Dagblaðið - 19.10.1979, Síða 1

Dagblaðið - 19.10.1979, Síða 1
f i i i i i i Í Í i i i i i i i í t t í t i i t i i i t i i 5. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1979 — 230. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI ll.-AÐALSÍMI 27022. mmr ■ r TlU SjO- mönnum bjargað Tiu skipverjum af sildarbátnum Þorra SU frá Fáskrúðsfirði var bjargað i gærkvöldi um borð í Gunnar SU frá Reyðarfirði, eftir að Þorri sökk skyndilega og veður var að rjúka upp. Var Þorri á heimleið með 70 tonn af miðunum við Ingólfs- höfða, en Þorri er 170 tonn að stærð, úr stáli og hét áður Náttfari. DB tókst ekki i morgun að afla upplýsinga um orsakir slyssins, enda sendi skipstjóri Þorra ekki út neyðarskeyti, hvort sem ekki vannst tími til eða tæki hafa bilað. -GS. Tófuvinafélagið fagnarbændum: Tófan fær þá meira aðéta — þegarbændur hafa friðað rjúpuna ____ — sjá bls. 5 Ráðastdönsku kosningamaraf afstöðufólksins? — sjábls.9 f Er ekki volg’ — segirSjöfnum prófkjör „Ef satt skal segja, þá er ég ekki mjög voig,” sagði Sjöfn Sigurbjömsdóttir i morgun er DB spurði hana hvort hún ætiaði sér í prófkjör Alþýðuflokksins i Reykjavík. „Ég tek endanlega á- kvörðun á sunnudag,” sagði Sjöfn. -JH. Þrír lands- Mðsmenn til Örgryte — sjá íþróttir Prófkjörin nálgast: Sólnes vill prófkjör— Halldór til íslaginn — sjá viðtöl við f ram- bjóðendurábls.6 Bragi afturkallar ákvörðun Hjörleifs "J. „Glundroða- kenningin sýnd og sönnuð” — segir Birgir ísleifur ,,Ég er ánægður með málalokin efnislega. Þarna var um að ræða samning sem var mjög óhagstæður fyrir Reykvikinga,” sagði Birgir ísleifur Gunnarsson, fyrrum borgar- stjóri, í viðtali við DB um Lands- virkjunarsamninginn og afdrif hans i borgarstjórn. „Þetta sýnir og sannar það sem við höfum haldið fram, að hér myndi rikja stjórnleysi og giundroði, með stjórn vinstri flokkanna á borginni," sagði Birgir ísleifur. „Það er of snemmt aðdæma um framhaldið.” -BS. Atkvæðagreiðslan um Landsvirkjun íborgarstjóm: FJÓRAR MÁLAMIÐLUN- ARTILLÖGUR FELLDAR ,,Ég er mjög ánægður fyrir hönd Reykvíkinga, að lyktir urðu þessar í Landsvirkjunarmálinu,” sagði Magnús L. Sveinsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, i viðtali við DB. Hann sagði að loftið á borgar- stjórnarfundinum, sem hófst kl. 5 í gær, hafi verið rafmagnað með há- spennustraumi. Það lá’t loftinu að allt gæti gerzt þegar Sjöfn Sigur- björnsdóttir lagði fram tillögu um fjölgun stjórnarmanna i Lands- virkjun úr 9 í 13 menn. Tillagan hlaut ekki stuðning. Alþýðuflokkur og Fram- sóknarflokkur lögðu til, að af- greiðslu málsins yrði frestað til 1. nóvember. Sú tillaga hlaut ekki stuðning. Sjálfstæðismenn gerðu dagskrár- tillögu um að málinu yrði vísað frá. Það var fellt. Þá lögðu þeir fram tiliögu um að málinu yrði frestað fram yfir alþing- iskosningar. Það var fellt á jöfnu, 7:7. Loks lögðu þeir til að allsherjarat- kvæðagreiðsla yrði um málið í Reykjavík. Það var og fellt á jöfnu. „Þegar hér var komið var ekkert annað að gera en leggja fram til- löguna eins og hún var. Við atkvæða- greiðsluna sat Sjöfn hjá og tillagan var felld á jöfnum atkvæðum 7:7,” sagði Magnús. Fráfarandi vinstri stjórn sam- —oglokssjálf aðaltillagan — sjá nánar ábaksíðu þykkti fyrir sitt leyti þá tilhögun sem í aðaltillögunni fólst, á fimmtu- daginn í síðustu viku. Þá lá fyrir sam- þykki bæjarstjórnar Akureyrar við málið. Hjáseta Sjafnar kom eins og reiðarslag, að því er virtist jafn óvænt fyrir alla borgarstjórnarmenn. -BS. Sjöfn ímorgun: Þettaer ekkimein- hlutamál —ogégkýsallsekkiadstarfameö Sjálfstæðisfíokknum „Ég er undrandi á þessum um- mælum Björgvins Guðmundssonar, að hætta sé á að meirihlutasamstarfið bresti,” sagði Sjöfn Sigurbjörns- dóttir í morgun. „Hann hefur mælt þetta í augnabliks reiðikasti, en þetta er ekki meirihlutamál. Þá get ég ekki kallað þetta óheiðarleika eins og Kristján Benediktsson borgarfulltrúi Fram- sóknarflokks gerir. Við búum hér í lýðræðisþjóðfélagi og á meðan ekki er komið á einræði samkvæmt stcfnu A-Evrópuríkja þá hljóta borgarfull- trúar að geta komið með tillögur í borgarstjórn og gert sínar athuga- semdir. Ég kýs alls ekki frekar að starfa með Sjálfstæðisflokknum í borgar- stjórn ög óttast ekki að þessi afstaða mín stefni meirihlutasamstarfinu í hættu. Ég er í meirihlutasamstarfi sem stendur að fjárhagsáætlun og við hana hef ég staðið, þannig að ég hef staðið við mitt. Ég kom með breytingartillögu um fjölgun fulltrúa Reykjavíkur i stjórn Landsvirkjunar og með því taldi ég hagsmunum Reykjavíkur borgið, hafði áður gert tillögu um að Kröflu- greinin yrði felld á brott þannig að Reykvíkingar þyrftu ekki að greiða Kröfluvirkjun.” -JH. Ég óttast ekki að meirihlutastarfið sé i hœttu, sagði Sjöfn Sigurbjörnsdóttir / morgun. Björgvin Guðmundsson hefur sagt það í augnabliks reiðikasti. DB-mynd Hörður.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.