Dagblaðið - 11.07.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 11.07.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 1979. 11 | Gr ágás eda Jóakim önd Súptu á aftur, séra minn Allmiklar umræður hafa orðið í blöðum og meðal manna um sjón- varpsræðu þá hina frægu er prófess- or Sigurður Líndal flutti að tilmælum frétta- og fræðsludeiidar sjónvarps- ins. Þrátt fyrir einhliða málflutning ræðumanns er kvaddur var á vett- vang sem sérfræðingur iagadeiidar Háskólans í vinnurétti og köpuryrði er hann lét falla úr ,,sérfræði”pontu sinni, var í engu að sjá, að „óháða” fréttamannasöfnuðinum í sjónvarps- deild Rikisútvarpsins hafi þótt mælir fullur eða bikar beiskur. í stað þess að segja: Tak þennan kaleik frá mér kvað við: Súptu á aftur séra minn. Var prófessornum launuð heimsókn- in með því að kveðja hann þegar í stað til annars fundar. Úr þvi varð þó ekki að til þess kæmi. Er svo að sjá sem prófessorinn harmi það. Virðist hann albúinn að þruma kærleiksboð- skap sinn yfir auðum stólum. Auk nefndrar sjónvarpsræðu hefir prófessorinn látið menntaljós sitt skína skært í Lesbók Morgunblaðs- ins. Þar varpar hann fram fullyrðing- um um að orsakir léiegrar frammi- stöðu háskólastúdenta megi rekja til kröfuhörku verkalýðssamtaka. M.ö.o. allt sem aflaga fer í félags- mennta- og fjárhagsmálum er sök vinnandi almúga. Hinn hreini tónn Háskólans, göfug vísindaiðkun rómaðra fræðimanna fær eigi notið sín fyrir háreysti og kröfuhörku illa upplýstra alþýðusona og dætra „Ætlar pöbullinn alveg oní mig” er haft eftir Hannesi Árnasyni, þeim er legatið er kennt við. Honum lá fremur lágt rómur þá er hann flut'ti ræðu í kirkju og söfnuðurinn reis úr sætum og fiutti sig nær kennimanni til þess að nema speki hans. Þeim sem fylgst hafa með þróun æðri mennt- unar og kennslu í skólum landsins, þótt þeir hafi ekki langskólagöngu að baki, varð hugsað til atburða ýmissa er orðið hafa í lærdómsstofnunum þjóðarinnar og skipt hafa sköpum. Þótti mörgum að forseta Bók- menntafélagsins færist eigi vísinda- lega í ályktunum sínum. Að sönnu stendur það öðrum nær en undirrit- uðum að taka prófessorinn á hval- beinið og rifja upp fáein atriði er vert er að hafa í huga þá er æðri menntun og frammistöðu námsmanna og fræðaraberágóma. Allt frá fiutningi æðri mennta- . stofnana til Reykjavikur, er Skál- holtsskóli fluttist á Hólavöll, hefir nám og kennsla í þeim stofnunum verið undir smásjá. Ekki var það kröfugerð verkalýðshreyfingar er varð Hólavallaskóla að falli. Hvernig væri að forseti Bókmenntafélagsins lýsti aðbúnaði skólapilta og siðferði kennara við þá námsstofnun? Var það íslensk verkalýðshreyfing er afhrópaði Sveinbjörn Egilsson rektor lærða skólans með pereati um miðja síðustu öld þá er fella varð niður kennslu timum saman og horfði til stórvandræða? í ósvífni sinni og ofstopa, hatri á samtökum vinnandi fólks þykist prófessorinn þess umkominn að ráðast með stór- yrðum og staðlausum stöfum að félagsmönnumjafnt almennum félög- um, undirrituðum sem öðrum og kjörnum forystumönnum. Prófessor- inn forðast rökræður. Kemur sér hjá því að svara spurningum um tiltekin atriði, er til hans er beint, en afgreiðir umræðuefnið með alhæfingum og