Dagblaðið - 01.08.1979, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 01.08.1979, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1979. M - SSWJSsáSaWö*;-ív% :V qWKSía^* Og þó. Hvorki meira né minna en tuttugu manns koma við sögu á plötunni, sem kemur á mark- BJAKKIEINN Á FERÐ ÁSGEIR TÓMASSON Nýhljómplata, EINNÁ FERÐ, ervæntanlegmeð Bjarka Tryggvasyni America—SilentLetter „Það eru tíu lög á plötunni, öll ís- lenzk nema eitt, sem er gamalt Beach Boyslag,” segir Bjarki. „Þetta eru lög eftir Magga Kjartans, Jóa G, strák frá Húsavík, sem kemur nú fram með sín fyrstu lög — Hafþór Helgason heitir hann. Svo eru þarna lög eftir Magga Sigmunds, Jóa Eiríks, Adda Sigurbjöms. Svo tek ég Glókoll gamla í nýrri útsetningu.” — Hvað hefur gerð plötunnar tek- ið langan tíma? „Ég byrjaði í janúar og tók þá upp sex grunna. Síðan kom ég aftur í vor og kláraði plötuna.” Bjarki hefur ekki leikið með hljómsveitum um langt skeið eða allt frá því er hljómsveitin Mexíkó hætti störfum um árið. Áður lék hann um fimm ára' skeið með Hljómsveit Ingi- mars Eydal og ftmm árin þar á undan með hljómsveitinni Póló. — Hann var að því spurður hvort platan Einn á ferð þýddi það að hann ætlaði að snúa sér að tónUst að nýju. Tilgangslaust að halda úti hljómsveit ,,Ég hafði nú hugsað mér að koma eitthvað fram þegar platan er komin út. Það er nú ekki beint á planinu ennþá hvaða menn verða með mér í því. Ég reikna þó með því að þaö verði að einhverju leyti sömu menn og léku með mér inn á plötuna. Að öðru leyti hef ég harla lítinn áhuga á að starfa að tónlist, nema bara svona sérverkefnum. Það er alveg tilgangslaust að halda úti hljómsveitum nú orðið og var orðið það fyrir þremur árum þegar ég hætti í Mexíkó. Annað hvort þarftu að vera í einhverju tríói eða að hafa bara ekkert út úr því, peningalega séð. Hérna áður fyrr þá var þetta allt öðru visi. Til dæmis höfðum við þokkalegustu tekjur í Hljómsveit Ingimars Eydal. Þá borgaði það sig alveg að vera tónlistarmaður og þannig hafði það verið ein fimmtán ár á undan eða jafnvel lengur. Meðan Mexíkó var og hét voru starfandi fimm ágætis hljómsveitir sunnanlands, en svo bara á einu til tveimur árum þá hrundi þetta allt saman. Áður var trafftkin austur fyrir fjall miklu meiri, en á meðan Mexíkó starfaði var litið meira að gera en að leika á vínveitingahúsun- um í bænum. Þau borguðu þetta fræga taxtakaup FÍH og af þvi þurfti maður að greiða allan kostnað við rekstur hljómsveitarinnar. Þetta borgaði sig engan veginn.” — Fyrsta hljómsveitin sem Bjarld lék með var Póló, eða hvað? ,,Ja, ég var í einhverjum gagn- fræðaskólahljómsveitum til að byrja með,” segir Bjarki. ,,Ég hef verið orðinn svona átján ára, þegar ég byrjaði með Póló.” — Söngstu þá fljótlega inn á þina fyrstu plötu? ,,Já.” — Hvaða lög voru aftur á henni? „Þar var lag, sem hét Lási skó, og svo Glókollur. Við gerðum einar þrjár plötur í Póló. Litlar. Og svo spiluðum við undir hjá Erlu Stefáns- dóttur á einni plötu.” — En með Ingimari? „Með Ingimari söng ég inn á eina stóra plötu.” — Sú hafði að geyma lagið í sól og sumaryl, var það ekki? „Jú.” — í sól er sumaryl er gott lag, finnst þér það ekld? „ Jú, það er mjög gott Iag. Það var fyrsta lagið sem Gylfi Ægisson sló í gegn með. Hann sendi kassettu með því norður og um leið og ég heyrði lagið vissi ég að það ætti eftir að verða vinsælt.” Ætluðu alveg um koll að detta — Þér hefur ekld dottið f hug að hafa það á nýju plötunni? „Tja, neeei. Mér fannst réttara að velja Glókoll, af því að hann .... Hann var nú aðalskemmtiefnið hjá eftirhermum eins og Alla Rúts og Ómari í dentíð. Þeir hermdu eftir mér af slíku lífi og sál að þeir ætluðu alveg um koll að detta.” Bjarki skellir upp úr. — En ef við snúum okkur að plöt- unni Einn á ferð. Hvað er hugmyndin að henni orðin gömul? „Ég er búinn að ætla að gera plöt- una í ein þrjú ár. Eftir að ég hætti i Mexíkó fór ég fyrst að vinna í Kröflu. Ég var þá fyrir stuttu búinn að kaupa húsið mitt á Akureyri og Krafla var sá staður þar sem maður fékk pening- ana með fljótlegasta móti. Þar var ég í eitt og hálft ár, áður en ég kom í bæ- inn aftur. Nú, og svo tók talsverðan tíma að skipuleggja plötuna, velja menn til að spila með og finna út hve- nær þeir voru lausir og allt í þeim dúr.” — Hvað eru það margir hljóð- færaleikarar, sem koma við sögu á Einn á ferð? „Ja, það ætti nú að vera hægt að telja það saman.” Það verður löng þögn .... „Þetta eru svona um tuttugu