Dagblaðið - 01.08.1979, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 01.08.1979, Blaðsíða 24
340 milljóna spamaðaraðgerðir ríkisspítalanna 400SUMAR- MÖNNUM SAGT UPP Breytingar á vinnutíma sem spara eiga 100 milljónir mæta harðri andstððu Ríkisspitalarnir hafa ákveðið að segja upp öllu sumarafleysingafólki sínu, um 300—400 manns. Davíð Á. Gunnarsson, framkvæmdastjóri ríkisspítalanna, staðfesti þetta í sam- tali við DB. Hann kvað spítalana búa: við mikla fjárvöntun og uppsagnir þessar væru einn liðurinn í 340 milljóna sparnaðaráætlun. Annar liður sparnaðar er veruleg fækkun starfsfólks sem ráðið hefur verið utan við heimilaðar stöður. Samhliða þessum uppsögnum hafa verið ákveðnar breytingar á vinnu- tíma um eitt þúsund vaktavinnu- manna. Vaktafólk hefur ekki matar- og kaffitíma og er það bætt upp með 25 mínútum sem greiðast sem umframtími með álagi. Til stendur að stytta dagvakt sem þessum 25 mínútum nemur og fellur launa- greiðsla þá niður. Er ætlunin að spara með þessum hætti um 100 milljónir króna. ,,Við teljum að þetta jafngildi upp- sögn því breytingar á vinnutíma er ekki hægt að gera nema í samning- um," sagði Einar Ólafsson, for- maður Starfsmannafélags ríkisstofn- ana, í samtali við DB. Kvað hann starfsfólkið ráðið upp á gildandi samninga og ef breyta ætti þeim ein- hliða hlyti starfsfólk að meta það hvort það gæti gegnt störfum sinum áfram. -GM. frfálst, oAáð dagblað MIÐVIKUDAGUR1. ÁGÚST1979. Bjargað úr læknum nær dauða en líf i Drukkinn maður var hætt kominn i læknum í Nauthólsvík á fimmta tíman- um í nótt, en fyrir tilviljun tókst að bjarga honum og var hann í morgun talinn úr lífshættu. Maðurinn hafði ásamt félaga sínum farið í lækinn í nótt. Þar munu þeir báðir hafa dottað, en annar vaknaði og sá þá félaga sinn kominn undir vatns- borðið. Kippti hann honum upp úr og hlúði að honum og tókst að láta boð berast til lögreglu. Var maðurinn flutt- ur illa haldinn í slysadeild en þar tókst aðréttahannviðáný. Drukkið fólk er versti óvinur lækjar- ins og nánast það eina sem setur blett á hann, að sögn lögreglu. -ASt. HM unglinga ískák: Margeir með 2,5 v. Margeir tétursson sigraði Rogers frá Ástralíu í 4. umferð heimsmeistara- móts unglinga í Skien i Noregi. Margeir er nú með 2,5 vinninga. Efstur er Kumar frá Indlandi með 4 vinninga. Næstur honum er Alexander Chernin, Sovétríkjunum með 3,5 vinninga. Staðan er að öðru leyti mjög óljós vegna fjölda biðskáka. AUs verða tefldar 13 umferðir eftir Monrad-kerfi. -GAJ- NMískák: Jón L efstur — ilmvatnslyktin varð Ingvari að falli Frá Ásgeiri Þ. Árnasyni, fréttaritara DB í Sundswall: Það má segja, að Bragi Halldórsson hafi reynzt Jóni L. Árnasyni feitur biti þegar 6. umferð á Norðurlandamótinu í skák var tefld í gær þvi að með sigri gegn honum náði Jón forystu á mót- inu. Jón er nú i 1.—2. sæti ásamt Öst- berg, Svíþjóð með 5 v. I 3.—4. sæti eru Niklasson, Svíþjóð og Nikopp, Finn- landi með4,5 v. og innbyrðis biðskák. Niklasson hefur heldur betri stöðu gegn Nikopp þannig að forystan verður líklega ekki lengi í höndum Jóns. Jón beitti nimsóindverskri vörn með svörtu og náði fljótlega frumkvæðinu og vann sannfærandi. Ingvar Ásmundsson tefldi sina verstu skák í mótinu. Andstæðingur hans, S. Hjort, Svíþjóð, beitti uppskiptaaf- brigðinu af slavneskri vörn og Ingvari tókst aldrei að jafna taflið. Fyrirkomulagið á mótinu er þannig að skákmenn á 9 efstu borðunum tefia saman í sér herbergi ásamt kvenna- fiokknum. Er talsvert eftirsóknarvert að komast þangað inn og kallast að komast í kvennabúrið. Ekki eru þó allir of hrifnir og Ingvar afsakaði tap sitt í gær með því að hann hefði ekki getað teflt fyrir ilmvatnslykt. Úrslit hjá íslendingunum í gær urðu þessi: Ásgeir Þ. Árnason og Áskell Kárason unnu. Gunnar Finnlaugsson, Elvar Guðmundsson, Haukur Berg- mann, Guðni Þórhallsson og Jón Þor- varðarson eiga biðskák. Guðni Sigur- bjarnarson, Björgvin Jónsson og Sig- urður H. Jónsson gerðu jafntefli GAJ Olíumalarmálið fyrír ríkisstjórn Skuldar millj- aröeftirárið ,,Næsta skrefið er að ríkisstjórnin taki Olíumalarmálið fyrir og verður það liklega næstu daga,” sagði Sig- hvatur Björgvinsson stjórnarfor- maður Framkvæmdastofnunnar ríkisins. Á fundi sem haldinn var 17. júlí i stjórn Framkvæmdastofnunnar kom fram að staða Oliumalar h/f var enn nú verri en háldið hafði verið. Áætlað tap fyrirtækisins á þessu ári reyndist þá vera 1.601 milljón miðað við 30 þúsund tonna fram- leiðslu á árinu. Eftir því að dæma eru skuldir umfram eignir 748 milljónir. Sú hlutafjáraukning sem ýmis sveitarfélög, Framkvæmdasjóður og fyrirtækið Miðfell voru búin að sam- þykkja hrekkur ekki nærri fyrir þessum skuldum, 512 milljónir verða enn eftir. Ábyrgðir Útvegsbankans fyrir Olíumöl er ekki undir 600 milljónum vanskil við Framkvæmda- stjóð nema 125 milljónum og gjald- fallinn söluskattur er 100 milljónir. „Spurningin er hvort æskilegt er og nauðsynlegt fyrir okkur að eiga fyrirtæki eins og Olíumöl. Ég held að svarið hljóti að vera játandi en þá er bara spurningin hvaða fjármunir eiga til þess að koma. Sveitarfélögin ráða ekki við þetta ein og ég tel rétt að ríkið s'-m sér um allar framkvæmdir á þjóðvegum eigi jafnframt í fyrir- tækinu. Það er ljóst að sveitarfélögin geta ekki séð fyrirtækinu fyrir nægum verkefnum og því er nauðsynlegt að þáttur ríkisins komi til. Fyrir þessu tel ég nauðsynlegt að sveitarfélögunum sé gerð grein, svo þau gangi að stöðu fyrirtækisins með opnum augum,” sagði Sighvatur. Tómas Árnason fjármálaráðherra er í fríi þessa viku og verður Olíu- malarmálið að öllum likindum tekið | fyrir er hann kemur aftur. -DS. Landinn gerist suórœnn í hugsun og háttum þegar veðrið er eins blítt og raun ber vitni, a.m.k. sunnan heiða. Otimarkaðurinn á Lœkjartorgi nýtur mikilla vinsœlda og einstaka kaupmenn nota tœkifœrið I góða veðrinu ogfœra grœnmetið útfyrir búðar■ vegginn. Það erþvl von tilþess að folir innanbúðarmenn og búðarlokur nái sér I lit á kinnamar og tómatamir roðni I sumar- blíðunni. DB-mynd Sveinn. VÖRUBÍL- STJÓRAR L0KUÐU VEGUM Á VELLINUM — tilaömótmæla ágangi vamarliðsins áþeirrarétt Fimmtán vörubílstjórar úr Kefla- vik lokuöu í morgun aðalvegi og aukaleiðum að flutningamiðstöð varnarliðsins á Kefiavikurvelli. Stóð aðgerð vörubílstjóranna í klukku- stund en fór friðsamlega fram. Guðlaugur Tómasson hjá Vöru- bílastöð Kefiavikur tjáði DB i morg- un að aðgerð þessi hefði verið gerð til að leggja áherzlu á að bílstjórarnir héldu þeim vinnuréttindum sem þeir hafa haft á Vellinum. Segja bilstjór- arnir að varnarliðið sæki stöðugt meira inn á vinnuréttindi þeirra, bæði með flutningum frá Reykjavík suður eftir og eins innan vallar- svæðis, en samkvæmt varnarliðs- samningum eigi þessi vinnuréttur að vera í höndum bilstjóra á Sitðurnesj- um. Guðlaugur sagði að icit.tð 1 verið til varnarmálanefndar en málið þar ekkert gengið. Bilstjóra'nn « hentu mótmælabréf kröfum íinum ' ’ stuðnings í morgun auk þcss aA ' vegum að fiutningamiðstöðint! AM. Átmann Snævarr forseti Hæstaréttar: „Vonmínað forseti gegni embættiáfram” „Ég tel alls ekki tímabært að ræða þetta mál fyrr en forseti hefur látið það uppi, að hann gefi ekki kost á' sér,” sagði Ármann Snævarr, forseti Hæstaréttar, cr hann var spuröur að þvi hvort hann hygöist gefa kost á sér við forsetakjör. „Það er mín von að forseti gegni embætti sínu áfram.” Hæstirétturstað- festi framsals- úrskurðinn Hæstiréttur staðfesti i gær niður- stöðu undirréttar um framsal tæplega þrítugs fslendings sem sænsk yfirvöld hafa óskað eftir að fá framseldan vegna aðildar hans að umfangsmiklu fíkniefnamáli í Sviþjóð. í úrskurði sínum klofnaði Hæsti- réttur íslands. Þrír dómenda töldu að skiiyrði til framsals væru fyrir hendi, en tveir töldu ekki örugga vissu fengna fyrir því að um svo mikið brot væri að ræða hjá þessum Islend- ingi að það varðaði framsal sam- kvæmt framsalslftguntim. Þetta er i fyrsta sinn sem Hæsti- réttur fjallar um slíkt má! oftii .tð framsalslögin tóku gildi • BS.' ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.