hrokafullum fullyrðingum sem hvergi snerta sjálfa umræðu mála. Verkfallsróttur og kaupmálaákvæði Undarlegt er það sjónsrmið prófessorsins sem vefengir ekki rétt til nauðungaruppboða verði greiðslu- brestur, að vilja svipta verkalýð verk- fallsrétti og áhrifum á verðlagningu vinnu sinnar. Með þeim hætti er virtur réttur eignastéttar umfram verkalýð. Verkfallsrétturinn er einskonar kaupmálaákvæði i vigðri og löghelgaðri sambúð þeirra er selja vinnuafl sitt og verkkaupenda. Prófessomum verður tíðrætt um það, að verkalýðssamtökin hafi vikist undan því að koma á launajafnrétti. Þykist hann tala í umboöi jafnréttis- manna. Nú veit prófessorinn að skipulögð allsherjarsamtök verkalýðs eru ekki stofnuð fyrr en 1916 með til- komu Alþýðusambands íslands. Höfðingjar og lögspekingar þeirra réðu ríkjum, án áhrifa alþýðu. Sam- kvæmt því hafa íslendingar haft all- an þann tíma sem liðinn er frá land- námi, fram á 20. öld, til þess að koma á þeim jöfnuði er Sigurði Lín- dal verður svo tíðrætt um. Þarflaust er að rekja með hvaða hætti lögmenn og hofgoðar ráðandi stéttar lögðu' stund á jafnréttisbaráttu. Þjóðin þarf ekki aðstoðar Lindals tíl þess að komast að niðurstöðu um það. Er ekki fjöldi fyrrverandi þræla- haldara i Bandarikjunum reiðubúinn að sanna að lausn úr ánauð hafi ekki fært blökkumönnum betri kjör en þeir nutu áður i faðmi fjölskyldu eig- endánna? „Forneskjuórar" og Jónsbókarbálkur Prófessor Sig. Líndal talar um „forneskjuóra”. Fræðimaður er sækir næringu sína til háskólafyrir- lestra og kennslu í lagadeild í Grágás sá sem kvað það ljóð sagði á öðrum stað um gerðardóm höfðingjanna:” og líst það sé iöglegt verk, þó að fjórtán manns þjóðina mína hneppi i hlé. Hún á að vera þrælafans. Vinnukjör háskólans Ekki hefir prófessorinn fengist tíl þess að ræða vinnukjðr háskólans sjálfs. Þeim tilmælum svarar hann með þögninni einni. í tali hans um auða stóla annarra kemur honum eigi til hugar að minnast á auöar siður á eigin blaði. Gerir enga tilraun til þess að réttlæta né skýra eigin vinnu og rannsóknarkjör, né birta útdrátt úr „vísinda”ritum sínum um niður- stöður í vinnurétti og ágreiningi um þær greinar er lauk með núverandi reglugerð og setningu vinnulög- gjafar. Að sjálfsögðu má ná hagstæðum kjara- og kaupsamningum með ýmsum öðrum aðferðum en verkfalli. Það ætti fyrrverandi hæstaréttarrit- Tromp lagadeildar og lágspil Vonandi ber ekki að skoða stað- hæfingar próf. Lindals, fullyrðingar um ofbeldisaðgerðir löglegra verka- lýðssamtaka, brigslyrði hans um misnotkun valds, sem sameiginlegt álit lagadeildar Háskólans, borið fram af sérfræðingi hennar í vinnu- rétti. Meðan enginn úr þeirri deild hreyfir andmælum við málflutningi prófessorsins er hætt við að Líndal verði álitinn túlka viðhorf deildar- innar allrar. Ef Sigurður Líndal er trompmiði lagadeildarinnar hvernig eru þá lágspilin. { grein minni hinn 19. júni sl. tók ég þannig til orða að tími væri til þess kominn að beina kastljósi að Háskóla íslands. Ég leyfi mér að endurtaka þau orð. Jákvæð áhríf Hvar kemur fram í námsskrá Háskólans og hinna ýmsu deilda hans hvem þátt íslensk verkalýðshreyfing hefir átt í mótun þjóðfélagshátta hollustu er af þvi leiddi? Hvernig væri