Dagblaðið - 24.09.1979, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 24.09.1979, Blaðsíða 17
16 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1979. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Tim Dwyer missir hér af knettinum í leik Vals og Fram um helgina. DB-mynd-Árni PálL Celtic með ör- ugga forystu Celtic heldur enn öruggri forystu i skozku úrvalsdeildinni eftir mjög góöan sigur á Aberdeen á útivelli um helgina. Gordon Strachan skoraði fyrir Aberdeen snemma í leiknum og útlitið virtist allt annað en bjart hjá Celtic er Tommy Burns var rekinn af leik- velli á 33. mínútu. Með aðeins 10 menn bjuggust flestir við að Celtic reyndi að forðast stærra tap og leggjast í vörn. Sú varð þó ekki raunin og í síðari hálf- leiknum sneri Celtic vörn í sókn svo um munaði. Fyrst jafnaði Roy Aitken metin og síðan tryggði Tommy Doyle þeim sig- urinn með fallegu marki skömmu fyrir leikslok. Morton notaði sér tækifærið úr því að Aberdeen tapaði og skauzt upp i 2. sætið í deildinni. Andy Richie skoraði fyrsta mark leiksins gegn Kilmarnock úr vitaspyrnu og siðan bættu þeir Joe McLaughlin og Bobby Thomson við mörkum. Ian Gibson skoraði eina mark Kilmarnock. Rangers er heldur að taka við sér eftir afleita byrjun í haust. Þeir lögðu Dundee 2—0 en það þurfti tvö sjálfs- mörk til að bjarga málunum í síðari hálfleik. Við sigurinn komst Rarígers i 3. sætið. Úrslitin urðu annars þessi í Skotlandi: Aberdeen-Celtic 1—2 Dundee U-Partick 2—1 Hibernian-St. Mirren 0—2 Morton-Kilmarnock 3—1 Rangers-Dundee 2—0 Kaninn í Ármanni setti 70 stiga met — þegar Reykjavíkurmótið íkörfu hófst um helgina Greinilegl er að bandarísku leik-' mennirnir munu setja svip sinn á körfu- boltann í vctur eins og undanfarna vetur. Þegar er einn þeirra búinn að setja stigamet, skoraði 70 stig í gær. Þar var Ármenningurinn á ferðinni. Á laugardaginn náði hann rúmum sextíu stigum. Athyglisvert er að báðum þessum leikjum tapar Ármann en náði þó rúmlega hundrað stigum i hvorum leik. Það voru KR og Valur, sem komust klakklaust frá þessari fyrstu helgi í Reykjavíkurmótinu í körfubolta. Sigruðu í báðum sínum leikjum og hafa því fjögur stig hvort félag. ÍR og Fram eru með tvö stig en lestina reka Ármann og ÍS með ekkert stig. Leikur KR og ÍR á laugardaginn var vafalaust jafnbezti leikurinn og úrslit hans voru ekki ráðin fyrr cn á siðustu mínúlum. Er liðið var fram yfir miðjan fyrri hálfleik virtist KR búið að ná afgerandi undirtökum en ÍR-ingum tókst að saxa. á forskot þeirra ogstaðan í hálfleik var 46 gegn 45 stigum KR i vil. Siðari hálf- leikurinn var siðan lengst af jafn þar til undir lokin að KR tókst að tryggja sér sigurinn. Lokatölurnar urðu 99 stig gegn 89. Ekki bar mikið á Bandarikja- manninum i KR-liðinu framan af i leiknum. Ljóst er þó að þessi 2,10 m risi kann sitt fag og oft á tiðum sýndi hann snilldartakta í vörninni. ÍR-liðinu hefur bætzt liðsauki sem er Mark Christiensen sem i fyrra lék með Þór á Akureyri. Var hann mest á- berandi i ÍR-liðinu ásamt Kristni Jörundssyni. Annars gekk ÍR-ingum illa að