Dagblaðið - 24.07.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1979.
7
Washington: p
Loftárásir Israel á
Libanon fordæmdar
Erlendar
fréttir
Somoza tæmdi
bankana
Somoza, fyrrum forseti Nicaragua
fór með alla sjóði landsins, þegar hann
flúði þaðan, að sögn nýju stjórnarinnar
í Managua. Verði því að byrja á því að
slá lán erlendis og segja ráðamenn að
aðstoð alls staðar frá verði þegin með
þökkum.
Bandaríska utanríkisráðuneytið
hefur fyrir hönd Jimmy Carters
Bandarikjaforseta fordæmt harðlega
loftárásir ísraelsmanna á strandlengj-
una í Líbanon, sem gerðar voru um
síðustu helgi. Þar eru fimmtán manns
sagðir hafa fallið og tugir óbreyttra
borgara hafa særzt.
ísraelsstjórn heldur fast við þá full-
yrðingu að árásin hafi verið gerð í
sjálfsvörn og ráðizt hafi verið á búðir
Palestinuskæruliða.
I yfirlýsingu bandaríska utanríkis-
ráðuneytisins sem er ein hin harðasta
i garð ísraelsmanna sem þaðan hefur
verið send, segir að Bandaríkin for-
dæmi harðlega loftárásirnar sem í
einu tilviki hafi náð í aðeins átta kíló-
metra fjarlægð frá höfuðborg
Líbanons, Beirut.
Segir að slíkar loftárásir verði að
hætta samstundis. Utanríkisráðu-
neytið muni láta kanna hvort banda-
rísk lög hafi ekki verið brotin með því
að nota vélar smíðaðar þar við þessar
loftárásir. í öllu falli segir i tilkynn-
ingu ráðuneytisins að þar verði því
ekki látið ómótmælt að beita banda-
rísksmíðuðum vopnum við árásirnar.
Fulltrúi Líbanons hjá Sameinuðu
þjóðunum hefur kært loftárásirnar
til öryggisráðs samtakanna. Tilkynnt
hefur verið í Beirut að Sarkis, for-
sætisráðherra landsins, mundi senda
Jimmy Carter persónulega orðsend-
ingu þar sem sjónarmið Líbanon-
stjórnar muni koma fram.
í loftárásunum á sunnudaginn
varð einnig vart við sýrlenzkar flug-
vélar yfir Líbanon en ekki kom til
bardaga þeirra við hinar ísraelsku.
Sýna tannaförin
f ram á 35 morð?
Örlög Theodore Bundy, 32 ára
Bandaríkjamanns, ráðast að öllum lik-
indum á rannsókn, sem gerð verður á
tönnum hans. Bundy er grunaður um
morð — reyndar 35 morð á ungum
konum víðs vegar um Bandaríkin. Einu
hugsanlegu sannanirnar gegn honum
eru tannaför sem fundizt hafa á nokkr-
Vestur-þýzk lögregluyfirvöld láta
opna grunsamleg bréf sem send eru
til landsins til að reyna að komast að
heróínsmygli, klámsendingum og
njósnum gegn öryggi ríkisins. Kom
þetta fram hjá einum talsmanni
stjórnvalda í gær. Var haldinn blaða-
mannafundur í Bonn þar sem tals-
maðurinn, Klaus Boelling, viður-
kenndi að í þessu hefði tímaritið Der
Spiegel haft rétt fyrir sér sem oftar.
Hann taldi þó að þess væri gætt
að stjórnarskrá vestur-þýzka
lýðveldisins væri ekki brotin með
um fórnarlamba morðingjans eða
morðingjanna.
Yfirvöld í Florida hafa opinberlega
ákært Theodore Bundy fyrir morð á
tveim nemendum við Ríkisháskólann
þar í fyrra. í málaferlunum gegn
honum hyggjast yfirvöld leggja fram
skýrslu og vitnisburð tveggja sérfræð-
opnun einkabréfanna.
Fulltrúi fjármálaráðuneytisins
vestur-þýzka, en á þess vegum eru
þau tollyfirvöld sem falið hefur verið
að opna hin grunsamlegu bréf, full-
yrðir einnig að löglega sé að verki
staðið. Til dæmis nefndi hann að
smygl og dauðsföll vegna sterkra
eiturlyfja færu mjög vaxandi og þá
einkum smygl í bréfum og öðrum
póstsendingum. Yfirlýsing um að
bréf væru ekki opnuð til að leita
eiturlyfja væri að bjóða hættunni
heim, sagði fulltrúinn.
inga i tönnum og tannaförum. Vilja
þeir halda fram að slik tannaför séu
jafngild sönnunargögn og ftngraför.
Eru tannsérfræðingarnir helztu vitnin
gegn Bundy.