manns. — Þá eru allir taldir með, blásarar og fólk sem syngur raddir með mér.” — Hvaða músikstefnu fylgir þú á piötunni? „Hja, það má segja að ég sé . . . ja, bara að syngja fyrir sjálfan mig og fólkið. — Er þetta þá fremur róleg tónlist en hröð? „Það eru þarna ballöður. Nú og svo annars konar tónlist, rokk. Meira að segja er eitt diskólag á plötunni eftir Jóa G. Annars hef ég trú á því að ballöðutónlistin eigi eftir að ná fyrri vinsældum sínum frá diskótón- listinni. Fólk vill heyra ballöður, góðar melódíur. Þó hef ég gaman að diskótónlist. Það er alltaf gaman að taktfastri músík.” Samtalið héit áfram um tónlist gærdagsins, dagsins í dag og morgun- dagsins auk margs annars, sem ekki kemur plötunni Einn á ferð beinlinis við. Bjarki hefur skoðun á öllum hlutum, en það sem mestu máli skiptir hjá honum þessa dagana er að fyrsta platan hans eftir langt hlé er að koma út eftir nokkra daga. -ÁT Innan skamms — eftir viku eða svo — kemur á markaðinn plata með Bjarka Tryggvasyni, söngvara á Akureyri. Platan nefnist Einn á ferð og er gefin út hjá Hljómplötuútgáf- unni hf. Bjarki, sem búsettur er á Akureyri og vill helzt hvergi annars staðar vera, er staddur í Reykjavík um þessar mundir. Dagblaðið ræddi við hann um helgina um nýju plöt- una, tónlist almennt og llfið og tilver- una. Brot af því viðtali fer hér á eftir. Afslappadar ballöður og melódísk rokklög sem fyrr Þó að fækkað hafi um einn í hljómsveitinni America, virðist það ekki skipta neinu máli ef marka má nýjustu plötu hljómsveitarinnar, Silent Letter. Félagarnir Dewey Bunnell og Gerry Beckley skila með prýði sömu gæðum og einkenndu America á meðan Dan Peek starfaði með þeim. Dan hefur nú lagt allan poppsöng á hilluna og snúið sér að trúarlegri tónlist. Hljómplatan Silent Letters, sú fyrsta sem America syngur inn á fyrir Capitol hljómplötufyrirtækið, er hvorki betri né verri en fyrri plötur hljómsveitarinnar. Afslappaðar ballöður og melódísk rokklög eru sem fyrr aðalsmerki hennar. Flest eru lögin grípandi, sér í lagi lögin Foolin’, Tall Treasures og One Morning. Að gæðum standa þau þó lögunum Sister Golden Hair, Ventura Highway og Tin Man nokk- uð á sporði, svo að nokkur af eldri topplögum Americaséu nefnd. Stofnendur America eru allir bandarískir. Hljómsveitin varð til í Englandi árið 1969, er feður stofn- endanna gegndu þar herþjónustu. Fyrsta lag America, sem sló í gegn var A Horse With No Name, sem út kom árið 1972. Það þótti mjög líkt lögum Neil Young og raunar svipaði stíl America talsvert til þess sem Crosby, Stills, Nash og Young voru þá að gera. Upptökustjórinn frægi, George Martin, hefur lengst af unnið með America. Alls hefur hljómsveitin sent frá sér niu LP plötur á ferli sínum. Stðustu árin hefur sífellt minna og minna borið á hljómsveitinni. Senni- legasta skýringin á því er sú, hversu stíllhennarþróastlitið. -ÁT- Gerry Beckley og Dewey Bunn- ell, öðru nafni America. Ekki hefur orðið mikil brevting á tón- list þeirra þó að þriðji maðurinn, Dan Peek, sé horfinn úr hópnum. Dúmbó ogSteinikoma sennilega ekki saman þetta sumarið Gunnlaugsson í samtalinu við DB. „Þetta er fyrsta fríið mitt frá spila- mennsku, sem ég hef tekiö mér síðan Dúmbó hætti störfum hér um árið. ” Auk Finnboga og Jóns Trausta leika í Rapsódíu þeir Gunnar Knúts- son, Kristján Einarsson og Guðmundur Jóhannsson. Hljóm- sveitin hefur starfað um nokkurt skeið og haft mikið aðgera. Finnbogi sagði að á vetuma væri nóg um spila- mennsku á árshátíðum og við ýmis önnur tækifæri. Yfirleitt liðiekki svo helgi að hljómsveitin léki ekki á einum til tveimur dansleikjum. -ÁT- „Við erum svo margir,” sagði Finnbogi, „að það er í raun og veru ákaflega erfitt að ná öllum hópnum saman. Þar að auki hefur Ragnar trommari svo mikið að gera að það þyrfti að hafa langan fyrirvara á því ef við byrjuðum að spila aftur.” Ragnar, Finnbogi og Jón Trausti Hervarsson eru þeir einu af átta liðs- mönnum Dúmbó sem starfa nú við tónlist. Ragnar leikur með Brimkló og víðar og tveir þeir síðarnefndu leika með hljómsveitinni Rapsódíu á Akranesi. „Rapsódía er reyndar í frii fram í september,” sagði Finnbogi „Maður á nú aldrei að segja aldrei, en ég býst síður við því að við eigum eftir að spila neitt saman í sumar,” sagði Finnbogi Gunnlaugsson gitar- leikari á Akranesi, er DB innti hann eftir því, hvort Dúmbósextettinn myndi taka til’starfa seinnipartinn í sumareðaí haust.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.