Dagblaðið - 12.10.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 12.10.1979, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 1979. DB á ne ytendamarkaði Vetrarundirbúningurbifreiðarinnar: Snjódekkin og keðjumar tilbúnar Veturinn er farinn að gera óþægilega mikið vart við sig að flestra dómi. Frost er orðið á nær hverri nóttu og í sumum landshlutum hefur þegar snjóað nokkuð. Það er því ekki seinna vænna fyrir bifreiða- eigendur að fara að búa bíla sínt.' undir vetrarakstur. Eitt af því allra nauðsynlegasta sem gera þarf er að athuga hjólbarða bilsins. Hjólbarðarnir eru fyrir utan það að vera lykillinn að eigin öryggi og annarra það úrslitaatriði sem ræður því hvort menn komast á milli staða eðaekki. Til þess að kanna verð á vetrar- hjólbörðum hringdi Neytendasíðan í eina af þeim verzlunum i Reykjavík sem selja slíka vöru. Þar var bent á eins og reyndar lá nokkuð ljóst fyrir að verð á hjólbörðum er ákaflega misjafnt eftir stærð. En til þess að miða við eitthvað var tekinn meðal- stór fólksbíll, Cortína, og fengið verðið á hjólbörðum undir hann. Starismenn hjólbarðavérkstæðanna eru nú 1 viðbragðsstöðu til þess að setja undir vetrar(fekklti, Á^nánudaginn rennur einmitt upp sá dagur er leyFilegt verður að aka um á neglMndijQbörðum. DB-mynd Bj.Bj. Haustverkin í algleymingi: KÆFA Nú þegar haustið er orðið alls ráðandi er eins og matreiðslu- meistarar heimilanna tvíeflist og þræli baki brotnu við að búa út mat fyrir veturinn. Því þó við höfum nú svo miklu betri aðstæður til að fá ný matvæli allan ársins hring en áður var er það mjög ríkt í huga fólks að eiga vel til vetrarins. Eitt af því sem fylgir haust- komunni á mörgum heimilum, eins' árvisst og skammdegið, er tilbúningur kæfu. Oft er það svo að uppskrift kæfunnar hefur fylgt ættum í marga ættliði og veit enginn í raun hvaðan uppskriftin er komin. Fólk sem er að byrja búskap fær oftast uppskrift hjá foreldrum sínum o.s.frv. En fyrir þá sem eru að framkvæma frumraun sína í kæfugerð birtum við hér í dag uppskrift af kæfú. f kæfuna er notað' kjöt, sem að jafnaði þykir sízt í mat, feitt kjöt og bitar eins og hálsbitar, þindir , hæklar og fleira. Athugið að ekki má eingöngu nota feitt kjöt því þá verður kæfan of feit. 3 kg kindakjöt 3 msk salt 3 stórir laukar 3—5 dl vatn hvitlaukur, lárviðarlauf, negulnaglar og heill pipar ef vill 3—5 tsk engifer hvítur piparog salt lauksalt eða hvítlaukssalt ef vill. Hreinsið kjötið úr köldu rennandi vatni. Raðið því þétt saman í pott. Hreinsið laukana og látið þá hjá kjötinu. Sumir saxa laukinn fyrir suðu eða skera hann niður en aðrir sjóða hann heilan. Saltið og hellið vatninu yFir. Þetta er síðan soðið við vægan hita í potti með hlemmi yfir. Látið kjötið sjóða það vel að auðvelt sé að taka beinin úr því. Sjóðið með ef þið viljið hvítlauk, lárviðarlauf, negulnagla og heilan pipar. Þegar kjötið er soðið er það fært upp og hakkað eða hrært i sterkri hrærivél. Fitan er fleytt ofan af soð- inu og henni bætt í og ef til vill 1—2 dl af soði einnig. Kæfan er krydduð og hrærð þar til hún er samfelld og ljós. Gætið þess að krydda verður kæfuna talsvert vel þar eð bragðið af henni dofnar er hún kólnar. Kæfan er þá næst sett í ijiót. Hægt er að nota venjulegt kökumót og er þá upplagt að fóðra það innan með smjörpappír svo auðveldara sé að ná kæfunni úr. Einnig eru til í verzlunum álmót sem tilvalin eru undir kæfu. Þá má setja kæfuna í dalla t.d. undan jógúrti eða sýrðum rjóma, og þá er hægt að bera kæfuna fram í þessum ílátum. Sé kæfan sett i kökumót er hún tekin úr því er hún er orðin köld. Þá er tilvalið að skipta henni í litla bita og frysta síðan. Kæfa geymist á köldum stað i eina til þrjár vikur og skyldu skammtarnir miðaðir við það. í frysti geymist hún marga mánuði. Dálítið erfitt er að reikna