Dagblaðið - 27.07.1979, Page 7

Dagblaðið - 27.07.1979, Page 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ1979. 7 Mexikó: Olíuflóð þar tilíoktóber —fyrri spár rangar og búizt við mestu olíumengun allra tíma Olíuborholan á Mexikóflóa, sem síðan í byrjun júní síðastliðinn hefur mengað hafið, verður að öllum lík- indum ekki beizluð fyrr en i október næstkomandi að sögn forstjóra ríkis- oliufélagsins í Mexíkó. Ef svo fer verður hún búin að valda mestu oliu- mengun sem orðið hefur úr borholu á hafi úti frá því slíkar boranir hófust. Áður höfðu mexikanskir ráða- menn í olíumálum sagt að búið yrði að stöðva olíulekann innan fjögurra vikna hér frá. Nýjustu upplýsingar herma að hingað til hafi rúmlega ein milljón fata af olíu runnið úr olíunni í hafið. Samkvæmt áætlunum verður þessi tala komin upp i rúmlega 2,5 milljónir fata i byrjun október næst- komandi. Auk þess er talið að rúm- lega tvær milljónir fata hafi þá brunnið við elda sem loga stöðugt uppaf hinni biluðu borholu. Þrátt fyrir þetta mikla magn af oliu sem rennur út í sjóinn fullyrða mexíkanskir olíusérfræðingar að skaðinn sem hún muni valda verði til muna minni en sá sem varð þegar olíuskipið Amaco Cadiz strandaði við Frakklandsstrendur. Segja þeir sína olíu mun léttari og muni hún bæði gufa upp og ganga aftur í sam- band við önnur lífræn sambönd án þess að valda neinum verulegum skaða. Sveitir manna vinna stöðugt að því að hreinsa olíuna af hafinu og einnig við að reyna að loka hinni bil- uðu borholu. Erlendar fréttir Rio de Janeiro: Boeing 707 þota fórst Boeing 707 þota frá vestur-þýzka flugfélaginu Lufthansa hrapaði í ljós- um logum skömmu eftir flugtak frá al- þjóðaflugvellinum við Rio De Janeiro í gærkvöldi. Sjónarvottar sögðu að þotan hafi sprungið um leið og hún snerti jörðina í um það bil eitt hundrað kílómetra fjarlægð frá flugvellinum. Ekki var vitað til að neinn úr hinni þriggja manna áhöfn þotunnar hafi komizt af. Engir farþegar voru í þot- unni en hún flutti fjörutíu tonn af ýms- um farmi. Áætlaður áfangastaður var Frankfurt am Main í Vestur-Þýzka-' landi. Japan: 521 ungmenni fyrirfóru sér Fimm hundruð tuttugu og eitt ung- menni yngra en tvitugt réð sér bana á fyrri hluta þessa ars í Japan. Er það sjötíu fleiri en á sama tima á fyrra ári, að sögn opinberra aðila í Japan. Einn skæruliðaforingja sandinista, sem steyptu Somoza fyrrum forseta Nicaragua af stóli, tekur hér á móti tveim sonum sinum. Þeir feðgar höfðu ekki sézt f tvö ár og greinilega eru þeir allir hrærðir þegar myndin er tekin á Managua flugvelli. Moskva: Dauðadómur fyrir stríðsglæpi Maður nokkur að nafni Ionas Mecislovas Plunge hefur verið dæmdur til dauða í Sovétríkjunum. Viðurkenndi hann fyrir rétti að hafa tekið þátt í að ráða fjörutíu og sex þúsund manns af lífi á timum heims- styrjaldarinnar síðari. Aðsögn frétta stofunnar sovézku, TASS, verður maðurinn leiddur fyrir sveit her- manna og skotinn. Plungi var að sögn liðsforingi