Dagblaðið - 11.07.1979, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 1979.
SKYLABFELLUR
NIDUR í DAG
enginn veit hvar brotin koma niður—ísland ekki innan
hættumarka
Geimskipið bandariska, Skylab,
sem verið hefur á ferð síðan árið
1973, fellur til jarðar í dag. Ekkert
var þó enn vitað um hvar leifar þess
mundu koma til jarðar að sögn vís-
indamanna í morgun. Talið er að 27
tonn af geimskipinu, sem alls vegur
77 tonn, muni falla í gegnum gufu-
hvolf jarðar án þess að leysast upp
vegna hitans. Stærstu stykkin munu
væntanlega vega nokkur tonn.
Talið er að ekki sé nema nokkur
hluti jarðarinnar innan þess svæðis
Er það til dæmis mestur hluti Norð-
ur- og Suður-Ameríku, hluti Afríku,
Ás -alía, N\ja Sjáland og Suðaustur-
Asia
Mikill ótti hefur gripið um sig víða
í heiminum vegna fyrirsjáanlegs falls
leifa Skylab geimfarsins. Fólk í
nokkrum héruðum Indlands hafði til
dæmis mikinn viðbúnað i gær og
margir bjuggust að sögn við heims-
endi.
Geimferða- og hernaðaryfirvöld
eru viðbúin að reyna allt til að að-
stoða þá sem hugsanlega lenda i
skakkaföllum vegna leifa geimskips-
ins. Reyndar hafa nokkrar ríkis-
stjórnir þegar krafizt bóta úr hendi
Bandaríkjamanna vegna þess kostn-
aðar sem verða kann ef einhver hluti
leifanna fellur á land þeirra.
Svæðið sem hlutar úr Skylab eru
taldir geta fallið niður á er 150 kíló-
metra breitt og sex til sjö þúsund
kílómetra langt.
Þegar spurt er um skýringar á því
hvers vegna svo stórt og mikið stykki
hafi verið sent út í geiminn án þess að
tryggt væri að koma mætti því fyrir
kattarnef án hættu fyrir umhverftðer
sagt að skýringin sé meðal annars sú,
að árið 1973, þegar geimskipinu var
skotið á loft, hafi vísindamenn treyst
þvi að kunnátta mundi aukast svo á
næstu árum að ekki yrði um vanda
vegna slíks, þegar þar að kæmi.
Skylab fellur til jarðar nokkru fyrr en'
vísindamenn gerðu ráð fyrir í upp-
hafi.
Plymouth
Duster
Árg. 19 0. Vél 318.
Flækjur ibreið dekk.
Er tii söiu hjá Bíla- og vélasölunni ÁS
Höfðatúni 2. Sími 24860.
Menn óskast
í hellugerð. Erfið vel borguð vinna fyrir
hrausta menn.
STEYPUSTÖÐIN H/F.
SÍMI33600.
Tilkynning til
söluskattsgreiðenda
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á’
því, að gjalddagi söluskatts fyrir júní-
mánuð er 15. júlí. Ber þá að skila skatt-
inum til innheimtumanna ríkissjóðs
ásamt söluskattsskýrslu í þríriti.
Fjármálaróðuneytið
10.JÚI1979.
Litill og sparneytinn
Honda Civic.árg. 1977 til sölu. Aðeins ekinn 29
þús. km. Gulbrúnn. Þessir frábæru, vel hönnuðu
bílar eru sérstakir í endursölu, ekki að á-
stæðulausu.
Til sýnis á staðnum.
i
Jm
BILAKAMP
iftnirrlnii j ■ i >:; 111; 111 TtÍtTi I." r 11! f
.iiniliTii:iTiii~iiiTiil.ff!!;niiiffliiiiiiii;iiiii<iuiiii
SKEIFAN 5 — SÍMAR 86010 og 86030
L
Engin lausn finnst á flóttamannavandanum i Suðaustur-Asiu þrátt fyrir tilraunir hjálparstofnana og ýmissa rfkisstjórna.
Evrópumótíð í bridge:
Frakkland aftur
íforustu
—tap íslands fyrir Danmörku og ítalfu ffjórtándu og
fimmtándu umferð
írland tapaði 19-1 gegn Norð-
mönnum i fjórtándu umferðinni og
missti þar með af fyrsta sætinu aftur
til Frakklands, sem sigraði Austur-
ríki með 19-1. ísland beið ósigur fyrir
Danmörku með 18-2.
önnur úrslit í fjórtándu umferð
urðu þau að Vestur-Þýzkaland vann
Tyrkland með 16-4, Sviss vann
Portúgal 13-7, ísrael — Finnland 10-
10, Svíþjóð — Spánn 19-1, Ungverja- ■
land — Júgóslavía 20 gegn —3,
Belgía — Bretland 10-10, Ítalía —
Holland 15-5, Pólland sat yfir.
í fimmtándu umferðinni tapaöi ís-
lenzka sveitin fyrir ítölunum með 14-
6 þrátt fyrir fjarveru Giorgio Bella-
donna, eins bezta og þekktasta spil-
ara þeirra. Enn töpuðu írarnir og nú
fyrir Pólverjum, 17-3. Eru þeir nú
komnir niður i þriðja sæti í keppn-
inni.
önnur úrslit í fimmtándu umferð
urðu: Vestur-Þýzkaland — Portúgal
12-8, Austurríki — Spánn 19-1, Ung-
verjaland — Finnland 14-6, Dan-
mörk — Svíþjóð 16-4, Belgía —
Júgóslavía 18-2, Bretland — Noregur
17-3. Holland sat yfir.
Staðan eftir ftmmtán umferðir í
Evrópukeppninni i bridgeer þessi:
Frakkland er í fyrsta sæti með 216
stig, síðan koma ítalir með 198,
írland 193, Danmörk 189, Bretland
188, Pólland 187,5, Noregur 185,
Austurríki 182, Svíþjóð 162, Ísland
161.5, ísrael 156, Sviss 147, Vestur-
Þýzkaland 143,5, Ungverjaland
141.5, Belgia 116, Holland 115,
Portúgal 113, Finnland 95, Tyrkland
87, Spánn 86, Júgóslavía 67.
Bretland hefur forustu í kvenna-
keppninni með 140 stig eftir átta um-
ferðir, Ítalía er í öðru sæti með 134
stig og Svíþjóð I þriðja með 112.
Brezka sveitin tapaði ekki leik fyrr
en í áttundu umferðinni þegar hún
tapaði fyrir Vestur-Þýzkalandi
fremur óvænt, 16-4. Þýzku konurnar
eru í níunda sæti í keppninni.