Dagblaðið - 19.10.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1979.
/.........."
Hægfara sjálfsmorð:
VOPNIÐ ER KÆRU-
LEYSIOG VANÞEKKING
Það mun ekki óalgengt að bensín
sé sogið um slöngu upp úr bensín-
geymum bíla og úr ílátum, t.d.
tunnum. Oft er sá sem annast þetta
verk með hálffullan gúlann af
bensíni. Mestu er spýtt hressilega út
en þó má gera ráð fyrir að eitthvað
fari niður um vélindað. Jafnvel þóttt
ekki væri um blýblandað bensín að
ræða þá er um stórkostlega hættu-
legan leik að ræða, bensín er ban-
eitrað efni og í smáum skömmtum
getur það valdið varanlegu heilsu-
tjóni. Þetta virðast allt of fáir vita.
Fólki virðist sem svo algengt efni eins
og bensín geti varla verið hættulegt.
Fyrir bragðið fara unglingar sér að
voða og fikt með bensin getur leitt
til heilsutjóns síðar sem alls ekki er
sett í samband við bensín.
Hér eins og víðar skapast hætta af
völdum vanþekkingar og kæruleysis.
Á nútíma heimilum, svo dæmi sé
tekið, er allt morandi í mismunandi
hættulegum kemískum efnum, nægir
í þvi sambandi að benda á „ósköp
venjulega” málningu. Þessi efni geta
valdið miklu heilsutjóni, komist þau í
öndunarfæri eða meltingarveg fólks.
Sömu efni geta oft valdið illlæknan-
legum ofnæmissjúkdómum, t.d.
exemi.
Það gleymist oftast þegar rætt er
um þessi mál að hættan er mest af
vanþekkingu á skaðsemi efnanna.
Segja má að efnin sjálf séu jafn
hættuleg eftir sem áður en vanþekk-
ing á skaðsemi þeirra eykur stórlega
hættuna á því að þau orsaki heilsu-
tjón.
Hvar er upplýsinga-
og kynningar-
starfsemin?
Þeir sem einhverntíma hafa fylgst
með sjónvarpi í Bandaríkjunum hafa
sjálfsagt veitt eftirtekt upplýsingum
sem gefnar eru um hættuleg efni á
heimilum, sérstaklega er þeirri kynn-
ingu beint til foreldra vegna barna.
Til þess að forðast misskilning er hér
ekki átt við aðvaranir vegna þeirrar
hættu sem smábörnum stafar af
ýmsum lyfjum, sem þau gætu komist
í, heldur beinist þessi kynningarstarf-
semi að því að vara fólk við hættu af
efnum svo sem málningu, upplausn-
ar- og hreinsiefnum o.fi.
Á íslandi er ekki um neina skipu-
lagða upplýsingastarfsemi að ræða á
þessu afmarkaða sviði. Það eina sem
ógætilegri meðferð skaðlegra efna,
t.d. gilda ákveðnar reglur um út-
búnað lakksprautuklefa og mun
Öryggiseftirlitið fylgjast með því að
eftir þeim reglum sé farið. Þótt nú sé
meira framboð á öryggis- og hlifðar-
búnaði en nokkru sinni áður þá er
algengt að fólk fáist ekki til þess að
nota hann við störf. Orsökin er að
sjálfsögðu kæruleysi en mjög oft er
þetta kæruleysi vegna þess að fólkið
veit ekki hve mikil hætta er fólgin i
meðferð þeirra efna sem það umleik-
ur.
í prentiðnaði er mikið notað af
upplausnarefnum í sambandi við
Það sem er þó miklu alvarlegra í
þessu máli er að mörg þeirra efna,
sem notuð eru t.d. i prentiðnaði sem
upplausnarefni og vitað er að eru
skaðleg, eru til meðferðar á öðru
hvoru heimili í landinu og ganga þá
einfaldlega undir samheitinu þynnir
og þykir þá ekki nærri eins hættulegt
enda líðst framleiðendum á íslandi
að tappa slíkum vökva á brúsa og
selja hverjum sem hafa vill, án þess
að nokkra viövörun sé að finna
prentaða á umbúöirnar. Það gefur
augaleið að fyrir bragðið er þynnir á
heimilum mun hættulegri. Þar gildir
aftur að vanþekkingin er hættu-
legust.
