Dagblaðið - 01.08.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 01.08.1979, Blaðsíða 10
10. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1979. 'É Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritsfjóri: Jónas Kristjánsson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjómar Jóhannes Reykdal. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. jþróttir Hallur Simonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aðstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit Ásgrimur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Atfi Steinarsson, Rrpgi Sigurðsson, Dóra Stefánsdótt- ir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ótafur Geirsson, Sigurður Svorrisson. Hönnun: Guðjón H. Pálsson. HilmSr Karisson. Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamlerfsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðsson, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: ólafur EyjóHsson. Gjaldkori: Þráinn Þorieifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Drerfing arstjóri: Már E.M. HalkJórsson. Góð hugmynd en óunnin Umræðan um sölu veiðileyfa í sjávar- útvegi hefur aukizt og orðið fjölbreytt- ari að undanförnu. Sýnist að sjálfsögðu sitt hverjum um, hvort beita eigi þessari aðferð til að tempra sóknina í fiski- stofna og náhámarksverðmæti á hverja sóknareiningu. Þeir hagfræðingar, sem um málið hafa fjallað, eru yfirleitt hlynntir sölu veiðileyfa í sjávarútvegi. Sama er að segja um iðnrekendur sem þrýstihóp og um einstaka áhrifamenn í röðum þeirra. Talsmenn útgerðar og fisk- iðnaðar hafa ýmist lýst efasemdum eða eru málinu hreinlegaandvígir. Mótbárurnar gegn sölu veiðileyfa í sjávarútvegi byggjast einkum á þrennum rökum. í fyrsta lagi standi að baki hugmyndinni óskir iðnrekenda um gengislækk- un. í öðru lagi sé unnt að vernda fiskistofna eftir öðrum leiðum. Og í þriðja lagi séu óljós mörg fram- kvæmdaatriði, einkum þegar byggðasjónarmið koma til sögunnar. Fyrstu gagnrökin eru nærri lagi, þótt þau snerti ekki kjarna málsins. Sölu veiðileyfa hlýtur að fylgja gengis- lækkun eða frjálst gengi, sem mundi leiða til hlið- stæðrar breytingar. Og gengislækkunin mundi bæta samkeppnisaðstöðu iðnaðarins, bæði þess, sem keppir við innflutning, og þess, sem keppir á erlendum markaði. Segja má, að gengislækkun leiði í fyrstunni til skerð- ingar lífskjara, því að innfluttar vörur hækka í krónu- tölu. En í rauninni er gengislækkun aðeins viðurkenn- ing á orðnum hlut, fyrr eða síðar óhjákvæmileg. Og þar að auki eflir gengislækkun samkeppnishæfni íslands gagnvart útlöndum og leiðir á þann hátt til betri lífskjara, þegar til lengri tíma er litið. Önnur gagnrökin eru marklítil. Að vísu eru til margar leiðir til að vernda fískistofna. En flestum er þeim sameiginlegt að draga úr arðsemi útgerðarinnar. Ýmist er leyfður hámarksafli á skip, skorið á veiði- tímabilið, úthlutað veiðisvæðum, veiðileyfí skömmtuð með pólitísku skæklatogi, oftast samfara aflatakmörk- unum. Allar þessar leiðir valda því, að of margir sjómenn eru á of mörgum og of úreltum skipum, sem nota of mikla olíu. Deila má um, hvort flotinn mætti vera helmingi minni, en ekki um það, að arðsemi hans væri stórkostlega miklu betri, ef stærðin væri hæfileg, alténd mun minni en hún er nú. Eina leiðin, sem kemst næst því að tryggja hæfílega stærð flota með hæfilegum tegundum skipa með hæfí- legri olíunotkun og mesta