Dagblaðið - 24.09.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1979.
11
Seinagangur þinglesturs
i gullkvöm ríkissióðs
Borgarfógetaembættið að Skóla-
vörðustig 11, Reykjavík, er ein af
gullkvörnum ríkissjóðs. Á hverju
kvöldi eru þarna 3—4 milljónir króna
venjulega í kassanum og allt er þetta
afhent ríkisféhirði um leið og lokað
er.
Það sætir því nokkurri furðu, að
af hendi rikissjóðs er ekki haft þarna
nægt starfsfólk, svo að almenningur,
sem stendur fyrir framan borðið, geti
fengið mál og erindi sín afgreidd
með eðlilegum hraða. Það virðist
einungis hugsað um að ná inn
gjöldunum en ekki að greiðandi
gjaldanna eigi einhvern rétt. Þetta
þarf að laga.
Mikill seinagangur
Það hefur sigið hægt á
ógæfuhliðina í þessu efni og hefur á-
standið aldrei verið eins slæmt og á
þessu ári. Oft þarf að bíða vikur,
jafnvel heilan mánuð, eftir afgreiðslu
á þinglestri skjals, sem ætti ekki að
taka nema nokkrar mínútur að af-
greiða eða í mesta lagi dagstund,
þannig að skjal afhent í dag, væri í
síðasta lagi tilbúið á morgun.
Embætti
yfirborgarfógeta
Embætti yfirborgarfógeta i
Reykjavík annast margvisleg störf.
Má þar fyrst nefna þinglestur skjala
svo sem afsala og skuldabréfa, út-
gáfu veðbókarvottorða og öll þau
mörgu störf, sem unnin eru í af-
greiðslusalnum. Einnig eru svo störf
við fjárnám, uppboð, búskipti og
fleira, sem fógetarnir vinna á skrif-
stofum sínum eða úti í bæ.
Fyrst skipti ég við embætti fógeta
fyrir tæpum aldarfjórðungi. Það var
þá til húsa að Tjarnargötu 4, í húsi
Steindórsprents hf. Þarna var allt að
ytra útliti með fátæklegum brag, en
störf gengu þó fljótt og vel.
Á skrifstofu sjálfs yfirborgar-
fógeta voru orðræður stuttar. Þegar
skuldari var kominn inn úr dyrunum,
sagði fógeti: „Borga.” Og þegar
greiðslan lá í kassanum, kallaði
fógeti: „Næsti,” þótt fyrri greiðandi
væri varla staðinn upp úr stólnum.
Það virtist ekki trufla þessi fljótu af-
greiðslustörf að þakið var lekt og
stóð oft lekafata á miðju gólfi áskrif-
stofu yfirborgarfógeta til að taka við
vatni, sem kom i gegnum sprungur í
loftinu.
Við þinglestur skjala var ekki
meiri glæsileiki yfir húsakynnum.
Göt voru á trétexi í veggjum og mátti
sjá inn í næstu herbergi. Þinglýsing-
ardómari stóð við vinnuborð sitt. Þar
var löngu komið gat á gólfdúkinn,
sem ekki hafði verið gert við árum
saman. Jafnvel steingólfið var byrjað
að láta undan og nokkur hola komin,
þar sem Ólafur Pálsson, þing-
iýsingardómari, sneri sér í ýmsar
áttir.
Ekki tafði þetta fijóta afgreiðslu
t.d. afsala, skuldabréfa og veðbókar
vottorða. Einnig var allt þarna unnið
af mikilli samvizkusemi. Þing-
lýsingardómari var oft þarna á
kvöldin eða fram á nætur við störf
sín. Ef gallar voru á afsali, þótt litlir
væru, kom athugasemd, sem oft
mátti fella undir vísindastarfsemi.
Saml var teflt þarna á tæpasta
vað. Þinglýsingarbækur voru
óvarðar fyrir eldi, þar sem engin eld-
traust skjalageymsla var þarna.
Ríkissjóður lagði ekki i þann
kostnað, sem því var samfara að út-
búa hana. Tjónið hefði líka lent á al-
menningi með ómældum óþægindum
og varla hefði ríkissjóður talið sig
skulda nokkrum bætur i þessu sam-
bandi.
