Dagblaðið - 19.10.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1979.
„Sá hluti af öskjuhlídarskóla sem þegar er búid að byggja er nær eingöngu notaður til bóklegrar kennslu,” segir bréfritari.
Um skólamál þroskaheftra:
„Mannréttindi þroskaheftra
fótum troðin hér á landi”
Guðvarður Jónsson hringdi:
Enn er nýtt skólaár hafið og enn
er enginn skób til sem fullnægir
kennsluþörf þroskaheftra því sá skóli
sem er í Öskjuhlíð er ekki nema lítill
hluti af þvi húsnæði sem þar þyrfti að
risa svo hægt væri að segja að til væri
skóli á landinu fyrir þroskahefta.
Einn skóli fyrir allt landið er að
visu engin endanleg lausn á skóla-
málum þroskaheftra. Þó væri það
virðingarvert ef Öskjuhlíðarskóli
væri kláraður og þar væri fyrir hendi
fullkominn skóli til bóklegrar
kennslu og starfsþjálfunar fyrir
þroskahefta.
Sá hluti Öskjuhliðarskóla sem
þegar er búið að byggja má heila
,rLögreglan
mismunar
ökumönnum”
Bílstjóri á Bæjarleiðum hafði sam-
band við DB:
Síðastliðið föstudagskvöld var
keyrt aftan á einn af bílum okkar
fyrir utan Sigtún á Suðurlandsbraut.
Lögreglan kom fljótlega á staðinn og
viðurkenndi bílstjórinn sem var
valdur að árekstrinum fyrir henni að
hafa verið á milli 50 og 60 km hraða
þ.e. yfir löglegum hraða.
Nú brá svo undarlega við að
lögreglan sagði við þá aðila sem
þarna áttu hlut að máli: ,,Viljið þið
bara ekki fara sjálfir í trygginparnar
og gefa ykkar skýrslu þar. Þá sleppið
þið við allar sektir.”
Þetta þykir mér furðuleg afstaða:
lögreglunnar. Á sama tíma og hún
tíðkac það að liggja í felum fyrir
mönnum með radarmælingar til þess
að geta staðið þá að ólöglegum akstri
þá býður hún manni sem hefur valdið
milljónatjóni að sleppa við allar
sektir.
í þessu tilfelli eyðilagðist bíllinn
sem ekið var á og eigandi hans hefur
a.rn.k. orðið fyrir 2—3 milljón króna
tjóni fyrir utan vinnutap.
Nýlega var einn af okkar bilstjór-
um sviptur ökuleyfi i einn mánuð
l'yrir of hraðan akstur en þarna er
ntanni sleppt sem hefur valdið
milljónatjóni og viðurkennt að hafa
verið á ólöglegum hraða. Þetta þykir
mér i meira lagi undarlegt og anzi
hart við að búa.
eingöngu notaður til bóklegrar
kennslu og er þegar orðinn of lítill
fyrir þá kennslu. Bókleg kennsla
þroskaheftra er til litils gagns ef verk-
leg kennsla fylgir ekki með því oft
getur skrifleg útskýring á einfaldri
athöfn reynzt lítt eða óskiljanleg þótt
sama athöfn sé auðskilin og auðlærð
ef hún er sýnd í framkvæmd.
Það er staðreynd að Iðnskólinn
hefur náð betri árangri í kennslu
þeirra greina, sem skólinn getur veitt
verklega kennslu i samhliða þeirri
bóklegu.
í skóla fyrir þroskahefta er þetta
enn meiri nauðsyn og verklega
kennslan þar er raunar undirstaða
undir bóklegu kennslunni. Því þarf
Öskjuhlíðarskóli að vera starfsdeild-
arskóli þar sem nemendur geta fengið
að kynnast hinum ýmsu starfs-
greinum þjóðfélagsins og þeim
leiðbeint við að velja þær starfs-
greinar sem hverjum og einum hentar
bezt.
Eins og skólinn er rekinn í dag eru
krakkar sendir út úr honum 16 ára
gamlir og algjörlega þekkingarlausir
ái öllum sviðum og réttindalausir til
frekara náms eða starfsþjálfunar.
Þannig er þeim ætlað að fara út i at-
vinnulifið í þjóðfélagi sem krefst
menntunar og réttinda á öllum
sviðum.
Fyrir fræðsluskrifstofuna er
Öskjuhliðarskóli fullkominn því
skrifstofan getur skráð nemendur i
skólann allt skyldunámstímabilið,
haft skólastjóra og kennara á launa-
skrá og þar með er skriffinnsku
fræðslukerfisins fullnægt. En Ösku-
hlíðarskóli þarf að verða annað og
meira en nafn á blaði. Hann þarf að
vera raunverulegur starfskennslu-
skóli.
Fjölmiðlar hafa oft hátt um það
hversu mannréttindi eru fótum troðin
hjá mörgum þjóðum en höfum við
ekki gott af þvi að hugleiða það
hversu við fótum troðum
mannréttindi þroskaheftra í skóla-
málum hér á landi?
Hjólbarðaskreytingar
að eigin vali
Hringir í öllum breiddum og litum
Nú mögulegt að skrifa hvað sem er á dekkin
Með skreytingar og stafi:
BlLAÞJÚNUSTAN SF.
Tryggvabraut 14, Akureyri
Simi: 21715
BflA- 0G BÁTASALAN
Dalshrauni 20, Hafnarfirði
Simi: 53233
VESTURBERG 39
Reykjavík
Sími: 73342
UMBOÐ OG DREIFING
Halldór Vilhjálmsson
Ásgarði 9, Keflavík
Simi: 2694
Umboðssala á stöfum:
G.T. BÚÐIN HF.
Siðumúla 17, Reykjavik
Sími: 37140.
ABC HF.
Grensásvegi 5, Reykjavik
Sími: 31644
Pantið tíma
til að forðast bið!
Spurning
dagsins
Ætlarðu að
kjósa í vetur?
Vigfús Árnason, starfsmaður bóka-
skrifstofu: Ég veit ekki. Ég býst þó
frekar við þvi.
Magnús Óskarsson bóndi: Já, ég ætla
að kjósa. Ég hef reyndar ekki unt ncma
einn flokk að velja því þó ég hafi ýmis-
legt út á hann að setja veðja ég ekki á
stjórn án hans.
Kristín F.inarsdóttir, vinnur i banka:
Já. En ég er ckki viss um hvaða flokk
ég ætla að kjósa.
V algarður Stefánsson eðlisfræðingur:
Ég kýs ef ég verð á landinu. En ég hef
ekki gert upp hug minn cnnþá um utan-
kjörstaðaatkvæði ef svo vcrður ekki.
Ingibjörg Agnars sjúkraliði: Alveg
áreiðanlega. Ég hef alltaf kosið og ætla
ekki að byrja á öðru núna.
Sigurlaug Helgadóttir, .
fræðingur: Já, já. Ég er ák