Dagblaðið - 24.09.1979, Blaðsíða 14
14
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1979.
Silfurkórinn—Rokk Rokk Rokk
SILFURKÓRINN UPP Á
Silfurkórinn— ROKK ROKK ROKK
Útgefandi: SG-hljómpJötur (SG-122)
Tónmeistari: Magnús Ingimarsson
Teeknimaður: Sigurður Ámason
Hljóöritun: Tóntœkni, 1979
HLJÓMPLÖTU-
UMSAGNIR
sm
BEZTA
Þriðja breiðskifan sem Silfur-'
kórinn sendir frá sér er jafnframt sú
bezta til þessa. Eins og nafnið bendir
til hefur hún að geyma rokklög —
fjörutíu talsins sem skipt er í átta
syrpur. Þær eru nokkuð misjafnar að
gæðum. Bezt tekst Silfurkórnum upp
í melódísku syrpunum, sizt eru hröðu
og hráu rokklögin. Enda hygg ég að
lög á borð við þau sem Little Richard
gerði vinsæl fyrir rúmum tuttugu
árum hafi ekki verið samin með það í
huga að blandaður kór ætti nokkurn
tíma eftir að taka þau upp á arma
sína.
Þetta vandamál hefði auðveldlega
mátt leysa með því að fá einhvern
hressan rokkara til að syngja
einsöng, til dæmis í fjórðu syrpunni.
Kórinn hefði síðan getað séð um
raddir í viðlögum og þess háttar.
Magnús Ingimarsson útsetjari og
stjórnandi Silfurkórsins fer troðnar
slóðir í söngútsetningum sínum. Af
sölu fyrri Silfurkórsplatna og
viðtökunum sem sú nýja hefur fengið
má draga þá ályktun að þær falli
fólki vel í geð. Hins vegar þætti þeim
sem þetta ritar gaman að heyra
eitthvað glænýtt á næstu plötu
Silfurkórsins.
Hljóðfæraleikararnir, sem leika
undir á plötinni Rokk, Rokk, Rokk
eru Tómas Tómasson, Þórður
Árnason, Ásgeir Óskarsson, Kristján
Guðmundsson, Gunnar Ormslev og
Rúnar Georgsson. Einnig kemur
Gunnar Þórðars. dálitið við sögu og
skreytir nokkur lög með gitarsólóum.
Hljóðfæraleikarar þessir standa sig
ágætlega í stykkinu. Hlutverk þeirra
er erfiðara en margan grunar vegna
tiðra lagaskipta.
í heild má segja um plötuna Rokk
Rokk Rokk að hún sé kærkomið;
eyrnakonfekt aðdáendum Silfur-j
'.kórsins.
-ÁT-
BJARKl TRYGGVASON ásamt hundi sínum á tröppum hallarinnar að Eyrar-
landsvegi 22 á Akureyri.
Plata Bjarka
erkominút
Hljómplata Bjarka Tryggvasonar,
Einn á ferð, er komin út. Níu
mánuðir eru liðnir síðan Bjarki hóf
að vinna að plötunni i Hljóðveri
undir stjórn Magnúsar Kjartans-
sonar.
öll lög plötunnar utan eitt eru
íslenzk. Eitt þeirra, Glókoll, gerði
Bjarki frægt fyrir mörgum árum er
hann söng með Akureyrarhljóm-
sveitinni Póló. Að þessu sinni flytur
hann lagið i gjörbreyttri útsendingu.
Fjöldi hljóðfæraleikara kemur
fram á plötunni Einn á ferð auk
Bjarka. Meðal þeirra eru Sigurður
Rúnar Jónsson, Björgvin Halldórs-
son, Björgvin Gíslason, Þórður
Árnason og Sigurður Karlsson. Út-
gefandi plötunnar er Hljómplötuút-
gáfan hf.
ChicagoXIII:
dræmt, en aftur á móti er breiðskifan
í sókn á vinsældalistum. Þeir aðdá-
endur Chicago sem ekki voru alveg
búnir að gefa upp vonina um að
hljómsveitin héldi áfram að skrapa
botninn^með^bragðdaufri framleiðslu
geta því tekið gleði sína. -ÁT-
Gömul hljómsveit
áuppleiðáný
Allur vindur virðist nú horfinn úr
þeirri músíklegu lægð sem hljóm-
sveitin Chicago hefur verið í undan-
farin ár. Lægð þessi náði hámarki
með plötunni Hot Streets sem kom út
i fyrra. Nýjasta plata hljómsveit-
arinnar, sú þrettánda í röðinni, gefur
fyrirheit um að veldi Chicago sé nú
að vaxa á nýjan leik.
