Dagblaðið - 01.08.1979, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 01.08.1979, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1979 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1979. aEmaa! Sigurður bætti lðáragamalt met Valbjamar ístangarstökki Sigurður T. Sigurðsson bætti í gærkvöldi 18 ára gamalt íslandsmet Valbjarnar Þorlákssonar í stangarstökki er hann stökk 4,51 metra á innan- félagsmóti Ármanns. Met Valbjarnar sem var 4,50 metrar hefur staðið óhaggað um árabil þrátt fyrir margar og harðar atlögur að því. Sigurður hefur verið mjög nærri því að fara yfir 4,50 metra á mótum að undanförnu og aðeins viizi tímaspursmál hvenær hann setti met. Sigurður hefur lengst af getið sér mjög gott orð sem afburða fimleikamaður en honum er greinilega fleira til lista lagt en það. Stórtap Standard Standard Liege steinlá í gærkvöld fyrir Kaisers- lautern í æfingaleik, sem fram fór i Þýzkalandi. Kaiscrslautern vann 7-0 eftir að hafa leitt 2-0 í hálf- leik. Þá vann FC Brtigge Borussia Dortmund 2-1 í æfingaleik cinnig i gærkvöld. Útimótíkörfu- knattleik f næstamánuði Körfuknattleikssambandið gengst í ár fyrir útimóti í körfuknattleik. Mótið verður haldið í Njarðvík 17.—19. ágúst nk. UMFN hefur tekið að sér fram- kvæmd mótsins fyrir sambandið. Útimótið er nýjung í starfi KKÍ. Með því'að hefja keppni í körfubolta utanhúss viljum við fyrst og' fremst leggja áherzlu á að hann er íþrótt sem auðvelt er að stunda allt árið um kring. Mörg af beztu körfuknattleiksliðum okkar taka sér sífellt styttri sumarfrí. Keppnin í úrvalsdeild er hörð og á miklu ríður að liðin séu í fullri þjálfun frá upphafi keppnistímabils. Einstök félög eru jafnvel farin að leita eftir þátt- töku í mótum utan landsteinanna á haustin til að vanda enn betur undirbúninginn. Þátttaka í útimóti á þessum tíma getur því von- andi orðið liður í undirbúningi félagsliðanna fyrir veturinn. Tilkynningum um þátttöku óskast skilað tii Gunn- ars Þorvarðssonar, Holtsgötu 27, Ytri-Njarðvik, sími 92-3073, eða skrifstofu KKÍ, íþróttamiðstöð- inni í Laugardal. „LOK, L0K OG LÆS 0G ALLT í STÁLT og keppnisboltinn náðist ekki úr farangursgeymslunni fyrir leik Víðis og Ármanns Keppnin í þriðju deildinni heldur sínu striki að vanda og um helgina voru leiknir 16 leikir í riðlunum 6. Nokkuð óvænt úrslit urðu sums staðar og einkum í E-riðli þar sem Reynir lagði Völsung og hleypir það mikilli spennu í þann riðil, en hér byrjar hringferðin. A-riðill Grótta - ÍK 4-1 (4-0). Þetta var ágætur sigur hjá Gróttu, sem tók leikinn strax í sínar hendur. IK virkaði slakt að þessu sinni og voru þeir í markmannshallæri auk þess, sem Sigurður Jónsson lék ekki með liðinu. Öll mörk Gróttu komu á um 15 mín. kafla í fyrri hálf- leik. Blaðasnápurinn á Þjóðviljanum, Ingólfur Hannesson, var í banastuði og skoraði þrennu og lék á als oddi. Hann skoraði fyrstu þrjú mörk Gróttu. Tvö með góðum skotum eftir stungusend- ingar og eitt með mjög fallegu banana- skoti yfir markvörðinn. Gísli Gíslason skoraði þó fallegasta mark leiksins er hann negldi knöttinn í netmöskvana af um 20 metra færi með miklum þrumu- fleyg. Eina mark ÍK skoraði Ólafur Pedersen í stðari