Dagblaðið - 01.08.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 01.08.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1979. í sjálfu sér þykir það tíðindum sæta að páfi hyggist sækja heim írland, land sem hefur verið púður- tunna í Vestur-Evrópu mörg undan- farin ár og þar sem meira en tvö þúsund manns hafa fallið í átökum, á síðustu tíu árum, er meira og minna stafa af trúarlegum ástæðum. Aftur á móti er ekki óeðlilegt að páfi velji írland sem viðkomustað á eftir Pól- iandi. Hið síðarnefnda er sterkasta vígi kaþólskra í Austur-Evrópu en írland í Vestur-Evrópu. Ian Paisley, prestur, hinn öfgafulli forustumaður hægri sinnaðri mót- mælanda á Norður-írlandi, hefur mótmælt því að páfi komi til þess hluta írlands og telur að með því sé hann ekki að gera neitt annað en að hefja aftur baráttu fyrir endursam- einingu írlands í eitt ríki. Margt er til í því og verið getur að afleiðingar heimsóknar páfa til Norður-írlands verði þær að bardagar blossi upp enn á ný milli mótmælenda og kaþólskra. Biskupar mótmælendakirkjunnar á Norður-frlandi hafa lýst sig and-- víga sjónarmiði Ians Paisley og segj- ast munu bjóða Jóhannes Pál páfa velkominn ef hann vilji koma til landsins. Bent hefur verið á, að ástæðan fyrir þvi að páfi hafi ákveðið að heim- sækja írland áður en hann heldur til Bandaríkjanna, sé sú að hann vilji skapa sér velvilja meðal hinna sterku hópa kaþólikka í Bandaríkjunum sem séu af írsku bergi brotnir. Einnig er talið að sú ákvörðun hans að koma fyrst til Chicago og Philadelphiu í Bandaríkjunum stafi af því að þar séu margir af pólskum uppruna. Með þessu er páfi sagður vilja tryggja sér góðar móttökur sem veki eins mikla athygli á ferð hans og baráttu og unnt er. Eða eins og leiðarinn í Information endar: Að páfinn sé í óðaönn að selja sinn guð sem sameiningartákn í sundruðum heimi. Utanríkisstefna Vatikansins sé sú að verða miðpunktur á milli vesturs og austurs, kommúnisma og kapítalisma og milli fátækra og ríkra landa. í þeirri stefnu sé fólgin veruleg pólitík. TIL UMHUGSUNAR FYRIR ALÞÝDU- BANDALAGSMENN jj Þegar sagnritarar taka að skrifa sögu eftirstríðsáranna í Evrópu mun þeim vafalaust verða tíðrætt um þá reynslu, sem Evrópuþjóðirnar urðu fyrir í heimsstyrjöldinni síðari og þann lærdóm, sem þær hafa síðan dregið af henni. Varla fer milli mála að niðurstaða þeirra hafi orðið sú, að samstaða og samvinna væri af- farasælli en styrjaldarátök og bræðravíg. En þótt þessi stefna hafi notið mikils fylgis og verið að veru- legu leyti ríkjandi, einkanlega seinni árín, hefur hún alla tið átt við mikinn mótbyr að striða. Þetta hefur þó farið nokkuð eftir málaflokkum. Afstaða kristilegra demókrata og kommúnista Sjálfsagt fer ekki milli mála, að Kristilegir demókratar í Vestur- Þýzkalandi hafa verið fremstir í fylk- ingu þeirra afla, sem barizt hafa gegn þíðu þeirri í öryggismálum Vestur- og Austur-Evrópu, sem tók að brydda á nokkru eftir stríð og hefur síðan náð fram að ganga. Stríðshótanir þeirra og skyldra afturhaldsafla í öðrum löndum gátu þó ekki komið í veg fyrir, að almenningur vestan og austan járntjalds tækist í hendur og þeirri ógnvænlegu styrjaldarspennu linnti, sem svo lengi hafði hrjáð þjóð- irnar í vestri og austri á valdatímum John Foster DuIIes í Bandaríkjunum og Franz Josef Strauss í Vestur- Þýzkalandi. Kommúnistafiokkarnir í Frakklandi og á Ítalíu voru ekki and- vígir þíðunni, en þeir voru gjörsam- lega mótsnúnir þeirri samstöðu og samvinnu