Undirritaður spurði á þessum
árum Ólaf Pálsson þinglýsingar-
dómara, hvernig færi, ef allt skjala-
safnið eyðilegðist i eldi, sem ekkcrt
var gert til að forða. Hann hugsaði
sig um nokkra stund, en svaraði svo:
^ „Það virðist einungis hugsað um að ná
inn gjöldunum en ekki að greiðandi gjald-
anna eigi nokkurn rett.”
Kjallarinn
Lúövík Gizurarson
,,Ég vildi ekki vinna hérna fyrst á
eftir.”
Betra húsnæði
Svo kóm að embætti fógeta flutti
úr Tjarnargötu í betra og öruggara
húsnæði við Skólavörðustíg. Fyrst
var flutt í fyrra húsnæði lnn-
flutningsskrifstofunnar og síðan
þaðan yfir götuna í hús Sparisjóðs
Reykjavíkur og nágrennis. Þarna eru
þó eldtraustar skjalageymslur.
Nýja húsnæðið er að ytra útliti
með sérstökum glæsibrag. Peninga-
musteri Sparisjóðsins er allt úr tekki
og gleri. Gólf eru lögð skrautsteini.
En þá er lika allt upp lalið.
Þegar komið er upp á 2. hæð í
skrauthöll Sparisjóðsins á almenna
afgreiðslu fógeta, er eins og alli
mannvit hafi frosið fast. Þar er
enginn hlutur manni bjóðandi og á
þetta jafnt við um þá afgreiðsluhætti
sem almenningi eru boðnir þarna upp
á og það vinnuskipulag, sem starfs-
fólkið verður að sætta sigvið.
Nú má um þetta ræða frá ýmsum
hliðum, en til þess aðgera langa sögu
stutta vil ég koma með einfalda
tillögu. Með því að fjölga starfsfólki
nægilega og setja þarna tvær vaktir,
má auðveldlega koma hlutum þannig
fyrir, að öll skjöl afhent í dag, verði
tilbúin næsta morgun í síðasta lagi.
Seinni vaktin færi ekki heim, fyrr en
allt væri afgreitt og starfsfólk kæmi
að hreinu borði á hverjum morgni.
I þessu efni er á engan hátt víð
núverandi starfsfólk að sakast. Það
getur ekki án þess að fjölga fólki
komið afgreiðslu þarna í rétl horf. I
þessu sambandi vil ég benda á, að
þetta þarf ekki að slranda á skorli á
le. < ■ jiiUlkoi > fogei.i hefur á þessu
aii gi lið rúmlega 20.000 kvittanir
Þes-i i.ila gelui lanð i 30.000 á
þessi ári. Ef tekið væri kr. 1000 í
gjald til viðbótar á hverja kvittun
með einhverri smávegis gjalda-
hækkun, gefur það ríkissjóði kr.
30.000.000 á ársgrundvelli. Það er
meira fé en þarna þarf til að koma
öllu í lag. Einnig má benda á það, að
margur verður fyrir verulegu tjóni,
þegar hann fær ekki sæmilega og
fljóta afgreiðslu og þarf að biða.
Þetta kostar margan fijótt nokkur
þúsund kr. i vinnutapi og öðrum
óþægindum. Hér er ekki verið að
spara heldur sóa fé og tíma al-
mennings.
Ómakleg gagnrýni
Stundum er kvartað yfir seina-
gangi dómsmála. Þessi gagnrýni á þvi
aðeins rélt á sér að vcitt sé nægi-
legu fjármagni til starfsmannahalds,
þannig að skortur á starfsliði komi
ckki i veg fyrir að þjónusta sé með
þeim hraða, sem allir eiga rétt á.
I.úðvík Gizurarson.
JÓNPÉTURS-
S0N0GJÓNA
Jón Pétursson renndi upp að hús-
inu á heimilislödunni. Aftur i bílnunt
voru tveir niðursagaðir kindaskrokk-
ar i plastpokum. Jón Pétursson tók
skrokkana og rogaðist með þá inn i
húsið. Þcgar hann var að loka úti-
dyrahurðinni á cftir sér kom kona
hans, Jóna Jónsdótlir, Iram úr eld-
húsinu og þcgar hún sá skrokkana
sagði hún: ,,Hvar i ósköpunum ætlar
þú að koma þessu t'yrir?” „Það
verða einhvcr ráð með það,” sagði
.lón og glotli.
Sumir eru
skítblankir
Jón Pétursson og Jóna kona hans
eru þannig manneskjur að allt þeirra
æði er til sérstakrar fyrirmyndar. Þau
eru duglcg, hciðarleg og vel gefin.