að heimspekideildin tæki þessi mál á dagskrá? Hvað er langt síðan verkfræðingar Háskólans gerðu ráð fyrir að hitaveita Reykjavíkur næöi út í örfirisey? Var ekki búið að leggja allar götur, steypa og malbika svo nauðsynlegt reyndist að rífa upp allar leiðslur, mölva malbik til þess að stolt Reykjavíkur, hitaveitan, næði ,til hinna fornu höfuðstöðva, Holm- ens Havn, þar sem mörg helstu fisk- iðjuverin eru til húsa. Tæplega er hægt að skrifa slikar vanræsklusynd- ir á reikning verkalýðshreyfingarinn- ar. Það voru reykvískir verkamenn er léðu fúslega hendur sínar til fram- kvæmda strax og höfðingjum þókn- aðist aðsegja fyrir verkum. Er það fyrir þvingun verkalýðs- samtakanna sem íslenska ríkið semur við Álfélagið að selja því raforku langt undir heimsmarkaðsverði og bindur Landsvirkjun til áratuga á undirprísum, en selur handverks- mönnum, bændum, öryrkjum fsl. iðnfyrirtækjum og heimilum raforku á uppsprengdu verði? Grágás fellirfjaðrir. Jöakim önd flytur fyrirlestur um vinnurátt þjóðveldisaldar, Rómarrétt og Magna Charta leyfir sér að kalla mál- flutning þeirra er vísa tíl atburða á þessari öld og vinnulöggjafar sem sett er fyrir fáum áratugum „forneskju- óra”. í ritdeilu er ég háði við prófessor- inn á haustmánuðum 1977 benti ég á málsúrslit er úrskurður í skaðabóta- máli var látinn velta á Jónsbókar- ákvæði. Með þeirri „forneskju” vék ríkissjóður sér undan því að greiða skaðabætur til öryrkja er misst hafði marga fingur og varð að láta af iðn ara að vera ljóst. Dómur sá er hann þjónaði með starfi sínu, sá hinn sami er dæmdi ógilda kröfu iðnaðar- mannsins er missti marga fingur og varð óvinnufær þarf ekki á Jóns- bókarákvæðum né verkfallsrétti að halda til þess að hnykkja launa og eftirlaunagreiðslum sér í vil. Þeir sæmdarmenn sitja ekki bótalausir í geislaglóð röntgentækja þótt aldur færist yfir þá, né ganga verkfalls- vaktir í þvi skyni að knýja fram með þvingunaraðgerðum „uppmælinga- taxta”. Nei, þar er nú allt annar hátt- A „Er ekki fjöldi fyrrverandi þrælahaldara í Bandaríkjunum reiðubúinn að sanna, að lausn úr ánauð hafi ekki fært blökkumönnum betri kjör en þeir nutu áður í faðmi fjölskyldu eigendanna?” sinni. Hver var ritari Hæstaréttar er þessi „fomeskju” dómur var upp- kveðinn? Það skyldi þó ekki hafa verið „sérfræðingurinn í vinnurétti”. Ekki svo að skilja aö hann hafi kveðið upp dóminn, en honum var kunnugt um beitingu „forneskju” ákvæða. Vill ekki prófessorinn bjóða spænskum háskólum vísindakenn- ingar sínar um verkfallsréttinn? Spænsk stjórnvöld keyptu sér nýlega aðgang að vestrænum samtökum með því að viðurkenna verkfallsrétt, en hverfa frá gerðardómi falangista og Francósinna, er tryggt hafði „raunhæfar kjarabætur” fangaklefa og spennitreyja forystumanna verka- lýðs. Hvernig væri að söðla Rósinante og ríða vettvangsáreið suður hásléttur Spánar og boða fagnaðarerindið? „Vísindin efla alla dáð” er kjörorð Háskóla íslands. En ur hafður á. Vill ekki prófessorinn upplýsa, svona til samanburðar, kjör þeirra, er vænta má að skipi odda- menn í gerðardóma, og tilgreina laun og væntanleg eftirlaun er þeir búa við? Það eru hvort eð er þeir sem eiga aðskipta „þjóðarkökunni”. Með verkfalli sínu á