Dagblaðið - 24.07.1979, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 24.07.1979, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1979. <§ Útvarp Sjónvarp i Á HUÓÐBERGI, útvarp íkvöld kl. 23.00: SHERLOCK OG WATSON ÍVANDA BROT ÚR SJÁLFSÆVISOGU DR. JAKOBS JÓNSSONAR, útvarp íkvöld kl. 19.35: Snúið á Sherlock Holmes nefnist þáttur sem fluttur verður á hljóðbergi í kvöld. Er þetta saga eftir hinn kunna höfund Sir Arthur Conan Doyle, höfund hinna fjölmörgu sagna um Sherlock. Eins og þeir sem komnir eru til vits og ára munu vita er Sherlock afar mikill leynilögreglumaður sem með aðstoð vinar síns Watsons læknis leysir hinar margvíslegustu gátur. Oftast eigá þeir félagarnir í höggi við skúrkinn prófessor Moriarty sem gerir þeim lífíð leitt. Þó Doyle teljist höfundur Sher- lockssagnanna var það samt ekki hann sem fann Sherlock upp ef svo má segja. Það var skurðlæknirinn Joseph Bell sem á heiðurinn af þeirri uppfinningu. Doyle vann hjá Bell, sem var uppi á ár- unum 1837 til 1911, þegar hann nam læknisfræði. Aukapersónan Watson læknir er líklega kominn til vegna þessa læknis- fræðináms. Watson er ákafur aðstoðarmaður Sherlocks en það háir honum að hann er örlítið seinn að skilja hlutina. Venjulega er Sherlock búinn að leysa gátuna löngu á undan honum, en verst þó ailra frétta þar til dllir þræðir málsins liggja á lausu. Lausnin kemur Watson oftar en ekki algjörlega á óvart. Sagan á Hljóðbergi í kvöld nefnist eins og fyrr sagði Snúið á Sherlock Holmes. Það er sannarlega fátítt ef einhverjum tekst það því yfirleitt sá hann við mönnum. Björn Th. Björnsson er umsjónarmaður Hljóð- bergsins sem fyrr. -DS. _________________________________/ Sherlock Holmes. DVALDISEX FYRSTU KAUPSTAÐARÁRIN Á NESKAUPSTAÐ ,,Ég hef eins og fleiri menn fallið í þá gryfju að skrifa sjálfsævisögu mina og lýsa því sem fyrir mig hefur borið,” sagði dr. Jakob Jónsson sem í kvöld les í útvarp brot úf þessari sjálfsævisögu sinni. Tileinkar hann lesturinn Nes- kaupstað á 50 ára afmæli staðarins. Á sunnudaginn var 51 ár frá því að ég var vígður prestur. Fyrst fór ég sem aðstoðarprestur til föður míns á Djúpavogi. Ég var þar ekki nema í nokkra mánuði, síðan fórum við hjónin til Norðfjarðar. Þar bjuggum við í 6 ár. Við komum til Norðfjarðar í r--------------------------- PÉSI útvarpídagkl. febrúar en Neskaupstaður hafði þá fengið kaupstaðarréttindi um ára- mótin. Við komum sem sagt á þeim tíma sem kaupstaðurinn var að fá lög- gildingu. Þess vegna datt mér í hug að lesa þennan kafla í útvarpið þó ekki ætli ég mér að lesa meira af sögunni. Kaflanum læt ég fylgja nokkurs konar kveðju til Norðfirðinga,” sagði dr. Jakob. Sjálfsævisaga hans er að öllum líkindum væntanleg á markaðinn i haust. Þá kemur einnig út ljóðabókin Vökunætur eftir hann. „Ástæðan fyrir nafninu er sú að á þeim tíma sem gigtin 17.20: vakti mig upp á nóttinni, svona um klukkan þrjú og þar til ég gat sofnað aftur, skrifaði ég ljóðin í þessari bók,” segir hann. Þáá dr. Jakob tvær bækur skrifaðar sem ekki hafa verið gefnar út. Aðra stendur reyndar ekki til að gefa út, heldur færa á svið. Það er endurskrift leikritsins Tyrkja-Guddu. Leikritanefnd Þjóðleikhússins hefur sagt að verkið verði flutt en hvenær er ekki ákveðið. Hin bókin er nokkurs konar framhald af bók dr. Jakobs, sem voru fyrirlestrar hans og útvarpserindi um Nýja testa- mentið. -DS. ............ \ „EIN DYRMÆTASTA PERLAN —þóhúnséekkistór” „Þessi saga er voða falleg eins og reyndar allar sögu eftir Stefán Jóns- son,” sagði Knútur R. Magnússon, sem les söguna Pésa klukkan 17.20 í dag í útvarp. ,,Eg vildi síður segja eitthvað um söguna sjálfa þvi sögur verða svo flatar ef farið er að endursegja þær. En óhætt er þó að segja, að þótt hún sé ekki stór er þetta ein af hinum dýrari perlum eft- ir Stefán. Enda hefur hún verið þýdd á fjölda tungumála, ég hef það ekki alveg hve mörg,” sagði Knútur. Stefán Jónsson var fæddur 22. desember 1905. Hann dó árið 1966. Stefáni hefur tekizt allra rithöfunda bezt að brúa það sem kallað er' kynslóðabil, eins og Knútur .orðaði það. Sögur hans eiga ekki bara hljóm- grunn hjá börnunum, sem þær eru fyrst og fremst skrifaðar um og fyrir, heldur líka hjá hinum fullorðnu. Stefán er líklega þekktastur fyrir bækurnar um Hjalta litla en auk þeirra hefur hann skrifað 12 skáldsögur, fjöldann allan af smásögum og ljóðum og tvö leikrit sem gefin hafa verið út. Auk þess skrifaði Stefán eitt útvarps- leikrit sem aldrei hefur verið prentað. V. -/ Nokkra unglinga vantar enn til heyvinnu, svo og til barnagœzlu. RAÐNINGARSTOFA LANDBUNAÐARINS SÍM119200. ÆTLIÐ ÞÉR í FERÐALAG ERLENDIS? VÉR PÖNTUM BÍLINN FYRIR YÐUR, HVAR SEM ER í HEIMINUM! BÍLALEIGA AKUREYRAR Reykjavík: Skeifan 9, Tel. S1 —86915. Akureyri: Tryggvabraut 14, Tel. 21715. GREITER Fœst í apótekum og snyrtivöruverzlunum PANTANASIMI 37442 Frá olivetti ferðareiknivél með Ijósi ; og strimli Skrifstofutækni hf. Tryggvagötu Sími 28511 „Án tafar styöur þú á réttu hnappana“

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.