Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 01.08.1979, Qupperneq 23

Dagblaðið - 01.08.1979, Qupperneq 23
I Víðsjá í dag verður fjallað um Indland. VÍÐSIÁ-útvaipkl. 18.00: Stjómarkrepp- an á Indlandi Sjónvarp sunnudag kl. 21,00: Ástir erfðaprinsins — myndaflokkuruml DB sagði frá því áður en sjónvarpið fór í frí að nýr myndaflokkur, Edward and Mrs. Simpson, myndi hefja göngu sína strax að afloknu sumarfríi. Myndaflokkurinn hefst í sjónvarpi á sunnudaginn kemur kl. 21.00 og er hann í sjö þáttum. Hann hefur hlotið nafnið Ástir erfðaprinsins, í islenzkri þýðingu. Myndaflokkurinn er gerður eftir bók Frances Donaldson, Edward VIII. Sjónvarpshandrit gerði Simon Raven og leikstjóri er Waris Hussein. Með aðalhlutverk fara Edward Fox og Cynthia Harris. Sagan hefst árið 1928, nokkru áður en Játvarður prins af Wales kynntist frú Simpson, og henni lýkur í desember 1936 er hann lætur af konungdómi til að geta gengið að eiga ástkonu sína. Fyrsti þátturinn nefnist Litli prinsinn' og segir hann frá því er Játvarður krón- prins kynnist hinni fögru lafði Furness. Þau fara saman í ferðalög og hún stendur fyrir boðum á heimili hans, þar sem hún kynnir hann m.a. fyrir giftri konu, Wallis Simpson. Ástarævintýri Játvarðs var óum- deilanlega með sögufrægari ástarævin- týrum og ekki svo lítið ritað óg rætt um þaðásínum tima. Ekki er að efa að myndaflokkur þessi á eftir að vekja athygli hér sem annars staðar, ekki síður en aðrir vin- sælir þættir sem hér hafa verið sýndir. Þýðandi myndaflokksins er Ellert Sigurbjörnsson. - ELA Úr myndaflokknum Ástir erfða- prinsins, sem hefur göngu sína í sjón- varpi á sunnudaginn kemur. Ingvar Gíslason, alþingismaður, stjórnar síðasta umræðuþætti, þar sem alþingismenn stjóma, i útvarpi i kvöld. Stefni að því að fá heimsf rægan íslending segir Hermann Gunnarsson Ég hef nú varla ákveðið með þátt- inn,” sagði Hermann Gunnarsson er DB hafði samband við hann Ul að spyrjast fyrir um íþróttaþáttinn í kvöld kl. 21.45. ,,Þó stefni ég að því að fá heims- frægan íslenzkan frjálsíþróttamann í þáttinn í tilefni af Reykjavíkurmóti í frjálsum íþróttum sem verður á Laugardalsvellinum nú í byrjun ágúst. En þetta mót er hápunktur frjálsra íþrótta og margir frægir menn koma hingað til þátttöku. Annars má segja að komið verði við á hundrað stöðum í þættinum, það er af nógu að taka. Þó er ekki tími, þar sem þátturinn er svo stuttur, að hreiðra um sig með löngum viðtölum, en það verður samt sem áður farið úr einu í annað,” sagði Hermann að lokum. Þátturinn er tuttugu mínútna langur. - ELA JÞ Valbjörn Þorláksson frjálsiþrótta- maður varð heimsmeistari í stangar- stökki á heimsmeistaramóti öldunga sem stendur yfir 1 Þýzkalandi. V_______________________ DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1979. ÍÞRÓniR - útvatp kl. 21.45: Víðsjá, fréttaþátturinn í umsjá Jóns Viðars Jónssonar, er á dagskrá í dag kl. 18.00 og að þessu sinni er þátturinn til- einkaður stjórnarkreppunni á Indlandi. ,,Ég ætla að rifja upp það sem hefur verið að gerast á Indlandi síðasta hálfa mánuðinn og segja bæði frá tildrögum, atburðum og fe.di stjórnarinnar. Ennfremur vt ður i þættinum fluttur pistill af Sigvald Hjálmarssyni, rithöf- undi, en hann er manna fróðastur um! stjórnmálaþróun á Indlandi,” sagði Jón. Þátturinn er 15 mínútur. -ELA r , í UMRÆÐUÞATTUR—útvarp kl. 19.35: Er vinnuálag of mikið á íslandi? —hvemig má úr því bæta? Fjórði og síðasti umræðuþátturinn sem alþingismenn stjórna er á dagskrá útvarpsins í kvöld kl. 19.35. Að þessu sinni er það alþingismaðurinn Ingvar Gíslason sem stjórnar umræðunum fyrir hönd Framsóknarflokksins. Spurningin er: Er vinnuálag of mikið á fslandi og hvernig má úr þvi bæta? Þeir sem skiptast á skoðunum eru: Skúli Johnsen borgarlæknir, Haukur Björnsson, framkvæmdastjóri Félags íslenzkra iðnrekenda, Gunnar Guð- bjartsson, formaður Stéttasambands bænda, Jón Helgason, formaður Ein- ingar á Akureyri, og Árni Benediktsson framkvæmdastjóri. Þátturinn stendur yfir í u.þ.b. klukkustund. -ELA

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.