Dagblaðið - 24.07.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 24.07.1979, Blaðsíða 2
Fá sunnlenzkir sjálfstæðismenn Thimnasendingu? DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1979. Björn Bjarnason, skrifstofustjóri f forsætisráðuneytinu. 1 Sunnlenzkur sjálfstæðismaöur skrif- ar: Nú er Björn Bjarnason, einn nánasti samstarfsmaður Geirs Hall- grímssonar, að setjast í þann auða ritstjórastól Morgunblaðsins, sem ekki hefur verið setinn síðan Eyjólfur Konráð Jónsson stóð upp úr honum og settist á þing. Þykir stóllinn ákjósanlegt stökk- bretti í ljósi fyrri reynslu af honum. En menn velta fyrir sér með aðstoð hvaða kjördæmis Björn hyggst stökkva úr honum inn á Alþingi. Eftir því sem næst verður komizt lítur hann Suðurlandskjördæmi hýru auga í því sambandi. Skiptar skoðanir eru meðal okkar Sunnlend- inga um ágæti Björns, líkt og um •ágæti annarra framagjarnra stjórn- málamanna. Hinsvegar sýnist okkur ljóst að það kunni að reynast Birni og Sjálf- stæðisflokknum á Suðurlandi dýr skeilur ef hann á að skipa þar öndvegi. Heimamenn eru nefniiega ekkert sérstaklega ginnkeyptir fyrir ..himnasendingum” úr Reykjavík af þessu tagi. Slíkt þýðir einfaldlega að gengið verður framhjá einhverjum ágætismanni úr héraði. Það eru einmitt heimamenn í héraði sem eru hornsteinar flokksins þar og lítum við svo á að aðrir eigi ekki að bera þær „skrautfjaðrir”. Við hjólreiðamenn náum sennilega engum árangri fyrr en við förum að dæmi annarra aðila i þjóöfélaginu og mynd- um þrýstihóp, segir bréfritari. DB-mynd Hörður. Fyrir hverja er borgarskipulagið? Hjólreiðamenn myndi þrýstihóp Hjól skrifar: Oft kemur mér þessi spurning í hug: Fyrir hverja er borgarskipulagið i Reykjavík? Er þar tekið mið af hagsmunum allra borgarbúa eða sitja sérþarfir ákveðinna hópa alveg í fyrirrúmi? Ég er hjólreiðamaður og reyni að ferðast um borgina á hjólhesti. Það er ákaflega erfift því svo virðist sem hjólreiðamenn séu réttlausir í um- ferðinni. Á götum úti taka bílstjórar lítið sem ekkert tillit til okkar. Á gangstéttum er okkur bannað að hjóla samkvæmt umferðarlögum. Og auðvitað eru engir reiðhjólastígar tii hér á landi. Þeir finnast aðeins í menningarlöndum. Ekki vantar samt gasprið fyrir kosningar. Hver man ekki eftir öllum reiðhjólastígunum þegar „græna byltingin” var upp á sitt bezta? Við hjólreiðamenn náum sennilega engum árangri fyrr en við förum að dæmi annarra aðila í þjóðfélaginu og myndum þrýstihóp. Þá fyrst verður tekið tillit tii okkar. Nýstofnað Félag áhugamanna um hjólreiðar virðist steindautt. Varla verður það okkar vettvangur. En áhugi fyrir hagsmunasamtökum hjól- reiðamanna hlýtur að vera nægur. Ég skora á menn að láta í sér heyra. Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér . . . Erpeningabingó leyfilegt? 8272-3307 hringdi: Hún sagðist hafa farið á bingó í Sigtúni á þriðjudagskvöldið og hafi hún orðið undrandi yfir því að aug- lýst var að vinningar væru vöruúttekt en svo hafi komið á daginn að greitt var út i beinhörðum peningum. Einnig fannst henni skrýtið að enginn annar en stjórnandinn fór yfir spjöld- in. Hún vildi því spyrja hvort leyfi- legt væri að hafa þvílíkt peningaspil hér á landi? Rjómalaust mjólkurbú Ferðamaður hringdi: Svo bregðast krosstré sem aðrir raftar, datt mér i hug þegar ég kom inn i mjólkurbúð Mjólkurbús Flóa- manna sl. sunnudag og hugðist kaupa þar rjóma. í sjálfu virki þeirra manna, sem liggja þjóðinni oftlega á hálsi fyrir að neyta ekki nægrar dýra- fitu í formi mjólkurafurða var svarið við rjómabeiðninni einfaldlega: „Nei, því miður, rjóminn er löngu búinn”. Hverjum er svoum aðkenna ef mjólkurafurðirnar fást ekki einu sinni í sjálfum mjólkurbúunum? 10% BENSINSPARIMAÐUR samsvarar 31 krónu pr. lítra. Allir sem fást við stillingar bílvéla vita, að bensíneyðslan eykst um 10—25% milli kveikjustillinga. Eftir isetningu LUMENITION kveikjunnar losna bíleig- endur algjörlega við þá eyðsluaukningu, sem slitnar platin- ur valda, því i þeim búnaði er ekkert, sem slitnar eða breytist. Með LUMENITION vinnur vélin alltaf eins og kveikjan væri nýsMllt. LUMENITION fylgir 3ja ára ábyrgð. Verð miðafl v:ð gengi 20.7. '79: KR. 46.000.- HABERGh£ SÍMI: 84788. Þáttur Ólafs Ragnars var f rábær: Viðræðuþættir verðifastur liður í útvarpi Hlustandi hringdi: Þáttur Ólafs Ragnars Grimssonar í útvarpinu á sunnudagskvöldið var al- veg frábær. Umræðuefnið var tíma- bært og þátttakendur aliir toppmenn. Þetta var þáttur af þvi tagi sem allt of sjaidan heyrist í útvarpinu. Hvernig stendur annars á því að allir þessir umræðuþættir sem voru svo vinsælir í útvarpinu hér áður fyrr eru dottnir upp fyrir? Hefur útvarpið ekki áhuga á því að standa fyrir um- ræðum um menningar- og þjóð-, félagsmál? Mér finnst að sunnudagsþáttur Ólafs Ragnars ætti að verða til þess að þessi mál verði stokkuð upp. í fyrsta lagi ætti að fá Ólaf til að stjórna fleiri slíkum þáttum því þar er 'réttur maður á réttum stað. í öðru lagi ætti að leita logandi Ijósi að álíka hæfileikamönnum og gera viðræðu- þætti að föstum lið í dagskrá útvarps- ins. Þáttur Ólafs Ragnars var frábær. W DB-mynd. Nu má kenna Alþýðuflokkinn sjálfan við Kröflu. Er Alþýðuflokkur- inn Kröfluflokkur? Pétur hringdi: Alþýðuflokkur virðist nú ætla að verða til mikillar óþurftar með því að stöðva framkvæmdir við Kröflu eftir að i þá virkjun hefur verið eytt 16 . milljörðum króna. Engin rök hafa komið fram sem réttlæta þessa stefnu kratanna og ef eftir þeim er spurt verður fátt um svör. Fyrir kosningar talaði Alþýðu- flokkurinn mikið um Kröfluflokkana og kenndi þeim um alit sem aflaga hafði farið. Nú má með nokkrum rétti kenna Alþýðuflokkinn sjálfan við Kröflu og kenna honum um að milljarðir króna af skattpeningum al- mennings fara í súginn. Treystir flokkurinn sér til að axla þá ábyrgð? Dómi kjósenda skal hann hlita. Og ég þori að fullyrða að sá dómur verður ekki mildur ef hinni heimskulegu Kröflustefnu flokksins verður ekki breytt snarlega.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.