Dagblaðið - 27.07.1979, Side 10
10
Útgefandi: Dagblaðið hf.
Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjótfsson. Ritstjóii: Jónas Kristjónsson.
Ritstjómarfulltrúi: Haukur Holgason. Skrtfstofustjórí ritstjómar Jóhannes Reykdal. Fréttastjóri: Óma
Valdimarsson.
'lþróttir Hallur Símonarson. Menning: Aðalstoinn Ingóífsson. Aðstoðarfréttastjórí: Jónas Haraldsson.
Handrít Ásgrímur Pélsson.
Blaðamonn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bragi Sigujðsson, Dóra Stefánsdótt
ir, Gissur Sigurösson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Geirsson, Sigurður Sverrisson.
Hönnun: Guðjón H. Pálsson. Hilmar Karísson.
Ljósmyndir Ámi Páll Jóhannsson, Bjarnloifur Bjamlotfsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th.
Sigurðsson, Svoinn Þormóðsson.
Skrtfstofustjórí: Ólafur Eyjótfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þoríetfsson. Sölustjórí: Ingvar Sveinsson. Dreifing-
arstjórí: Már E.M. HalkJórsson.
Ritstjóm Siðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrtfstofur Þvorholti 11.
Aðalsími blaðsinser 27022 (10 Ifnur).
Juúiiny og umbrot Dagblaðið hf., Siðumúla 12. Mynda og plötugerð: Hilmir jif., Síöumúla 12. Prentun:
Árvakur hf., Sketfunni 10.
Verð í lausasölu: 180 krónur. Verö i áskrift innanlands: 3500 krónur.
Mælirinn er fullur
Jafnframt því sem landsmenn fá
álagningarseðlana sína að þessu sinni,
lesa þeir í blöðum fréttir um, að nýir
skattar séu yfirvofandi. Ríkisstjórnin
stefnir að hækkun skatta fyrir fyrsta
september, en ekki er frágengið, hvaða
skattahækkanir það verða.
Ríkisstjórnin væri vafalaust búin að ganga frá hin-
um nýju álögum, ef ekki kæmi til ótti við, að mönnum
þætti mælirinn fullur. Það þykir ekki pólitískt heppi-
legt að leggja nýja skatta fullmótaða á borðið í þann
mund sem menn fá álagningarseðlana með gífurlegri
hækkun skattbyrði.
Tekjuskattur á einstaklinga hækkar nú í Reykjavík,
svo að dæmi sé tekið, um rúmlega sjötíu og fímm af
hundraði frá fyrra ári. Tekjuskattur á félög í Reykja-
vík hækkar frá fyrra ári um nærri sjötíu af hundraði.
Sáralítil fjölgun hefur orðið í röðum skattgreiðenda,
svo að hækkun skatta er langt umfram verðbólguna,
sem hefur verið um fjörutíu af hundraði. Þrátt fyrir
það telur fjármálaráðherra gatið á ríkiskassanum svo
stórt, að hann reynir að „svelta” samráðherrana til
hlýðni við skattatillögur sínar með því að stöðva fjár-
veitingar fram yfir fjárlög til annarra ráðuneyta.
Fjármálaráðherra hefur á réttu að standa, þegar
hann bendir á, að hallarekstur ríkissjóðs sé einn aðal-
valdur verðbólgunnar. Hann sagði í fjárlagaræðu
síðastliðið haust, að nýja stjórnin stefndi að hallalaus-
um ríkisrekstri, þegar fyrsta sextán mánaða tímabil
stjórnartímans yrði tekið sem heild. Þá þegar var á það
bent, í Dagblaðinu, að hætt væri við, að dæmið gengi
ekki upp hjá fjármálaráðherranum. í rauninni fælist í
fjárlagafrumvarpi hans, að ríkisbúskapurinn yrði rek-
inn með halla en ekki afgangi.
Þetta hefur síðar komið á daginn. Fjármálaráðherra
fékk framgengt, að ríkið hélt sinni skattprósentu af
bensínverðinu þrátt fyrir gífurlega hækkun verðsins.
Fyrir það bættist hálfur milljarður í ríkiskassann, en
það var sem dropi í hafið.
Síðan sagði fjármálaráðherra, að enn væri fimm
milljarða gat á ríkissjóði, sem þyrfti upp í að fylla.
Þetta var raunar sama talan og nefnd var, áður en
hann fékk hálfa milljarðinn frá bifreiðaeigendum. Nú
er ennfremur rætt um, að ekki eigi að standa við gefin
loforð ráðherra um minnkun niðurgreiðslna.
Fjármálaráðherra skortir þá enn nokkra milljarða til
að greiða halla ríkissjóðs frá fyrra ári. Samkvæmt
efnahagslögunum frá í vetur átti ennfremur að skera
ríkisútgjöld niður á ákveðnum sviðum um einn millj-
arð, en engar líkur eru til, að það verði gert. Gatið sem
fjármálaráðherra þarf að fylla virðist því vera að
minnsta kosti tíu milljarðar.
Hallarekstur ríkisbúskaparins væri stórhættulegur á
þessum tíma óðaverðbólgu. Nú stefnir í, að verðbólgan
æði áfram með fimmtíu prósenta hraða á ársgrund-
velli. Við höfum næga reynslu frá síðustu árum af sam-
henginu milli hallarekstrar ríkisins og verðbólgunnar
og þurfum að læra af því.
Lausn fjármálaráðherra og ríkisstjórnarinnar, að
leggja enn þyngri skatta á herðar skattborgaranna, er
hins vegar engin lausn. Skattklyfjar hins opinbera eru
að verða fjörutiu og sjö af hundraði af tekjum þjóðar-
innar. Skattgreiðendur munu þessa dagana telja mæl-
inn fullan. Eina úrræðið væri að skera ríkisbáknið
niður nægilega til að gera hlut skattgreiðenda bærileg-
an og draga um leið niður í verðbólgunni.
