Dagblaðið - 24.09.1979, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 24.09.1979, Blaðsíða 32
„Grásleppan er úrvals fóður” — stóra málið nú er betrinýting — segir Guðmundur Lýðsson, formaður Samtakagrá- sleppuhrognafram- leiðenda „Samtök okkar voru stofnuð til þess að vernda grásleppukarlana fyrir rikisvaldinu,” sagði Guðmundur Lýðsson, á Blönduósi. Guðmundur er formaður Samtaka grásleppu- hrognaframleiðenda. „Stóra málið nú er betri nýting á grásleppunni og ber þar hæst mögu- leikann á því að selja grásleppuna i fóður handa kúm og holdanautum í Danmörku,” sagði Guðmundur. Hann sagði, að það væri grátlegt að þurfa að henda miklu af grásleppu á hverri vertið þar sem hrognin ein væru aðeins hirt. Rannsóknir hafa sýnt að grásleppan er hið bezta fóður fyrir nau'tgripi. ,,Við höfðum 80% af heimsmark- aðnum fyrir grásleppuhrogn fyrir tveim árum,” sagði Guðmundur. Hann kvað þessa mynd því miður hafa breytzt og kynni hún að breytast enn meira grásleppukörlum í óhag. Þar kæmi tvennt mjög greinilega til. Hér hefði verið slæm grásleppuver- tíð síðastliðið vor, meðal annars vegna ísalaga á verulegum hluta góðra grásleppumiða við Norð- austurlandið. Þá benti margt til þess, að grásleppustofninn væri að minnka. Meiri sókn annars staðar á landinu jók þó heildarútflutnings- verðmætið. Loks kæmi það til, að Kanada- menn væru að ryðja sér til rúms á hrognamarkaðinum. „Markaðsnýt- ing og markaðsöflun er vandasamt verk. Það er okkar skoðun, að ekki hafi verið haldið nægilega vel á þeim málum af hálfu útflytjenda,” sagði Guðmundur Lýðsson. „Staðan i hagsmunamálum grásleppukarla knýr meðal annars á um betri nýtingu aflans, svo sem verkun og sölu á fiskinum öllum.” í samtökum grásleppuhrognafram- leiðenda eru nú 130—140 menn. Út- flutningsverðmæti grásleppuhrogna árið 1978 var um 900 milljónir. Með því, sem hér var unnið, losaði afla- verðmaetið milljarð króna í fyrra. Í ár verður heildarútflutningsverð- mætið um 13 hundruð milljóna króna, þrátt fyrir aflabrest vegna hafiss. Allt sem veiðist hér hefur til þessa selzt. Meðal annars vegna undirboða Kanadamanna á okkar míjrkuðum í Danmörku og Þýzka- landi hefur hlutfall okkar á heims- markaðnum orðið heldur lakara en þegar það var bezt. 1 ár verður það sennilega um 60% af markaðnum. Nú fara fram markaðskannanir i Japan og Ástralíu fyrir grásleppu- hrogn héðan frá íslandi. Þáeru mjög áhugaverðar kannanir á betri nýtingu grásleppunnar. Til þessa hafa hrogn- in verið hirt en nærri öllum fiskinum fleygt. - BS Saad al Faisal prins af Sádi-Arabíu hélt heimleiðis á laugardaginn eftir þriggja vikna dvöl á Íslandi. Lét hann vel af veru sinni hér og hafði víða farið — norður og austur um land, til Vest- mannaeyja og víðar. Með prinsinum hér á myndinni — fyrir framan einkaþotuna — er frændi hans, ungi sheikinn Thalawi, sem kom til að heimsækja frænda sinn i þessu undarlega landi. Þcir sem komust nærri prinsinum og fjölmcnnu fylgdarliði hans létu vel af alþýðleika þessara tignu gesta. Prins Faisal var til i að ræða við hvern þann, sem gaf sig á tal við hann, en færðist jafnan mjög undan því að ræða allt sem hann gat flokkað undir stjórnmál, þar með talin olía. -ÓV/DB-mynd: Magnús Hjörleifsson. Tignir gestir snua heim: GERIENGAR ATHUGASEMDIR —segir Albert um frétt DB um ákveðið framboð hanstilforseta Albert Guðmundsson alþingis- maöur (S) hefur enn ekki gefið út á- kveðna yfirlýsingu um framboð sitt i forsetaembætti á næsta ári en hefun ekki heldur afneitað fréttum af ákveðnu framboði hans. Það fram- boð mun nú ákveðið, jafnvel þótt svo fari að dr. Kristján Eldjárn bjóði sig fram í fjórða sinn. Eins og DB skýrði frá sl. fimmtudag hefur Albert nú hafizf handa við að afla fylgis i framboðið og m.a. orðið vel ágengt í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. „Ég er svo nýkominn erlendis frá, að ég hefi ckki komizt yfir að lesa blöðin