Dagblaðið - 01.08.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 01.08.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1979. 9 Skiptar skoðanir í Noregi um Jan Mayen-málið: „SENDUM HERSKIP TIL AÐ VERIA NORSKA FLOTANN" —segir talsmaður Miðf lokksins—Aðrir viija fara hægar í sakimar Frá Sigurjóni Jóhannssyni, frétta- ritara DB í Osló: Norsku blöðin eru öll með Jan Mayen-málið á forsíðum i gær. „Förum í loðnustríð við ísland!” er haft eftir skipstjóranum Per Sævik i Verdens Gang, en hann er formaður í samtökum útvegsmanna. Hann segist gáttaður á hinni gætnu og hik- andi stefnu stjórnvalda í þessu máli og vili taka miklu harðari afstöðu gegn íslandi. Hann segir: „Þar sem stjórnvöld virðast ekki vilja vernda norska hagsmuni þýðir það í raun að við látum íslendingum eftir alla um- sjón með svæðinu. Þetta er ekki hægt að fallast á og bara tímaspursmál hve lengi það getur gengið svona. Við höfum misst loðnusvæðin í Barents- hafi og á hverju eigum við að lifa nú? Við getum a.m.k. ekki lifað af stanz- lausa eftirgjöf stjórnvalda gagnvart öðrum þjóðum.” Hann segir enn- fremur að norskir skipstjórar ættu að láta miðlínu og gráa svæðið ráða, en viðurkennir að enginn útgerðar- maður hafi ráð á því að missa afla og veiðarfæri i hendur íslendinga. Nationen á viðtal við skipstjóra á hinu umdeilda svæði og kemur þar fram að þeir vita að engrar aðstoðar er að vænta frá norskum stjórn- völdum ef þeir fara inn á hið um- deilda svæði. „Eins og ástandið er núna er ekki um annað að ræða en bíða fyrir utan og vonast eftir að loðna syndi yfir til okkar,” segir einn þeirra. Stefnir í loðnustríð Blaðið hefur eftir stjórnarmanni t samtökum útvegsmanna að nú séu 70—80 (60—70 samkvæmt heimildum DB) skip á leið til loðnu- veiðanna og þegar þau verði komin á svæðið verði allt erfiðara viðfangs. „Það stefnir í loðnustrið og við mun- um i dag hafa samband við stjórn- völd og krefjast þess að ríkisstjórnin bæti það tap sem norskir útgerðar- menn kunna að verða fyrir ef íslenzk varðskip hefja aðgerðir á svæðinu.” Morgenbladet bendir á að íslendingar séu kannski ekki bara að hugsa um fisk á þessu svæði heldur kunni hugsanleg vinnsla á olíu og gasi að vera með í spilinu. Allur flotinn sigli samtímis inn á svæðið Aftenposten hefur skrifað mikið um þessa deilu. Fréttaritari þess i Reykjavik hefur eftir Ólafi Jóhannes- syni að ekki verði um neinar til- slakanir að ræða af íslands hálfu þar sem íslendingar verði þarna, eins og annars staðar innan 200 milna markanna, að fara eftir íslenzkum lögum og reglugerðum. Aftenposten hefur eftir einum skipstjóra á svæðinu að þeir búist enn við komu færeyskra og brezkra loðnuveiðiskipa og segja að sovézkur hringnótabátur hafi njósnað um þá lengi. Þá segir blaðið að nokkrir skip- stjórar hafi slegið fram þeirri hug- mynd að allur norski flotinn sigli samtímis inn á gráa svæðið undir kjörorðinu „Einn fyrir alla, allir fyrir einn!" og þá eigi islenzku varskipin sennilega mjög erfitt verkefni fyrir höndum. Dagbladet notar stundum orðið „hafimperíalismi” um stefnu norskra stjórnvalda í Jan Mayen- málinu. Blaðið bendir á að helztu talsmenn Verkamannaflokksins og Hægri flokksins vilji fara hægt í sakirnar en Miðflokkurinn sem cr i stjórnarandstöðu og sárvanti fieiri at- kvæði í næstu sveitastjórnar- kosningum vilji harðari afstöðu gegn íslendingum. Einn talsmanna Mið- flokksins Kare Rönning krefst þess að herskip verði send til að verja norska flotann. Dagbladel hrósar i leiðara afstöðu Ermund Eian, fulltrúa Hægri fiokksins i fiskveiðinefnd þingsins, cn hann bendir á að þar sem Noregur hafi ekki fært út í 200 mílur við Jan Mayen vcrði norski flotinn að halda sig utan við gráa svæðið. Annað sé ekki rökrétt. -GM. » „Það stefnir í luðnustrið," cr haft eftir stjórnarmanni í samtökum norskra útvegsmanna. Skyldu slíkar senur eiga eftir að sjást milli hræðra- þjóðanna