Dagblaðið - 19.10.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 19.10.1979, Blaðsíða 2
2 DAGBLADID. FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1979. FLÓTTAFÓLK OG STÚDENTAR Einar Örn Thorlacius háskólanemi skrifar: VAKA félag lýðræðissinnaðra stúdenta hefur nú ákveðið hvernig það vill standa að hálíðahöldum 1. des. nk. en eins og alkunna er má heita að stúdentar séu eini þjóð- félagshópurinn sem á formlegan hátt hefur minnzt þessa merka dags á undanförnum árum. Reyndar hefur litið borið á hátíðablænum undan- farin ár að dómi allra þeirra sem telja að deginum sé bezt varið í ræður um kreppu auðvaldsins og kvenfrelsis- baráttuna séða frá marxísku sjónar- horni. Enda er svo komið að u.þ.b. 3/4 allra stúdenta finnst það ekki ómaksins vert að kjósa í 1. des kosningum. Þetta er reyndar vanda- mál sem bæði Félag vinstri manna og VAKA ættu að hafa áhyggjur af. Efni Vöku Þegar þetta er skrifað er enn ekki vitað hvert efni vinstri manna verður að þessu sinni en Vökumenn bjóða nú fram efnið Flóttafólk. Vandamál flóttafólks hefur verið mikið til um- ræðu undanfarna mánuði samhliða mikilli fjölgun þeirra. Hafa menn vertð skiptra skoðana hvað snertir lausn á þessu vandamáli og hafa reyndar sumir talið það hlutverk flóttafólksins sjálfs að leysa sin vandamál. Fleiri munu þeir þó sem telja að alþjóðleg hjálp þurfi að koma til en þá vilja sumir reyna að leysa vanda fólksins heima fyrir í stað þess að flytja það jafnvel heimsálfu á milli. Þetta mál þarfnast mikillar umræðu þvi þótt hægt sé að benda á nokkrar hugsanlegar lausnir er engin þeirra auðveld og allar krefjast þær fórna. Hvað er flóttafólkið að flýja? Margar ástæður liggja að baki fólksflótta, t.d. fátækt og volæði í föðurlandinu eða það sem verra er, pólitískar ofsóknir af hendi stjórn- valda gegn einhverjum ákveðnum þjóðfélagshópi. Einnig má benda á- hóp sem er þó ekki eins illa á vegi staddur og hinir fyrrnefndu en það er sá mikli fjöldi fólks sem ekki sættir sig við þau lifskjör sem föðurlandið býður, býr e.t.v. við atvinnuleysi og flýr til rikari landa í leit að atvinnu um stundarsakir. Má þar nefna fólks- flótta úr sumum löndum Suður-Evr- ópu til efnaðri landa í norðri og eins flótta úr sumum Austur-Evrópuríkj- um (t.d. Júgóslaviu) vestur fyrir járn- tjald. Langmesta athygli hefur þó vakið sú mikla alda flóttafólks sem af veikum mætti hefur reynt að flýja ógnir kommúnismans í Suðaustur- Asíu og er óþarfi að rekja þá sögu hér. Takið þátt! Flóttamenn og aðstoð við þá er brýnt umræðuefni sem stúdentum sæmdi að taka fyrir og ræða sín á milli og við þjóðina alla. Vandamálin eru mörg og vandleyst en orð eru til alls fyrst. Stúdentar hafa það nú i hendi sér hvort þeir vilja einu sinni enn þurfa að skammast sín 1. desem- ber fyrir að vera nemendur Háskól- ans. Með því að gera annað af tvennu, kjósa vinstri menn eða sitja heima eru allar likur á að vinstri menn vinni. Hinn kosturinn er sá að kjósa andstæðinga kommúnista, VÖKU, og hefja 1. desember til vegs á ný. „Þeir sem vilja komast úr landi verða að greiða hátt lausnargjald. Oft verða þeir að láta af hendi aleigu sina til að fá að fara.” Framtíðarsæluríkið? Vesturbæingur skrifar: Margir þeir erlendu menn sem hiiigað koma frá öðrum Vestur- Evrópu ríkjum fyllast undrun er þeir heyra að í þessu landi lýðræðisins séu kommúnistar með um og yfir 20% af fylgi þjóðarinnar. Og þeir spyrja: Hvers óskar þessi stóri hluti íslendinga sem styður kommúnista- hreyfingar? Sækist virkilega I af hverjum 5 ÍSlendingum eftir sósialisku þjóðskipulagi þar sem öll helgustu mannréttindi eru fyrir borð borin? Fyrir nokkrum dögum komu Hirsihmann Tltvarps-og I sjónvarpsloftrvet fyrir litsjónvarpstaeki,-' magnarakerfi og tilheyrandi' loftnetsefni. Odýr loftnet og gód. Áratuga reynsla. Heildsala Smasala. Sendum i póstkröfu. Radíóvirkinn Týsgötu 1 - Simi 10450 hingað til lands þeir þjáðu flótta- menn sem flúið höfðu „sæla kommúnista” í Vietnam og i einu dagblaðanna (þó að sjálfsögðu ekki í