hálfleik. Vfðir - Ármann 0-3 (0-2). „Lok, lok og læs og allt I stáli,” tautaði einhver á meðan þjálfari Víðis bjástraði án ár- angurs við farangursgeymslu bifreiðar- innar þar sem keppnisknettirnir voru geymdir, sem átti að nota í leik Víðis og Ármanns á föstudagskvöldið. En þrátt fyrir margar hjálpfúsar hendur og nær- tæk verkfæri og svo snjallar hugmynd- ir að lásameistarinn sjálfur Houdini hefði fallið í skuggann, bifaðist lokið Fylkir lagði Austra í gær Fylkir vann Austra 2-0 í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu i gær- kvöldi og stöðvaði þar með sigurgöngu þeirra Austramanna, sem staðið hafi 3 leiki í röð. Ekkert mark var skorað i fyrri hálfleiknum en strax í upphafi þess síðari — á 47. mínútu — skoraði Hörður Antonsson beint úr horn- spyrnu. Við þetta var eins og mesti vindurinn væri úr þeim Austramönn- um og Hilmar Sighvatsson bætti öðru marki við á 58. mínútu og þar við sat þar til í leikslok. Fylkir á því enn örlitla möguleika á að vinna sér sæti í 1. deildinni en varla eru það raunhæfir þannig núna: FH Breiðablik Fylkir Þróttur Selfoss Þór ísafjörður Austri Reynir Magni Markahæstu menn: mörk Sigurður Grétarsson, Breiðabliki 10 Hilmar Sighvatsson, Fylki 9 Andrés Kristjánsson, ísafirði 8 Pálmi Jónsson, FH 7 Sumarliði Guðbjartsson, Selfossi 7 Guðmundur Skarphéðinsson, Þór 7 Staðan í deildinni er 12 9 2 1 33- -12 20 12 8 2 2 26- -8 18 13 7 2 4 25- -15 16 11 5 2 4 9- -10 12 12 4 3 5 16- 13 11 12 5 1 6 14- -16 11 11 3 4 4 17- 21 10 13 3 3 7 11- -22 9 12 2 4 6 8- -23 8 12 2 1 9 11- 31 5 Síðasta ár Péturs Pétur Böðvarsson, sem leikur með Hugin í knattspyrnunni i Austfjarðariðlinum, hefur ákveðið að hætta knattspyrnu- iðkun eftir sumarið en hann er nú 31 árs gamall. Pétur lék áður með ÍR í körfunni og hann hefur svo sannarlega verið þeim á Seyðisfirði betri en enginn og skorað 9 mörk fyrir þá í riðlin- um. ekki. Leikurinn gat því ekki hafizt fyrr en hálfri klukkustund eftir auglýstan leiktíma með gömlum bolta en ágætum þó. Ármenningnum Smára Jósafats- syni fannsta.m.k. svo. Eftir aðeins 4 mínútur var hann orðinn dús við knöttinn og skoraði mjög fallegt mark með þrumufleyg frá vinstri á ská yfir markvörð Víðis, Helga Bjarnason, i hornið fjær. Smári sem er mjög sterkbyggður, fljótur og leikinn bætti öðru marki við fýrir hálfleik. Varnarmaður Víðis var að lóna með knöttinn en missti hann síðan í návígi og tók það til bragðs að bregða mótherjanum. Úr aukaspyrn- unni fékk Smári knöttinn beint á koll- inn og sendi knöttinn i netið svipað og áður, yfir markvörðinn, 2-0. Jón Hermannsson gulltryggði síðan sigur Ármanns i riðlinum með óvenjulega fallegu marki úr auka- spyrnu af 30 metra færi. Hann skaut þá „skrúfubolta” framhjá varnarmönn- um Víðis í eina hluta marksins, sem var ekki gætt. „Svona á að taka auka- spyrnur, drengir,” getur hann sagt hróðugur við lærisveina sína í 2. deildarliði Breiðabliks. ,,Ég kenndi honum þetta,” gæti Bodgan þjálfari Ármanns sagt á móti. Farangursgeymslan, sem getið var í upphafi, og mark Ármanns áttu það sameiginlegt að vera harðlæst. Ýmist varði Erlendur Hermannsson af snilld eða þá að boltinn small í marksúlunum eða