Þau hala komið sér vcl fyrir, eru í
góðu húsnæði, eiga nýja l.ödu og
allan venjulegan búnað sem gerir lil'ið
bærilegra.
Jón Pétursson er opinber slarfs-
maður i hærri lögum launakcrfisins.
Laun hans á siðasta ári voru um 4
milljónir króna en vegna dugnaðar
og útsjónarsemi voru þau hjónin 10
milljón króna fólk á skatlskýrslunni.
Það er ekki verkefni okkar hér að
skýra nánar frá þvi hvernig 6 milljón-
irnar komu inn en það má þó taka
það l'ram að þar er ekki um neinar
ólöglegar leiðir að ræða heldur ein-
ungis dugnað og útsjónarsemi í sam-
bandi við aukavinnu og störf utan
vinnutima.
Það eru mörg 10 milljón króna
hjón, eins og Jón og Jóna, sem eru
skítblönk árið um kring. En Jón og
Jóna eru ekki af þeirri gerðinni. Þau
vita nákvæmlega hvað þau eru að
gera. Þess vegna blómstrar allt hjá
Slengdi sér
á kjörstað
.lón og Jóna eru ekki pólitisk i
vcnjulegum skilningi. Þau standa
utan flokka en þau segja samt ekki
eins og margir urn pólitikina. „Það cr
alveg sama hvcrjir stjórna. Það er
sami rassinn undir þeini öllum.”
Jón og Jóna vita betur. Þau vita að
þcir scm ekki fylgjast mcð pólilikinni
missa af núklurn möguleikum til að
hagræða tnálum sinuni á skynsam-
lcgan hátl. Pólitik cr kannski leiðin-
leg og þreytandi en það borgar sig
beinlinis að fylgjast með henni.
Það var þess vegna mikið raunsæi
þcgar Jón og Jóna settust niður fyrir
siðustu kosningar og alhuguðu horf-
urnar. Eins og áður sagði voru þau
Jón og Jóna ópólitisk og þau settusl
ckki niður til að gera upp hug sinn
gagnvart flokkunum. Þau kusu ekki
alltaf og í þetla skipti voru þau helst á
því að sitja heima. Raunar guggnaði
Jóna á kjördaginn og slcngdi sér mcð
vinkonu sinni á kjörstað og kaus
Vilmund en það er nú önnur saga.
10 milljóna
fólkið
En það sem Jón og Jóna spáðu ír
mcð tilliti til kosninganna, var það
hvernig efnahagsmálin yrðu rekin að
þeim loknunt. Og hvernig þau sem 10
milljón króna fólk gætu hagnýtt sér
það pólitiska ástand sem þá
skapaðisl.
Þcgar skoðanakannanir og annað
benti eindregið lil sinslri sveiflu vissu
þau strax hvernig taka ætti á málun-
um. Þetta vissu þau \egna þess að á
dögum síðustu vinstri stjórnar niisstu
þau að mestu af tækifærinu og nú
ælluðu þau ekki að brenna sig á þvi
sama.
Kjallarinn
Hrafn Sæmundsson
Þau vissu að vinslri stjórn myndi
trúlega lcggja á þau einhvcrjar álögur
en það var auðvell að vinna það upp
með réttri fjárfestingu.
Það verður að gela þess að Jón og
Jóna állu 4 börn sem nú eru á ungl-
ingsárum. Þetta var sem sagt stór og
þurftarmikil fjölskylda. Á þessu æll-
uðu þau hjón nú að græða þó undar-
legt kunni að virðast.
Hálf milljón
í lausu.
Þau byrjuðu á þvi að selja is-
skápinn. Raunar hafði það staðið til
lengi en þelta var litill skápur, ætl-
aður til geymslu á mjólk-og fram-
leiðslu á klaka. Nú gátu þau komið
skápnum i verð og keyptu sér í stað-
inn frystiskáp af stærstu gerð. i
þessum skáp var hægt að koma fyrir
miklum matvælum auk mjólkurinn-
ar. Þau þurftu ckki að kaupa frysti-
kistu af þvi að þau áttu hana og þau
höfðu haft framsýni til að kaupa
stærstu kistu sem vará markaðinum.