..........
Bandaríkin:
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1979.
V
Núáaðbæta
oröstírDC-10
þotunnar
,,Við munum stefna að því, að
fullvissa almenning um að DC—10
þoturnar eru framleiddar hjá fyrir-
tæki, sem ræður yfir fjölþættri og
öruggri tækni tii að framleiða örugg-
ar farþegaþotur,” sagði John
Bickers auglýsingastjóri McDonnell
Douglas fyrirtækisins bandaríska
nýlega.
1 grein í dagblaðinu International
Herald Tribune á þriðjudaginn var er
einnig haft eftir Bickers að DC—10
þoturnar flytji meira en hundrað
þúsund farþega til hundrað og sextíu
borga í áttatíu og átta löndum.
Auglýsinga- og kynningarher-
ferðin, sem á að leiða til endurnýjaðs
trúnaðar á DC—10 þotunum verður í
höndum J. Waler Thompson þekkts,
bandarísks auglýsingafyrirtækis. I
greininni í Herald Tribune er sagt að
herferð þessi verði ein af stórtækari
/^Pf\
Ctd7
aðgerðunum til að fullvissa fólk um
að þessi þotugerð sé örugg.
í raun er DC—10 þotan í dag
sömu gerðar og sú þota, sem fórst við
Chicago í maí síðastliðnum, og sú
sem fórst við Paris fimm árunt áður,
þegar farmdyr rifnuðu af. í báðum
þessum atvikum varð verulegt mann-,
tjón en auk þess hefur DC—10 þotan
svo oft lent í óhöppum að vegur
tegundarinnar hefur mjög farið
minnkandi. í Herald Tribune er full-
yrt að orðstír hennar sé svo lítill að
engu sé til að jafna nema óvinsældum
Lockheed Electra skrúfuþotunnar á
sjötta áratugnum. Aldrei tókst að
vinna upp veg hennar eftir nokkur
alvarleg flugslys sem siíkar vélar
lentu i.
r
NÆTURVINNA
í NÍGERÍU
Það var niðaþoka í borginni þetta
kvöld og útvarpsþulurinn hvatti öku-
menn til þess að halda kyrru fyrir
heima hjá sér. Það voru því fáir á
ferli.
Á barnum luku þrír fremur
skuggalegir menn úr glösunum sam-
tímis, þeir sátu þó ekki saman —
þetta var merkið. Með þjálfuðu fasi
atvinnumanna liðu þeir, hver af
öðrum út úr barnum. Einn fór að
móttökuborðinu og afhenti lykilinn
sinn og gekk út í nóttina, annar tók
lyftuna uppá loft, sá þriðji fór upp
stigann.
Þeir hittust að húsabaki og
notuðu örsmá vasaljós með blikkara
til þess að fara ekki á mis í drunga-
legum bakgarðinum. Tveir höfðu
komið niður neyðarstigann utan á
húsinu. Nú stóðu þeir grafkyrrir og
hlustuðu. Það var morð í loftinu.
Breim kattar og skvaldur frá hóru-
húsinu handan götunnar voru einu
hljóðin. Þeir víxluðu fatnaði, einn
limdi á sig hökutopp og setti upp
hanska, annar setti upp hippahár-
kollu — það var hálfgerður hrollur í
þeim.
Á slaginu hálf tvö fikruðu þeir sig
að veggnum. Svolítinn tima tók að
finna kaðalstigann, sem var liður í
áætluninni. Eftir nokkrar tilraunir
tókst að húkka krók uppá vegg-
brúnina og þeir tóku að læsa sig yfir
með æfðum en öruggum handtökum.
Hefði verið dagsljós og þessir menn
leikið listir sínar fyrir áhorfendur,
hefðu þeir gert það fyrir framan
kvikmyndavélar i Hollywood, og
enginn efast um að þar fóru þjálfaðir
Skipt er um skip
til að auka aflann
Hræsni
Morgunblaðsins:
Mikið er búið að segja og skrifa
að undanförnu um að fískiskipafloti
okkar sé alltof stór og afköst langt
umfram það sem hagkvæmt er. Há-
mark þessarra skrifa er aukablað
Morgunblaðsins fyrir stuttu, þar sem
spekingar Háskólans komust að
þeirri niðurstöðu að minnka ætti
flotann um allt að 65%.
Nú þegar loksins á að spyrna við
aukningu flotans t fullri alvöru, ætlar
allt af göflunum aðganga.
Mogginn gengur þar lengst eins og
hans er vandi, ef tækifæri gefst til
þess að ala á ófriði, aukablaðið alveg
gleymt. Vandlega valin vitni eru leidd
fram á siðum blaðsins og slik er
hræsnin að ætla mætti að Sildar-
vinnslan á Neskaupstað væri óska-
barn Morgunblaðsins.
Að sjálfsögðu er fyrrverandi
sjávarútvegsráðherra, Matthías
Bjarnason, höfuðvitni blaðsins. i
Hann talar meðal annars um að með
kaupum á garnla Júlíusi Geirmunds-
syni hafi reglur þær sern hann setti
um skipakaup verið brotnar og er
greinilega stórhneykslaður á
framferði Kjartans Jóhannssonar
núverandi sjávarútvegsráðherra.
Reglur Matthíasar voru á þann
veg að Fiskveiðasjóður skyldi Iána til
• „Þessi 50 tonna bátur er eina fleytan, sem farin er
úr landi á móti öllum þeim skipum, sem flutt voru
inn eftir Matthíasar-regiunni...”