Dagblaðið - 24.09.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 24.09.1979, Blaðsíða 4
4 - 4 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1979.- DB á ne ytendamarkaði Húsnæðismálalánið sjálfsagða: MEÐ TVO PROSENT VOXTUM OG FULLRIVERDTRYGGINGU „Blessaður vertu, ég ræð alveg við þetta. íbúðin kostar 10 milljónir og svo kemur húsnæðismálalánið. 4 og þá eru bara eftir 4.6 milljónir Hversu oft höfum við el.ki hc>n setningar í átt við þessa? Húsnæðis- málalánið virðist í umræðum manna á milli bókstaflega detta af himnum ofan og engar áhyggjur þurfi af þvi að hafa. Engu er líkara en einhverjir menn banki upp á einhvern daginn með 5.4 milljónir í höndunum og bjóðist til að lána fólki. En er málið svona einfalt? DB sneri sér tl Skúla Sii'tirðssonar hjá Húsnæðismái siofnu. rikisii . Iiað hann fræða lesendur ógn nánai um húsnæðismálalán. Það sem Skuli sagði fer hér áeftir í endursögn. Hvað þarf til aðfálán? Þegar menn vilja fá húsnæðis- málalán verða þeir að sækja skriflega um það fyrir I. febrúar þess árs sem lánið á að greiðast út á. Sé um nýbyggingu húsnæðis að ræða er lánið miðað við þann tima er það verður fokhelt. Þegar húsið er fokhelt þarf að FYLGI- SK J ALALISTI Fyrir nýjar íbúðir: Vottorð um fjölskyldu- stœrö Vottorð um tekjur Fokheldisvottorð Teikningar. Fyrir gamlar íbúðir: Vottorð um fjölskyldu- stærð Vottorð um tekjur Kaupsamningur Sölusamningur ef á íbúð fyrir Vottorð um mögulegt líf- eyrissjóðslán Auk þess ef vafi er á um húsnæðið: Vottorð byggingarfull- trúa og heilbrigðisfulltrúa ásamt teikningum. VASKURINN VIST AÐ EIGIN VALI í grein hér á siflunni á fimmtudag gætti þess misskilnings afl í baflherbergisinnréttingum frá Inn- réttingahúsinu á Háteigsvegi væri vaskurinn smíðaður í um leið og inn- réttingin þannig að ekki væri hægt að fá hana smíðaða utan um hvaða vask sem væri. Þetta er ekki rétt. Inn- réttingarnar eru smiðaðar utan um þá vaska sem menn kjósa hverju sinni. í verðinu er innifalið spegillinn, höldurnar og lýsing. Að sögn fram- leiðanda er Innréttingahúsið hið eina sem selur innréttingar sínar með þessu þrennu. Lýsingin er bæði á andlit þess sem speglar sig og eins niður á vaskborðið. Þá er í þessum innréttingum sérstök innstunga fyrir bæði rafmagnsrakvél og hárþurrku. skila inn vottorði frá byggingar-. fulltrúa þar um. Einnig þarf að skila inn vottorði um fjölskyldustærð (fengið hjá manntalsskrifstofum eða bæjarstjórnum) og voltorði um tekjur (fengið hjá skattstofu). Lánin eru afgreidd í þeirri röð sem umsóknir og fokheldisvottorð berast inn í. Þegar búið er að fara yfir þær umsóknir sem berast Húsnæðismála- stjórn um lán er mönnum sent orð um það hvort umsókn þeirra er gild eður ei. Sé hún gild geta menn búizt við fyrsta hl. lánsins um það bil 2— 4 mánuðum eftir að húsið er orðið fokhelt, en það fer þó eftir fjárhag byggingarsjóðs. Lánið er greitt i þrem hlutum og þeim nokkurn veginn jöfnum. Sex mánuðir líða yfirleitt á milli fyrstu og annarrar greiðslu og aðrir sex á milli annarrar og þriðju greiðslu' Um lán út á gamlar íbúðir gilda ögn aðrar reglur. Fullt lán út