þverslánni. Viðir sótti öllu meira í fyrri hálfleiknum en í síðari hálfleikn- um hafði Ármann tögl og hagldir og ekki stóð steinn yfir steini hjá Víði. Nokkur harka færðist í leikinn í lokin og var þá einum úr hvoru liði vísað af leikvelli auk þess sem margir fengu að líta gula spjaldið, en Helgi Kristjánsson hafði góð tök á leiknum. Njarðvfk — Stjarnan 0-0. Allt fór frið- samlega fram í leik UMFN og Stjörn- unnar i Njarðvík á föstudag — svo friðsamlega að hvorugu liðinu tókst að skora mark. Njarðvikingar voru áhugalausir enda möguleikar þeirra á sigri í riðlinum engir. Leikmenn Stjörn- unnar voru mun sprækari þrátt fyrir að geta ekki sigrað. Bæði liðin fengu all- góð færi en fyrir fádæma klaufaskap og óheppni tókst þeim ekki að skora. Stundum fékk fósturjörðin illilega að kenna á tánni á fótboltaskónum. Armann Grindavík Njarðvík Grótta Víðir Stjarnan ÍK 8 1 6 1 8 0 1 - emm 0 18-4 16 13-12 11 10- 8 9 16-11 11- 13 8-9 7-26 B-riðill Katla - Óðinn 3-4 (2-2). Þetta var hörkuskemmtilegur leikur og sigur- markið kom ekki fyrr en tveimur mín- útum fyrir leikslok. Enginn dómari mætti til leiks þarna þrátt fyrir að Óðinsmenn hefðu ítrekað fyrirspurnir til KSÍ um dómara og boðizt til að taka hann með sér austur í rútunni ef svo bæri undir. Það var kurteislega af- þakkað og síðan mætti náttúrlega eng- inn dómari svo að einn heimamanna dæmdi leikinn og fó.st það vel úr hendi eftir atvikum. Heimamenn náðu for- ystunni tvívegis í leiknum, komust i 1-0 og síðan 3-2 en Óðinsmenn lögðu ekki árar í bát og tókst að sigra. Mörk Kötlu skoruðu Birgir Einarsson, Skúli Guð- mundsson og Salvar Júlíusson. Fyrir Óðin skoraði Konráð Árnason þrennu og var í banastuði og Pétur Óskars- son bætti fjórða markinu við. Hekla — Afturelding 0-6 (0-2) Þetta var nokkuð jafn leikur framan af en síðan fór úthaldsleysi að gera vart við sig í herbúðum Heklumanna og Aftur- elding gekk á lagið. í síðari hálfleik var nánast um einstefnu að marki Heklu að ræða og þá bættu gestirnir við fjórum mörkum. Fyrir Aftureldingu skoraði þjálfarinn, Halldór Björnsson, 2 mörk, Stefán Hreiðarsson einnig tvö mörk og þeir Diðrik Ásgeirsson og Þorvaldur Hreinsson eitt hvor. Leiknir — Léttir 6-0 (2-0). Leiknismenn þurftu ekki ýkja mikið að hafa fyrir þessum sigri sínum. í fyrri hálfleik veittu þó Léttismenn nokkuð harða mótspyrnu og voru þá leikmenn Leikn- is nokkuð heppnir að skora tvívegis. Eftir það var hins vegar engin spurning um sigurvegara og mörkin urðu 6 áður en yfir lauk. Fyrir Leikni skoruðu þeir Jóhannes Sigursveinsson 2, Þorsteinn Ögmundsson, Hilmar Helgason, Björn Sigurbjörnsson og Ragnar Ingólfsson eitt hver. Staðan í riðlinum er nú þessi: Afturelding 8 8 0 0 40-6 16 Leiknir 8 5 1 2 29-12 11 Óðinn 7 5 11 19-13 11 Léttir 8 2 2 4 14-18 6 Hekla 8 1 3 4 14-25 5 Katla 8 116 14-27 3 Þór, Þorl. 7 10 6 10-39 2 - SSv. C-riðill Skallagrlmur — Bolungarvfk 4-2 (3-0). Þetta var góður sigur hjá Borgnesing- um og eftir þennan leik stefnir augljós- lega í úrslitaleik á milli Skallagríms og Víkings. Bolungarvíkurpiltarnir voru hálfvankaðir eftir flugið fyrsta hálftím- ann og það gerði útslagið því Skalla- grímur skoraði þrívegis á fyrstu 