Noregs og ísiands, eins og sáust í þorskastríði Breta og ís- lendinga? Ársskýrsla Búnaðarbankans: VÖNDUÐ EN LÍK- LEGA N0KKUÐ DÝR —skýrslan f ögrum litmyndum skreytt f auglýsingaskyni að sögn aðstoðarbankast jóra Búnaðarbanki íslands hefur sent frá sér i 3000 eintökum ársskýrslu bankans fyrir árið 1978. Það vekur athygli hve mikið er lagt í skýrsluna þetta árið, þar scm notaður er dýr myndapappír, auk þess sem litmyndir prýða nokkrar siður í bókinni. Jón Adólf Guðjónsson, aðstoðar- bankastjóri í Búnaðarbankanum, sagði það rétt vera, að ársskýrslan í ár væri vandaðri en nokkru sinni fyrr. Stafaði það m.a. af því að dregið hefði verið úr auglýsingum bankans og hefði því verið ákveðið að skýrslan yrði notuð í auglýsingaskyni jafnt sem kynningu. Litmyndirnar i bókinni eru af lista- verkum sem bankinn hal'ði kevpt, en að sögn Jónsgerir bankinn mikiðaðþvi að sinna listaverkum. Ársskýrslan er send til viðskiptavina bankans úti á landi, banka, rikis- stofnana og banka erlendis sem bankinn hefur viðskipti við. Jón var spurður hvað ársskýrslan hefði kostað bankann. Ekki hafði hann svar við þvi en sagði að hvað sem öðru liði myndi sá kostnaður borga sig. DB lék forvitni á að vita hver kostnaður hafi verið og þar sem ekki var hægt að fá það uppgefið hjá Jóni var leitað upplýsinga hjá prent- smiðjum. Þær sögðu að slík bók kostaði ekki undir 2000 kr. samkvæmt taxta. Það hefur því e.t.v. verið nálægt sex milljónum, scm Búnaðarbankinn hefur greitt fyrir sín þrjú þúsund ein- tök. " -F.I.A. Mest flutt inn af japönskum smábflum —a fyrstu sex mánuðum ársins, en Rússinn fylgir fast á eftir Það heyrir til liðinni tið að Volkswagen-bjallan sé vinsælasti smá- bíll hér á landi, en á sínum tíma voru fluttir inn yl'ir tólf hundruð slíkar bif- reiðar á einu ári. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs var mest fiutt inn af japönskum bifreiðum eða 896. Hér á landi eru nú 8 tegundir af japönskum smábílum og i 22 út- gáfum,var mest flutt inn af Mazda eða 414 bifreiðar. Sovézkir bílar fylgja fast á eftir þeim japönsku mað 721 bifreið á sama tima. Evrópskir og amerískir bílar virðast því á undanhaldi hérlendis og sömu sögu er að segja um flestar tegundir af jeppum, en mjög hefur dregið úr innfiutningi á þeim. Þetta kcmur m.a. fram í skýrslu Hagstofunnar um tollafgreiddar bif- reiðar frá janúar til júní, en hún gildir fyrir þann tíma sem niestu bensin- hækkanirnar voru. Ford má einnig munasinn fifil fegri. Alls voru fluttir inn 236 Fordbílar á fyrstu sex mánuðunum og eru þar af 97 af þeim Ford Fiesta sem fluttir eru inn frá Spáni. Frá Bandaríkjunum komu 499 bif- reiðar af 5 tegundum en i 33 útgáfum. Virðist þar vera um fækkun vissra tegunda að ræða. DB tók saman af hvaða tegundum bifreiða var fiutt inn mest og er sovézka Ladan þar í efsta sæti. Lada........................721 Mazda.......................414 Volvo..........................300 Fiat...........................245 Ford...........................236 GM&Scout.......................233 Subaru.........................186 Trabant, Wartburg..............171 Chrysler.......................132 Volkswagen.....................103 Daihatsu........................92 Toyota..........................90 British Leyland.................84 American Motors.................75 Af öðruni tegundum bifreiða voru flutt inn frá 50 og niður i 1 stk. Alls voru fluttar inn á fyrstu sex mánuð- um ársins30 tegundir af bifreiðum í 117 útgáfum. -EI.A. TIL SÖLU BMW 2002 ARG. 1971 ALLUR SÉM NÝR UPPLÝSINGAR í SÍMA 86633. Létt göngutjöld 2ja, 3ja og 4ra manna frá ^^^JSPÐIIII ÁÆTLUN AKRABORGAR Frú Akranesi: Alladaga kl. 8.30, 11.30, 14.30 og 17.30. Frú Reykjavík: Alla daga kl. 10, 13,16 og 19. Aukaferðir verða 2'., 3., 5. og 6. ágúst. Síðasta ferð frá Akranesi er kl. 20.30 og frá Reykjavík kl. 22. Afgreiðslan

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.