Gítarleikarinn Donnie Dacus, sem
ráðinn var i Chicago eftir að Terry
Kath tapaði lifinu í rússneskri
rúllettu virðist hafa hleypt nýju blóði
í hljómsveitina. Þá hlýtur það einnig
að hafa haft nokkur áhrif á stil
Chicago að nýr upptökustjóri hefur
verið ráðinn til starfa. Sá er Phil
Ramone. Hann er meðal annars
kunnur fyrir störf sín með Paul
Simon og Billy Joel.
Þeir Dacus og Ramone voru
reyndar með á plötunni Hot Streets,
sem að áliti undirritaðs er ein léleg-
asta plata Chicago. Fleira hlýtur því
að koma til að hljómsveitin er farin
að blómstra aftur. Sennilega ræður
bættur starfsandi þar mestu. Hljóm-
sveitin tók sér langt frí eftir að Terry
Kath lézt og sá orðrómur komst á
kreik að hún ætti ekki eftir áð koma
saman aftur.
í viðtali við bandaríska tímaritið
Rolling Stone seint á síðasta ári
sögðu liðsmenn Chicago að þeir
hefðu allt eins verið að velta því fyrir
sér að leggja hljómsveitina niður. Við
það var þó hætt og að undanförnu
hefur Chicago verið á hljómleika-
ferðalagi um Bandaríkin.
Ef við snúum okkur að þlötunni
Chicago XIII, þáhefur hún að geyma
tíu lög. Ekkert eitt þeirra skarar
fram úr hinum, heldur er platan öll
jafn góð. Lag Donnie Dacus, Must
Have Been Crazy, hefur verið gefið
út á lítilli plötu. Það selst frekar
ISRAELSMENNHALDA
EKKINÆSTVEURO-
VISION SÖNGVAKEPPNI
ísraelsmenn hafa afþakkað að
halda næstu Eurovision-söngva-
keppnina. Svo sem kunnugt er sigr-
aði söngflokktir þaðan, Milk &
Honey, í síðustu keppninni, sem
haldin var 31. marz í Jerúsalem.
Hingað til hefur reglan verið sú að
næsta keppni sé haldin í heimalandi
sigurvegaranna.
Það voru einnig ísraelskir tónlistar-
menn sem báru sigur úr býtum árið
1978 og þess vegna fór keppnin fram
í Jerúsalem fyrr á þessu ári. Strax að
henni Iokinni bárust þær fréttir að
óvíst væri hvort ísraelsmenn treystu
sér til að halda keppnina annað árið í
röð. Slíkt er ákaflega dýrt fyrirtæki,
bæði tæknilega séð og einnig vegna
þess að ísraelsmenn urðu að vakta
listamennina sérstaklega vel, þar eð
hryðjuverkamenn hefðu annars reynt
að vekja athygli á málstað sínum með
sprengingum og mannránum.
ísraelsmenn létu engar skýringar
fylgja þeirri ákvörðun sinni að halda
ekki næstu söngvakeppni. Nú er
byrjað að leita að nýju landi sem vildi
taka næstu söngvakeppni upp á arma
sína. Augu manna beinast aðallega
að Spáni, vegna þess að listamenn
þaðan urðu í öðru sæti í keppninni í
ár. — Næsta Eurovision söngva-
keppni fer að öllu forfallalausu fram
17. maí á næsta ári.
Úr EXTRA BLADET
Friðrik og Hrófíur
gengniríBrunaim
Tveir nýir hljóðfæraleikarar eru.
gengnir til liðs við Brunaliðið. Friðrik
Karlsson hefur tekið við gitarnum af
Birgi Hrafnssyni og Hrólfur Gunnarsson
leikur á trommur í stað Jeff Seopardie.
Ferð Brunaliðsins um landið lauk
fyrir nokkru. Hljómsveitin starfar þó
áfram af krafti fram yfir næstu áramót
að minnta kosti.
Friðrik hefur i sumar leikið með
Ljósunum i bænum og ‘ verður
væntanlega með þeim áfram. Hrólfur
trommaði til skamms tíma með Kefla-
vikurhijómsveitinni Geimsteini.
Að sögn Jóns Ólafssonar hjá Hljóm-
plötuútgáfunni hf., er enn ekkert farið
að planleggja gjörðir Brunaliðsins á
næsta ári. Núgildandi starfssamningur
hljómsveitarinnar við útgáfuna gildir til
janúarioka næstkomandi.