Dagblaðið - 19.10.1979, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 19.10.1979, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1979. Útvarp 31 Sjónvarp 8 Þessi mynd er úr kvikmyndinni A Bridge too Far sem sýnd var hér 1 kvikmyndahúsi fyrir ári. Við fáum hins vegar að sjá brezka sjónvarpsmynd um sama atburð i sjónvarpinu i kvöld. ARNHEM - sjónvarp M. 22.05: Orustan við Amhem ný brezk sjónvarpsmynd Arnhem nefnist mynd sem sjón- varpið sýnir í kvöld. Myndin er bresk sjónvarpsmynd. Hún greinir frá einni stærstu harmsögu Breta á stríðsárun- um. Flóttasögu mætti kannski kalla myndina því hún lýsir flótta herlæknis, Graeme Warracks, undan Þjóðverjum. 17. september 1944 voru níu þúsund fallhlífarhermenn úr liði bandamanna sendir inn á yfirráðasvæði þýzka hers- ins i Hollandi. Ætlun þeirra var að ná á sitt vald brúnni yfir Rín við borgina Arnhem. Eins og margir eflaust vita mistókst þessi árás Breta og fimm þúsund fallhlífarhermenn létu lífið. Stórfengleg bíómynd hefur verið gerð um þennan atburð og var hún sýnd hér i kvikmyndahúsi 1978. Myndin hét á ensku ,,A Bridge Too Far” en á íslenzku Orustan við Arnhem. Muna eflaust margir eftir þeirri mynd þar sem stærstu Holly- woodstjörnur fóru með áðalhlutverkin s.s. Dirk Bogarde, James Caan, Sean Connery, Ryan O’Neal, Robert Redford og Liv Ullmann ásamt fjölda annarra þekktra leikara. Það má þó engin misskilja það svo að sjónvarpið ætli að sýna bíómynd- ina, heldur er það sjónvarpsmynd sem Bretar hafa gert sem við fáum að sjá. Með aðalhlutverk fara John Hallman og leikstjóri er Clive Rees. Myndin er einnar og hálfrar stundar löng og þýðandi er Jón O. Edwald. -ELA. J KA STLIOS— sjónvarp kl. 21.05: NYIR RAÐHERRAR 0G RJÚPNASKYTTUR „Tvö mál verða tekin fyrir í Kast- Ijósi í kvöld,” sagði Guðjón Einarsson fréttamaður, umsjónarmaður þáttar- ins. „Við förum niður í ráðuneyti og ræðum við nýju ráðherrana þrjá, þá Vilmund Gylfason dóms-, kirkju- og menntamálaráðherra, Braga Sigurjóns- son landbúnaðarráðherra og Sighvat Björgvinsson fjármálaráðherra, um fyrirætlanir þeirra í embætti. Ennfremur verður rætt við tvo ráðu- neytisstjóra, þá Baldur Möller í dóms- málaráðuneytinu, um hlutskipti ráðu- neytisstjóra þegar tíð ráðherraskipti verða og viðhorf þeirra til þess,” sagði Guðjón. ,,Hitt málið er deilan sem risin er um rétt skotveiðimanna á heiðalöndum. En eins og kunnugt er hafa bændur i Borgarfirði farið fram á að rjúpan verði friðuð,” sagði Guðjón og taldi að' einhverjar umræður í sjónvarpssal gætu orðið um það mál. Ekki kvað hann þó ákveðið hverjir yrðu fyrir svörum né hvaða aðstoðarmenn verða honun) til hjálpar í þættinum. Kastljós er á dagskrásjónvarpsins kl. 21.05 og er þátturinn klukkustundar langur. - ELA Einnig verður rætt við þá Vilmund Gylfason dóms-, kirkju- og menntamála- ráðherra og Baldur Möller ráðuneytis- stjóra. V_________________________________ , - - ••• ■ -------------------------------------------------------------------------- 1 Kastljósi I kvöld verður rætt við þá Braga Sigurjónsson landbúnaðarráðhcrra og Sighvat Björgvinsson fjármálaráðherra. DB-mynd Hörður. ) t--------------------------------------\ AÐ LEIKA 0G LESA - útvarp kl. 11.20 ífyrramálið: Þjóðleikhúsið skoðað Að leika og lesa nefnist barnatími i umsjá Jóninu H. Jónsdóttur sem er á dagskrá útvarpsins í fyrramálið kl. 11.20. „I þættinum fer ég og tveir ungl- ingar, Benedikt Stefánsson og Edda K. Hauksdóttir, í skoðunarferð um Þjóð- leikhúsið með Gunnari Eyjólfssyni leikara,” sagði Jónína í samtali við DB. Meðal þess sem þau heimsækja í Þjóðleikhúsinu er saumastofan, her- bergi þar sem leikarar maska sig, smíðasalur og ýmislegt fleira. Enn- fremur verða í þættinum leikin nokkur lög úr barnaleikritum. Þátturinn er fjörutiu mín. langur. - ELA m ■ > Gunnar Evjólfsson leikari fer i skoðunarferð um Þjóðleikhúsið í fyrra- málið I barnatimanum. V_________________________________ fcsKALÖG SJÚKUNGA—útvarp kl. 9.30 ' ífyrramálið: Aðeins sjúklingar mega senda kveðjur —ogþaraðauki verða þeiraðliggjaá sjúkrahúsi Óskalög sjúklinga eru að vanda á dagskrá útvarpsins i fyrramálið kl. 9.30. Það er Ása Finnsdóttir sem kynnir. Sú nýbreytni verðureftir næstu mánaðamót að Kristin Sveinbjarnar- dóttir, sem er að góðu kunn fyrir að sjá um óskalögin, kemur aftur og verða þær þá saman með óskalögin, hún og Ása. „Kveðjurnar eru yfirleitt miklu færri á sumrin en á veturna svo það er farið að glæöast hjá okkur,” sagði Ása Finnsdóttir í samtali við DB er hún var spurð hvernig gengi með óskalögin. „Ég get leikið svona að meðaltali 23 lög í hverjum þætti en það er misjafnt eftir því hve lögin eru löng. Skrýplarnir eru langvinsælastir. í einum þættinum var beðið um fimm lög af skrýplaplöt- unni og ég held að það sé met að svo mörg lög séu leikin af einni plötu í ein- um þætti. Það er alveg óhætt að hvetja fólk til að skrifa en það eru aðeins sjúklingar sem geta sent kveðjur,” sagði Ása enn- fremur og bætti við að mörg bréf kæmu frá fólki sem vildi senda ætt- ingjum á sjúkrahúsum kveðjur en bannað væri að lesa þær kveðjur. Ekki var Ása alveg viss um af hverju það stafaði en einhverjar reglur hafa verið settar um það mál og eftir þeim verður að fara. Einnig sagði Ása að nauðsyn- legt væri að sjúkrahúsin stimpluðu bréfin áður cn þau væru send svo öruggt væri að sjúklingar hefðu skrifað þau. Fyrir utan að kynna kveðjur í óska- lagaþættinum les Ása mikið inn á aug- lýsingar í sjónvarpi. Hún sagði það skemmtilegt starf þó hún fengi yfirleitt ekki að sjá þær myndir sem hún væri að lesa inn á. Þær virðast vinsælar. auglýsingarnar sem Ása les inn á, að minnsta kosti hefur ein gengið í lOár. - EI.A Ása Finnsdóttir, kynnir óskalaganna I fyrramálið. Kristin Sveinbjarnardóttir kemur aftur i óskalögin I næsta mánuði og munu þær stöllur skipta kynningununt með sér.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.