Dagblaðið - 01.08.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 01.08.1979, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1979. Ferðamenn að fara og koma Sérfræðingar segja að tuttugu og tvær milljónir ferðalanga séu á vegum Frakk- lands nú um mánaðnmótin. Fru |)á taldir þeir sem eru að koma úr sumarleyfi og eins hinir sem er að fara I sæluna. Þessar tuttugu og tvær milljónir skiptast tannig, að niu milljúnii ■ i .ikkj mi ,iú lara til sumarleyfis I ágúst, fimm milljónir landa þeirra að koma úr lcvfi. síðan eru fjórar milljónir tnanna, sem eru að halda til ýmissa dvalarstað ■ umhverfis París og að lokum eru taldar vera fjórar milljónir erlendra ferðamamia á leið um og í gegnum Frakkland. Myndin er tekin á hraðbraut út og suður úr Paris. Það er víðar en á Fróni, sem Þessi stúlka, sem þarna teygir sig ber- sumarið er ofarlega í hugum fólks — brjósta mót sólu, hafði þó allt sitt á æti það sé bara ekki efst á vinsælda- þurru og tók leyfið snemma. Fyrir listunum um allan heim? í Dan- bragðið unir hún glöð við sitt á mörku hefur nokkuð verið kvartað meðan sólin hylur sig bak við ský um að sólin hafi lítið látið sjá sig á þessadagana. meðan há-sumarleyfatíðin gekk yfir. HÚN HEFUR ALLT SITT Á ÞURRU Vestur-Þýzkaland: SAMDRÁTTUR 06 AUKIÐ ATVINNU- LEYSIAÐÁRI Ein virtasta efnahagsstofnun í Vestur-Þýzkalandi hefur tilkynnt að gera megi ráð fyrir miklum sam- drætti i hagvexti landsins á næsta ári og jafnframt aukningu á atvinnu- leysi. Stofnunin gerir ráð fyrir því að nú- verandi hagstæð staða muni standa fram á síðari hluta þessa árs en þá muni fara að draga úr. Er gert ráð fyrir að hagvöxtur muni falla niður i 2 til 2,5% á næsta ári. Til saman- burðar er gert ráð fyrir að hagvöxtur í Vestur-Þýzkalandi sé áætlaður 3,5 til 4% í ár. Efnahagsstofnun þessi, sem er sjálfstætt fyrirtæki en mjög virt, telur að atvinnuleysi í Vestur-Þýzka- landi muni aukast úr rúmlega átta hundruð þúsundum vinnufærra manna upp í tæplega eina milljón á næsta ári. Þessar bágu horfur í efnahagslifi Vestur-Þýzkalands er taldar stafa af minnkandi eftirspurn eftir ýmsum iðnaðarvörum og auk þess versnandi viðskiptakjörum vegna hækkunar olíuverðs. VKÖLLUBÚNAR Þær tóku enga áhættu þessar tvær skömmu. Veöriö var ekki sem bezt á skjóli. Aðrir ferðamenn á þessum konur sem „sóluðu” sig á Norður- þessum slóðum en þó bæði rigndi og slóðum héldu sig innan dyra. sjávarströnd Vestur-Þýzkalands fyrir kaldir vindar blésu þá voru konurnar í Bandaríkin: CHRYSLER BIÐUR UM RÍKISHJÁLP EFTIR ROSATAPREKSTUR Chrysler fyrirtækið bandaríska, þriðja stærsta bifreiðafyrirtæki þar, hefur tilkynnt að það hafi farið fram á aðstoð ríkisins til að standast gífur- legt rekstrartap, sem það hefur orðið fyrir á fyrri hluta þessa árs. Sam- kvæmt tilkynningu fyrirtækisins er tapið í april, maí og júni rúmlega tvö hundruð milljónir dollara eða meira en hallinn nam á öllu árinu í fyrra. Telja talsmenn Chryslerverksmiðj- anna höfuðorsök tapsins vera þá, að ekki hafi verið hægt að bjóða upp á litlar og sparneytnar bifreiðir, þegar eftirspurn eftir þeim hafi skyndilega aukizt. Fjármálaráðuneytið í Washington hefur tilkynnt að athugun á mögu- leg-ri aðstoð við Chrysler verði flýtt svo sem auðið verði. Hugsanlegt er að aðstoðin verði í formi lánsfjár, sérstaks skattaafsláttar, sérstakra undanþága frá því að uppfylla fjár- frekar mengunarkröfur eða þ.á blanda af öllu þessu. Fordæmi er fyrir þvi að Banda- ríkjastjórn aðstoði stórfyrirtæki í rekstrarerfiðleikum, t.d. 1971 er Lockheed flugvélaverksmiðjunum var veitt slík aðstoð. Talsmenn Chrysler hafa sagt að búast mætti við sambærilegu tapi i júlí, ágúst og sept- embermánuði. Bæði Ford og General Motors, tvö stærstu bifreiðaframleiðslufyrirtæk- in í Bandaríkjunum og helztu sam- keppnisaðilar Chrysler, hafa tilkynnt um góða afkomu og mikinn rekstrar- hagnað að undanförnu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.