Dagblaðið - 11.07.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 11.07.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 1979. 3 Ætla Guðmundur J. ogfélagarað STOFNA NYJAN VERKALÝÐSFLOKK þar sem „leiðinlegu” menntamennimir verða ekki til? Grandvar skrifar: Rík ástæða er nú til þess að ætla.að flestir hinna áhrifaríkari verkalýðsleiðtoga, þeirra sem mest hafa verið í sviðsljósinu undanfarið, ætli sér nú annað, og að því er þeir sjálfir telja verðugra verkefni, en 'sitja á rúmstokknum hjá mennta- mannakliku Alþýðubandalagsins eða þeirra fáu í Alþýðuflokknum, sem enn hafa samband við launamenn, og hlusta á hugvísindaformúlur um verkalýðsrekstur menntamannanna, meðan þeir snæða árbít sinn af silfur- bökkum. Þannig birtist mönnum nú hVað eftir annað, í hinum ýmsu málgögn- um, boðskapur þeirra, sem telja sig raunsanna fylgis- og framámenn verkalýðsforystunnar, og kemur þar fram hin megnasta andúð á því, hvemig hin svokallaða „mennta- mannaklíka” i Alþýðubandalaginu og raunar í Alþýðuflokknum líka einokar og knésetur þá, sem hingað til hafa staðið í víglínunni fyrir fram- gangi hinna áýmsu verkalýðsfélaga. Gleggstu dæmin um þessa andúð á mennta- og hvítflibba,,agentum” í vinstri flokkunum, em viðtal Helgar- póstsins við Guðmund J. Guðmunds- son og svo viðtal „jalfnréttissíðu” Þjóðviljans við konu úr hópi hinna eldri rauðsokka, en bæði gefa þau menntamönnum, svo og þeim, sem hafa unnið sig upp á , .hvitflibba- stigið” eins og t.d. Sigurjóni fyrrv. trésmið, núverandi forseta og tæki- færisræðuskörungi lélega einkunn. Þjóðviljinn er ekki hress og lætur tvo, fremur en einn sjá um að „klippa og skera” ummæli Guðmundar J. við hlið leiðarans, strax daginn eftir viðtalið áhrifaríka í Helgarpóstinum. — Þannig segir Þjóðviljinn um Guðmund J.. „Guðmundur okkar J. er gagnorður, þegar hann vill það við hafa. Þegar samningamál eru á viðkvæmu stigi geta útleiðslur hans hinsvegar orðið svo flóknar, að jafnvel þaulreyndir lögfræðingar fá svima,” Á AB þó marga lögfræðinga, sem ekki hafa látið sér allt fyrir brjóst brenna — en að skilja Guðmund J. Það er þeim ofraun! — Já, það er satt, Alþýðubandalagið á ekki marga eftir af Éðvarðs Sigurðssonar og Sigurðar Guðnasonar árganginum. Það er því ekki seinna vænna, að Guðmundur J. taki á sig rögg nú, þegar hann hefur fengið viðurnefnið „landshöfðingi”, „guðfaðir” og „stjórnarsættir” að hann heimti eilítið meiri völd. Og það þarf kannski ekki lengi að bíða. Það hefur nefnilega heyrzt, og ýmislegt sterkara fyrir því en flugu- fótur, að Guðmundur J. og fleiri verkalýðsleiðtogar, ekki bara úr Alþýðubandalaginu, heldur líka úr Alþýðuflokknum og víðar að, ætli sér að láta til skarar skríða, stofna sérstakan flokk eða samband og bjóða fram við næstu kosningar, sem ekki eru allfjarri, að áliti sumra. — Mönnum þykir h'klegt, að slíkur flokkur ætti eitthvað erindi og gæti hæglega sópað fylgi frá Alþýðu- bandalaginu og Alþýðuflokknum eins og þeir eru nú uppbyggðir. í raun væri það rökréttara, að einn verkalýðsflokkur væri hér við Iýði, fremur en þeir tveir vinstri flokkar, sem nú samanstanda að mestu af „möppudýrum”, hvítflibba- og menntasnobbum og poppdrengjum. Þeir ungu menn, sem mest höfðu sig í frammi fyrir kosningar, menn sem töluðu Uklega og voru góðir á sínum staö, áður en þeir fóru að kljást við stjórnmál, hafa reynzt minna virði en pappírinn, sem þeir sömdu loforðin á. — Má þar nefna menn eins og t.d. Eið Guðnason, Árna