kaupskipaflot- anum hafa íslenskir sjómenn enn lagt lóð á vogarskál framfara í islensku samfélagi. Þess má vænta, að þrátt fyrir málalok nú verði árangurinn sá, að yfirvinna verði að mestu afnum- in. Að því hefir verkalýðshreyfing- in lengi stefnt. Þegar þeim áfanga er náð skulum við minnast hæðiyrða lagaprófessorsins ogannarra erlögðu honum lið í aðför að frjálsum mönnum er neita að láta vinnuafl sitt falt nema um sé samið og réttur mannsins til hvíldar sé virtur og virðing sýnd vinnu og hugviti engu síður en fésýslu og fjármagni. Pétur Pétursson samtímans? Hvar er greint frá því í „pensúmi” læknadeildar hver áhrif vökulögin hafi haft á heilsufar togarasjómanna? Hvar minnst á það í næringarfræði og berklavörnum að kjarabarátta hafi flutt brauð í „bú þess er heima svalt”? Hvar minnst á að bygging verkamannabústaða hafi leyst af hólmi heilsuspillandi kjallara- holur og háaloftskompur? Hvaö er sagt í viðskiptadeildum um áhrif orlofslaganna á viðskipti flugfélaga og ferðaskrifstofa? Hvað um forgöngu íslenskra prentara i stofnun sjúkrasamlaga? Hvenær er minnst á byltingar- kennd áhrif verkamannabústaöanna við Hringbraut í verkfræðideildinni? Þar var fyrsta sameiginlega kyndi- stöð fyrir fjölda íbúöa, varmaveita á íslandi löngu á undan Hitavcitu Reykjavíkur. Rennandi heitt og kalt vatn í hverri íbúð, baðherbergi með kerlaug og vatnssalerni, rafmagns- eldavél i hverju eldhúsi. Með því átaki sem bústaðirnir voru var endan- lega horfið frá útikömrum, Póla- og kjallarastefnu höfðingjanna. Hvenær fjallar læknadeildin um Grágás eða Jóakim Svo sem kunnugt er af sjónvarps- þáttum Orators, félags laganema, er einkennistákn lagadeildarinnar grá- gæs. Mun það tákn sótt til Grágásar, lagabókar frá þjóðveldisöld. Mál- flutningur Sig. Líndals, prófessors í vinnurétti, minnir miklu fremur á annan fugl en táknmynd Orators. Ein kunnasta sagnapersóna bandaríska kvikmyndamannsins og teiknarans Walt Disney er Andrés önd, teikni- myndahetja og hrakfallabálkur fram- haldsmyndaflokks. f myndasögum' hans er kátíegur fulltrúi fésýslu- manna, einskonar sérfræðingur í samskiptum vinnuafls og fjármuna. Sá kann nú að flytja fagnaðarerindi auðsöfnunar og gæta hagsmuna sinna við andapollinn. Enginn stenst Jóakim önd srtúning, þá er hann boðar kenningar sínar i vinnurétti og fjármunamyndun. Nú bíðum við þess hvort Grágás Orators á að víkja sem tákn laga- deildar Háskólans en Jóakim önd að tróna í hásætí vinnuréttar. Hvítanesgoðinn og nautið Annars hafa á umliðnum árum komið fram ýmsar nýstárlegar kenn- ingar í sögu og fræöilegum efnum.' Sakargiftir verkalýðshreyfingarinnar er prófessorinn vill kenna um óáran mennta- og menningarmála minna óneitanlega á kenningu er sett var fram um dauða Höskuldar Hvítanes- goða. Áhugamaður um vinnu,,rétt” almúgans og gamall víkingur er baröist gegn verkfallsrétti sneri sér að athugun á islenskum fornsögum. Að lokinni rannsókn birtí hann niður- stöður sinar um dauða Höskuldar. Þá kom í ljós að það voru ekki Njáls- synir er vógu Hvítanesgoöann. Það var naut úr Landeyjunum sem beit hann til bana. Niðurstaða prófessors- ins er álíka vísindaleg. Pétur Pétursson þulur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.