Dagblaðið - 19.10.1979, Page 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. OKTÖBER 1979.
5
Eitt fyrsta verk hins nýja orkumálaráðherra:
r
árvirkjun afturkölluð
„Akvörðun Hjörleifs byggðist
á forsendum sem engin
heimildvarfyrir”
,,Ég hefi með bréfi til Rarik aftur-
kallað fyrirmæli fyrirrennara mins í
embætti orkumálaráðherra um að
Rarik hefji framkvæmdir við Bessa-
staðaárvirkjun sem fyrsta áfanga í
Fljótsdalsvirkjun,” sagði Bragi
Sigurjónsson, hinn nýskipaði
iðnaðar- og orkumálaráðherra i
viðtali við DB i gær.
„Ákvörðunin um afturköllun
fyrirmæla Hjörleifs Guttormssonar
byggist á þvi að hann tengir Bessa-
staðaárvirkjun við Fljótsdalsvirkjun,
sem Alþingi hefur ekki fjallað um —
hvað þá heimilað,” sagði Bragi.
„Hann byggir einnig fyrirmæli sín
um að hefjast handa um fram-
kvæmdir við Bessastaðaárvirkjun á
fjárlögum sem ekki er búið að sam-
þykkja.”
Bragi sagðist ekki sjá hvað lægi á
að hefjast handa um Bessastaða-
árvirkjun um hávetur og teldi hann
því rétt að Alþingi fjallaði um málið.
Þá sagði Bragi að þegar væri búið
að nota það fjármagn sem á þessu ári
var ætlað til undirbúnings Bessa-
staðaárvirkjunar. Væri þvi fyrrver-
andi orkumálaráðherra að benda á
notkun fjármagns sem ekki væri búið
að fá veitingu fyrir á Alþingi.
Þess má geta að um miðjan júlí-
mánuð í sumar féllst iðnaðarráðu-
neytið á tillögur Rafmagnsveitna
rikisins um að eðlilegt sé að bíða með
ákvörðun um framkvæmdir við
Bessastaðaárvirkjun þar til niður-
stöður fást um stofnun nýrrar Lands-
virkjunar síðar á þessu ári.
Ákvörðun fyrrverandi ráðherra
um að hefjast skyldi handa, tekin
aðeins þremur mánuðum siðar, kom
því flatt upp á marga, enda tekin á
siðustu dögum ráðherraferils hans.
Sú ákvörðun gilti aðeins i 18 daga.
Vélskólanemar í heimsókn hjá Vilmundi:
„Varl hægt að
skipta um skoðun
í skólastof unum”
,,Ég mun Iáta starfsfólk ráðuneytis-
ins gera úttekt sem svarar ykkar
spurningum og senda ykkur svörin.
Það verður enginn loforðalisti heldur
lýsing á ástandinu,” sagði Vilmundur
Gylfason menntamálaráðherra við vél-
skólanema sem heimsóttu hann í ráðu-
neytið í gær.
Vélskólanemar gengu fylktu liði frá
skólanum til ráðuneytisins við Hverfis-
götu og báru kröfuspjöld. Þeir gerðu
kröfur um að stjórnvöld veittu fjár-
magni til Vélskólans á borð við aðra
framhaldsskóla. „Getur þú nefnt
dæmi um skóla sem útskrifar
nemendur eftir fjögurra ára nám og
gerir þá hæfa til að taka á sína ábyrgð
vélar og tæki t.d. i skutlogurum sem
eru að verðmæti um tveir milljarðar?”
spurðu gestirnir Vilmund.
,,Allt of margir nemendur eru í
hverjum bekk og sumar skólastofur eru
svo litlar að vart er hægt að skipta um
skoðun þar!” sögðu vélskólanemar.
Við sama tækifæri afhenti fulltrúi
kennara Vélskólans menntamálaráð-
herranum erindi. Þar benda kennarar á
að sakir fjárskorts sé skólinn langt á
eftir hliðstæðum skólum á Norður-
löndum og ekki hafi einu sinni fengizt
peningar til að taka í notkun vélar sem
skólinn fékk að gjöf fyrir tveimur
árum.
Þá vilja kennarar að lausráðnir
kennarar fái fastráðningu og að
kennarar fái mötuneyti á vinnustað
sinn.
-ARH
„Meira fjármagn — hetri skóli" æplu sclskólamenn hástiifum f>rir utan gluggann
hjá Vilmundi. ..Sumir kalla svnna heimsóknir í ráðunevti skrílmennsku. en mér
finnst þær fvllilega réttlætanlegar og cðlilcgar." sagði menntamálaráðherránn og
þakkaði gestuniim l'irir komuna. l)B-m>nd: llórður.
Kennarar við Vélskólann:
Launaþrefi lokið
Nokkrir kennarar við Vélskóla
íslands hafa staðið í þrefi við yfirvöld
um launagreiðslur vegna kennslu og
uppbyggingar endurmenntunarnám-
skeiðs fyrir starfandi vélstjóra sl.
sumar. Engar greiðslur hafa fengizt og
einn kennari hafði tilkynnt uppsögn
vegna þessa.