í þýzka hernum á þessum tíma. Réttar- höldin fóru fram í borginni Viln i ■Litháen, einu núverandi Sovétlýð- valdanna, sei.. var sjálfstætt riki fram til ársins 1940. Hinn dænidi tók þátt í fjölda- morðunum i borginni Minsk og voru þeir sem féllu bæði af rússnesku og pólsku bergi brotnir. Að lokinni heimsstyrjöldinni tók Plunge sér annað nafn og skipti oft um störf. Hann var einnig fundinn sekur um að hafa tekið þátt í aftökum á and.- spyrnumönnum gegn nasistum á þessum tíma. Skattskrá Reykjavíkur ÁRIÐ1979 Skattskrá Reykjavíkur árið 1979 liggur frammi í Skattstofu Reykjavíkur, Tollhúsinu við Tryggva- götu, frá 26. júlí til 9. ágúst nk., að báðum dög- um meðtöldum, alla virka daga nema laugar- daga, frá kl. 10.00 til 16.00. 1 skránni eru eftirtalin gjöld: 1. Tekjuskattur. 2. Eignarskattur. 3. Sóknargjald. 4. Kirkjugarðsgjald. 5. Sjúkratryggingagjald. 6. Sérstakur eignarskattur á skrífstofu- og verzlunarhúsnæði. 7. Útsvar. 8. Slysatryggingargjald atvinnurekenda. 9. Lifeyrístryggingargjald atvinnurekenda. 10. Slysatryggingargjald vegna heimilisstarfa o.fl. 11. Iðgjald til Atvinnuleysistryggingarsjóðs. 12. Launaskattur. 13. Iðniánasjóðsgjald. 14. Iðnaðarmáiagjald. 15. Aðstöðugjald. 16. Iðnaðargjald. Barnabætur svo og sá hluti persónuafsláttar, sem kann að koma til greiðslu útsvars, og sjúkra- tryggingagjalds er einnig tilgreint í skránni. Innifalið í tekjuskatti og eignarskatti er 1 % á- lag til Byggingarsjóðs ríkisins. Jafnhliða liggja frammi í Skattstofunni yfir sama tíma þessar skrár: Skrá um skatta útlen.iinga, sem heimilis- skráðir eru í Reykjavík og greiða forskatt. Skrá um skatta íslenzkra ríkisborgara, sem fluttu hingað frá útlöndum árið 1978. Skrá um skatta dánarbúa. Skrá vegna tví- sköttunarsamninga. Aðalskrá um söluskatt í Reykjavík fyrir árið 1978. Skrá um landsútsvör árið 1979. Þeir, sem kæra vilja yfir gjöldum samkvæmt ofangreindi skattskrá, skattskrá útlendinga, skattskrá heimfluttra, skrá vegna tvísköttunar- samninga og dánarbúa, verða að hafa komið skriflegum kærum í vörzlu skattstofunnar eða í bréfakassa hennar í síðasta lagi kl. 24.00 9. ágúst. Reykjavfk 25. júli 1979 Skattstjórinn í Reykjavík Gestur Steinþórsson. SKYNDIMYNDIR Vandaðar litmyndir i öll skirteini. barna&fjölskyldu- AUSTURSTRÆTI 6 SIMI 12644 Manuel Benitez El Cordobes, ninn irægi spænski nautabam, er snuinn anur l nring- inn eftir nokkurra ára hlé. Hann var dáðasti nautabani Spánar og raunar heimsþekkt- ur þegar hann hætti árið 1972 algjörlega uppgeflnn á nautaatinu. Nú hefur El Cordo- bes snúið aftur, fjörutiu og þríggja ára að aldrí. Toppurinn frá Finnlandi 50ÁRA , • SENDUM UM ALLT LANDIÐ 26 T0MMUR 60% BJARTARI MYND EKTA VIÐUR: PALESANDER, HN0TA j 100% EININGAKERFI GERT FYRIR FJARLÆGÐINA 2-6 M 3 ÁRA ÁBYRGÐ Á MYNDLAMPA FULLKOMIN ÞJÖNUSTA SÉRSTAKT KYNNINGARVERÐ VERÐ: 578.800.- STAÐGR.: 556.648.- BÚÐIN SKIPHOLT119. SÍMI298UU

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.