Dagblaðið - 24.07.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 24.07.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1979. 9 LOKAÐ FYRIR RAFMAGN TIL RÍKISSPÍTALANNA? Skuldir þeirra við Raf magnsveitu Reykjavíkur hlaðast upp og námu 53 milljónum í gær Á föstudaginn var lokað fyrir rafmagn til skrifstofu ríkisspítalanna og var þar um fyrstu aðgerð Raf- magnsveitu Reykjavíkur að ræða vegna mikilla skuldar ríkisspitalanna. Ingvar Ásmundsson, fjármála- stjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur, tjáði DB, „að heildarskuldir rikis- spítalanna hefðu í gær numið tæpum 53 milljónum króna. Rikisspítalarnir hafa ætíð greitt seint, en lengi að undanförnu sent inn greiðslur á hverjum þriðjudegi, þar til fyrir skömmu að þær greiðslur hættu að berast.” ,,Ef allt hefði verið með felldu og þriðjudagsgreiðslurnar haldið áfram að berast hefði verið búið að greiða tæpar 33 milljónir af skuldinni nú,” sagði Ingvar. Hann kvað lokun eina úrræði Rafmagnsveitunnar til að þrýsta á innheimtu, en RR gæti ekki til Minkaslagur við Elliöaámar Í— vegfarendur unnu þrjú dýr við ámar en ekki sást iögregla eða minkabani Það var mikill minkaslagur við Elliðaárnar í gærdag, rétt við stífluna. Þar höfðu allmargir minkar komið sér þægilega fyrir, enda stutt að sækja fiskinn í árnar. Krakkar komu auga á minkana við ámar og voru þeir a.m.k. 5—6 talsins. Krakkarnir börðust við minkana með grjót að vopni, en innan tiðar bættust við fullorðnir menn, sem aðstoðuðu við að vinna bitvarginn. Ljósmyndari DB kom þegar á vett- vang og fylgdist með aðförunum, en alls náðust þrír minkar í slagnum. Hringt var i lögregluna kl. 3.30, áður en slagurinn byrjaði og sagði hún að minkabaninn væri til reiðu, en ekki bólaði á honum, þann klukkutíma, sem menn eltust þarna við kvikindin. Ungur strákur, Reynir Jónsson, náði fyrsta minknum og hæfði hann með steini. Kristinn Bjarnason og Haraldur Helgason komu krökkunum til hjálpar, en þeir unnu í byggingarvinnu þarna skammt frá. Þeir reyndu að svæla dýrin út úr fylgsni sinu með því að ttrenna dagblöðum og náðu tveimur dýrum þannig. Þó nokkur hópur krakka safnaðist á staðinn og undruðust menn nokkuð að hvorki lögregla né minkabani létu sjá sig á siaðnum, til þess að reyna vinna dýrin, sem án efa hafa valdið rniklum usla í ánum, sem kallaðar eru perla Reykjavíkur. -EGE/JH. Hlaupið á eftir minkunum með grjót og barefli a lotti Tvö dýranna, sem unnin voru. Reynir Jónsson náði minki i einu skoti með steini. DB-myndir: Einar Gunnar. lengdar átt slikar útistandandi skuldir vaxtalausar, því sjálf hefur hún þurft að taka dýr lán erlendis. „Við hefðum ekki gripið til svo róttækra aðgerða sem lokun er, ef fengizt hefðu greiðsluloforð, en for- ráðamenn ríkisspítlanna hafa ekki fengizt til að gefa þau. Lokunin á skrifstofunum virðist enn engin áhrif hafa. Því er það að í dag (mánudag) er maður frá okkur að athuga um hverjar frekari lokanir geti orðið að ræða til að reka á eftir greiðslu,” sagði Ingvar. -ASl. Slrákarnir létu ekki sitt eftir liggja og leituðu minkanna ákaft í grjótinu, en dýrin sáust skjótast á milli. Krakkar hópuðust að en ekki sást til minkabana borgarinnar. Dýrin svæld út með dagblöðum. Heimsmeistarakeppni sveina lokið: Jóhann í 5. sæti Jóhann Hjartarsson var i 5. sæti i heimsmeistarakeppni sveina i skák þegar upp var staðið. Fékk hann alls 7 vinninga ásamt 5 öðrum en dæmdist þeirra hagstæðastur í stiga- tölu. Efstur á mótinu varð Tempone frá Argentínu með 8 og hálfan vinning. Í öðru sæti Short frá Bretlandi einnig með 8 og hálfan en óhagstæðari stigatölu, 3. Morovic frá Chile, 4. Milos frá Brasilíu, Jóhann 5. eins og áður sagði, 6. Benjamin frá Banda- ríkjunum, 7. Ehlvest frá Sovétríkjun- um, 8. Greenfeld frá ísrael, 9. Barbuescu frá Rúmeniu og 10. Heaven frá Wales. Eina konan á mótinu, Clamlig frá Svíþjóð fékk aðeins 5vinninga. -DS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.