sem út hafa komið, en eins og fréttin i DB var lesin fyrir mig í síma, þá sé ég ekki ástæðu til að leiðrétta neitt í henni,” sagði Albert í samtali. við DB. -BS/ÓV. Búlgaría: íslenzk stúlka fórst Ung íslenzk stúlka, 19 ára, fórst á ferðamannaslóðum i Búlgariu á laugardaginn. Hafði hún dvalið ytra ásamt öðrum íslenzkum ferðamönnum um hrið, og var væntanleg heim á morgun. Vegna sambandsleysis við Búlgariu hefur gengið mjög erfiðlega að fá nánari upplýsingar um slysið, svo sem með hvaða hætti það varð nákvæmlega. íslenzka utanrikisráðuneytið mun væntanlega gangast í málið í dag. -í*s- Ökuferðin endaði á Ijósastaur - og síðan í Steininum Rétt eftir miðnætti i nótt var ekið á Ijósastaur á Miklatorgi. Grunur lék á um að Bakkus hefði þar verið með í för og eftir að meiðsli ökumanns höfðu verið könnuð lyktaði yfirheyrslum svo að ökumanni var stungið i Steininn. Þar var hann í nótl og átti framhaldsrannsókn að fara Iram í morgun. -A.Slv Gátu illa leynt þjófa- svipnum — ogáþeimfundust stolin veski Tveir menn gistu hjá lög- reglunni i nótt, grunaðir um þjófnað. Mennirnir vöktu grun lögreglumanna við Slippinn i gær og er að var gáð reyndust þeir vera með tvö veski sem þeir áttu ekki sjálfir. Er haft var samband við eiganda annars veskisins kom í Ijós að brotizt hafði verið inn i íbúð hans við Ægisgötu. Er málið núírannsókn. -A.St. Rakleitt inn á aðalbraut Hörkuárekstur varð milli tveggja bíla á mótum Sundagarða og Kleppsvegar á fimmta tíman- um á sunnudaginn. Bíl var ekið suður Sundagarða og rakleitt inn á Kleppsveginn. Þar var bíll á austurleið og lenti sá er Sunda- garða kom í hlið hans. Farþegi i þeim bil meiddist og var fluttur í sjúkrahús en ökumaður slapp svo og fólk er Sundagarða kom. Skemmdir urðu töluverðar á bíl- unum. -ASl. PRINS FAISAL 0G SHEIKINN THALAWIKVEÐJA ÍSLAND frjálst, óháð daghlað MÁNUDAGUR 24. SEPT. 1979. Harmleikur í Ölfusá við Selfoss: Maður drukkn- aðiogannar bjargaðist við illan leik Nú er talið fullvist að ungur maður, Rúnar Már Jóhannsson, öldutúni 16 í Hafnarfirði, hafi drukknað er kajak hans hvolfdi i straumiðu í Ölfusá, lið- lega 100 metrum ofan við brúna á Sel- fossi, síðdegis á laugardag. Kajak félaga hans, Péturs Th. Péturssonar frá Hafnarfirði, hvolfdi þar einnig, en honum tókst að hanga á kajaknum og berast með honum niður að klöppunum við kirkjuna, smáspöl neðan við brúna. Þar komst hann upp af eigin rammleik, en orðinn mjög þjakaður. Þeir félagar lögðu upp við Sogsbrúna í Þrastarlundi og ætluðu eitthvað niður eftir ánni, sem er mjög vatnslítil og köld nú. Fyrir um það bil ári var þaul- reyndur kajaksiglingamaður einnig hætt kominn á þessum slóðum. Strax og lögreglunni á Selfossi bárust fréttir af atburðinum var skipulögð umfangsmikil leit að Rúnari Má. Björgunarsveit syFÍ á staðnum leitaði árbakkana til sjávar, léitað var á bátum á ánni og flogið lágflug upp og niður ána. í morgun hafði leitin engan árang- ur borið. Rúnar Már var 31 árs. Hann lætur eftir sig konu og tvær ungar dætur. - GS Ekið á tvo gangandi vegfarendur við Akureyri: Stúlka fórst og ungur maður stórslasaðist 16 ára stúlka, Elva Guðmunds- dóttir, Tjarnarlundi 13 E á Akureyri, beið bana í umferðarslysi laust fyrir klukkan 2 aðfaranótt laugardagsins. 21 árs maður liggur þungt haldinn á gjörgæzludeild Borgarspítalans i Reykjavik eftir sama slys. Þau voru fótgangandi á þjóðvegin- um í Kræklingahlíð, skammt frá Gler- árþorpi, á heimleið af dansleik i Hlíðarbæ. Kom þá fólksbíll á sömu leið og ók á þau tvö, en stúlka, sem var einnig með þeim, slapp. Elva mun hafa látizt sam- stundis. Ökumaðurinn segist ekki hafa séð fólkið fyrr en rétt i þann niund að hann ók á það. Var hann allsgáður. U'ngi maðurinn er svo mikið slasaður að læknar fjórðungssjúkrahússins töldu öruggara að senda hann flugleiðis á gjörgæzludeild í Reykjavík. -GS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.