Dagblaðið - 19.10.1979, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 19.10.1979, Blaðsíða 24
28 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1979. w S\^ Sjúkrahús á Akureyri Tilboð óskast í að reisa og fullgera gas- og súr- miðstöð við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Húsið er ein hæð, um 600 m3 að stærð og að mestu niðurgrafið. Verkinu skal að mestu lokið 15. júní en lóðarfrágangi 15. september 1980. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri og skrifstofu bæjarverkfræðings á Akureyri gegn 50.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri föstudaginn 2. nóvember 1979, kl. 11.00. Nýkomið mikið úrval af gönguskóm Kr. 20.720.- Kr. 21.200.- Kr. 25.800, Póstsendum SKOSEL Laugavegi 60 - Sími 21270 INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 HARGREIÐSLUSTOFAN Jheri Redding KLAPPARSTÍG 29 Rauó svört brún litlaus Henna hárlitun nærir hárið. Hárgreiðslustofan Klapparstíg 29 Símapantanir 13010 Neyöarástand ríkir i læknamálum á Þingeyri Öhætt er að segja að neyðarástand ríki i læknamálum Vestur-lsafjarðar- sýslu nú í byrjun vetrar. Hvorki er læknir á Flateyri né Þingeyri en þeir koma hins vegar einu sinni í viku frá isafiröi. í neyðartilfellum verða Þing- eyringar að aka um 70 kílómetra leið til ísafjarðar og yfir tvo fjallvegi að fara, Gemlufallsheiði og Breiðadalsheiði, sem jafnan er ófær vetrartímann. Á Flateyri er starfandi héraðshjúkrunar- kona en engin hefur fengizt á Þing- eyri. Þar er þó til staðar ljósmóðir sem fólk hlýtur að leita til þegar i nauðir rekur.Læknavandræði cru ekki óþekkt fyrirbæri á þessum slóðum, þó hefur verið talið að nóg framboð væri á læknum um þessar mundir. Þá má geta þess að spánnýr læknisbústaður er á Þingeyri og hefur ekki enn verið tekinn í notkun en biður læknisins. Á Þingeyri er áætlunarflugvöllur Flugfélags íslands og ekki sannfærandi öryggi að vita að neyðarþjónusta er engin fyrir hendi ef slys ber að höndum. Þá er Héraðsskólinn að Núpi í Þingeyrarhéraði og þar er nú komið á annað hundrað manns og ekki vitað til að neins konar þjónusta læknis sé í nánd, svo sem skólaskoðun og þvi um líkt. <* I »2% Z" malum é Þíngevri ,andS ' 'xkna- i *;enn«- héra0inn » slvar/egunj aUj;um y°nnm litiO 2? 8'ö8g« kemu* ZL “0i eins Finnboga. m 1 viðiölum DB kannaði ástandið á Þingeyri og hitti að máli Jónas Ólafsson, sveitar- stjóra, Kristmund Ásmundsson lækni og Vilborgu Guðmundsdóttur Ijós- móður sem þar gegnir skyldustörfum og er eini fulltrúi heilbrigðis- þjónustunnar á þeim stað, utan læknis einu sinni í viku. Vilborg Guðmundsdóttir Ijósmóðir: r „Ognvekjandi að búa við þetta ástand" • Vilborg Guðmundsdóttir ljósmóðir er eini fulltrúi heilbrigðisþjónustunnar á Þingeyri. Tíðindamaður ræddi við Vilborgu yfir kaffibolla ,,út á Skýli” svo sem sjúkrahúsið er nefnt: Já, ég er vist ein hérna en ég er hér náttúrlega bara milliliður milli læknis og héraðsbúa. Ég hef enga möguleika til að leysa vanda sem að steðjar. Ég sinni auðvitað fyrst og fremst minu starfi, að taka konur í skoðun og lita eftir ungbörnum. Hitt reyni ég bara eftir getu, að vera milliliður milli lækna og sjúklinga. Sem betur fer ltefur lítið komið fyrir það sem ég er búin að vera en ég er hrædd um að ég verði ekkert brasthörð að þurfa að fara að standa i því ein ef eitthvað alvarlegt kemur upp á. — Hefur slíkt ástand orðið áður? Já, við bjuggum við þessa aðstöðu fyrir nokkrum árum og mér finnst það svo ógnvekjandi miðað við það sem þá var. Þá þurfti ég að standa í ýmsum störfunvsem algjörlega voru fyrir utan minn verkahring og óleyfileg og ég get ekki hugsað mér að fara út í það aftur. Það minnkar kjarkurinn og maður eldist og veit um þetta. Það er algjör- lega um tómt mál að tala að hafa hér- aðið svona. Það þarf ekki nema eina nótt svo maður fái enga fyrirgreiðslu þegar vegir teppast og þaðer ekki alltaf flugveður. — Nú eru annir hjá þér í ljósmóður- • starfinu? Já, það munu vera um átta konur sem vænta sín fram að áramótum en ég vona að ég sleppi þennan mánuð og einhver úrlausn verði komin í næsta mánuði. — Munu þessar konur fæða hér á Þingeyri að óbreyttu ástandi? Ég held að ég muni ekki eggja þær til þess, ég býst við að maður fari þá leið að senda þær burtu. Þó er það svo að þær sem hafa fætt hér áður vilja helzt KJÓLAR Smekklegir Ódýrir Mikið úrval Nýjasta tízka • Brautarholt 22, III. hæð, inn- gangur frá Nóatúni. Sími 21196 Vilborg Guðmundsdóttir Ijósmóðir. ekki fara annaö en maður lætur þær ekki fæða hér í algjöru öryggisleysi. — Nú ert þú eini starfsmaður heil- brigðisþjónustunnar hér? Já, ég hef lagt tildrög til þess að mega leita til hjúkrunarkonu sem býr á Núpi, Guðrúnar ínu. Hún hefur nátt- úrlega til að bera miklu meiri menntun, ung hjúkrunarkona. — Hafa einhver alvarleg tilfelli orðið það sem af er i læknisleysinu? Nei, sem betur fer, þetta hefur verið mjög rólegt. Haraldur Magnússon, viðskiptafræðingur. Höfum fjársterka kaupendur að góðum íbúðum, einbýlis- húsum og raðhúsum, fullkláruðum eða á byggingarstigi, í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi og Garðabæ. Til sölu stórar og smáar fasteignir á höfuðborgarsvæðinu og víða út um landið. Leitið upplýsinga. Látið skrá ykkur. Leggjum áherzlu á góða þjónustu. Sími 17374 til kl. 9 á kvöldin.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.