Dagblaðið - 24.07.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 24.07.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1979. Lýðræðiskrafa: Landið eitt kjördæmi Hefur þú ort vísu? Þórður Kristjánsson, bifreiðastjóri Hreyfli: Nei, það hef ég ekki gert en hef þó gaman af vísum. Karl Gunnarsson, bifreiðastjóri Hreyfli: Nei, almáttugur hjálpi mér — það hef ég aldrei gert. Steinunn Kolbeinsdóttir, kennaranemi: Aldrei og þó — einhverntíma reyndi ég en árangurinn var ekki i samræmi við erfiðið. Sigurður Karlsson, bifreiðastjóri Hreyfli: Nei, alveg laus við það. Helga Jónsdóttir, fóstra: Já, einu sinni. Þá var ég tiu ára. Þá varð flóð í Elliða- ánum. Andinn kom yfir mig — mér fannst þetta dllt svo stórkostlegt. Þá orti ég vísu en hún ergleymd núna. Þorsteinn Þorsteinsson, skrifstofu- stjóri: Nei, aldrei og aldrei svo mikið sem reynt það. Spurning dagsins Ætli einhver þeirra sé hlynntur hugmyndinni um eitt kjördæmi fyrir landið allt? DB-mynd Gamall krati skrifar: Nú er kjördæmamálið enn á ný komið á dagskrá. Allir stjórnmála- foringjar virðast vera sammála um að i næstu kosningum verði kosið um breytingar á kjördæmaskipaninni. Ástæðan er auðvitað sú að menn geta ekki lengur horft fram hjá þeim grófa mismun sem er á atkvæðaþunga fólks á Suðvesturlandi og sveitakjör- dæmum eins og Vestfjörðum. Ekki veit ég hver verður niður- staðan. Margar tillögur hafa komið fram sem miða að misjafnlega rót- tækum umbótum. Kannski verður samið um einhvern meðalveg; svo sveitafólkið sleppi sér ekki alveg. Það hefur vakið athygli mína að i allri umræðunni upp á siðkastið og reyndar i umræðunni í fyrra og hitteðfyrra, er ekki minnst á þá gömlu og góðu stefnu Alþýðuflokks- iris að koma kjördæmaskipaninni á réttan kjöl í eitt skipti fyrir öll. Það verður aðeins gert með því að leggja niður núverandi kjördæmi og koma á einu kjördæmi fyrir landið allt. Slík kjördæmaskipan er auðvitað allra lýðræðislegust og tryggir þá sjálfsögðu kröfu að einn maður hafi eitt at'kvæði. Ég veit að hægt er að nefna ýmsa annmarka á þessari skipan, svo sem um tengsl kjósenda og þingmanna, erfiðleika við röðun á lista, erfiðleika við framkvæmd prófkjörs o.fl. En ég staðhæfi að allt eru það smámunir miðað við þá réttlætiskröfu að full- komið lýðræði og alger jöfnuður ríki í landinu. Mikið vildi ég að þeir menn sem þjóðin ber mest og best traust til huguðu að þessu máli. Það væri Alþýðuflokknum til sóma ef hann tæki á nýjan leik upp sína gömlu og góðu kjördæmastefnu. Efmynd er bönnuð... Þá eiga böm ekki að fara inn —þóttforeldrar séu með Bjarki Eliasson, yfirlögregluþjónn, sendi DB „reglugerð um vernd barna og ungmenna” vegna lesendabréfs hér á síðunni i síðustu viku sem bar yfirskriftina „Fékk ekki að fara með son sinn inn á bíómyndina.” Bendir Bjarki á 52. gr. þessarar reglugerðar sem sýnir að dyravörðurinn í Tóna- bíói stóð vel í stöðu sinni. í greininni segir m.a.: „Ekki aflar það barni innan ákveðins aldurs heimildar til aðgangs að kvikmynda- húsi þar sem sýnd er mynd sem bönnuð er börnum á þessum aldri, að það sé í fylgd með foreldrum eða öðrum fullorðnum sem heimild hafa til að sjá viðkomandi kvikmynd. Nú hefur kvikmynd. . . . verið bönnuð börnum innan tiltekins aldurs. . . . og bera þá dyraverðir og eftirlitsmenn samkomustaðar ásamt hlutaðeigandi forstöðumanni ábyrgð á framkvæmd bannsins. Ennfremur bera foreldrar eða aðrir forráðamenn ábyrgð á að börn sjái ekki slíkar myndir.” Við þökkum Bjarka Elíassyni kær- lega fyrir þessa ábendingu og hljótum að hrósa dyraverðinum í Tónabíói fyrir að gegna störfum sinum af sam- vizkusemi. ■ AUrOMATIC j | flimzrm mrm Gripið simann gerið oóð kaup Smáauglýsingar BIABSINS Þverholti11 sími 2 70 22 Opið til kl.10 í kvöld

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.