Vestur-Evrópuþjóðanna, sem var ein aðalforsenda hennar vestan megin frá. Einkum og sér í lagi beindist þó andstaða þeirra gegn Kjallarinn SiguröurL Guðmundsson Evrópuþjóðanna, bæði vestanmegin út af fyrir sig og einnig milli Vestur- og Austur-Evrópuþjóðanna, voru jafnaöarmannaflokkarnir og verka- lýðssamtökin i Vestur-Evrópu, ásamt ýmsum merkum stjórnmálamönnum úr borgarafiokkunum þar og raunar sumum flokkum þeirra einnig. En þessi öfl máttu heyja harða baráttu fyrir framgangi stefnu sinnar við hin andevrópsku öfl afturhaldsseggjanna hægra megin og kommúnista og ýmissa smáflokka vinstra megin. Þótt Sósíalistaflokkurinn/Alþýöu- bandalagið hafi ekki verið andvígt þíðunni i öryggismálunum sem slíkri, hefur flokkurinn alla tið verið gjör- samlega andsnúinn þeirri samstöðu i öryggismálunum, sem var ein aðal- forsenda þiðunnar vestanmegin frá og bæði hann og Þjóðviljinn ætíð fullir andúðar og óvildar i garð vestur-evrópskrar samvinnu á ^ „í engum íslenzkum stjórnmálaflokki er einangrunarstefnan jafn mögnuð og í Alþýðubandalaginu.” samvinnu þeirra í öryggismálum en einnig gegn samstarfi þeirra í viðskipta- og efnahagsmálum. í þessu efni höfðu hin kommúnísku öfi á íslandi í mynd Sósialista- fiokks/AIþýðubandalags sömu afstöðu að þessu leytinu tU. Mestu einangrunar- sinnar á íslandi Fremstir í fylkingu þeirra afia, sem börðust fyrir þíðunni í öryggismálum Evrópu og aukinni samvinnu mörgum öðrum sviðum, t.d. í efna- hags- og viðskiptamálum. Þannig höfðu íslenzkir kommúnistar sömu andevrópsku afstöðuna I þessum mikilvægu málum og kommúnista- flokkarnir á meginlandinu og þar með gjörsamlega andsnúnir þeirri lífsnauösynlegu samstöðu- og sam- vinnustefnu í málefnum Vestur- Evrópubúa, sem jafnaðarmanna- flokkarnir og launþegasamtökin á meginlandinu hafa barizt og berjast enn fyrir. Svo rík hefur þessi and- staða og andúð Sósialistaflokks- ins/Alþýðubandalagsins/Þjóðviljans/ verið, að hiklaust má staðhæfa, að í engum islenzkum stjórnmálafiokki hafi verið eða sé einangrunarstefnan jafn mögnuð og I Alþýðubandalag- inu. Fengi flokkurinn að ráöa væri ísland sem mest úr tengslum viö önnur Vestur-Evrópulönd i efnahags- viðskipta- og öryggismálum, að öðrum málaflokkum ótöldum. Þannig byggi þaö þá við meiri einangrun gagnvart öðrum löndum Vestur-Evrópu en þau hin. Hvorum megin vill Alþýflubanda- lagrfl standa? Það er að sjálfsögðu mikilvægt að alþýðubandalagsmenn ihugi rækilega þessar staðreyndir og geri sér ljósar bæði orsakir þeirra og afleiðingar. Alþýðubandalagið þarf að hverfa sem allra fyrst frá þeirri kommúnisku einangrunarstefnu, sem mótuö var á sínum tíma af þeim Brynjólfi og Einari með ötulum stuðningi Magnúsar Kjartanssonar og það situr uppi með. Það þarf að taka upp já- kvæða stefnu til þeirrar samstöðu og samvinnu Vestur-Evrópuþjóðanna innbyrðis og gagnvart Austur- Evrópurikjunum, sem jafnaðar- mannaflokkarnir og launþegasam- tökin i Vestur-Evrópu hafa barizt fyrir og hefur náð fram að ganga i stað þess að vera i þeim nöldursama andstöðuhópi kommúnistaflokka og kristilegra demókrata vestantjalds, sem reynt hafa að spyrna við fótum og sundra samvinnu Evrópuþjóð- anna. Afstaða þess og Þjóðviljans á þessu sviði sker úr um það, hvort flokkurinn vill íraun gerast lýðræöis- sinnaður sósialistafiokkur eða fram- fylgja áfram sinni gömlu kommún- ísku pólitik. Sigurður E. Guðmundsson framkvæmdastjóri. Hagkvæmni og atvinnugreinar Að draga um barkann á Búkollu og breyta Sörla í trippagúllas á