20 mín. leiksins. f síðari hálfleiknum var viður- eignin mun jafnari og þá náðu Bolvík- ingar aðeins að laga stöðuna hjá sér. Fyrir Borgnesinga skoraði Garðar Jónsson tvö mörk og bróðir hans, Gunnar, eitt og Omar Sigurðsson bætti fjórða markinu við. Þórður Ólafsson og Ólafur Helgi Guðmundsson svör- uðu fyrir gestina. Að sögn beggja aðila var dómgæzlan í þessum leik með því allra bezta, sem sézt hefur í Borgarnesi og er það rós í hnappágat dómaranna, sem gjarnan verða fyrir ómaklegumi árásum. VBcingur — Snæfell. Snæfell gaf. Eftir því sem við komumst næst munu Snæfellsmenn ekki hafa getað skrapað saman í lið og því orðið að gefa leikinn. Þeir fóru fram á frestun við Víkingana en var bent á að KSÍ réði öllu slíku. Ekkert varð því af þessum leik og auð- fengin stig til Víkings. Skallagrfmur — Snæfell 3-0. Þessi leikur fór fram á föstudag í fyrri viku en hafði áður verið frestað. Skallagrím- ur vann öruggan sigur með mörkum Gunnars Jónssonar (2) og Ævars Rafnssonar. Staðan í riðlinum er nú þessi: Víkingur 7 6 0 1 19-6 12 Skallagrímur 6 4 1 1 21-11 9 Stefnir 6 2 13 12-19 5 Bolungarvík 7 2 0 5 8-17 4 Snæfetl 6 10 5 4-11 2 - SSv. D-riðill Svarfdælir - Tindastóll 04 (0-2). Þetta var sannfærandi sigur Tindastóls og þeir Ómar Bragi Stefánsson, Óskar Björnsson, Helgi Indriðason og Sigur- jón Magnússon skoruðu mörk Tinda- stóls, sem er nú nær öruggur sigurveg- ari i riðlinum. KS — Leiftur frestafl. Höfðstrendingar — KS 1-6 (04). Þessi leikur fór fram í síðustu vik’u og var sigur KS aldrei í hættu. Friðfinnur Hauksson skoraði tvö markanna, Hörður Júlíusson eitt, Jakob Kárason eitt, Björn Sveinsson eitt og Sigurjón Eliasson eitt. Fyrir Höfðstrendinga liðunum erfiðir í þessum riðli. Fyrir skömmu unnu þeir Árroðann, 2-l, og nú lögðu þeir Völsung í leik sem var galopinn i báða enda og gat farið á hvorn veginn sem var. Það má e.t.v. segja að þetta hafi verið leikur hinna glötuðu tækifæra þar sem bæði liðin fengu kjörin tækifæri til að skora án þess að geta nýtt sér það. Jón Eyjólfs- son skoraði eina mark fyrri hálfleiksins en um miðjan síðari hálfleikinn tókst Völsungum að jafna metin með marki Sigurkarls Aðalsteinssonar. Reynismenn voru ekki á þeim buxun- um að gefa eitt eða neitt og strax í næstu sókn skoruðu þeir aftur. Var þar á ferðinni Ragnar Jóhannesson. Eftir markið fengu bæði liðin góð mark- tækifæri sem ekki nýttust og við þenn- an sigur galopnaðist riðillinn á nýjan leik. Völsungur hafði öll tromp í hendi sér en nú snýst allt um leik Árroðans og Völsungs, sem er síðasti leikur þessa riðils. Dagsbrún — HSÞ 0-2 (0-0). Dagsbrún- armenn gera það ekki endasleppt við mark andstæðinganna og þeim hefir gengið afleitlega að skora mörk í sum- ar. Óheppnin elti þá á röndum í þessum leik og HSÞ þakkaði fyrir og hirti bæði stigin. Jónas Þór Hallgrímsson og Börkur Bóasson skoruðu mörk HSÞ. Staðan í riðlinum er nú þessi: Völsungur 6 4 1 1 24-6 9 Árroðinn 6 3 2 1 12-3 8 HSÞ 7 4 0 3 10-16 8 Reynir 7 2 14 9-17 5 Dagsbrún 6 0 2 4 2-15 2 Markahæstu menn eru: Magnús Hreiðarsson, Völsungi, 8 mörk, Jónas Þór Hallgrímsson, HSÞ, 7, Örn Tryggvason, Árroðinn, 6. - Sl.A. F-riðill Huginn — Hrafnkell 