Síðdegis i gær féllst svo launadeild
fjármálaráðuneytisins á að taka
reikningana frá kennurum gilda. Búizt
er við að kennarinn umræddi dragi
uppsögn sína til baka.
Kennarar Vélskólans mótmæltu í
gær við Vilmund Gylfason mennta-
málaráðherra „gegndarlausum niður-
skurði á fjármagni til skólans.” Bentu
þeir á að nemendur skólans fengju í
hendur tæki sem jafngiltu milljörðum
króna að verðmæti og „minnstu
mistök, sem stafa af vankunnáttu,
kosta margfalt meira en sem nemur
fjárveitingu til skólans.” -ARH
Einar H. Ágústson var einn af 5
kennurum sem staðið hafa I þrefi við
yfirvöld um launagreiðslur. Hann tók
þátt I mótmælaaðgerðum vélskóla-
manna i gær.
DB-mynd: Hörður.
Álfheiður Ingadóttir:
„Ekkert slíkt á prjónunum”
„Nei, ég hef ekkert siíkt á
prjónunum,” sagði Álfheiður Inga-
dóttir, blaðamaður á Þjóðviljanum, í
gær.
Undir hana var borinn orðrómur um
að hún hyggist bjóða sig fram til sætis
ofarlega á lista Alþýðubandalagsins í
Reykjavík.
„Alþýðubandalagsfólk svarar auk
þess ekki slíkum spurningum frá
aðilum úti í þæ. Það er kjörnefndar
okkar að spyrja þegar réttur timi
kemur. Og þá fæst svarið.”
-ARH
Islen/ka skaksveitin. sem tekur þessa dagana þáll i f>rslu heimsmeislarakeppni unglingasseila i skák sent haldin er i
\ ihorg i Danmörkn: Krá xinstri Klvar Guðmundsson. Jóhann lljarlarson, Olal'ur II. Ólafsson, fararstjóri. .lóhannes
Gísli Jónsson, Karl Þorsteins og Björgi in .lónsson.
DB-m>nd: Bjarnleifur.
íslendingar sterkir í hraðskák:
KOMUST ALLIR
í ÚRSUTAKEPPNINA
Af 16 piltum sem komust í úrslit i
óformlegri heimsmeistarakeppni
sveina í hraðskák, sem haldin var í
fyrrakvöld, voru 5 íslendingar.
Keppni þessi var haldin í Viborg í
Danmörku í tengslum við fyrstu heims-
meistarakeppni unglingalandsliða sem
haldin er þar þessa dagana.
Engin þjóð átti eins marga keppend-
ur í úrslitunum og íslendingar. Allir
keppendur íslands komust i úrslit, en
þeir eru sem kunnugt er Jóhann
Hjartarson, Jóhannes Gísli Jónsson,
Elvar Guðmundsson, Karl Þorsteins og
Björgvin Jónsson.
Lengst íslendinganna i úrslitakeppn-
inni náði I. borðsmaðurinn Jóhann
Hjartarson. Hann hlaut 2. sætið í
mótinu eftir að hafa tapað úrslitaein-
vígi við Bretann Short 1 —2. Short þessi
hefur lengi verið álitið undrabarn í
skákinni og hefur þegar náð áfanga
alþjóðlegs titils.
-GAJ-
Tófunni tryggð afkoma
með verndun rjúpunnar
—ánægja með ákvörðun bænda á aðalfundi Tóf uvinafélagsins
„Það er i samræmi við margyfirlýsta
stefnu Aílagsins að vernda beri rjúpuna
og skapa þannig tófunni tryggari lífs-
afkomu,” segir í ályktun Hins íslenzka
tófuvinafélags. Var hún samþykkt á
aðalfundi á tveggja ára afmæli
félagsins.
Lýst var fullum stuðningi við
ákvörðun bænda í uppsveitum Bórgar-
fjarðar og éíðar, að vernda rjúpuna
gegn skotgleðimönnum. Fundurinn
harmaði hins vegar viðbragðsleysi
stéttarfélags bænda við bréfi H.Í.T.
dagsettu 15. mai síðastliðinn, þar sem tísku óvissu í þjóðfélaginu, ályktaði
mælzt var til stuðnings við tófuna. fundurinn að stjórninni væri nauðsyn-
Verulegur ágreiningur kom fram um legt að boða til blaðamannafundar
ýmis málefni á aðalfundi félagsins. innan tiðar.
Vegna þessa ágreinings og hinnar póli- -BS.
SVÍÞJÓÐ -
FISKUR
Vil kaupa frosna ýsu-lúðu-síld, svo og laus-
frysta rækju í venjulegum pakkningum, einnig
saltfisk í neytendapakkningum.
Upplýsingar um verð og magn sendist til:
ISLAND
SEAFOOD
Box 313, S-12403
Bandhagen Sweden.
Tel. 084-76177.