Annar sérfræðinganna, tannlæknir-
inn Lowell Levina frá New York, segir
að hann þekki þess engin dæmi að
neinn annar en morðinginn sjálfur hafi
bitið fórnarlömb þau sem fundizt hafi
myrt. Levina er talinn brautryðjandi í
því að finna seka morðingja með hjálp’
tannafara. Segir hann slík verksum-
merki aðeins finnast við gróf morð og
þegar um nauðganir eða misþyrmingar
sé að ræða. Gildi þetta bæði um þá
sem ráðizt á og myrði gagnstætt kyn og
þá sem séu afbrigðilega kynhneigðir.
Chicago:
Kennedy
styður
orkustefnu
Carters
Edward Kennedy öldungadeildar-
þingmaður tilkynnti i gær á lundi í
Chicago að hann styddi orkumála-
stefnu Jimmy Carters Bandaríkjafor-
seta í stórum dráttum. Fundarmenn
fögnuðu Kennedy þegar hann gerði
heldur lítið úr ráðherraskiptum í stjórn
Carters. Kennedy er mun vinsælli
meðal kjósenda í Bandaríkjunum og er
talinn mun sigurstranglegri en núver-
andi forseti í komandi forseta-
kosningum á næsta ári.
IBM skákmótið:
Saxfrá
Ungverjalandi
ífyrstasæti
Guyala Sax frá Ungverjalandi sigr-
aði Jan Smejkal fráTekkóslóvakíu í ní-
undu umferð IBM skákmótsins í
Amsterdam í gær. Þar með er Sax
kominn með eins vinnings forustu —
6,5 vinninga. Vlastimil Hort frá Tékkó-
slóvakíu getur þó komizt upp að hlið
Sax með því að sigra Hollendinginn
Hans Ree en skák þeirra í níundu um-
ferð var frestað í gær.
Með 5,5 vinninga eru þá þeir Hort
og Smejkal og Úlf Anderson frá Sví-
þjóð en sá síðastnefndi gerði jafnt gegn
Dragutin Sahovic frá Júgóslavíu í ní-
undu umferð.
Staðan eftir níu umferðir er þá Sax
6,5 vinningar, Hort, Smejkal, Ander-
son 5,5, Ree 5, Byrne, Torre 5,
Sosonko, Lein 4,5, Donner, Ligterik
3,5, Stean Sahovic 3.
skyldum sfnum áður en skæruliðar sandinista náðu höfuðborginni Managua á sitt
vald. A myndinni sést er þeir hafa tekið Rauða kross-vél á sitt vald og verið er að lyfta
einum þjóðvarðUðanum upp i véUna.
Vestur-þýzka lögreglan opnar einkabréf:
íleitaðrík-
isleyndarmálum
klámi og herófni
NIXON OG KEIS-
ARINN VILDU
BJARGA SOMOZA
Richard Nixon fyrrum forseti
Bandaríkjanna leit við hjá vini
sínum, fyrrum keisara i íran þar sem
hann dvelst nú í Mexikó. Við það
tækifæri lét sá fyrrnefndi hafa það
eftir sér að Bandaríkjastjórn ætti að
standa við hlið vinveittra erlendra
þjóðarleiðtoga. Nefndi hann þar sem
dæmi fyrrum keisara í íran og
Anastasió Somoza fyrrum forseta
Nicaragua.
Taldi Nixon ekki rétta þá stefnu
stjórnarinnar í Washington að neyða
Somoza til að yfirgefa land sitt og
láta völdin af hendi til sandinista,
sem Somoza segi vera kommúnista.
Varast beri að taka nokkur þau skref
sem leitt gætu til þess að ríki sem
Kúba yrði sett á fót í Ameríku sagði
Nixon. Slikt ógnaði öllum frjálsum
löndum á vesturhveli jarðar.
Nixon sagðist hafa heimsótt keis-
arann fyrrverandi til að fullvissa
hann um að milljónir Bandaríkja-
manna væru enn honum vinveittar
Hefðu þeir einkum rætt heimsmálin,
aðallega þó í Miðausturlöndum.
Parísartízkan:
BREIÐAR AXLIR,
MJÓ MITTIOG
ENGIN STÍGVÉL
Breiðar axlir, mjótt mitti og stíg-
vélin horfin af sjónarsviðinu. Þannig
hljómar boðskapur haust- og vetrar-
tizkunnar.
Cardin gekk fram af öllum
•viðstöddum með hinni nýju axlalínu
sinni, sem náði langt niður fyrir eðli-
lega axlalínu.
Þessar miklu og rykktu axlir
undirstrika mjótt mittið og
aðskornar línur. Pierre Cardin lagði
einnig áherzlu á nýja og rándýra
diskólínu, með skærlituðum
mussum, nærri sjálflýsandi, og satín-
brókum.
Flauelsdragtir voru áberandi á
sýningum Jean Louis Scherrer og
Christian Dior.