2-2 (2-1). Huginn átti mun meira í þessum leik en heppnin var ekki með þeim að þessu sinni og Hrafnkelsmenn fóru heim með annað stigið. Fyrra mark Hugins var skorað af Pétri Böðvarssyni, sem þama skoraði sitt 9. mark í sumar. Siðara markið var sjálfsmark. Fyrir lok fyrri hálfleiksins skoraði Svavar Ævarsson mark fyrir Hrafnkel og í síðari hálf- leiknum tókst Hrafnkeli að jafna metin er Sigurður Elísson skoraði gott mark. Huginn átti þó miklu meira í leiknum og þeir áttu sigur skilinn en tókst ekki að knýja hann fram. Huginn hefur náð upp góðu liði undir stjórn Sigurðar Þorsteinssonar. Leiknir — Sindri 1-0 (0-0). Þetta var langbezti leikur Leiknis í allt sumar og leikmenn Sindra náðu sér aldrei al- mennilega á strik og þeir áttu aðeins eitt skot á markið allan leikinn. Þegar um 70 mínútur voru liðnar af leiknum tókst Ólafi Ólafssyni að skora sigur- mark Leiknis eftir gór adingu frá Kjartani Rafnssyni, sen, I se hæft sig í sendingum á Ólaf. Baluvin Rafns- son, bróðir Kjartans, splundraði vörn Sindra einum fjórum sinnum og komst einn í gegn en tókst aldrei að skora og hefði Leiknir getað unnið mun stærri sigur. Valur — Sindri 1-2 (0-2). Valsmenn halda áfram að velgja hinum liðum riðilsins undir uggum á heimavelli sínum og í þetta sinnið komust Sindra- menn í krappan dans. Þeir bræður Ómar og Ragnar Bogasynir í Sindra skoruðu mörk liðs síns en Hreinn Ólafsson svaraði fyrir Val í síðari hálf- skoraði Sigurður Sveinsson. Staðan i Einherji 8 6 11 16-4 13 riðlinum er nu þannig: yuginn Hrafnkell 10 4 4 2 24-13 12 Tindastoll 6 6 0 0 23-6 12 7 5 11 21-8 11 Svarfdælir 6 3 0 5 14-15 6 Leiknir 10 4 2 4 20-12 10 KS 4 2 11 13-5 5 Sindri 9 3 3 3 8-8 9 Leiftur 6 114 9-6 3 Súlan 8 12 5 4-16 4 Höfðstrend. 6105 4-31 2 - ÞÁ Valur 8 0 17 9-41 1 Markahæstu menn: E-riðill ÓlafurÓlafsson, Leikni 12 mörk Pétur Böðvarsson, Hugin 9 Reynir — Völsungur 2-1 (1-0). Reynis- Svavar Ævarsson, Hrafnkeli 9 menn hafa svo sannarlega reynzt topp- - VS Valbjörn Þorláksson stefnir að þriflja heimsmeistaratitilinum í kvöld á HM öldunga í Hannover^ Hræðsla hjá Evrópuþjóðum —við að missa alla sína beztu knatt- spymumenn til Bandaríkjanna þar sem peningamir flæða út um allt Eins og lesendur íþróttasíðunnar hafa vafalítið tekið eftir höfum við nokkrum sinnum á undanförnum vik- um fjallað lítillega um knattspyrnuna í Bandaríkjunumþar sem hún á geysilega vaxandi fylgi afl fagna. Nú er hins vegar svo komið, að Bandarikin, sem eitt sinn var hlegið afl i knattspyrnu- heiminum, eru farin að heilla fleiri en uppgjafa knattspyrnustjörnur frá Evrópu. Nú eru það allir beztu leik- menn meginlandsins sem líta þetta gósenland hýru auga og viðbrögð knattspyrnusambanda Evrópu hafa einkennzt af þvi að þau hafa engan veg- inn gert sér grein fyrir hinni geysiöru þróun sem hefur orðið í Bandaríkjun- um — einkum og sér í lagi sl. 2—3 ár. Fyrir stuttu settu hollenzk knatt- spyrnuyfirvöld höft á útflutning þar- lendra leikmanna til Bandaríkjanna eftir að hafa séð bæði Johann Cruyff og Johann Neeskens fara yfir Atlants- hafið. Hvorugur þeirra kom þó frá hol- lenzku félagsliði heldur fóru þeir báðir frá Barcelona — Cruyff eftir árs hlé frá