Dagblaðið - 11.07.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 11.07.1979, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ1979. Hvalimir em ekki okkareign GÁR skrifar: Mér finnst endilega að ég verði að láta í ljós álit mitt á þeim dæmalaust leiðinlegu skrifum sem maður hefur séð á síðum dagblaðanna undanfarið um hvalveiðar og þá sérstaklega hval- veiðar okkar fslendinga. Ég hef lesið undarlega hluti og séð svo furðuleg sjónarmið koma fram að ég get ekki lengur látið vera að láta í Ijós að ég er að minnsta kosti ekki sammála þeim flestum, og ég er þess fullviss að það eru margir aðrir sem ekki eru það heldur. Það er kominn tími til að láta þessu ekki ómótmælt lengur. Það eru rök manna með hval- veiðum Islendinga að ekki hafi verið gerð nein gagngerð rannsókn eða marktæk á hvalastofninum hér við land og þess vegna sé ekki hægt að segja af eða á hvort við stundum rán- yrkju hér eða ekki — það er að segja, hvort við erum að ofveiða hvalina og útrýma þeim stofni sem hér kemur við á okkar miðum árlega. Það virðist sem svo að á meðan ekkert er vitað þá sé allt í lagi að halda áfram — væntanlega þangað til ekkert veiðist lengur. Þegar í óefni væri komið, væri víst fyrst tími til að fara á stúfana og athuga málið. Linhvern tíma hefði jætta verið talið að stinga höfðinu í sandinn, og vona það bezta. — Svo er það þetta með hagnaðinn. Sumir segja 1% af þjóðarframleiðsl- unni. Mjög Iítið er notað til mann- eldis. Mestur hluti þess sem unnið er úr hvalnum fer til ýmsrar kemískrar framleiðslu og úr hvalnum er einnig unnið fóður dýra. Hægt væri því að ímynda sér að mögulegt væri að ná samsvarandi hlut í þjóðarbúið með öðrum ráðum — að minnsta kosti á meðan að væri verið að huga að ástandi stofnsins, þannig að menn vissu hvað þeir væru að gera. Ég get látið mér detta í hug einhvers konar iðnað, smáiðnað eða svokallaðan heimilisiðnað þá helst — til dæmis í sambandi við frekari vinnslu á landbúnaðarafurðum okkar hér innanlands. Hætta að flytja út hálf- og óunnar vörur svo sem skinna og ullarvörur ýmsar, eins og við nú gerum. Ég ímynda mér að það mundi færa þjóðinni töluvert hærra gjaldeyrishlutfall að að flytja. þessa vörur út fullunnar. Síðan er það sú undarlega staðreynd að okkar talsmaður á erlendum vettvangi, svo sem í Alþjóða hvalveiðiráðinu, skuli þurfa að vera maður/menn sem þekktir eru að stuðningi sínum við áframhald- andi hvalveiðar okkar og að því er virðist algjörlega áhugalausir um að gerð verði rannsókn á stofninum hér við land, svo ekki sé nú minnzt á þá algjöru friðun hvala sem nú er víða á stefnuskrá og talin er brýn nauðsyn. Maður hefði haldið að hægt hefði verið að finna þá aðila sem hlut- lausari væru og áhugameiri um þetta málefni — og okkur til meiri sóma á alþjóðlegum vettvangi. Ég vil endilega koma á framfæri að viðkomandi aðilar sem eiga að höndla þessi mál, fari að taka sig saman um að ráða bót á þessu ástandi og vil skora sérstaklega á sjávarútvegsmálaráðherra, að beita sér fyrir aðgerðum á þessu sviði. Það er kominn tími til að láta sig þetta einhverju skipta og vinna að þessu máli af skynsemi og nærgætni. íslendingar vilja svo gjarnan álíta sig framarlega á sviði ýmissa friðunarað- gerða — við skulum líka vinna að þessu á þann hátt að til fyrirmyndar verði og til eftirbreytni fyrir þá sem standa sig jafnvel enn verr en við gerum nú. Hvalirnir eru ekki okkar eign til að fara með eins og okkur sýnist — þeir eru líka eign framtíðar- innar — og allra þjóða. Reynum að gera okkar til að svo megi verða. Hvalirnir eru ekki okkar eign til að fara með eins og okkur sýnist — þeir eru líka eign framtiðarinnar — og allra þjóða, segir bréfritari. DB-mynd Ragnar Th. j ReiðhjólagríndurviðSements- verksmiðju til fyrírmyndar t framhaldi af skrifum DB um hjólreiðar hafði lesandi samband við okkur og benti á að Sementsverksmiðjan á