Dagblaðið - 19.10.1979, Side 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1979.
7
Rjúpnaskyttirí gott fyrir heilsuna:
Núorðið erþaö oftarég
sem á pening fyrirmatnum
—segir nýi fjármálaráðherrann, Sighvatur Björgvinsson
Sighvatur Björgvinsson, nýskipaður
fjármálaráðherra, getur ekki tekið mið
af heimilisbókhaldi sínu við ríkisbú-
skapinn. Því fjármál þeirra hjóna eru
ekki byggð á neinni áætlanagerð heidur
borgar það þeirra matinn sem á ptening
það og það skiptið. „Nú orðið er það
oftar ég,” segir Sighvatur, er við hitt-
um hann í hádeginu á skrifstofu hans í
Arnarhvoli.
,,Á námsárum minum vorum við
jafnari,” segir hann, ,,og jafnfátæk,
áttum stundum ekki fyrir mat síðustu
viku mánaðarins. ..Siðan hefur bilið
breikkað jafnt og þétt, því hún vinnur
hálfan daginn á skrifstofu. Eins og þú
veizt er kaupið fyrir það lítið upp í ráð-
herralaun.
En þetta er ekki hlutafélag byggt á
prósentugrundvelli,” segir Sighvatur,
„heldur samvinnubúskapur.”
Hann segist aldrei mundu láta sér
detta í hug að skammta konu sinni fé,
eins og sumir menn gera. Né heldur að
álíta það bera vott um skort á karl-
mennsku að afhenda frúnni allt
kaupið, ef svo ber undir, það geri
margir ágætis menn, segir hann og
nefnir dæmi.
Börnin læra
að bruðla ekki
Uppáhaldsmaturinn hans er nauta-
kjöt, helzt sem allra minnst steikt ,,en
það verður að vera gott kjöt.” Gjarna
rauðvín með. „Mér líkar bezt við
bragðmiklu ítölsku sveitavínin, eins og
Chianti eða Ruffino, en ég veit að þau
þykjaekki fín.”
I sambandi við vindrykkju segist
hann sem blaðamaður hafa vanizt á að
vinna í skorpum og halda þeim sið. En
helzt megi maður ekki drekka strax
þegar slíkri vinnuskorpu lýkur. Ekki
einu sinni með mat. „Það er betra að
sofa fyrst og hvíla sig. Áfengis á maður
ekki að neyta nema manni líði mjög
vel. Það er ekki meðal, hvorki við
þreytu né vonbrigðum.”
Þar með kveðjumst við, því hann er
að þjóta vestur á Súgandafjörð á fram-
boðsfund.
Nýi fjármálaráðherrann á Alþingi: Sigh\alur Björgsinsson ásaml Kjarlani
Jóhannssyni sjávarúlvegsráðhcrra.
Hjork Melav meö vngsla soninn, Rúnar Stanlcy. Það lendir ol'lasl á henni að
hjálpa krökkunum við heimalærdóminn, en þennan dag höfðu Ivii þeirra eldri
skroppið mcð loður sinum á Iramhoðslund lil Súgandal jarðar.
l>H-in\ndir: llorður.
Við spurðum fjármálaráðherrann
hvort hann hefði átt sparigris sem
krakki. „Ekki grís,” sagði hann en
Landsbankabauk, sem var eins og bók
ílaginu.”
Sighvatur og Björk, kona hans, eru
sammála um að unglingar eigi helzt að
vinna sjálfir fyrir eyðslufé sínu. Elzta
dóttirin, sextán ára, var í fiskvinnu í
sumar („Ég veit að það eru ekki allir
unglingar svo heppnir,” segir faðir
hennar) og kostar sig sjálf í skóla. Hún
deilir sumarkaupinu niður á vetrar-
mánuðina og lætur það endast. Þrettán
ára dóttirin og ellefu ára sonur hafa
fengið ákveðna upphæð undanfarið
fyrir að gæta yngsta barnsins, sem er
sjö ára, meðan móðirin vinnur, en hafa
ekki vasapeninga að öðru leyti. Og það
stendur ekki til að breyta þessum
uppeldisháttum þótt kaup föður þeirra
hækki.
En börnin gera sér líka fulla grein
fyrir verðbólgunni. Ellefu ára strákur-
inn ætlaði að safna sér fyrir hjóli með
barnagæzlunni og blaðasölu, en gafst
upp þegar hjólið var búið að hækka
þrisvar, þar sem það stóð kyrrt í búð-
inni, svo hvað sem hann bætti miklu
við spariféð var það alltaf tíu —
tuttugu þúsund krónum of lítið!
Pappírsflóðiö
á þinginu
Það sem Sighvati þykir verst við
þingstörfin segir hann að sé að siðan
hann settist á Alþingi 1974 hefur hann
lítið getað fylgzt með nýjum bókum.
„Aður las ég mjög mikið af íslenzku
bókunum. En pappirsflóðið á þinginu
er svo mikið að enginn heilvita maður
kemst yftr það allt. Hver einastanefnd
skilar skriflegri skýrslu, því lengri sem
hún álítur sig merkilegri. Og allar
ríkisstofnanirnar senda frá sér frum-
skóg af skýrslum. Þótt ég sé hraðlæs er
ég alveg uppgefinn þegar ég er kominn
gegnum þetta allt saman.
En honum vex ekki í augum að taka
að sér fjárhag ríkisins eftir að hafa
mátt basla við reikninga Alþýðublaðs-
ins, þar sem hann var ritstjóri í mörg
ár. „Fá verkefni vildi ég síður leysa af
hendi en standa í fjármálavafstri
stjórnmáladagblaðs á íslandi,” segir
hann.
Áfengi er ekki
þreytumeðal
Hann hætti að reykja fyrir fáum
árum og síðan má hann gæta þess að
fitna ekki. „Sem þingmaður sit ég kyrr
í stól frá átta á morgnana til sjö á
kvöldin, stundum lengur,” segir hann.
Til að hreyfa sig kýs hann helzt að fara
á rjúpnaskyttirí,” „fyrir feftka loftið,
en ekki til aðdraga björg í bú.”
NÝKOMIÐ
OPNUM Á MORGUN
Laugavegi 17