Dagblaðið - 24.09.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 24.09.1979, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐK). MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1979. FORSTOFUHÚSGÖGN 3 breiddir LIPRA UNGLINGASKRIFBORÐ Húsgögn í úrvali BORÐSTOFUHÚSGÖGN Hagstœtt verð OPIÐ FÖSTUDAGA TIL KL. 7 LAUGARDAGA KL. 10-12 A mM AV A.GUÐMUNDSSON HF Húsgagnaverksmiðja Skemmuvegi 4, Kópavogi. Sími 73100. ISLENZK HÖNNUN SPÍRA SVEFNBEKKÍR fSLENZK LISTASMÍÐ 14 tegundir aj trukkum MODELBUÐIN SUÐURLANDSBRAUT12 50 tegundir afflugyélum so tegundir ufbílum Klugmenn Arnarflugs, sem áður slörfuðu hjá Vængjum, við sinn gamla vinnustað. Samgöngur við heilu byggðarlögin: Ekki í hendur braskara úr Reykjavík Ágústa Óskarsdóttir hringdi: Ég er ein af þessum árrisulu ,,bara” húsmæðrum þessa lands. Siðastliðinn vetur hafði ég éins og fleiri landsmenn mjög mikla ánægju af Morgunpósti útvarpsins. En þeir þættir sem fluttir hafa verið í vetur hafa verið heldur daufir og mér finnst að í þá vanti einhvern léttleika sem einkenndi þá áður. Sem dænti hefuf verið umfjöllunin um málefni Vængja, þ.e. úthlutun þeirra flugleyfa, sem félagið hafði til Arnarflugs. í þrem þáttum hefur verið fjallað um málið og það á mjög einhliða hátt. Fyrst var flutt viðtal viA Kristin Finnbogason forstjóra Iscargo (kraftaverkamanninn á fjármálasvið- inu sem skildi við Timann með tug- milljón króna skuld, og sem virðist ef til vill hafa verið milljón i viðbót sem ekki komst upp um fyrr en eftir að hann hætti). í næsta þætti fengu ráðherra og flugmálastjóri að svara þeim áróðri sem að þeim var beint í viðtalinu en fyrrverandi flugmenn Vængja, nú Arnarflugs og allir þeir sveitar- stjórnarmenn sem stóðu að meðmælum úlhlutunarinnar hafa aldrei verið spurðir. Í gær, 20.9. var svo viðtal við Hörð Guðmundsson forstjóra Arna á ísafirði, sem meðal annars kom með þá fullyrðingu að aöeins flokks- bræður ráðherra hefðu staðfest lausn þessa máls, þ.e. veitingu flug- leyfa Vængja. Nei, það voru ekki bara alþýðubandalagsmenn heldur menn úr öllum flokkum. Ég hef verið að velta fyrir mér hvers vegna stjórnandi Morgun- póstsins, Páll Heiðar Jónsson, fjallar um þetta mál á þennan einhliða hátt. Eða eiga þetta ef til vill að vera fram- haldsþæftir i Morgunpóstinum? Hvar er nú hlulleysi útvarpsins eða á Páll einhverra hagsmuna að gæta? Ég hcf búið úli á landi á stað sem Vængir flugu til en nu Arnarllug. Eg, eins og flestir ibúar þessara staða, er sannfærð um að nú sé að lokum að hilla undir að samgöngur við þessi byggðarlög komist á fastan og örugg- an stað, þótt um byrjunarörðug- leika hljóti alltaf að vera að ræða. Við þekkjum flugmennina orðið i gegnum árin og lílum mörg hver orðið á þá sem persónulega kunningja okkar þótt við þekkjum þá ekkert. Þeir vilja yfirhöfuð allt gera fyrir farþegana þó stundum hatl komið fyrir mistök hjá félaginu sem þeir unnu hjá, svo sem að áætlanir stóðust ekki. Það er sko örugglega ekki flugmannanna sök. Nei, samgöngur heilu byggðarlag- anna eiga ekki að vera í höndum landsþekktra braskara úr Reykjavík s.s. þjóðkunns skattakóngs og fyrr- verandi kraftaverkamanns hjá Iscargo. Það þýðir ekki fyrir þessa aðila að berja höfðinu við steininn með aðstoð Páls Heiðars. ATHUGASEMD VIÐFRÉTT Ari Jónsson, Sólbergi, skrifar: 1 Dagblaðinu 17. þ.m. er sagt frá árekstri tveggja bifreiða nálægt Laxamýri. Þarna rákust á Toyota- fólksbtll og vörubifreið. 1 frétt þess- ari var látið að því liggja að ökumaður ToyotabíTreiðarinnar hefði átt höfuðsök á árekstri þessum en staðreyndin er sú að ekkert hefur komið fram, sem bendir til óvarkárni af hans hálfu. Tildrög þessa hörmulega slyss munu vera þau að Toyotabifreiðin var á leið frá Akureyri til Húsavikur en vörubifreiðin að koma frá Húsa- vík á leið upp í Reykjahverfi. Bif- reiðarnar mætast svo við vegamót þar sem vörubifreiðin ætlar að beygja út af aðalveginum og af ein- hverri óskiljanlegri ástæðu virðist ökumaðurinn ekki hafa tekið eftir Toyotabílnum í tíma þvj_hann byrjar að bcygja yfir á vinstri vegarhelming í veg fyrir fólksbílinn, sem þó hlýtur að hafa verið kominn mjög nærri því bremsuför mældust ekki nema örfáir metrar þar til bílarnir skullu saman. Liklegast er að við stefnu- breytingu vörubilsins hafi ökumaður Toyotabifreiðarinnar farið að nauðhemla með þeirn afleiðingum að bifreið hans snárast til á veginum og lendir á vinstia framhjóli vöru- bilsins sem missir bæði framhjól við höggið. Ekki er ég i aðstöðu til að dæma - um þá hægu ferð sem sögð er hafa verið á vörubilnum, en ekki er á- stæða til að ætla að hraði hans hafi verið meiri en eðlilegt má telja, þó getur hann hafa verið nokkuð yfir því sem hægt er að kalla hæga ferð því þarna er um gleiða beygju að ræða sem auðvelt er að taka á töluverðum hraða, að minnsta kosti hafði hann nægan hraða til að kasta Toyotabif- reiðinni 10 metra til baka og renna síðan út af veginum þó framhjólalaus væri orðinn. Með þökk fyrir birtinguna. Alhugasemd blm. Þær upplýsingar sem umrædd frétt er byggð á eru fengnar hjá lög- reglunni á Húsavík. -DS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.