fegurð þess og mikilfengleik og náttúru allrar. Skoða grös og jurtir, fylgjast með sauðburði, gefa gaum að komu farfugla og brottför. Þeir steikja ekki vorboðann ljúfa á grill- teini gróðahyggjunnar. Þeir steypa ekki alla í sama form álvers og járnblendimóta. Krefjast ekki afkvæmafjölda kanínunnar af blómarósinni. Færa ekki fjötra hjónabandsins á piparsveininn, né leiða hann á höggstokk. Varpa ekki öldruðum jómfrúm og óbyrjum í Drekkingarhyl. Áskilja þeim rétt til einlífis, jafnframt því sem þeir viður- kenna að fjöldi í þeirra hópi fegrar mannh'f samtíðar og skilur eftir varan leg spor í vitund og veröld, þótt afkomendur fylli ekki ættarskrár framtíðar. Átti Sókrates son? Ó1 Þor- björg Sveinsdóttir, ljósmóðir, dóttur? Varð séra Friðrik afi eða Ingibjörg, kona Jóns Sigurðssonar, amma? Orflifl hrœddir vifl bolann íTungu? Þótt ungir lærdómsmenn kunni Litlu gulu hænuna og dæmisögur Esóps utanbókar finni hveitifræ og geti hvenær sem er þulið ártöl, og kreditsaldó eiga þeir ekki að ofmetnast né telja sig stjórnvitringa. Sagnfræðingurinn frá Manchester og sálufélagar hans vilja hvolfa úr bændum að loknu dagsverki, líkt og sparibauk. Spyrja ekki hvort þeir skilji eftir sig sviðinn svörð eða gróna jörð. Velframgenginn bílasali eða blaðakóngur er þeim þjóðnýtari en veðurbarinn bóndi á víðlendum afrétti. Dagblaðsupplag eða vikurits virkari sönnun um hagnýti en lagð- prúð hjörð á beit. Búsmalanum sveiað. Atkvæðasmalanum klappað lof í lófa. Raunvaxtafóturinn í Spari- sjóðnum Dingaling áhugaverðari en fé á fæti og safn í rétt. Stundum verður manni á að spyrja hvort þessir piltar hafi i æsku orðið svo hræddir við bolann í Tungu að þeir bíði þess ekki bætur og miði afstöðu sina til landbúnaðar við þann ótta. Eða hvort Vaskur á Bakka hafi hlaupið í veg fyrir bílinn. Þá kemur í hugann saga af fram- bjóðanda úr Reykjavík er ók um • „Er raunvaxtafóturinn í sparisjóönum Dingaling áhugaverdari en fé á fæti og safn í rétt?” sveitaveg á Snæfellsnesi í kjósenda- leit. Honum vildi það óhapp til að aka yfir hund er elti bifreið hans. Drengskaparmaður er hann var nam hann staðar, gekk heim á bæinn og játaði brot sitt og bauðst til að bæta bónda tjón það er hann hafði valdið. Bóndi svaraði: Þetta var verst fyrir sjálfan þig. Þetta var eini fylgjandi þinn hér á nesinu. Hrista af sór óværuna í örvæntingu sinni og undanláts- semi við óvægna stráka er telja skýrsluvélar æðri mannlífi verður foringjum bænda hugsað til stríðs- gróöa, braggasmíði, Bretavinnu og, fiugvallargerðar. J Sæmra væri bændum að taka sér til fyrirmyndar Sigurð sýr, þann er Snorri greinir frá i Heimskringlu: Hann hafði marga menn, sumir skáru korn, sumir bundu, sumir hlóöu i hjálma eða hlöður. Svo er sagt frá lundemi Sigurðar konungs að hann var sýslumaður mikill og búnaðarmaður um fé sitt og bú og réð sjálfur búnaði; engi var hann skartsmaður og heldur fámál- ugur. Hann var allra manna vitrastur þeirra þá voru I Noregi. fslenzkir bændur hljóta að skipa málum sinum þannig að þeir geti áfram staðið traustan vörð i dreifð- um byggðum landsins. Þeir, ásamt framsæknum verkalýð til sjávar, fiskimönnum á hafi úti og fardrengj- um góðum, eru hinir raunverulegu landvarmenn fslands. Bændur og búalið hafa þraukað áþján, nauðir, Svartadauða. Skyldi þeim nokkur vorkunn að hrista af sér óværuna þótt flibba- strákar úr bankahólfum og skýrslu- vélasamstæðum þembi gúlann. Pétur Pétursson þulur

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.