Þjóðviljanum) birtist viðtal við einn þeirra. Hann var spurður um ástand- ið i sæluríkinu sem hann hafði flúið með konu og 5 ung börn. Gefum honum orðið: „Við fengum aldrei nógan mat og urðum að hlýða á endalausa fyrir- lestra um dásemdir kommúnismans. Okktr var lofað að landið skyldi blómstra og allir hafa það gott en þau ár sem ég bjó undir stjórn kommúnista kynntist ég aðeins fá- tækt, vesöld og kúgun. Nei, ég kynntist aldrei þessum gæðum kommúnistanna sem voru að endur- hæfa okkur en hinsvegar kynntist ég grimmd þeirra. Þeir sem vilja komast úr landi verða að greiða hátt lausnar- gjald. Oft verða þeir að láta af hendi aleigu sína til að fá að fara og þeir eru oft blekktir. Lausnargjaldið var hirt og svo var fólkið myrt.” Einhverntíma hefði ofangreint verið kallað i Þjóðviljanum Mogga- lygi og borgaralegur áróður. En hér höfum við nú meðal vor fólksemaf eigin reynd hefur kynnst sæluríkjum kommúnismans og lýsingar þess eru vissulega hryllilegar. — En — við höfum einnig meðal vor annað fólk — fólk sem býr við öll helztu mann- réttindi — en vill þó öllu fórna til að sæluríkið rauða megi verða að raunveruleika meðal íslcndinga. Sumir blindir fá aldrei sýn. OÞOLANDIGOR- GEIR í ÍHALDINU Arndis Guðbjartsdóttir hringdi: Mér leiðist að hlusta á gorgeirinn I íhaldinu í útvarpinu þessa dagana þegar það er að bölsótast yfir viðskilnaði vinstri stjórnarinnar. Raddir lesenda Áð gefnu tilefni >skal þeírh] sem senda Dagblaðtnu les- endabréf bent á að þau eru ekki birt nema nafn ogj heimilisfang ásamt nafn- númeri sendanda fylgi með.í Þeir hefðu átt að reyna að gera meira þegar þeir héldu um stjórnar- taumana. Þá gátu þeir ekkert gert. Enda hugsa þessir flokkar ekkert um hag almennings. Það er sameiginlegt með Framsókn, Alþýðubandalagi og Sjálf stæðisflokk i. Eini flokkurinn sem stendur upp úr er Alþýðu- flokkurinn. Hann reynir a.m.k. að standa við það sem hann hefur boðað fyrir kosningar. Uppgötvun þing- manna í vegamálum Jónmundur Kjartansson, Bolungar- vík hringdi: Þingmenn hafa mikið talað um það að undanförnu að erfitt sé að kjósa í desember. Þeir hafa aldrei viljað taka eftir því að neitt geti verið að samgöngumálum okkar sem búum úti á landsbyggðinni. En núna þegar þeir sjálfir þurfa að ferðast um með sina kosningafundi þá er eins og þeim verði þetta skyndi- lega Ijóst. Yfirleitt hafa þeir gert lítið úr þessum vandamálum en nú er eins og þeir séu að gera nýja uppgötvun af því að þetta snertir þá sjálfa i þetta sinn. Sfófc þjónusta Borgarfógeta■ embættisins Jón Auðunsson hringdi: Ég get ekki orða bundizt yfir lélegri þjónustu Borgarfógeta- embættisins á Skólavörðustíg. Ekki eru nema tvö ár síðan fólk var afgreitt strax og það kom en núna er það svo að það tekur 2—5 daga að fá þjónustu. Nýlega þurfti ég að fá þarna þjón- ustu í sambandi við lán og þing- lýsingu og hélt ég að það gæti varla verið mikið mál en raunin varð sú, að þetta tók nokkra daga. Þetta er engin þjónusta að mínu mati og ekki sæmandi opinberri stofnun. ÓlafThorsá Reykjanesið Nokkrir Suðurnesjamenn skrifa: Áhugi fer nú ört vaxandi suður með sjó að fá Ólaf B. Thors í fram- boð í Reykjaneskjördæmi fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Nú þegar okkar ást- sæli þingmaður, Oddur Ólafsson, lætur af þingmennsku eru stuðnings- menn flokksins farnir að lita aivar- lega í kring um sig eftir nýjum manni á lista flokksins í næstu kosningum. Að margra dómi uppfyllir Ólafur B. Thors öll skilyrði ákjósanlega. Hann hefur góða reynslu af sveitarstjórnar- málum, en slíkt er nauðsynlegt í okkar kjördæmi, kemur vel fyrir á mannamótum eins og ættmenni hans mörg en slíka framkomu hefur lengi skort í kjördæminu. Þá er ljóst að goðsögnin um Ólaf Thors heitinn lifir enn sterku lífi í kjördæminu og nafni hans og frændi yrði öðrum mönnum líklegri til að vinna Sjálfstæðis- ■flokknum nýtt fylgi sem aðrir fram- bjóðendur draga ekki til. Semsagt: Ólaf B. Thors á Reykja- nesið! Ólafur B. Thors.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.