Hverjum ber
skylda til?
Á undanförnum árum hafa komið
fjölmörg ný efni á markaðinn. Mörg
hafa ýmsa eiginleika umfram þau
sem áður fengust, svo sem ýmis þétti-
efni, málning og lökk. Mörg þessara
efna innihalda stórhættuleg kemísk
efni sem engin leið er að vara sig á
nema þekkja og kunna rétta meðferð
þeirra og nauðsynlegar öryggisráð-
stafanir. Oft er að finna aðvaranir og
leiðbeiningar á erlendu máli utan á
umbúðum. í vissum tilvikum er bíla-
lakki hellt i ómerktar dósir í verzlun-
um og skiptir þá ekki máli hvort um
er að ræða hættuminnstu eða hættu-
mestu tegund bílalakks. Siðan eru
menn að basla við að sprauta bila
með þessu lakki við ófullkomnar
aðstæður heima i bílskúrum. Þeir
hafa jafnvel ekki hugmynd um að
vanlíðan og jafnvel rúmlega i fleiri
daga á eftir var lakkinu eða réttara
sagt meðferð þeirra á lakkinu að
kenna, þeir verða ef til vill aldrei
heilir heilsu uppfrá þvi. Orsökin van-
þekking oftar en kæruleysi.
^ Prentuö viðvörun finnst ekki á sumum
hættulegum efnum sem notuö eru á heim-
ilum.
fjölmiðlar hafa um þessi mál að segja
eru misvitlausar þýðingar blaða-
manna úr erlendum blöðum um að
þetta eða þetta efni hafi verið eða ‘
standi til að banna. Oftast koma
þannig fregnir frá Svíþjóð og Dan-
mörku en þar hefur hrein og bein
móðursýki gripið um sig á þessu
sviði.
Sá sem eitthvað hefur kynnt sér
skaðsemi ýmissa iðnaðarefna þarf
ekki að koma í mörg iðnfyrirtæki hér
á landi til þess að sannfærast um að
ástandið er mjög slæmt. Þó er það
einna helst í iðnaðinum sem reynt
hefur verið að stemma stigu við
prentliti. Þessi efni geta verið margs
konar t.d. isopropanol, normal-
propanol inethanol, bensenblöndur,
acetono.fl.o.fl.i lco þessara efna eru
mjög rokgjörn og þau geta valdið
verulegu heilsutjóni, sé ógætilega
með þau farið. Sum þeirra geta t.d.
valdið ólæknanlegum nýrnasjúk-
dómi, önnur geta orsakað varanlegan
skaða á miðtaugakerfi. Nú skyldi
maður ætla að prentarar séu vel
upplýstir um það hvernig þeir eigi að
umgangast svo hættuleg efni, exemið
sem margir prentarar líða fyrir ætti
að vera víti til varnaðar. En lítið inn i
prentsmiðju og kynnið ykkur
ástandið.
II
Kjallarinn
Leó M. Jónsson
Og nú gæti maður átt von á þvi að
einhverjir hlypu upp til handa og fóta
og öskruðu: bönnum, bönnum. Það
er jafnvel til i dæminu að einhverjum
verkalýðsforkólfinum þætti vænlegt
til árangurs að hamra á þvi að at-
vinnurekendur væru að smámurka
úr verkafólkinu lífið með því að láta
það umgangast hættuleg iðnaðar-
efni án þess að upplýsa það um
hættuna. En það breytir engu i sjálfu
sér. 1 Sviþjóð var rokið upp með
móðursýkislegum og hatrömmum
deilum þar sem aðilar kröfðust þess
að ákveðin efni yrðu bönnuð. Nú cr
yfirleitt viðurkennt að ekkert fékkst
með þvi að banna efnin, hinsvegar
leiddu deilur í fjölmiðlum til þess að
hinn almenni iðnverkamaður vakn-
aði til vitundar um að heilsufarslegt
öryggi hans skipti minna máli en deil-
an sjálf á milli verkalýðsrekenda og
atvinnurekenda.