knattspyrnu. Þeir eru báðir hollenzkir að uppruna og þarlendum knattspyrnu- yfirvöldum sárnaði að geta ekki lokkað þá til síns heimalands á ný. Nú er hol- lenzkum knattspyrnumönnum bannað að fara yfir sumartímann til Banda- ríkjanna og lánstími leikmanna má aðeins vera eitt ár. Þetta hefur enn ekki tekið gildi en mun gera það frá og með næstu áramótum. V-Þjóðverjar hafa séð á eftir Franz Beckenbauer — keisaranum — til Bandaríkjanna ásamt Gerd Muller, en þessir tveir leikmenn voru einhverjir þeir vinsælustu í sínu heimalandi áður en þeir fóru til USA, jafnvel þótt báðir tveir væru við efri mörk knattspyrnu- ferils síns. Þjóðverjar hafa einnig sett sínar reglur í þessu sambandi og nýlega var ákveðið að leikmaður, sem færi til Bandaríkjanna gæti ekki snúið aftur til þýzks félagsliðs fyrr en 1. júlí árið eftir. Að sögn formanns DFB (Þýzka knatt- spyrnusambandsins) er þetta gert til þess að koma i veg fyrir það að leik- menn freistist til að fara til Bandaríkj- anna yfir sumartímann. „Keppnistíma- bilið í Bandaríkjunum er frá marz þar til í september og rekst þar með á við okkar keppnistímabil og við verðum að gera einhverjar ráðstafanir.” Englendingar eru alveg á nálum þess- ar vikurnar og er svo komið að ensku féiögin óttast að þau bandarísku vilji ekki aðeins fá menn lánaða yfir sumar- tímann heldur kaupa þá til langframa Upphaflega voru aðeins minni spá- menn sem fóru yfir hafið en nú gerist það í æ ríkara mæli að toppstjörnur vilja fara til Bandaríkjanna. Margir sérfræðingar vilja halda því fram, að áhrif bandarískrar knatt- spyrnu á þá brezku muni verða varan- leg en aðrir eru þeir sem vilja halda að bandaríska knattspyrnan detti alveg upp fyrir og drepist endanlega. Það er harla ólíklegt, en næstu 10 ár ættu að skera úr um lífdaga hennar. Heimsmeistaramót öldunga í Hannover: „Kominn fiðringur í fararstjórann” —segir Valbjöm Þoriáksson, sem stef nir að þriðja heimsmeistaratitlinum ídag „Þetta gekk ágætlega hjá mér. Eg sigraði örugglega í mínum riðli á 15,38 sekúndum og ég vonast til að sigra í úrslitakeppninni á morgun þannig að ég nái í þrjú gullverðlaun,” sagði Val- björn Þorláksson í samtali við Dag- blaðið í gærkvöldi að lokinni undan- keppninni í 110 metra grindahlaupi í heimsmeistarakeppni öldunga í frjálsum íþróttum sem fram fer þessa dagana í Hannover í V-Þýzkalandi. Valbjörn hefur þegar sigrað í stangar- stökki og fimmtarþraut. Valbjörn var með bezta tímann í undanrásunum í gær og sagði hann að ef ekkert óvænt kæmi fyrir ætti hann að sigra. Valbjörn hefur átt við smá- vægileg meiðsli að stríða í læri og sagðist hann ekki hafa getað beitt sér að fullu í fimmtarþrautinni af þeim sökum. Engu að síður bætti hann heimsmetið í sínum aldursflokki (45— 50 ára) um 1152 stig og hlaut 3813 stig. Rétt er að geta þess, að stigagjöfin í öldungakeppninni er dálitið frábrugðin hinni hefðbundnu stigagjöf. „Það er virkilega fín stemmning hérna og þetta mót er ákaflega vel skipulagt og gefur ólympíuleikum ekkert eftir,” sagði Valbjörn. Gífurlegur fjöldi kepp- enda er á mótinu og koma þeir frá 41 landi. Sagði Valbjörn, að keppendur frá Norðurlöndum væru einkum mjög fjölmennir og