin hefur
sýnt að þetta er hægt og ég teldi miður
ef Norðurslóð yrði ekki tryggt líf
áfram.”
- ARH
„Hrein undantekning að fá „heitar” greinar trá lesendum, enda erhn ao naiaa uppi rökræðum I mánaðarblaði. Það er eins
iog tröllin tali saman.” Óttarr Pröppé með „málgagnið” fyrir framan sig. DB-mynd Árni Páll
Börnin á gæzluvellinum Bildudal og tómatsösuflaskan með mjólkinni á miðju borði.
DB-mynd JH
TÓMATSSÓSUFLASK-
AN í FULLU GILDI
—a.m.k. á gæzluvellinum á Bfldudal
Mjólk í tómatsósuflösku. Sá sem sér
slíkt man án efa eftir sér í löngu-
.frímínútunum i barnaskóla. Mjólkin
var orðin nokkuð volg eftir legu í
skólatöskunni, en kæfubrauðið bætti
þaðupp.
Þessar hugljúfu skólaminnipgar rifj-
uðust upp er blaðamaður DB gekk
fram á krakkana á gæzluvellinum á
Bildudal á dögunum. Sól skein í heiði
og því var drukkið úti í garði. Borðið
og stólarnir voru af réttri stærð fyrir
bömin og á miðju borði var tómatsósu-
flaskan góða með mjólkinni í.
Börnin eru að vísu ekki komin í
barnaskólannenn. Teljastá svonefnd-
um forskólaaldri, eins og það heitir í
dag. En tómatsósuflaskan heldur gildi
sínu.
Börnin voru aðeins fimm, enda há-
sumar. Á veturna dvelja hins vegar 16
böm á gæzluvellinum í góðri umsjón
Jónu Runólfsdóttur forstöðukonu.
Vonandi verður sem oftast gott veður á
Blldudal í sumar, svo tómatsósuflaskan
sjáist sem oftast á borðum í garði
gæzluvallarins. -JH.
TVÆR BÍLVELTUR Á
SÖMU BEYGJUNNI
Bifreið fór út af Laugarvatnsvegi á
móts við Þóroddsstaði um kl. 18 á
sunnudaginn. Að sögn lögreglunnar á
Selfossi vora tvær konur i bílnum og
tvö börn. Var annað barnið, þriggja
ára, flutt á slysadeild vegna höfuð-
meiðsla er það hafði hlotið. Aðrir sem í
bílnum vora sluppu með skrámur.
Hafði bíllinn farið út af i beygju sem
þarna er eftir að hafa lent í lausamöl.
Beygja þessi virðist talsvert varasöm
því aðfaranótt laugardags fór bíll út af
á nákvæmlega sama stað. Ekki urðu
meiðsl á fólki í því tilfelli. -GAJ
„Eg hélt að þú værir útlendingur,” sagði konan til vinstri á myndinni við Árna Pál,
Ijósmyndara DB, þegar hann skaut á mótífið af götu i Ólafsfirði. Þær sögðust vera að
skera af og setja upp á teina fyrir bónda annarrar sem stundar sjóinn á 26 tonna trillu
frá Ólafsfirði. - ARH
VEIÐARFÆRIN
GERÐKLÁR
Þjónusta
Þjónusta
Þjónusta
Garðaúðun
Tek að mér úöun trjágarða. Pant
anir í síma 20266 á daginn
83708 á kvöldin
Hjörtur Hauksson
skrúðgarðyrkjumeistari
Brandur Gíslason garðyrkjumaður
BÓLSTRUNIN MIÐSTRÆTI 5
ViAgerðir og klæðnmgar. Falleg og vönduð áklæði.
jSími 21440/
Iheimasími 15507.