Það varð svo til þess að verkafólk
fór að kynna sér meira en áður eigin-
leika og skaðsemi þeirra efna sem
það umgekkst og beinir samningar á
milli starfsfólks og einstakra iðnfyrir-
tækja um öryggismál hafa breytt
ástandinu.
En þetta er ekki nema hálft málið.
Þcss vegna er ef til vill ástæða til að
spyrja hverjum beri að sjá til þess að
almenningur fái nauðsynlegar
upplýsingar um efni sem alstaðar eru
seld þannig að komast megi hjá
slysum og ævarandi örkumli.
Leó M. Jónsson
tæknifræðingur
Kjósum ekki:
Losum okkur við froðusnakka
sem ekkert kunna eða geta
Nú eigum við enn á ný að rifa
okkur upp til þess að kjósa yfir okkur
tandsfeður. Og í þetta sinn fáum við
að paufast í gegn um snjóskafla eða
þá að við þurfum að berjast á móti
roki og rigningu til þess að komasl á
kjörstað. Og til þess að kjósa hvað?
Sömu, gömlu flokkana með sömu,
Ieiðu stjórnmálamönnunum þó ein-
hverjir nýir bætist í hópinn. Enn á ný
fáum við að heyra hversu góð úrræði
þessir garpar hafi til lausnar á öllum
vanda. Og við biðum í ofvæni og
látum teyma okkur á asnaeyrunum
eina ferðina enn.
Eða hvað? Verða siðustu atburðir í
stjórnmálum ef til vill til þess að opna
augu okkar, til þess að við megum sjá
að svona gengur þetta ekki lengur.
Að við viljum ekki þetta sama rugl
stjórnmálamannanna ár eftir ár,
kosningar eftir kosningar, án þess að
nokkurn tíma sé svo mikið sem von
til þess að staðið sé við brot af öllu
því sem lofað er. Um hvað höfum við
eiginlega að velja?
Allir vita hvernig
stöðva á
verðbólguna
AUir þeir fjórir stjórnmálaflokkar
sem þegar hafa tilkynnt um að þeir
ætluðu að bjóða fram í kosningunum
hafa ótal ráð á takteinum til þess að
lækna meinsemdina miklu, verð-
bólguna. En hvernig er þessum
ráðum beitt?
Sjálfstæðisflokkurinn hefur stært
sig af því að vera stærsti fiokkur
landsins og segir sig flokk allra stétta.
En þó svo sé hefur hann ekki getað
staðið fyrir neinum alsherjarlausnum
á verðbólguvandanum fremur en
aðrir flokkar. að vísu finnst okkur
svona eftir á að á meðan Sjáifstæðis-
flokkur og Alþýðuflokkur sátu við
völd á viðreisnarárunum 12 hafi
verðbólgan verið ósköp litil miðað
við það sem nú er. En þegar Sjálf-
stæðisflokkur og Framsóknarflokkur
sátu saman við völd fyrir síðustu
kosningar virtust ráð Sjálfstæðis-
flokksins vera álíka máttlaus og
gagnslaus og ráð annarra flokka.
Framsóknarflokkurinn getur lík-
lega stært sig af þvi að vera sá fiokk-
ur sem mestan heiðurinn á af óða-
verðbólgu síðustu ára, því það var á
síðustu árum vinstri stjórnarinnar
fyrri að alit fór endanlega úr böndun-
Kjallarinn
Dóra Stefánsdóttir
,Meö því aö sitja heima eöa skila auöu
w sýnum við fyrirlitningu okkar á getulaus-
um stjórnmálamönnum.”
um og hefur ekki getað komizt i þat
aftur, þrátt fyrir öll stóru orðin
Framsóknarmenn þykjast hafa ráí
undir rifi hverju en þó þeir hafi lengst
allra setið í ríkisstjórn á þessum ára-
tug virðast ráðin haldlítil.