loka vörninni og eins vantaði lilfinnanlega að leikmenn færu í frá- köst í sókninni. Áttu þvi KR-ingar auðveldan leik að ná þeim skotum, sem ekki rötuðu ofan í körfuna. Áhorfendur létu sig ekki vanta í Hagaskólann um helgina. Ljóst er að körfuboltinn er í stöðugri sókn hvað það varðar. Forráðamenn hans verða þó að gera sér Ijóst að auðveldara er að rifa áhugann niður en byggja hann upp aftur. Þess vegna þarf að sjá um að leikir gangi vel og hratt fyrir sig. Þriggja leikja tarnir eins og virðast eiga. að vera í Reykjavíkurmótinu eru ol langar. Ekki er ástæða til að lengja þær enn meira með þvi að láta liða rúmar luttugu minútur á milli leikja eins og raunin varð á í það minnsta á laugar- daginn. Að þessari gagnrýni slepptri er ekki ástæða til að ætla annað en körfuboltinn muni bjóöa upp á spennandi leiki í vetur og áhorfendur geta gert sér vonir um mikið af körfum. Vitað er að sum félaganna ætla að hafa ýmislegt til skemmtunar á heimaleikj- um sinum í vetur. Úrslit leikjanna um helgina. Fram — Ármann 102—90 Valur — ÍS 99—98 KR—Ármann 124—70 ÍR — ÍS 101—92 Valur—Fram 94—68 ÖG Haukar unnu Essó-bikarinn - sigruðu FH 27-26 í Firðinum í gærkvöld Það var að vanda mikil stemmning í íþróttahúsinu við Strandgötu í gær- kvöld þegar Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar leiddu þar saman hesta sína í keppninni um hinn eftirsótta Essó- bikar þar i bæ. Eftir mikinn barning og talsverða sveiflur tókst Haukunum að sigra 27—26 og var sá sigur sanngjarn ef á heildina er litið. I hálfleik var staðan 15—11 Haukunum í vil. FH-ingar mættu með þrjá nýja leik- menn til leiks í gær. Þá Pétur Ingólfs- son, fyrrum Ármenning, MagnúsTeits- son og Eyjólf Bragason, báða fyrrver- andi Stjörnur úr Garðabæ. í lið Hauka vantaði Þóri Gíslason og Þorgeir Haraldsson auk Gunnars Einarsonar markvarðar. Haukarnir byrjuðu leikinn mjög vel og á sama tíma gekk ekkert upp hjá FH. Knötturinn small í stöngum og slánni og áður en varði var staðan orðin 5—1 fyrir Haukana. Að vanda gekk þeim illa að halda þessari forystu og FH gekk á lagið og minnkaði muninn jafnt og þétt og jafnt var 10— 10. Þá kom dæmigerður Haukakafli. Allt keyrt á fullu í skamman tíma og staðan breyttist í 15—11 í hálfleik. Hörður Harðarson skoraði fyrsta Sigurður Sverrisson mark siðari hálfleiksins fyrir Hauka — staðan 16—11 en þá fylgdu fjögur FH- mörk i kjölfarið — 16—15. FH náði siðan að jafna 18—18 en þá tóku Haukarnir kipp á nýjan leik og komust í 22—18. Timinn reyndist ekki nægur fyrir FH til að jafna og Haukarnir stóðu uppi sem nokkuð öruggur sigur- vegarar í lokin. Annars er þetta athyglisvert með Haukana. Þeir taka yfirleitt stuttar rispur með allt á út- opnu og síðan er slakað á. Þegar and- stæðingurinn hefur náð að jafna er svo allt sett á fullt á nýjan leik. Þetta er hlutur sem Viðar Simonarson verður að reyna að lagfæra. Pétur ingólfsson var vafalítið sá leikmaður er mest kom á óvart í FH- liðinu og hann á eftir að verða þvi geysilegur styrkur í vetur. „Magnús og Eyjólfur voru minna áberandi en komust vel frá sínu. Mörkin