út verð á kæfu. Það fer algjörlega eftr þvi. hvaða kjöt er notað í hana. Margir kaupa á haustin heila kindaskrokka og nota slögin og verstu súpukjöts- bitana í kæfu. Aðrir kaupa kjöt af fullorðnu féeða kjöt sem fer í annan eða þriðja verðflokk. E 'n aðrir taka slátur og nota þind: nar ása'-.i einhverju af kjöti í kæiuna. Þinuir eru mjög góðar í kæfu, reyndar finnst mörgum þær óþarflega góðar því þær eru hið fínasta hráefni í hakk sem síðan má steikja eða nota í fars. En miðað við verð á kjöti í heilum og hálfum skrokkum sem er ég held sanngjörn viðmiðun kostar kæfan okkar um 4500 krónur. Svona lítill skammtur endist nú ekki allan veturinn fyrir þá sem mikið borða af brauði og áleggi en ætti þó að geta dugað venjulegri fjölskyldu í 2—3 mánuði -DS. Undir Cortínu eru notuð 13 tommu stór dekk. Ný kosta slík dekk 19.300 en sóluð dekk kosta 14.100. Þá er miðað við að dekkin séu ónegld. Vilji menn hins vegar nagladekk kostar hver nagli 45 krónur. Dekk mega mest vera með 110 nöglum og sú tala er yfirleitt notuð þegar hjólbarðar eru negldir. Þó er einnig algengt að aðeins sé notuð hálf hin leyfilega tala, 55 naglar. Athuga verður að ef menn ætla sér að hafa nagladekk undir bílnum verða öll dekkin að vera negld. Hættulegt er að hafa eitt eða fleiri ónegld dekk undir bíl, þá getur hann snúizt við hemlun. Fæstir treysta sér líklega til þess að taka sumardekkin af felgunum og koma vetrarhjólbörðunum yfir á þær. Hjólbarðaverkstæði víða um land hafa því nær algjörlega tekið við þessu verki og taka á milli 1500 og 2 þúsund krónur fyrir að skipta um dekk. Annað atriði sem til reiðu þarf að vera fyrir vetrarakstur, að minnsta kosti þar sem snjóþungt er, eru snjókeðjur. Því þó bílar séu búnir fínustu snjóhjólbörðum, jafnvel negldum i þokkabót, nægir það ekki til þess að komast í gegnum skaflana. Keðjur eru eins og hjólbarðar ákaflega misdýrar. Þannig kosta keðjur á Cortínu 19.811 á einum stað í Reykjavík, keðjur undir Volkswagen 23.240 og keðjur undir jeppa um 40 þúsund krónur. -DS. 50% tollur á bamavögnum: Kosta 142-209 þúsund ,, Mér finnst það alveg furðulegt að barnavagnar skuli vera tollaðir alveg upp í topp á meðan reiðhjól eru orðin tollfrjáls. Barnavagnar eru algjör nauðsyn og ekkert foreldri smábarns getur verið án þeirra en það getur alveg sett fólk á höfuðið að verða sér úti um vagn,” sagði ung móðir sem hafði samband við siðuna. Vegna prða hennar höfðum við samband við verzlunina Vörðuna sem selur barnavagna. Afgreiðslumaður þar sagði að síðast er hann vissi hefði verið 50% tollur á barnavögnum. Barnavagnar kosta núna á milli 142 og 209 þúsund. Þetta eru háar tölur en afgreiðslu- maðurinn sagðist ekki vera viss um að þetta væri hærra hlutfall af laun- um fólks en t.d. fyrir 6 árum er barnavagnar kostuðu 12 þúsund krónur. Hann sagðist hafa orðið var við að fólki brygði mjög í brún er það heyrði hvað barnavagn kostaði og gengi jafnvel út úr búðinni. Síðan kæmi það aftur eftir nokkra daga og keypti vagninn. Þá væri það búið að reikna þetta sem hlutfall af sínum launum og þætti upphæðin ekkert svo voðaleg lengur. DB hafði því næst samband við tollstjórann í Reykjavík. Hann sagði að tollur af barnavögnum væri 50%j og ekki hefði sér borizt til eyrna úr| neinni átt að til stæði að minnka hann. -DS. Það er nauðsynlegt en nokkuð dýrt að eiga vagn undir yngsta borgarann. DB-mynd Hörður. Upplýsingaseöill til samanburðar á heimiliskostnaði Nafn áskrifanda Heimili Sími Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttakandi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von I að fá frla mánaðarúttekt fyrir fjölskyidu yðar. Kostnaður í septembermánuöi 1979. Matur og hreinlætisvörur kr. Annaö kr. Alls kr. m YlkiX Fjöldi heimilisfólks

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.