einvalaliði sjómanna og skipstjórnarmanna er sala veiðileyfa til þeirra, sem hæst geta boðið á grundvelli framangreindra mark- miða. Þriðju gagnrökin eru mikilvægust og eiga fullan rétt á sér. Hugmyndin um sölu veiðileyfa hefur enn ekki verið hugsuð til fulls. Margvísleg ljón munu birtast á veginum, þegar til framkvæmda kemur. Skýrast er að taka dæmi af byggðavandamálum. Við skulum ímynda okkur, að eitt árið séu Norðfirð- ingar mjög bjartsýnir vegna góðra skipa og manna og lítilla fjarlægða. Þeir bjóða því hátt og fá nokkur leyfi. En Siglfirðingar með verri skip og meiri fjarlægðir geta minna boðið og fá ekki leyfi. Hvað á þá að gera í at- vinnumálunum þar? Við getum líka ímyndað okkur, að Siglfirðingar bíti á jaxlinn og mæti næsta ár til leiks með beztu skipin og beztu skipstjórana og yfirbjóði Norðfirðinga. Hvað eiga hinir síðarnefndu þá að starfa? í rauninni mundi slík samkeppni valda gífurlegum framförum i sjávarútvegi. En félagslegu vandamálin yrðu gífurleg, svo ekki sé minnst á niðurgreiðslur, sem einstök sveitarfélög mundu leiðast út í. Ýmis atriði af þessu tagi þarf að brjóta til mergjar og þróa áfram iiugmyndina um sölu veiðileyfa. PÁFI í ÓDAÖNN AÐ SEUA GUÐ SINN TIL SÁnA Vi Jóhannes Páll páfi hefur gert víðreist síðan hann tók við hinu háa embætti í Vatikaninu og ekkert bendir til þess að hann hyggist draga úr ferðalögum á næstunni. í byrjun ársins fór hann mikla reisu til Mexíkó, síðan til Póllands i júni- mánuði síðastliðnum og vöktu báðar þessar heimsóknir páfa heimsathygli. Næst ætlar Jóhannes Páll til írlands, í september, og síðan verða það Bandaríkin skömmu síðar, að öllum líkindum í október. Auk þess- ara tveggja fyrirhuguðu ferða hefur upplýsingafulltrúi Vatikansins til- kynnt að páfi hafi fullan hug á að líta við í Austurríki svo fljótt sem kostur er. t forsíðuleiðara í danska blaðinu Information er bent á að Jóhannes Páll annar hafi hvað eftir annað sýnt það að hann ætlar ekki að verða neitt núll í alþjóðastjórnmálum, þó svo hann segi annað í orði. Bent er á 'í leiðaranum, að það sé alls ekkert nýtt að Vatikanið hafi sér- staka stefnu i stjórnmálum. Aftur á móti sé það svo eftir að Jóhannes Páll kom til valda að alþjóðamál skipi þar veglegri sess heldur en innanlands- átök í stjórnmálum Ítalíu. Við kosningar sem fram fóru þar í landi í júní siðastliðnum hafi páfastóll látið hjá líða að hvetja fólk til þess að kjósa einhvern einn flokk fremur en annan. í kosningunum árið 1976 hót- aði Vatikanið þeim eilifri fordæm- ingu, sem létu sér til hugar koma að bjóða sig fram fyrir eða kjósa kommúnista. Jóhannes Páll páfi hefur einkum snúið sér að baráttu gegn hinum nýju fóstureyðingarlögum, hvað varðar ítölsk málefni. í ávarpi um síðustu jól hvatti hann kaþólska lækna til að fara eftir trúrsannfæringu sinni og framkvæma ekki fóstureyðingar. í orði hefur Jóhannes Páll páfi hvað eftir annað undirstrikað, að hann hygðist ekki reka nein stjórnmála- erindi á ferðum sínum víðsvegar um heiminn. Ekki fór það þó fram hjá neinum að heimsókn hans til fæðingarlands sins Póllands var hápólitísk. Bæði fulltrúar páfa og hann sjálfur, auk hinna kommúnísku yfirvalda i Póllandi, litu þannig á för hans. Líka má segja að stjórnmála- lega hafi sú ferð verið árangursrik og má búast viðþví að það samband sem tekizt hefur á milli kommúnista- stjórnarinnar í landinu og Vatikans- ins muni verða öllum aðilum til góðs. Ótal spurningar