skiptust þannig á milli manna: Fyrir Hauka skoruðu Hörður Haðarson 8, Andrés Kristjánsson 6 (hann lék aðeins fyrri hálfleikinn og átti frábæran leik) Árni Sverrisson skoraði 4, Stefán Jónsson, Júlíus Páls- son og Árni Hermannsson 2 hver, Svavar Geirsson, Guðmundur Haralds- son og Sigurgeir Marteinsson allir I mark hver. Fyrir FH skoraði Geir flest eða 7. Pétur Ingólfsson var með 6. Kristján Arason og Guðmundur Magnússon 3 hvor. Guðmundur Árni skoraði 4 mörk, Magnús Teitsson 2 og Eyjólfur Bragason 1. -SSv. VEGNA 1 árs afmælis verzlunarinnar bjóðum við eftirfarandi afslátt á öllum vörum: 10% gegn staðgreiðslu 5% á lánaviðskiptum FINLUX litsjónvarpstæki FISHER hljómflutningstæki TEC hljómflutningstæki TEC ferðaútvörp TEC ferðakassettutæki TEC útvarpsklukkur TEC ferðasjónvarpstæki COSINA myndavélar SIGMA linsur MAGNON 8 mm kvikmyndasýningarvélar SUNPAK leifturljós HOYA filterar þrífætur, Ijósmyndatöskur o. m. fl. s SJÖNVARPSBÚDIN BORGARTÚN! 18 REYKJAViK SlM> 27099 ’ mi DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1979. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir FLUGLEIÐIÍ Lækjargötu 2 og Hótel Esju Sími 27800. URVAL SamvinsmíArót ÚTSÍt íf v/Austurvöll # ■ x);, x, / 'nVs) 1• f Austurstræti 17 Sími 26900 . f 'U‘ Sími 26611 Austurstræti 12 Simi 27077 , DrOtlTai ir Gististaðir | Október: 27. 4 vikur ELTIMON Smáhýsi með j Nóvember: 25. 3 vikur 2 svefnherbergjum Desember: 16. 3vikur BRONCEMAR Janúar: 5—29 3vikur íbúðir með 1 svefnherbergi I Febrúar: 16. 3vikur LOSSALMONES Mars: 8—29 3 vikur íbúðir með 1 svefnherbergi i Apríl: 19 3vikur TINOCA Studioíbúðir VERÐ FRÁ KR. 251.000 Hópafsláttur og afsláttur fyrir börn ATHUGIÐ: FYRSTA BR IOTTFÖR 27. OKTÓBER I Pantið tímanlega Sólarfrí í skammdeginu suður á Kanarí, I l styttir vetur, styrkir sál og líkama. J Óvænt jafntef li Valsara — þegar Reykjavíkurmótið íhandknattleik hófst í Laugardalnum ígær Reykjavíkurmótið i handknattleik hófst í Laugardalshöllinni i gærdag með pompi og pragt og voru áhorfend- ur mun fleiri að þessu sinni en verið hefur á sama móti undanfarin ár. Er vonandi að handknattleikurinn sé að ná sér upp úr þeirri lægð sem einkennt hefur hann um nokkurt skeið. Fjórir leikir voru á dagskrá í gær og voru einkum tveir þeirra er vöktu athygli. Fyrst léku Valur og ÍR og eins og allir handknattleiksunnendur vita leika ÍR-ingar aldrei betur en gegn Val. Það var gamla kempan Stefán Gunnarsson, sem skoraði fyrsta markið í þessu Reykjavíkurmóti. Valsmenn leiddu síðan framan af leiknum, komust í 3-1 og síðan í 6-4 og 8-6 en f R náði að jafna 8-8 með marki Ársæls Hafsteinssonar. Þá komu þrjú Valsmörk i röð og staðan i hálfleik var 11-9 — Sigurður Svavarsson náði að minnka muninn úr vítakasti. Sami munur hélzt framan af síðari hálfleiknum og Stefán Gunnarsson kom Valsmönnum meira að segja í 15- 11. Bilið breikkaði ekki meira og nú tóku ÍR-ingar að saxa allsnarlega á for- skotið og þegar rétt rúmar 8 mín. voru til leiksloka höfðu ÍR-ingarnir komizt yfir — 19-18 með marki Bjarna Bessa- sonar. Valsmenn svöruðu