Dagblaðið - 11.07.1979, Blaðsíða 10
10'
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 1979.
....
WBIADID
hjálst'áháð dagblað
Sv«inn R. Eyjötfsson. Ritstjöri: Jönas Kristjánsson.
Hetgason. Skrtfstofustjöri ritstjömar. Jöhannos Roykdal. Fróttastjöri: Ómar
Msnning: Aflalsteinn Ingötfsson. Aflstoðarfróttastjöri: Jónas Haraldsson.
RjsOsniBww: Am Bjamason, Ásgeir Tómasson, Adi Stoinarsson, Bragi Sigurflsson, Döra Stsfónsdótt-
ir, Gisaur SSgurflsson. Gurmlaugur A. Jónsson, Ólafur Geirsson, Sigurflur Sverrisson.
Hörmunc GsfljAn H. PMsson. Hiimar Karisson.
Ljösmyndk: Ámi PáH Jöhannsson, Bjamloifur Bjamleifsson, Hörflur Vilhjálmsson, Ragnar Th.
Skrifstoflustjöri: Óflafur Eyjótfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þoriorfsson. Sflkistjóri: Ingvar Svoinsson. Dreifing-
anUjócr Már E.M. HMUörsson.
Ritstjöm SUhunúla 12. Afgraiflsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þvorhotti 11.
b ar 27022 <10 Hnur).
•gbtaflifl hf., Siflumúla 12. Mynda og piötugorð: Hilmir hf., Siðumúia 12. Prentun:
Árvakurl*. Skeifunní 10.
Varfl f laiisaaohr 1S0 krönur. Verfl i áskrift innanlands: 3500 krönur.
Skuggalegstöðuveiting
Steingrímur Hermannsson dóms- /3
málaráðherra misbeitir valdi sínu gróf-
lega með skipun flokksbróður síns,
Jóns Skaftasonar, í stöðu yfírborgar-
fógeta í Reykjavík.
Við stöðuveitinguna er tvímælalaust
gengið fram hjá mönnum úr stétt
dómara og embættismanna, sem hafa langa starfs-
reynslu á því sviði og eru hæfari Jóni Skaftasyni að
gegna því embætti, sem um ræðir.
Auk Jóns Skaftasonar voru umsækjendur Ásberg
Sigurðsson borgarfógeti, Ásgeir Pétursson sýslu-
maður, Elías Elíasson bæjarfógeti, Guðmundur Vignir
Jósepsson gjaldheimtustjóri og Unnsteinn Bech
borgarfógeti.
Dómsmálaráðherra tekur þann kost að ganga fram
hjá þessum reyndu embættismönnum en skipa í stöð-
una fallkandídat Framsóknarflokksins úr Reykjanes-
kjördæmi í síðustu kosningum, mann, sem næsta lítið
hefur látið að sér kveða utan stjórnmála. Jón Skafta-
son hafði lýst því yfir, að hann gæfi ekki kost á sér í
framboð í næstu kosningum. Flokksgæðinginn
vantaði gott starf, og samkvæmt hinni gömlu forskrift
flokksvaldsins skyldi honum veitt sú staða, er hann
kysi, án nokkurs tillits til hæfileika annarra umsækj-
enda.
Jón Skaftason var með sæmilegri þingmönnum.
Hann átti til að fara eigin leiðir og hreyfa þörfum
mi-lum, þótt flokksbræður hans sýndu þeim lítinn
skilning. Þótt margt gott sé um Jón Skaftason að
segja, breytir það að sjálfsögðu engu um, að honum er
veitt staða yfirborgarfógeta af flokkspólitískum
ástæðum einvörðungu og stigið ofan á marga hæfari
menn til þess starfs.
Atferli Steingríms Hermannssonar í þessu tilviki
minnir mest á ástand mála eins og það var fyrir um það
bil tveimur áratugum og einkum varð alræmt í
embættisveitingum menntamálaráðherra hvers af
öðrum. Eitthvað hefur ástandið í heild sinni skánað
síðan þá. Þó sýnir flokksvaldið ósjaldan klærnar í
stöðuveitingum eins og allir þekkja.
Hvarvetna í stjórnkerfinu eru fyrir hæfileikalitlir
menn, þangað komnir í mætti flokksskírteina sinna og
hollustu við ákveðna flokksforingja.
Þessi embættisveiting er einhver hin ljótasta, sem
menn þekkja á síðari árum. Fyrr á árinu skipaði
Magnús H. Magnússon heilbrigðis- og félagsmálaráð-
herra annan fallkandídat, flokksbróður sinn Eggert G.
Þorsteinsson, í stöðu forstjóra Tryggingastofnunar
ríkisins og gekk framhjá nokkrum hæfari umsækj-
endum til þess starfs. Sú stöðuveiting var ámælisverð
en þó var hún hvergi nærri jafnhraksmánarleg og hin
síðasta embættisveiting dómsmálaráðherra, þar sem
Eggert fékk þó atkvæði í tryggingaráði, sem átti að
taka afstöðu til umsækjenda.