Gunnarsson og Ólaf Ragnar. Frá þessum mönnum hefur raunveru- lega ekkert heyrzt á Alþingi eða annars staðar, þeir eru bara „með” í nefndum og til uppfyllingar. — Vilmundur einn stendur upp úr og hrellir enn mann og annan, svo að undir tekur í hinum flokksmálgögn- unum. Sannarlega yrði það til mikilla bóta, að fá hér einn verkalýðsflokk, í stað vinstri flokkanna tveggja, sem eru hreinlega til trafala í allri upp- byggingu landsmanna, gefa ýmist falskar yfirlýsingar og loforð eða flækjast fyrir, þegar um er að ræða mikilsverð málefni. Það er tahð, að Guðmundur J., Karl St. Guðnason og enn fleiri væru mun betri og skilningsríkari i samningaviðræðum við aðra flokka, ef þeir réðu, heldur en sú mennta- mannaklíka, sem nú ræður í Alþýðu- bandalaginu og Alþýðuflokknum, t.d. þegar um er að ræða stóriðju og mannvirkjagerð hvers konar í sam- vinnu við erlenda aðila. Tahð er víst, að þessir menn myndu bera hag sinna umbjóðenda meir fyrir brjósti en sú klíka, sem nú ræður, þ.e. þeir myndu telja það hafa forgang að verkalýðs- félagar hefðu vinnu og hana nóga, hvaðan sem hún kæmi. Sem sagt, kalt og heilagt strið er í uppsiglingu milh verkalýðsforingja þeirra, sem telja sig ekki hafa erindi sem erfiði í Alþýðbandalaginu og Alþýðuflokknum og forystu þessara flokka. — Meira mun birtast af þessum vettvangi bráðlega. ^w—ggra—■wniwiiiii ...... • _____ Það er talið að Guðmundur J., Karl Guðnason og fleiri væru mun betri og skilningsríkari i samningaviðræðum við aðra flokka en sú menntamannakhka sem nú ræður f Alþýðubandalaginu og Alþýðuflokknum, segir Grandvar. DB-mynd Ragnar Th. Segið f rá kvenna- knattspymunni Már skrifar: Er það ekki makalaust hvað biöðin fylgjast „vel” með íslandsmóti meistaraflokks kvenna í knatt- spymu? Þau segja mikið meira frá 6. flokki hjá drengjum. Væri ekki rétt að skýra einnig frá jjessum ungu og efnilegu stúlkum? Karlmennirnir og strákarnir em ekki einir um þessa göfugu íþrótt, eða hvað? Þessar stúlkur úr BreiðabUk, sem urðu Íslandsmeistarar f kvennaknatt- spyrnu 1977, hafa sýnt og sannað að knattspyrna er ekkert einkamál karl- mannanna. DB-mynd Bjarnleifur. ÉM\ 'í WJIUœ WM OUugeymarnir gömlu við ElUðaámar eru til lýta i annars fögru umhverfi segir bréfritari. Olíugeymana við Elliðaámar burt Lesandi skrifar: Við Elhðaámar í Reykjavík hafa mörg undanfarin ár staöið tveir stórir olíugeymar. Þeir geymdu áður olíu sem notuð var til að kynda svonefnda toppstöð við Elliðaár. Ég held að þessir geymar séu ekki notaðir lengur. En sumir segja að enn sé í þeim einhver olía. Mér skilst að lengi hafi staðið til að flytja þá brott, en ekkert hefur orðið úr fram- kvæmdum. Ef olía er ígeymunumþá eru þeir stórhættulegir, því enginn varnar- garður er kringum þá og ef leki kæmist að, læki olía hindrunarlaust í Elliðaárnar. En hvort sem olía er þarna eða ekki, er það tihaga mín að geymarnir verða fjarlægðir hið fyrsta. Þeir eru til lýta í annars fögm umhverfi. Spurning dagsins Fylgistu með hæfi- leikakeppni DB? Arthur Farestveit fi aml i ii ■danljúil Nei, frekar Utið, ég les þó afltaf Dag- blaðiö. Svandis Hauksdóttir hifélUr: Nei, ekki hef ég nú gert það. ekkert heyrt um þaö. Haukur Jacobssen kanpraaðar: Nei, nei, ég hef lesið um það en hef voða lítinn áhuga. Guðmar Magnússon, verzlunannaður: Nei, ég fylgist ekki með því, hef bara engan áhuga. Rannvelg Tómasdóttir húsmóðir: Nei, það hef égekkigert.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.