koma í hugann hvað varðar hagkvæmni í mann- legum samskiptum, stjórnsýslu, framleiðsluháttum og arðsemi. Með jafnmiklum rétti og bændur eru krafðir um útsjón og arðsemi í framleiðslu má spyrja hvort 60 þing- menn séu hæfilegur fjöldi til ásetn- ingar í fámennu þjóðfélagi kot- þjóðar. Og það jafnvel þótt gamlir sauðir úr hjörð þeirra skili gemling- um úr þriðju leit á gjöf við fjárhús- vegginn, um leið og þeir halda sjálfir áfram að jórtra gamla heyið og ryðjast á garðann. Dylgjur kontórista og kreditkardínála í garð bænda er standa varðstöðu inn til dala og út til stranda, hvert sem grös ná að gróa og lækur að sitra í laut, eru í flestum til- fellum ómerk ómagaorð. Og þá er ekki sneitt að þeim ómögum er örlaga vegna sættu þeirri nafngift fyrr á árum. Orð Jónasar Hallgrimssonar „bóndi er bústólpi, bú er landstólpi, því skal hann virður vel,” standa enn í fullu gildi. Þau falla eigi þótt hof- móðsstrákar í heimreið höfðingja hrópi gífuryrði, veifi reiknistokkum landauðnar og malbiks, né bulli með bírópennum. Hreðjar Freys — Júgur Auðhumblu Þeir sem þekkja þýðir.gu land- búnaðar sem fomrar atvinnugreinar og bjargræðisvegar spyrja um fleira í landshögum en járnkaldar efnahags- niðurstöður talnadálka. Þeir spyrja einnig um nytsemi og hollustuhætti. Arfleifð, og þá landvernd er fólgin er í hollri búsetu í dreifðum byggðum landsins. öryggi á fjallvegum og sjávarströnd. Hlekk í keðju mann- félags milli byggðra bóla, óbyggða og öræfa. Þeir sem gaspra hæst um óhagkvæmni og fjáraustur, taka í skammsýni upp þráðinn þar sem Skaftáreldum lauk. Hyggjast kæfa jarðargróður með sandfoki og eld- glæringum stóryrða gegn gamalgró- inni framleiðslugrein. Þeir ganga í lið með Sprengisandi og Fúlalæk um Kjallarinn Pétur Pétursson landeyðingu. Kasta trú á hreðjar Freys og júgur Auðhumblu, en hefja járnkaldan raunvaxtafótinn í guða- tölu. Vilja draga um barkann á Búkollu og Blómakinn, breyta Sörla í trippagúllas með kartöflumús, selja fasteignasala stangabeizlið og leika Sám fóstra sárt. Fletta landið klæð- um, i stað þess að klæða fjallið. Hylla gógóstúlkur í diskóteki, en hrekja Hallberu gömlu og Höllu í Heiðarbýlinu á bensindælu og í kokkteilsósu. í samfélagi gróðahyggju er sjaldan margra kosta völ. Hirðingjaþjóðir höfðu afkomu ættflokksins og hjarðarinnar í huga. Þær reikuðu milli vatnsbóla brynntu hjörð sinni og deildu afurðum. Nútímahættir neyða bændur, sem aðra til kald- hyggju auðvaldssamfélags. Úrræði stéttarforystu þeirra og verzlunar- samtaka takmarkast því oft við þær niðurstöður er Jónas frá Hriflu lýsti eitt sinn af skarpleik, er hann ræddi mismunandi viðhorf tveggja kaup- félagsstjóra til viðskipta skjól- stæðinga sinna: Jón hélt lífi í kaup- félaginu, en drap kallana. Guðbrand- ur hélt lifi í köllunum, en drap kaupfélagið. Á för ísraelslýðs um eyðimörkina urðu ýmsir til þess að kveðja sér hljóðs og létu sem þeir mæltu af andagift. Vildu innrétta diskótek í mannabrauðgerð Mósesar og snúa gógóstúlkum í ræflarokki kring um gullkálfinn. Gerðu hróp að Gómer- mæli Mósesar, en hylltu vaxtafót Arons. Steikja ekki vorboðann á grillteini Fésýslumenn er gera sömu kröfur til arðsemi peninga og kanínubændur til afkvæmafjölda meta allt eftir niðurstöðum talnadálka debet og kredit. Hjá þeim er allt í búri og dálkum. Þeir sem líta mannlífið öðrum augum horfa með undrun og aðdáun

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.