Nú \ar bara að bíða og sjá til með
hina pólitisku þróun. Og dæmið gekk
upp. Það kom vinstri stjórn og þá
vissu þau hjónin, Jón og Jóna, að
stutt yrði í veisluna.
Meðan á stjórnarmyndunarvið-
ræðum stóð kláraði fjölskylda Jóns
Péturssonar þaðsem eftir var i gömlu
kistunni og þegar Ólafur fór til
Bessastaða var Jóna að affrysla kist-
una og þurrka hana að innan. Jón
Pétursson útvegaði á mcðan lausalc.
Og um það leyti sem fyrsti rikis-
stjórnarfundurinn var haldinn var
hálf milljón í lausu heima i eldhús-
skápnum hjá þeim Jóni og Jónu og
möguleikar.að útvega meira.
Inn í Hagkaup
Þau höfðu rciknað dæmið rétt.
V'eislan byrjaði á réttum tima og Jón
og Jóna keyrðu á l.ödun íi inn i Hag-
kaup mcð hállu milljónina og völdu
veislumatinn. Það var ótrúlega mikið
sem fékksl fyrir þessa hálfu millj. af
smjörinu og kjötinu. Og öll fjöl-
skyldan var heilan dag að koma ntal-
vælunum lyrir á sent hagkvæmastan
fiokkapólitíkinni. Hún hafði kosið
V'ilmund og hún taldi ekki neina
Irvggingu fyrir þvi livað veislan stæði
lengi.
Tvöfaldur vodki
Um næstu helgi fengu hjónin sér i
glas.
Á slikum stundur.i losnar um mál-
beinin og Jón og .lona skemmlu sér
vel. Þcgar liðið var á kvöldið sagði
.lón allt i einu: „Við reiknuðum þetta
rélt. Tvær milljónir sent fjárfcstar
eru i matvælum núna eru betri fjár-
festing cn í nokkurri stcinstcypu eða
rikisskuldabréfum. V'ið erum
kannski ekki hlynnt vinstri stjórnum
en þær skilja lika eftir opnar dyr fyrir
þá sem eiga pcninga. Venjulcgir fá-
læklingar, sem enga peninga eiga,
geta ekki notfærl sér þessar veislur á
réttan hált."
Og hjónin héldu áfram að
skemmta sér. Þetta var duglcgt og
heiðarlegl fólk sem hafði aðeins
notað skynsemi sina lil að setja undir
lckann meðan vinstri sljornin gekk
vfir.
Þau vissu mætavel að íslensk
stjórnmál satnanstanda al góðum
veislum og svo timburmónnum á
^ „Tvær milljónir sem fjárfestar eru í mat-
vælum núna eru betri fjárfesting en í
nokkurri steinsteypu eöa ríkisskuldabréfum.”
A „Við erum kannski ekki hlynnt vinstri
w stjórnum en þær skilja líka eftir opnar
dyr fyrir þá sem eiga peninga. Venjulegir fá-
tæklingar sem enga peninga eiga geta ekki
notfært sér þessar veizlur á réttan hátt.”
hatt í frystikistunni og i isskápnum.
Og það var líka ótrúlegt hvað hægl
var að koma miklu fyrir.
Jóna hafði nú tekið við stjórninni i
sambandi við landbúnaðarvörurnar
og fór eðra fcrð i Hagkaup. Jón var
hins vegar farinn að smiða i híirinu í
þessari vinstri stjórn var nelnilega
veisluauki. Öll n-atv.eh lækkuðu
mikið og þeaar upp var staðið voru
komnar tveggja ára birgðir af grunn-
matvælum i búrið.
Allt þetta klaraðist á vikunni. Það
var aðallega Jóna sem vildi flýta hlut-
unum. Hún var raunar meira inni í
milli. Og þeir sem hugsa um stjórn-
mál af raunsæi geta komist fram hjá
mörgum crfiðlcikum sem hinir lenda
í sem hafa enga fyrirhyggju og éta
upp hvcr cftir öðrum þá blekkingu að
hið þrautleiðinlega dægurþras og
pólitik komi þeim ekkert við.
Meiri vitlcysa er ckki til, hugsuðu
ágætishjónin .lón Pétursson og Jóna
Jónsdöttir, þegar þau báðu þjóninn
að færa sér tvöfaldan vodka i engi-
fer, þrált fyrir að vinstri stjórnin
hafði þá þegar hækkað áfengið.
Hrafn Sæmundsson
prentari.