Dagblaðið - 19.10.1979, Qupperneq 10

Dagblaðið - 19.10.1979, Qupperneq 10
10 fijálst.áháðdaghlað Útgefandi: Dagblaöið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjótfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukúr Heigason. Fróttastjóri: Omar Valdimarsson. Skrífstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþrótt r Hallur Símonarson. Menning: Aöal«teinn Ingólfssorv Aöstoöarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit ' sqrímur Palsson. Blaöamenn Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Atli Rúnar Halldórsson, Atíi Steinarsson, Bragi Sigurðsson, uóra Stofónsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gissur Sigurösson, Gunnlaugur A. Jónsson, ólafur Geirsson, Siguröur Sverrisson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjarnleifsson, Höröur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurös- son, Sveinn Þormóösson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Práinn Þorleifsson. Sölustjóri. Ingvar Sveinsson. Dreif ingarstjóri: Már E. M. Halldórsson. Ritstjórn Síöumúla 12. Afgreiösla, áskriftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Áöalsimi blaðsins er 27022 (10) linur). Setning og umbrot: Dagblaðið hf., Siöumúla 12. Mynda- og plötugerö: Hi|mir hf., Síðumúla 12. Prentun: Arvakur hf., Skpifunni 10. Áskríftarverð á mánuöi kr. 4000. Ve#ö í laUéásölu kr. 200 eintaK<ö. Veiting friðarverðlauna Nóbels hefur ~ oft verið skrípaleikur. Varla hefur verið fí unnt að skýra frá verðlaunahöfum nema með háðsmerki. í þetta sinn hefur norska Nóbelsnefndin þó veitt verð- launin gamalli og góðviljaðri konu, sem ber þau með sóma. Kannski hefur þó munað mjóu, að Carter, forseti Bandaríkjanna, hlyti verðlaunin í ár. Það hefði einungis verið framhald af skrípaleik sumra fyrri ára að veita verðlaunin forystumanni annars risaveldisins, þótt hann kynni að sjá stundar hag í að stilla til friðar einhvers staðar í heiminum, svo sem í Mið-Austurlönd- um til að vernda olíuhagsmuni risaveldisins og tryggja því aðstöðu. í röðum verðlaunahafanna eru margir pólitískir skúrkar. í fyrra hlutu verðlaunin Begin, forsætisráðherra ísraels, og Sadat, forseti Egyptalands. Tilefnið var, að þeir höfðu slíðrað sverðin, að minnsta kosti í bili. Örugglega var hinn gamli skæruliðaforingi, Begin, illa fallinn til að leika hlutverk friðarpostula. Undir hans stjórn hafa ísraelsmenn reynt að hremma það, sem þeir hafa getað. Þeir hafa tryggt aðstöðu sína á sumum her- teknu svæðunum og staðið í vegi fyrir, að Palestinu- flóttamenn nái þeim rétti sínum að mega byggja eigið land við Jórdanbakka við hlið Ísraelsríkis. Sadat og Begin hegðuðu sér að vísu nokkuð skár en menn höfðu vanizt í viðskiptum ríkja þeirra, en háðulegt var að krýna þá lárviðarsveigum friðarpostula, þótt þeir sæju sér hag í að semja um eitthvað af deilumálunum. Árið 1973 hlutu friðarverðlaunin Le Duc Tho, foringi víetnamskra kommúnista, og Henry Kissinger, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Þeir höfðu unnið sér til frægðar að semja um lausn Víetnamstríðsins. Eftir að þeir kumpánar höfðu um árabil haldið úti blóðug- um hildarleik, var þá svo komið, að Bandaríkjamenn viðurkenndu að hafa lanað stríðinu og skrifuðu undir samning, sem fól i sér uppgjöf. Sannarlega gerðu Bandaríkjamenn slíkt ekki með glöðu geði. Enn eitt landssvæðið gekk úr greipum þeirra í hendur kommúnista. Kissinger hafði árum saman verið einn helzti stjórn- andi þessa svívirðilega stríðs. Kissinger var aðeins friðarpostuli, þegar það hæfði hagsmunum Bandaríkj- anna. Hann var fyrst og fremst fulltrúi þessa risaveldis í stöðugri baráttu við hitt risaveldið um áhrifavald. Þessi stjórnmálarefur var illa að friðarverðlaunum kominn. Le Duc Tho tók völd í kommúnistaflokknum í Víet- nam að Ho Chi Minh látnum. Undir hans forystu var stríðsrekstur kommúnista og bandamanna þeirra að sinu leyti jafnógeðslegur stríðsrekstri Bandaríkja- manna. Dæmi voru um fjöldamorð í borgum Suður- Víetnam, þegar hersveitir kommúnista náðu þeim undir sig, Framlag Le Duc Tho til heimsfriðar var það eitt að taka við uppgjöf Bandaríkjamanna úr hendi Kissingers. Atferli kommúnistastjórnarinnar eftir að hún náði völdum í Vietnam öllu hefur verið nokkuð í sviðsljós- inu að undanförnu. Meðal annars þekkja menn til hins mikla landflótta alþýðu manna undan harðstjórn víetnamskra kommúnista. Stjórnvöld í Víetnam hafa staðið að innrás í grann- ríkið Kampútseu og lagt það undir sig. Þótt norska Nóbels-nefndin hafi gjarnan gert skrípa- leik úr veitingu friðarverðlauna, ber að gleðjast, þegar vel er gert eins og nú í ár, er móðir Teresa hefur orðið fyrir valinu. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBHR 1979. Moskva hefur snúið baki viö Carter forseta — hafa augljóslega ekki trú á að hann verði endurkjörinn sem Bandaríkjaforseti Ráðamenn í Moskvu háfa aldrei verið ýkja hrifnir af Jimmy Carter Bandaríkjaforseta. Hann hóf eigin- lega forsetaferil sinn á stöðugum yfir- lýsingum um mannréttindamál, sem fór gifurlega í taugarnar á Sovétráða- mönnum. Carter lét þó brátt af" mannréttindatalinu en síðan þá hefur hann ávallt verið litinn hornauga þar eystra. Það hefur líka greinilega komið í ljós í yfirstandandi Kúbudeilu. Flestir telja það mál þó hafa verið blásið meira og minna upp vegna kosninga- skjálfta ýmissa aðila í Bandarikjun- um. Málið var þó óneitanlega mikil- vægt fyrir Carter forseta og honum nokkur nauðsyn á að fá í því niður- stöðu sér í hag. Sovétmenn hefðu getað stutt að því ef áhugi hefði verið á. Sérfræðingar segja að mjög hægt hefði verið fyrir þá að gefa einhverja þá yfirlýsingu um veru sovézkra her- manna á Kúbu sem nægt hefði Carter til að komast þolanlega frá málinu. En ráðamenn í Moskvu voru aldeilis ekki á þeim buxunum. Þvert á móti þá þybbuðust þeir við og viður- kenndu ekki neitt af því sem Carter og menn hans vildu hafa fyrir satt um hvers eðlis sovézku hermennirnir á Kúbu væru. Sovétmenn með Gromyko hinn gamalreynda utanríkisráðherra sinn í fararbroddi saka Bandaríkjaforseta um að blanda sér á óviðurkvæmileg- an hátt i innbyrðis samskipti vina- þjóðanna tveggja, Kúbu og Sovét- ríkjanna. Árásir hans á málefni þeirra og ásakanir um að á Kúbu séu innrásarsveitir sovézkra hermanna kalla þeir ruddalegar og taktlausar aðgerðir. Slíkar umsagnir eru ekki þær sem vanalega er beitt gegn manni í dipló- matískum samskiptum, þegar þjóð vill halda við hann góðu sambandi. Tæplega verða umsagnirnar kallaðar annað en beinar árásir og segja þá helzt um það álit sem Carter nýtur eystra. Sérfræðingar telja víst að ef Sovét- menn teldu líkur á að Jimmy Carter ætti eftir að sitja í embætti forseta Bandaríkjanna í rúm fimm ár til við- bótar mundu þeir ekki taka svo til orða. Hefðu þeir þá trú er talið að nýja Kúbudeilan hefði verið hand- fjöduð öðruvísi af þeirra hálfu en raun varð á. í stað þess að afskipti Carters af deilunni hafi orðið honum til framdráttar í komandi kosninga- baráttu og til dæmis sýnt almenningi i Bandaríkjunum að forseti þeirra hefði bein í nefinu í samskiptum við „kommana” þá rann málið út úr höndum hans. í því áttu Sovétmenn sinn hlut; í stað þess að taka á málinu í ljósi komandi kosningabaráttu Banda- ríkjaforseta, sem ráðamönnum i Moskvu er kunnugt um eins og öðrum, þá lögðu þeir vopnin upp í hendur andstæðinga Carters heima- fyrir. Sovétmönnum hefur tekizt að koma Carter í þá stöðu gagnvart al- menningi vestra að hann sé forsetinn sem geti ekki komið sovézku herliði frá Kúbu. Þetta er að sjálfsögðu meira og minna rangt og engan veg- inn hægt að telja Carter eiga þetta álit skilið öðrum Bandaríkjaforsetum fremur. Bæði fyrri forsetar úr Demó- krataflokknum og Repúblikana- flokknum hafi í raun mátt sætta sig, við sömu niðurstöðu. Moskvumenn eru sem sagt búnir að komast að þeirri niðurstöðu að Carter muni ekki sitja nema eitt kjör- tímabil í sæti forseta í Washington. Þess vegna sé þeim fyrir beztu að fara þegar að undirbúa jarðveginn undir skárra samband við arftaka hans hver sem það verður. Þessi afstaða ráðamanna í Sovét- ríkjunum gefur ekki til kynna að samskipti þeirra við Bandaríkin verði auðveld og árangursrík hvað varðar afvopnunarmál og aðra mikilvæga málaflokka þann tíma sem Carter á eftir að sitja í embætti. Auðvitað verða Sovétmenn að hafa það í huga að möguleikar eru á því að Carter hljóti útnefningu sem forsetaefni demókrata og sigri siðan í forsetakosningunum. Þessi tvö risa- veldi, Sovétríkin og Bandaríkin, verða ávallt að hafa þolanleg tengsl sín á milli ef til lengri tíma er litið. Ef þetta yrði uppi á teningnum hafa ráðamenn eystra greinilega hugsað sér að leysa það vandamál á sínum tíma. Byggt á The Christian Srience Monitor

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.