á gamlar íbúðir er aðeins helmingur þess sem veitt er út á nýjar. Þannig en lán út á nýjar íbúðir 5.4 millj. á þessu ári en 2.7 milljónir mest út á gamlar. Þegar keyptar eru gamlar ibúðir þurfa þær að hafa samþykki byggingarfulltrúa til þess að þær séu lánshæfar. Hafi slíkt samþykki einu sinni verið veitt gildir það framvegis. Einnig þarf að liggja fyrir vottorð frá heilbrigðisfuIItrúa um að ibúðin sé íbúðarhæf. Hvenær er ekki veitt fullt lán? 1 mörgum tilfellum er ekki veitt fullt lán út á nýjar íbúðir Svo er til dæmis ef sá sem sækir um lánið á aðra íbúð fyrir. Til þess að fá lán verður hann fyrst að selja þá íbúð og ■4------------------m Flcstir þeir sem byggja treysta á hús- næðismálalánið til þess að ráða við bvgginguna. En oft er ekki veitt fullt lán. þá getur hann fcngið lán út á nýju ibúðina. Ekki er heldur veitt lán út á íbúð ef hún er að mati Húsnæðismála- stjórnar of stór fyrir fjölskylduna sem sækir um lánið. Til eru sérstakar reglur hjá Húsnæðismálastjórn um þetta og ættu menn að kynna sér þær áður en þeir leggja út í ibúðakaup. Svo dæmi sé tekið úr þessum reglum fær einstaklingur ekki fullt lán út á stærri ibúð í fjölbýlishúsi en 84 fermetra, ekki út á stærra ein- býlishús á einni hæð en 100 fermetra og ekki út á stærra einbýlishús á tveim hæðum eða raðhús en 114 fermetra. Fari hann fram úr þessari stærð skerðist lánið jafnframt og getur svo farið að hann fái alls ekkert lán. Þetta ákvæði gildir þó aðeins í þéttbýli. í sveitum er ekki talið fært að setja ákvæði um fjölskyldustærð en þar eins og i þéttbýli fær þó engin lánútástærra húsnæði en 150—160 fermetra. Afborganir Af húsnæðismálalánum eru greiddir 2% vextir en full verðtrygging. Verðtryggingin er ekki lögð við höfuðstólinn eins og gert er i vísitölulánum flestra lífeyrissjóða og banka heldur aðeins við af- borganirnar hvert sinn. Útkoman verður sú saman en greiðslubyrðin verður léttari fyrst en þyngist undir endann. Húsnæðismálalánin eru svonefnd Einhleypingur Fjölbýlishús Nettómál í m* 80- 84 85- 89 110-114 115-119 120-124 125-129 130 Hámarkslán í % 100 95 60 50 40 30 0 Elnhleypingnr Einbýlis- og raShús á tveimur hœSum eða fleiri Nettómál f m2 100-104 105-109 130-134 135-139 140-144 145-149 150 Hámarkslán í % 100 95 60 50 40 30 0 Einhleypingur Einbýlis- og raðhús á einni hæð Netiómál í m2 110-114 115-119 140-144 145-149 150-154 155-159 160 Hámarkslán í % 100 95 60 50 40 30 0 2-5 manna fjölskylda Fjölbýiishús Nettómál í m2 110-114 115-119 140-144 145-149 150-154 155-159 160 Hámarkslán í % 100 95 60 50 40 30 0 2-5 manna fjölskylda Einbýlis. og raðhús á tveimur hæðum eða fleiri. Nettómál í m2 125-129 130-134 155-159 160-164 165-169 170-174 175 Hámarkslán f % 100 95 60 50 40 30 0 2-5 manna fjölskylda Einbýlis- og raðhús á einni hæð Nettómál í m2 135-139 140-144 165-169 170-174 175-179 180-184 185 Hámarkslán í % 100 95 60 50 40 30 0 6-8 manna fjölskylda Einbýlis- og raðhús á tveimur hæðum eða fleirL FjöIbýlLshús Nettómál í m2 135-139 140-144 165-169 170-174 175-179 180-184 185 Hámarkslán í % 100 95 60 50 40 30 0 6-8 manna fjölskylda