áhugi á öldungakeppni mjög vaxandi þar. Dagana 15,—16. ágúst verður haldið Norðurlandamót öldunga í Finnlandi og sagðist Val- björn gjarna vilja komast á það mót þó allt væri það enn óráðið. Valbjörn sagði, að íslendingar mættu gjarna einbeita sér meira að öldungakeppninni því það væri virki- lega góð landkynning ef vel tækist til. Væri ekki síður ástæða til að senda keppendur utan i slík öldungamót en að senda yngri mennina, sem sjaldan næðu verðlaunasætum. Þess má geta að fararstjóri Valbjörns er Úlfar Teitsson,einn sterkasti lang- stökkvari íslendinga hér á árum áður, og sagði Valbjörn að það væri kominn mikill fiðringur í hann og áhugi á að keppa en gallinn væri sá, að hann hefði ekki enn náð aldursmörkunum, sem eru fjörutíu ár. Þess má geta, að Guðmundur Hermannsson á enn heimsmetið í kúlu- varpi i aldursflokki 40—45 ára. -GAJ- Birgir var hetja FH-inga í gær - þegar Framarar gerðu jaf ntef li við gest- gjafana, 23-23, á útimótinu í Firðinum FH-ingar lentu heldur betur í kröpp- um dansi á útimótinu i handknattleik i gærkvöld er þeir mættu Frömurum á Lækjarskólaplaninu. Fyrir leikinn var það vist að FH nægði jafntefli til að komast í úrslit og það tókst þeim en þó hékk það á bláþræði. Þegar tvær mínútur voru til leiksloka var staðan 23-23 og FH hafði boltann. Þeir misstu hann fljótlega og Framarar hófu sókn og höfðu boltann þegar flautað var til leiksloka án þess nokkurn tíma að hafa komizt nærri því að skora þennan tíma. FH-ingar hrósuðu því happi í lokin og mæta Haukum í úr- slitaleik mótsins, sem fram fer annað kvöld, en í kvöld fer fram úrslitaleikur- inn í kvennaflokki. Framarar byrjuðu leikinn vel í gær og komust í 7-4 en FH sneri taflinu við og komst í 8-7 og síðan 14-11 í hálfleik. í upphafi síðari hálfleiks komst FH svo í 16-11 og allt stefndi i öruggan sigur þeirra, en hinir ungu Framarar börðust eins og ljón vitandi það að sigur myndi fleyta þeim í úrslitin. Þegar 13 mínútur voru eftir af leiknum tókst Atla Hilmarssyni að jafna metin með fallegu marki og lokakaflann var allt i járnum. Sverrir Kristinsson var um þetta leyti útilokaður frá leiknum fyrir kjafthátt við dómara og Birgir Finnbogason, sem hafði varið markið í fyrri hálfleik af prýði, kom inn á að nýju og FH- ingar geta þakkað honum öðrum fremur fyrir að hafa hangið í jafn- teflinu. Bæði liðin léku oft á tiðum skemmtilegasta handknattleik — einkum og sér í lagi FH-ingar. Fyrr um kvöldið léku Valur og Ármann og sigruðu Valsmenn nokkuð naumt þar, eða 27-23 eftir að hafa leitt 12-9 í hálfleik. Að þeim leik loknum léku Vikingar og Stjarnan og þar varð stórsigur Víkinga staðreynd, 39-21 eftir að staðan i leikhléi hafði verið 18-11. Hvorugur þessara leikja skipti neinu máli upp á úrslit mótsins að gera, en Valsmenn léku með löglegt lið í gær eftir að hafa mætt með tvo ólöglega leikmenn í fyrri viku. „Ho, ho, ho hér kem ég,” sagði tröllskessan og hló eða „Hver ekur eins og Ijón með aðra hönd á stýri.” eða jafnvel Sláttumaðurinn slyngi, gæti átt við þessa skemmtilegu mynd af Atla Eðvaldssyni þar sem hann er að slá grasvöllinn 1 Laugardalnum. DB-myndS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.