Alþýðuflokkurinn stekkur núna
þessa dagana upp til handa'og fóta og
klýfur ríkisstjórnina vegna þess að
ekki hefur tekizt að draga úr verð-
bólgunni. Ekki get ég imyndað mér
hvaðan sú hugmynd, að stjórnarslit
og nýjar kosningar yrðu til þess að
draga úr verðbólguhraðanum, er
komin en fáránleg er hún engu að
síður. Kratar syngja enn sama söng-
inn um að þeir hafi ekki náð stefnu-
málum sínum fram og þeir hafa
sungið undanfarin 10—20 ár. Einsog
Hannibal sagði í kosningunum sem
felldu viðreisnarstjórnina, þá mætti
halda að þessir menn hefðu alls ekki
verið í stjórn. Kratar krefjast niður-
skurðar á rikisútgjöldum á meðan
þeir svo ekkert vilja minnka. Hvernig
það fer saman skilur ekki hún ég.
Alþýðubandalagið er sízt skárra.
Ég verð að játa á mig þá glópsku að
ég Ijáði þeim fiokki atkvæði mitt í
siðustu kosningum. Fagurgalinn um
rétt hins vinnandi manns til launa
sinna og heitin um að stöðva braskar-
ana frá þvi að stela úr vösum smá-
fólksins fylltu augu min sem i fyrsta
sinn horfðu á atkvæðaseðil móðu og
krossinn lenti fyrir framan G-ið.
Og hvernig hefur svo verið staðið
við þau heit? Það hefur alls ekki
verið gert. Alþýðubandalagið hefur
gengið hvað öflugast fram í þvi að
ræna af smáfólkinu og þó flokkurinn
hafi viðskiptaráðherra hafa braskar-
arnir það jafn gott og þeir nokkru
sinni hafa haft. Ekki hafa alþýðu-
bandalagsmenn heldur getað bægt
burt verðbólgunni og eru nú sárir
yfir þvi að Tómas vildi skera niður
við þeirra ráðuneyti.
Sitjum heima
eða skilum auðu
Það er víst alveg áreiðanlegt að ég
Ijái ekki þessum fjórum flokkum sem
hér eru taldir mitt atkvæði og tel ég
að svo ætti að vera með fieiri. Við
ættum ekki að láta blekkja okkur út í
vetrarkuldann til þess að Ijá þessum
mönnum atkvæði okkar. Með því
annaðhvort að sitja heima eða skila
auðu sýnum við fyrirlitningu okkar á
þessum getulausu stjórnmálamönn-
um sem ekkert hafa fært okkur nema
armæðuna og aukna verðbólgu.
Bezt væri auðvitað ef svo mikill
hluti kjósenda greiddi ekki atkvæði
að tekið yrði eftir því. En hvað þá?
spyrja efiaust margir. Hver á þá að
stjórna? Svarið hlýtur að vera að til
komi menn sem gera sér grein fyrir að
við svo búið má ekki standa. Þegar
kjósendur nenna ekki einu sinni
lengur að greiða magnlitlum stjórn-
málafroðusnökkum atkvæði hlýtur
að koma timi þeirra sem meina það
sem þeir segja. Manna sem þora að
standa við gefin heit eða gefa þau
ekki ella. Þar til það verður geta þeir
sem ekki kusu að minnsta kosti firrt
sig ábyrgð á þeim sem standa við
stjórnvölinn en kunna samt ekki að
stjóma. Þeim sem standa við stýrið á
ört sökkvandi þjóðarskútu og rífast
um hver sagði hvað í fyrra eða fyrir tíu
árum. Það er ekki það sem skiptir
máli heldur hvernig á að reyna að
ausa dallinn og helzt að halda honum
á floti áfram með þvi að gera við
skemmdirnar á byrðingnum. Skútan
hefur hvort eð er verið stjórnlaus í
áratug eða meira og aðeins þögul
fyrirlitning skipverja á þeim sem
þykjast allt kunna en geta svo ekki
neitt getur komið þeim sem sannar-
lega eitthvað kunna upp i brú. Niður
i lest með hina, þar eiga líkin heima.
Dóra Stefánsdóttir
bluðamaður
/ V