þegar með tveimur mörkum — annað þeirra skoraði hinn stórhættulegi Gunnar Lúðvíksson, sem gekk yfir til Vals úr Gróttu. ÍR jafnaði enn en Valsmenn svöruðu aftur með tveimur mörfcum frá þeim Stefáni Gunnarssyni og nafna hans Halldórssyni. Það var síðan Bjarni Bessason, sem jafnaði fyrir ÍR með tveimur siðustu mörkum leiksins á lokaminútunni. Næst á eftir léku Fram og Víkingur — leikur sem beðið var með nokkurri eftirvæntingu. Það var aðeins framan af fyrri hálfleiknum að hinir ungu Framarar höfðu eitthvað í Víking að segja — síðan kom leikreynslan í ljós. Jens Einarsson á eftir að reynast Vik- ingum drjúgur i vetur. Hann byrjaði leikinn á að verja víti frá Theodóri Guðfinnssýni og Víkingur komst í 3-1 i byrjun. Fram tókst að jafna 4-4 með tveimur mörkum Hannesar Leifssonar í röð en siðan ekki söguna meir. Vík- ingur seig örugglega fram úr og leiddi 13-10 í hálfleik. Munurinn jókst síðan strax í 16-10 í upphafi síðari hálfleiks- ins og jafnt og þétt eftir það. Lokatölur urðu 27-17 Vikingi í hag. Þar á eftir léku Þróttur og Ármann. Þróttur hafði betur framan af og skoraði Sigurður Sveinsson bróður- partinn af mörkum liðs síns. Ármenn- ingar gáfust ekki upp og þeim tókst að komast yfir 12-10 í hálfleik. í síðari hálfleiknum batt Ólafur Jónsson saman vörnina hjá Þrótti og þeir sigu fram úr og sigruðu 18-16 að lokum. Síðasti leikur dagsins var á milli KR og Fylkis. KR-ingar fengu þar afar óvæntan skell og töpuðu 19-27 fyrir 2. deildarliði Fylkis, sem virkaði með allra frískasta móti og greinijegt að liðið verður ekki lengi í 2. deildinni meðslíkum leik. Næstu leikir í Reykjavikurmótinu verða leiknir á morgun og leika þá kl. 19 Valurog Þróttur. Að þeim leik lokn- um leika Víkingur og Fylkir og þá Fram og Vikingur í kvennaflokki. - HJ / hsím / SSv. Benfica á toppnum Benfica leiðir nú portúgölsku 1. deildina eflir góðan sigur á Guimaraes um helgina — 4-0. Benfica hefur hlotið 9 stig úr 5 umferðum og markataian er 15-1. Úrslil i Portúgal urðu þannig: Benfica — Guimaraes Rio Ave — Porto Boavista — Sporting Espínho — Belenenses Braga — Estoril Setubal — Beira Mar Portimlnese — Uniao Leiria Efstu liðin eru þessi: Benfica Porto Belenenses Sporting Braga 4-0 3-1 2-2 l-l 0-0 0-0 1-1 5 4 10 15-1 9 5 4 10 14-2 9 5 2 3 0 5-3 7 5 3 1 1 11-4 7 5 3 11 8-S 7 Fjórtán mörk á Italíu! Markaskorunin í itölsku 1. deildinni tók geysileg- an kipp um helgina, þ.e.a.s. ef miðað er við helgina þar á undan. Þá afrekuðu allir þessir dýru sóknar- menn ítala að skora 6 mörk í 8 leikjum. Nú var hins vegar meira um mörk og okkur telst til að 14 mörk hafi verið skoruð í þeim 8 leikjum, sem fram fóru um helgina. Úrslitin urðu þessi: Bologna-Perugia 1—1 Cantanzaro-Juventus 0—1 Lazio-Fiorentina 2—0 AC Milan-Aveilino 1—0 Napóli-Cagliari 0—0 Pescara-Roma 2—3 Torino-Ascoli 1—0 Udinese-lnter Milan 1—1 Hamburger tapaði Kevin Keegan og félagar í Hamburger máttu á laugardaginn þola tap í Bundesligunni fyrir Frank- furt á útivelli. Borussia Dortmund trónir nú öllum á óvart i efsta sæti deildarinnar eftir ævintýralegan 