Til viðbótar eru uppi sögur um, að dómsmálaráð-
herra hafi valið Sigurgeir Jónsson bæjarfógeta í
embætti hæstaréttardómara fremur en aðra umsækj-
endur um þá stöðu, sem einnig eru hæfir, til þess að
losa bæjarfógetaembættið í Kópavogi og eiga þess kost
að koma þangað einhverjum úr forystuliði Fram-
sóknar.
Að sjálfsögðu er ekki unnt að taka afstöðu til þess,
fyrr en í ljós kemur, hvaða hæfileikum þeir eru búnir,
Sf*m um starfið munu sækja, enda er skipun ráðherra í
síöðu yfirborgarfógeta stórlega vítaverð, þótt ekki yrði
af slíku spilverki til viðbótar.
S0GULEGT
SAMTAL
HLERAÐ
— Pentagon, hvað er hægt að gera
fyrir yður?
— Góðan dag. Þetta er hjá
Utanríkismálanefnd öldungadeild-
arinnar, senator Briggs óskar eftir
samtali við Gommy hershöfðingja.
Það er mjög áríðandi.
— Andartak, ég skal athuga hvort
hershöfðinginn er viðlátinn.
—Takk.
— Halló — Gommy hershöfðing;
talar.
— Sæll Gommy, Briggs hér. Heyrðu
nú er Ijótt mál í uppsiglingu, mál sem
ég vil fá tæmandi skýrslu um strax í
dag, brennheitt helviti sem þolir enga
bið.
— Ja, hver röndóttur. Láttu það
koma.
— Heyrðu, einn af mínum mönnum
hjá CIA fullyrðir að eitthvert smáriki
sem er með okkur í NATO fái hvergi
keypta olíu nema hjá Rússum og hafi
verið upp á þá komið í fleiri ár, CIA
heldur því einnig fram að kommar
séu þar i stjórn og hafi verið í langan
tíma. Þú gerir þér fulla grein fyrir því
hvað þetta þýðir, ef einhver fótur er
fyrir þessu, það verður hlegið að
okkur um allan heim og þetta gæti
haft hroðalegar afleiðingar — þú
skilur — skítt meðNATO — þú gerir
þér ljóst að þetta gæti þýtt það að
Alli vinur okkar Haig næði ekki út-
nefningu sem forsetaefni. Ég vil fá
skýrslu um þetta mál frá A til Z fyrir
klukkan 8 í kvöld, hvað sem það
kostar og í öllum bændum reyndu að
forða frá því að blöðin fái einhverja
nasasjón af þessari athugun.
—Ég skal byrja á þessu tafarlaust og
hef samband við þig um áttaleytið
hvort sem mér tekst að upplýsa máhð
eða ekki. Blessaður.
— Það kemur ekkert andskotans
,,ef” til greina í þessu máli — þú hef-
ur skýrsluna klára klukkan átta. Að
öðrum kostí máttu búast við að stóll-
inn bráðni undan botninum á þér og
vertu blessaður.
— Kvöldvakt Öldungadeildar, borð
3.
— Pentagon hér, mjög áriðandi
símtal, Gommy hershöfðingi þarf að
ná taU af senator Briggs. Briggs mun
hafaátt von á símtalinu.
— Eitt andartak. Senator Briggs er
á skrifstofu sinni. Ég gef yður
samband.
— Briggs hér. Láttu mig heyra
skýrsluna Gommy, ég þykist vita að
þú sért með hana tilbúna.
— Gott kvöld senator. Ég er búinn
að kanna máUð eins og hægt er á
svona stuttum tíma. Ég er hinsvegar
smeykur um að málið sé bæði flókn-
ara og alvarlegra en það virtíst í
upphafi.
— Já, svona ekkert kjaftæði — láttu
það koma.
— Við héldum fyrst að þetta gætí
verið Gíbraltar, en svo er ekki. Þetta
ríki heitir ísland, og er eitt af ríkjum
NATO — pínulítið kríli rétt hjá-
Norðurpólnum. Við höfum herstöð
þarna, það kom reyndar ekki í ljós
fyrr en i dag, að við höfum í minni
deild ekki vitað betur en að ísland
væri hliðarbækistöð við Thule bas-
ann og þar rétt steinsnar frá — þú
skilur — á Grænlandi. Það eina sem
við vissum um ísland var að það er
ein af bösunum, sem við geymum
bomburnar, þú veizt hvaða bombur
ég meina, enda hefur þetta aldrei
falUð undir mína deild.
— Nú áfram með smjörið maður,
hvað með olíuna?