Akrahesi hefði komið upp myndarlegum rieðhjólagríndum fyrír starfsfólk sitt. r Þessi mynd Árna Páls sannar að rétt er með farið og verður ekki annað sagt en að þetta framtak sé til fyrirmyndar. Ö Mættu fleiri fyrirtæki og stofnanir taka Sementsverksmiðjuna sér til fyrírmyndar. GUDMUNDUR MAGNÚSSON í á ísafirði. Þakkirtil lögreglu . ,5rún og Laufey höfðu samband DB: Okkur langar til að koma á fram: færi kæru þakklæti til lögreglunnar á ísafirði fyrir einstaka hjálpsemi og fyrirgreiðslu í erfiðleikum okkar fyrir vestan sl. laugardag. Viðsendum lög- reglunni okkar beztu kveðjur. Raddir lesenda Tilhverserherinn? Þjóðaratkvæða- greiðslu strax Gunnar Bender skrifar: Það sem án efa hefur vakið mesta athygli manna á meðal í síðustu viku, var sú ákvörðun Benedikts Gröndals að fella úr gildi takmarkanir á ferða- frelsi varnarliðsmanna. Svo virðist sem öll þjóðin væri á móti þessari ákvörðun ráðherra. Þetta var grein- lega vanhugsað hjá Benedikt. En Benedikt er samt maður sem viður- kennir mistök sín, það má hann eiga. Ekki er alveg víst að sumir menn hefðu snúið frá ákvörðun sinni. í fyrsta sinn i íslandssögunni hafa Þjóðviljinn og Mogginn verið á sama máli. Það er mjög athyglisvert með tilliti til skoðana þeirra um herinn. Þjóðviljinn krafðist þess í forystu- grein á fimmtudaginn síðasta að Benedikt segði af sér. Þeir eru nú orðnir nokkuð margir sem Þjóðvilj- inn hefur sagt að fara til helvítis. Ef þeir allir hefðu farið eftir röflinu í blaðinu væru aðeins kommar við völd. Þegar flokkurinn (Alþýðu- bandalagið) gekk til stjómarsam- starfsins bjuggust menn við að ein- hver skilyrði yrðu sett í herstöðvar- málinu. En það var ekki. Enda „ísland úr Nató” aðeins rugl af hálfu flokksins. Hefði verið eitthvert vit í flokknum hefði hann sett sér eitt- hvert takmark í þessari stjóm. En það verður aldrei gert. Enda væri það hrikalegt fyrir Alþýðubandalagið ef herinn færi. Þá yrði ekkert baráttu- máleftir. Á Vellinum gerist margt sem ís- lenzk stjórnvöld láta lönd og leið. Eitt af því er hassið sem alstaðar flæðir um Völlinn. Ungmenni í stór- um hópum sækja Völlinn í þeim er- indagjörðum að ná í hassið. Her- menn á Vellinum eiga sumir töluvert í fórum sínum, segja fróðir menn. Nú síðast fyrir helgina var einn rekinn út eftir að hjá honum fannst þessi við- bjóður. Þessu ædaði utanríkisráð- herra að hleypa inn á íslenzka æsku. En sem betur fer sá hann sig um hönd á síðustu stundu. Það hefði verið hrikalegt, eftir smátíma, ef þessu hefði ekki verið breytt. Þetta hass á Vellinum verður að stöðva strax. Það er ekki of seint ennþá. Við verðum að aðvara kom- andi kynslóð um þetta, áður en það verður um seinan. Það kæmi mér ekki á óvart þó stór hluti þjóðarinnar væri búinn að snúast gegn hemum. Sukkið kringum herinn er mikið og nú verður vonandi eitthvað gert. Það er kominn tími til þess. Menn tala um það að einangra her- inn ennþá meira frá landanum. Bara hafa þá þarna fyrir innan girðingu og hleypa þeim aldrei út. Þetta er alveg fáránlegt í einu orði sagt. Þetta eru menn eins og við. Nú er aðeins spumingin: Til hvers erum við yfirleitt að hafa herinn hérna? Ef það skellur á stríð þá segir fólkið í landinu: ,,Ekki hleypa þeim út, þeir koma alltof nálægt okkur”. „Burt”. Ég held að það sé kominn tími til að spyrja þjóðina um herinn í eitt skipti fyrir öll. Krafan er: Þjóðar- atkvæðagreiðslu um herinn strax! Saklausir bæjar- stjómarmenn á Siglufirði Bæjarstjómarmenn á Siglufirði urðu alveg bálreiðir þegar þeir flettu DB í síðustu viku. Þar vom þeir sak- aðir um að brjóta umferðarreglur með því að tvímenna á mótorhjóli án hjálma. Þetta hefur við engin rök að styðjast og biðst DB velvirðingar á mistökunum. Aftur á móti er óger- legt annað en að upplýsa hverjir „sökudólgarnir” voru: það voru bæjarstjórnarmenn á Ólafsfirði.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.