Dagblaðið - 24.07.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 24.07.1979, Blaðsíða 4
Citroen CX 2400 Pallas árgerð 1977, ekinn 30 þús. km, silfurgrár. Verðkr. 6.700.000. Citroen GS 1220 Club árgerð 1977, ekinn 50 þús. km, blásanseraður. Verð kr. 3.400.00. Citroen GS 1220 Club árgerð 1978, ekinn að- eins 10 þús. km. Bíll sem lítur út eins og nýr. Verð kr. 4.200.000. Citroen GS 1220 Club árgerð 1977, ekinn aðeins 15 þús. km, gullsanseraður. Verð kr. 3.600.000. Sjón er sögu ríkarí, fítíð inn og hafíð samband við sölumenn eða hríngið í síma 81555. Globus? I AGMlJl I !i SIMIMtViú Hin rétta veiðistöng jr i bátinn — Aukið öryggi — Kynnið ykkur þessa frábæru nýjung. Kostar aðeins kr. 11.500.- Sendum ■ póstkröfu. RAFB0RG Rauðarárstíg 1, simi 11141. ^"CITROÉNA" 77/ sýnis og söiu í dag og á morgun: HENTUGT PILLUGLAS MEÐ VIKUSKAMMTI Við þekkjum flest hve auðvelt er að ruglast í ríminu við daglegar lyfja- inntökur. Þeir sem ungir eru að árum geta auðveldlega ruglazt og muna ekki hvort þeir eru búnir að taka lyf sin á réttum tíma eða ekki, hvað þá heldur fólk, sem er orðið gamalt. Varla er hægt að ætlast til að það muni hvort það sé búið að taka inn lyf sín, en mikið byggist á þvi að lyf séu tekin inn á réttum tíma og í rétt- um skömmtum. Nú má fá hér í lyfjabúðum pillu- glös sem hægt er að fylla á viku- skammt. Er eitt hylki fyrir hvem dag vikunnar og þar að auki hólf fyrir morgun, miðjan dag, kvöld- og næturskammt. Með fylgir lítið plast- hylki sem passar utan um einn dag- skammt, sem auðvelt er að taka með sér ef viðkomandi fer að heiman i einn dag. —• Svona hylki kostar ná- lægt 1700 kr. - A.Bj. Eitt hylki er fyrir hvern dag. Hverju hvlki er skipt nið- k ur i fjóra reiti, morgunn, y miðdagur, kvöld og nótt. DB-myndir Árni Píil. I Vikunni voru öll léttu vinin sem á boðstóium voru i Rikinu gæðaprófuð. Fróðlegt er að iesa um einkunnagjöf hinna ein- stöku vina og ótrúlegt hve mikið af ódrykkjarhæfum eða lélegum vinum var á boðstólum. að það hafi verið versta Guðsmóður- mjólkin og greinilega orðið allt of gamalt. Hafði vínið flöktandi brenni- steinslykt og var mjög sætt. Með kælingu niður fyrir frostmark var þó hægt að gera það drykkjarhæft. Fiirst Piiklet fékk 2 stig, sem er al- ger falleinkunn. Krcuznacher St. Martin, árg. 1974 fékk 3 stig. Það höfum við áður fjall- að um hér á síðunni. Camarate frá Fonseca fékk 3 stig, sætt vtn, sem var eins og fljótandi svkur á bragðið. Chaillis, Récolte árg. 1972 fékk 1 stig og dæmdist ódrykkjarhæft. Jónas sagði: „Þetta var verulega vont vín, sem fékk 1 í einkunn. Það hafði einfaldlega látizt úr hárri elli, enda var nályktin stæk”. Clusy, ekki merktur árangur né uppruni, fékk 3 stig, en vínið flokkað með Búrgundarvínunum í verðskrá Ríkisins, þótt engin sönnunargögn séu fyrir svo virðulegum uppruna. Crozes Hermitage, árg. 1974 fékk 3 stig. „Þetta vín olli verulegum von- brigðum. Það var að visu fallegt að sjá en síðan ekki söguna meir. Uman þess var röng, eins og vínið væri súr- efnissúrt. Bragðið var mikið og skarpt, meðalþurrt og framlengdist í munninum. Eftir sat dálítið óbragð,” sagði Jónas um þá tegund. „Þessi tvö síðasttöldu, heimilis- lausu vín eiga ekkert erindi hingað til lands, jafnvel þótt verð þeirra væri ekki jafn uppsprengt og það virðist vera,” segir Jónas. Brillante, árg. 1975 fékk 3 stig. „Kom í Ijós að þetta var mjög sætt vín, nánast eins og sykurvatn á bragðið. Lyktin var ekki góð, eins konar sætulykt eða karamellulykt, sem versnaði þegar vinið nálgaðist stofuhita. Mestur hluti innihaldsins fór í vaskinn,” segir Jónas. White Lady, án árgangs fékk 1 stig. „Af því lagði stinkvatnsfýlu og vont bragð minnti á White Spirit hreinsivökva. Sennilega var vínið orðið ellidautt,” segir Jónas. Chefoo Sunflower frá Kína fékk 2 stig. „Einhverjir brandarakarlar hafa komið því til leiðar að kínverska hvit- vínið Chefoo Sunflower er selt i Rík- inu á 1850 kr.,” segir Jónas. — Hann dæmir þetta vín ódrykkjarhæft með einkuninni 2. Hvítvínin íRíkinu: Tólf af sextfu og tveimur hvítvínum fengu falleinkunn Hann segir ennfremur að vínið hafi reynzt flatt og að falli komið. „Ríkið ætti að athuga þetta mál og taka vínið úr umferð, ef fleiri flöskur reynast með sama marki brenndar og sú, sem lenti í prófuninni. Ekkert benti til þess að hrun vínsins væri tappanum að kenna í þessari ákveðnu flösku.” Nibelungen Krone Liebfraumilch, árg. 1976 fékk 3 í einkunn. Þetta vín reyndist unnt að gera drykkjarhæft með því að kæla það niður fyrir frostmark. Licbfraumilch Rheinkrone árg. 1975 fékk 3 i einkunn og segir Jónas í gæðaprófun þeirri er Jónas Krist- jánsson ritstjóri gerði í vetur sem leið á léttum vínum, sem á boðstólum voru þá í Ríkinu og birtist í Vikunni, voru 62 hvítvínstegundir. Af þeim reyndust aðeins tólf góðar, en tólf vínanna fengu einkunnina 3 eða lægri og teljast ódrykkjarhæf. Við skulum líta á þann lista, í þeirri röð sem hann birtist í Vikunni. Mehringer Goldkupp frá Hau (Fischer), árg. 1970, fékk einkunnina 2 og er ekki talið drykkjarhæft. Jónas segir m.a.: „Árgangurinn er 1970 og þótti sæmilegur á sínum tíma, en er núna orðinn of gamall.” DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1979. DB á ne ytendamarkaði

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.