5-3 sigur yfir Fortuna Dusseldorf. Úrslit í Þýzkalandi urðu þessi á laugardag: Kaíserslautern — Borussia 4-2 Bayer Uerdingcn — Braunschweig 2-1 Vfl Bochum — Hertha Berlin 2-1 Eintracht Frankfurt — Hamburger 3-2 Duisburg — Bayern Munchen 1-2 Bor. Dortmund — Fortuna Dusseldorf 5-3 1860Munchen —Stuttgart 1-1 Köln — Schalke 0 4 3-1 Werder Bremen — Bayer Leverkusen 1-1 Þetta var 7. umferðin i Bundesligunni og að henni lokinni er staða efstu liðanna þannig: Borussia Dortmund 7 5 11 17-9 11 Eintracht Frankfurt 7 5 0 2 14-7 10 Vfb Stuttgart 7 4 2 1 13-7 10 HamburgerSV 7 4 12 15-8 9 Bayern Munchen 7 3 3 1 10-7 9 Lokeren leiðir deildina Lokeren, lið Arnórs Guðjohnsen, trónir nú í efsta sætinu í belgisku 1. deildinni eftir sigur gegn Ant- werpen á útivelli um helgina. Úrslit í Belgiu urðu sem hér segir: FC Brugge — Winterslag 4-0 Charleroí — Molenbeek 0-1 Anderlecht — Hasselt 1-0 Waterschei — Berchem 1-1 Waregem — CSBrugge 1-1 Beveren — Lierse 0-0 FC Liege — Standard 1-1 Antwerpen — Lokeren 0-1 Beringen — Beerschot 1-2 Sem fyrr segir er Lokercn í efsta sætinu — með 11 stig. CS Brugge, Standard Liege, FC Brugge og Molenbeek hafa öll 9 stig að loknum 6 ieikjum. Mennea með gott hlaup Ítalinn Petro Mennea hljóp 100 metrana á 10,15 sekúndum á Miðjarðarhafsleikunum, sem lauk um helgina í Split i Júgóslavíu. Mennea varð langfyrstur i hlaupinu en landi hans Franco Lazzer varð annar á 10,33 sekúndum. Josip Alebic frá Júgóslavíu vann 400 metra hlaupið á 46,68 sek. Didier Dubois frá Frakklandi varð annar á 46,81 sek. og Roberto Tozzi (ekki beint gæfulegt nafn atama) varð þriðji á 47,02 sek. Grikkinn Moutsanas vann 800 metrana á 1:48,90 og aðeins þrir hlupu undir 1:50,0 sem getur varla talizt gott á slíku stórmóti. Hins ber þó að gæta að þama voru ekki neln veruleg stórveldi í frjálsum á ferðinni. King í efsta sætinu Englendingurinn Míchael King sigraði um heigina í heljarmiklu golfmóti, sem fram fór í Richmans- worth i Englandi. Hann lék 72 holurnar á 281 höggi — böggi á undan landa sinum Brian Waites. Fjöld- inn allur af þekktum kylfingum var þama á ferðinni en gekk upp og ofan. Gary Player lék á 286 og Bern- and Gallacher á 287. Peter Townsend var á 288 höggum ásamt tveimur öðrum og Sam Torrance lék á 290. Greg Norman frá Ástralíu kom inn á 290 höggum og Bill Longmuir, sá er lcíddi British Open eftir fyrsta daginn, lék nú á 291 höggi. Keegan enn verð- launaður Kevin Keegan var í gær útnefndur jafnbezti knattspyrnumaðurinn í vestur-þýzku Bundesligunni af dag- blaðinu Frankfurter Allgemeine. Keeg- an var alls kosinn 10 sinnum bezti „maður leiksins” á sl. keppnistimabili — þrisvar oftar cn næstu menn, sem voru Erich Beer í Hertha Berlin og Klaus Allofs i Fortuna Diisseldorf. Fyrir vikið fékk Keegan mynda- tökuútbúnað og fleira í þeim dúr auk ávisunar upp á 1250 sterlingspund. Þetta var i fjórða skiptið sem þessi verðlaun voru veitt og á undan Keeg- an höfðu þeir Júrgen Grabrows’ki, Bernd Hölenbein og Hansi Múller fengið þau. íþróttir

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.