Dagblaðið - 24.07.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 24.07.1979, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1979. Bílasalan Ske'ifan, Skeifunni 11 Símar 84848 og 35035 Efnalaugin Grímsbæ Kona óskast, helzt vön pressun, frá kl. 2—6. Upplýsingar í síma 75626 eftir kl. 7 eða á miðvikudag frá kl. 9—12 á staðnum. Fatahreinsunin Grímsbæ Efstalandi 26 - Sími85480 SÁLFRÆÐINGUR Ráðuneytið óskar eftir að ráða sálfræðing til starfa við fangelsin. Starfstími og starfshlutfall eftir samkomulagi. Umsóknir með upplýsingum um námsferil og fyrri störf sendist fyrir 1. ágúst. Dóms- og kirkjumálarófluneytið, 19. júli 1979. Safnstarf Dagblaðið óskar að ráða starfsmann í mynda- safn. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist blaðinu fyrir 30. júlí merkt „Safnstarf’. ^ Panasonic bíttækin uppseid Nœsta sending íflugi. RADÍÖÞJÖNUSTA BJARNA Síðumúla. Aðalumboð: Rafborg sf. Verzlunarfyrirtæki BYGGINGARVÖRUR Óskað er eftir tilboðum í verzlunarfyrir- tæki með innflutning, heildsölu og smá- sölu. Mjög góð viðskiptasambönd og ákjósanleg rekstraraðstaða, þ.á m. tollvörugeymsla og telex. Umsetning er yfir 100 m. kr. og til greina kemur sala á meirihluta í fyrirtækinu við hagstæðum kjörum, gegn viðunandi trygg- ingu. Tilboð sendist Dagblaðinu fyrir 15. ágúst nk. merkt „Viðskipti 1979”. 3MEBIADID Washington: Birgdir ofskynj- unariyfja gætu lamað heiminn —Bandaríkjastjóm á tífaldan slíkan skammt segir í skýrslu samtaka óbreyttra borgara Bandarísk hernaðaryfirvöld nafa komið sér upp fimmtíu tonnum af of- skynjunarlyfjum sem mundu, ef þau væru notuð, gera alla íbúa heimsins bjargarlausa. í tilkynningu um þessi mál segir að birgðir þessara efna séu svo miklar að slíkt mætti gera tíu sinnum. Tilkynningin er gefin út af bandarískum samtökum sem nefna sig samtök bandarískra borgara til baráttu fyrir heiðarleika í stjórnsýslu. Segja forsvarsmenn samtakanna að þeir hafi komizt yfir skýrslu hern- aðaraðila sem upplýsi að efni sem valdi ofskynjunum og nefnt sé HZ sé geymt í miklu magni í Pine Bluff i Arkansas. Sagt er að efnið HZ geti lamað alla íbúa jarðarinnar í nokkra daga og í Arkansas sé efni sem nægi til að framkvæma slíka lömun tíu sinnum um allan heim. Talsmenn bandarískra hernaðar- yfirvalda hafa viðurkennt að könnun hafi farið fram á þvi í fyrra hvernig megi á auðveldastan og öruggastan hátt losna við HZofskynjunarefnið. Samtök þeirra sem telja sig berjast fyrir heiðarleika í stjórnsýslu Banda- ríkjanna segja að á árunum 1963 til 1975 hafi meir en tvö þúsund banda- rískir hermann verið látnir prófa of- skynjunarlyfið óafvitandi. Sagt er að HZ hafi í för með sér mörgum sinn- um meiri ofskynjanir en hið um- talaðaefni LSD. Viðurkennt eraf hernaðaryfirvöld- um að efnið hafi verið reynt á þrjátíu og sex aðilum með þeirra vitund á ár- unum 1960 til 1960. 10.000 dollara fyr- ir Skylab leifamar Skylab, geimskip Bandaríkjamanna, lenti í Indlandshafi og að nokkru leyti á landi í vesturhluta Ástralíu. Dagblaðið San Francisco Examiner og kannski fleiri lofaði hverjum þeim er fyrstur kæmi með leifar úr geim- skipinu á ritstjórn blaðsins (íu þúsund dollurum. Ástralíumaðurinn Stan Thornton, sá í miðið, lét ekki á sér standa og í pokanum sem blaða- maðurinn til hægri heldur á, eru svartar agnir sem Thornton heldur fram að séu úr Skylab. Ekki vitum við hvað konan til vinstri er að gera með hjálminn nema að hann eigi að vera (il hlifðar fyrir geislavirkni af hlutum geimskipsins. í baksýn er stór mynd af ávisuninni sem Thornton á að fá reynist fengur hans úr Skylab. Bandaríkin: Ofsagróði Exxon sex mánuði 1979 Exxon, stærsta alþjóðlega olíu- fyrirtækið, tilkynnti í gær að hagn- aður þess á fyrri helmingi þessa árs mundi nema 1,8 milljörðum dollara. Er það nærri 30% meiri hagnaður heldur en á sama tíma í fyrra. Sterkur orðrómur hefur verið um það að or- sakir mjög hækkaðs olíuverðs á undanförnum mánuðum hafi verið meðal annars vegna mjög aukins hagnaðar alþjóðlegra olíufélaga. Talsmenn Exxon segja þó að hagn- aður á síðari þrem mánuðum fyrra árshelmingsins hafi ekki náð þvi að verða jafnmikill og á sama tíma í fyrra. Hafi upplýsingar Jimmy Carters Bandaríkjaforseta til dæmis ekki verið með öllu réttar þegar hann reyndi að rökstyðja nauðsyn þess að hækka skatta á oliufyrirtækjum til að standa undir ýmsum nauðsynleg- um aðgerðum til orkusparnaðar. Talsmenn Exxon benda einnig á að tæplega 800 milljónir dollarar af hin- um 1,8 milljarða dollara hagnaði í ár stafi af öðru en beinni olíusölu. Sér þar aðallega um að ræða ýmsar rann- sóknir sem framkvæmdar hafi verið bæði við Malasíu og í Norðursjón- um. Annað stórt olíufélag í eigu banda- rískra og alþjóðlegra aðila, Standard Oil í Indianaríki, tilkynnti að hagn- aður þess hefði numið 750 milljónum dollara á fyrri hluta þessa árs. Væri það um það bil 32% hærra en á sama tima i fyrra. Þá varð hagnaðurinn 568 milljónir doUara . EO

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.