— Ja,. . . eins og ég sagði þá er þetta
víst dálítið alvarlegt mál. Þeir þarna á
íslandi en það er 200 þúsund
hræður, strákarnir hérna á hæðinni
fyrir neðan fullyrða að þetta séu ekki
eskimóar heldur indíánar og nýrikir í
þokkabót, þeir hafa sérstaka
samninga í gildi við Rússa um að sjá
þeim fyrir öUu eldsneyti, hvort sem er
á friðar eða striðstímum — og þeú
hafa fengið allt sitt eldsneyti frá
þeim í fleúi ár og geta nú ekki fengið
það nokkurs staðar nema frá
Rússum. En það er nú ekki. . .
— Hvað ertu að segja maður og þeir
eru einn hlekkurinn í NATO — veit
Jobbi Lúns um þetta? Til hvers and-
skotans er sá maður á okkar launa-
skrá? Gerið þið ykkur grein fyrú því
þarna í Pentagon hvað þetta þýðir —
hvar hafið þið lært ykkar herfræði —
á Ítalíu kannski?
— Eins og ég sagði, þá er máUð
býsna alvarlegt, ég var búinn að vara
þig við. En. .
— Sko, General Gommy, ef þú ætlar
að fuUvissa Utanríkismálanefndina
um að varnir NATO byggist að
einhverju leyti á rússneskri olíu þá
skaltu búa þig undir næstu Watergate
nema nú verður það Penatagon fyrir
framan og þá getur þú bölvað þér
upp á það að einhverjú fara fyrr á
eftúlaun af ykkur þessum tindátum
þarna én reiknað var með.
—Ég get ósköp vel skilið að þú sért
æstur Briggs, en ég hef bara ekki
komist að til þess að segja þér alla
söguna. Þessir viUimenn þarna á-
fslandi skiptu um bensín í tönkunum
okkar í herstöðinni, notuðu okkar
fína bensrn á ráðherrabUa, dældu
rússnesku skítabensíni í tankana
okkar í staðinn.
— Guð minn almáttugur. Ætlarðu
að segja mér að bandaríski herinn
hafi verið akandi um á rússnesku
eldsneyti, hvernig í helv. . . ?
— Þetta suU eyðilagði vélarnar í
skriðdrekunum okkar svo við urðum
að hætta að hafa skriðdreka á
íslandi og það sem verra er —
skriðdrekarnú voru einu farartækin
sem herinn gat notað því íslenzku
kommarnir leyfðu okkur aldrei að
byggja neina vegi, heldur ekki hafnir
og engar brýr. Styákarnú í skyndi-
rýmingardeUdinni segja, ofan á allt
hitt, að engin leið sé að verja þessa
þjóð, það þurfi ekki að sprengja upp
nema eina brú við höfuðborgina, þá
sé hægt að svælaallt pakkið úini eins
og meúakka í greni. Tómstunda-
deUdin segist hafa verið í vandræðum
með þennan basa því hermennirnir
hafi aldrei þorað út fyrir girðinguna
umhverfis basann — þeir eru svo
hræddir við þessa viUimenn. Og. . . .
Kjallarinn
Leó M.Jónsson
— Stopp. Stopp. Stopp. Ég vil ekki
heyra meúa — ég þoU ekki meira. Ég
hef aldrei heyrt annað eins. Við erum
búnir að vera pólitískt, það verður
hlegið að okkur um alla Evrópu, og
Rússadjöflarnir, Gommy, sérðu ekki
fyrú þér glottið á Bresnef, Malakoff
og hvað þeir heita þessir naglar.
— Það er margt fleúa svakalegt i
skýrslunni, en það getur beðið. Ég er
ekki viss um að þetta þurfi að verða
pólitískt hneyksli, — sko ég var svo
Ijónheppinn að hitta Henry gamla
Kissinger hérna frammi á gangi rétt
áðan og setti hann inn í málið — þú
veizt að hann hefur ekkert að gera
núna. Hann sagðist hafa lausn á
þessu sem forðaði okkur frá meúi
háttar látum þótt NATO kynni að fá
skeU og það er bara gott á þessa van-
þakklátu hunda þarna í Brussel.
Kiss vill snúa þessu þannig að
Bandaríkjastjórn hygðist nú endur-
skoða rekstur hemaðarstöðva sinna í
kommúnistalöndum, það er á Kúbu
og á íslandi, og fyrst mætti segja að
setja ætti basana Guatanamo og
Keflavík undir sameiginlega stjóm.
Þetta sýndi hvað við emm snjalUr að
geta haft herstöðvar í svona löndum,
hitt máUð mundi hverfa í skugg-
ann. . .
— Þetta er smart. Ég hef alltaf sagt
að Kiss væri maður með viti. Um leið
getum við hnýtt svolitið í helvítið
hann Castro og . . . — hvað heitú
einræðisherrann á íslandi?
— GeneraUssimo Gwendo
d’Sausages Jako.
Leó M. Jónsson
tæknifræðingur
^ „Ég er ekki viss um, að þetta
þurfi að verða pólitískt
hneyksli."