Einbýlis- og raðhús á einni hæð Nettómál í m2 145-149 150-154 175-179 180-184 185-189 190-194 195 Hámarkslán í % 100 95 60 50 40 30 0 9 manna fjölskylda og stærri Einbýlis- og raðhús á tveimur hæðum eða fleirL Fjölbýlishús Nettómál í m2 150-154 155-159 180-184 185-189 190-194 195-199 200 Hámarkslán í % 100 95 60 50 40 30 0 9 manna f jölskylda og stærri Einbýlis- og raðhús á einni hæð Nettómál í m2 160-164 165-169 190-194 195-199 200-204 205-209 210 Hámarkslán í % 100 95 60 50 40 30 0 Hluti töflunnar um fjölskyldustærð annars vegar og lán út á húsnæði hins vegar. Plássins vegna var ekki hægt að birta alla töfluna en menn ættu að geta áttað sig svona nokkurn veginn á henni samt. Þeir er þurfa svo gleggri upplýsingar ættu að leita til Húsnæðismálastjórnar. Afgreiðslufólk þar er sérstaklega elskulegt og veitir alla aðstoð með glöðu geði. ,,annúitets”-lán. Það þýðir að árlega er greidd sama upphæð í vexti og af- borganir en hlutfallið innan upphæð- arinnar er breytilegt. Fyrst eru nær eingöngu greiddir vextir en með árun- um breytist hlutfallið og á síðasta árinu er nær eingöngu greidd af- borgun af sjálfu láninu. í hvert sinn sem greitt er af láninu leggst við af- borgunina vísitala. Ársgreiðsla af 5.4 milljóna láni í ár er 285 þúsund krónur. Fæstir greiða þó akkúrat þá upphæð þar sem afborganir af láninu eins og útborgun þess reiknast í þrem hlutum. Lán sem veitt eru til kaupa á nýju húsnæði greiðast upp á 26 árum, ein afborgun á ári. Þó greiðast aðeins vextir og afborganir í fyrsta sinn sem greitt er þannig að af- borganirnar 26 greiðast i raun á 25 árum. Af lánum, sem veitt eru til kaupa á eldri íbúðum eru afborganirnar 15, á jafnmörgum árum. Greitt er af láninu strax árið eftir að það er tekið. Auk þessara afborgana sem þegar eru nefndar þurfa menn að greiða lántökugjald, 1%, er þeir taka húsnæðismálalán. Þá greiðist einnig þinglýsingargjald og stimpilgjald. Stimpilgjald er 1.5% af upphæðinni og þinglýsingarkostnaður 15 hundruð krónur. Alls verða þetta þvi 54 þúsund í lántökugjald + 81 þúsund í stimpilgjald + 1.500 krónur í þinglýsingargjald eða 136.500 krónur sem dragast frá láns- upphæðinni fyrirfram. Lán út á gamlar íbúðir Þó nefnt hafi verið áðan að fullt lán út á gamlar íbúðir sé 2.7 milljónir er svo i raun að þetta lán er nær aldrei veitt að fullu. Ekki eru til nein sérstök lög um þetta atriði en sam- kvæmt þeim starfsreglum sem gilda hjá Húsnæðismálastjórn er fullt lán þá aðeins veitt að þeir sem kaupa gamlar íbúðir séu að minnsta kosti þrír í hverri fjölskyldu, eigi ekki íbúð fyrir og hafi takmarkaðan rétt til lána úr lifeyrissjóðum. Aldur íbúðarinnar sem keypt er skiptir ekki máli í sjálfu sér en sé kaupverð hennar mjög lágt mega menn vart búast við fullu láni. Hafi menn fengið lán áður fá þeir sömuleiðis skert lán. Eins er ef um er að ræða barnlaus hjón eða einstaklinga. Erfitt getur verið að vita í slíkum tilfellum hvað hátt lán fæst og ættu menn að leita sér upp- lýsinga um það svo þeir reikni ekki fyrirfram með of miklum peningum. -DS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.