Dagblaðið - 19.10.1979, Qupperneq 25
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1979.
29
Læknisbústaðurinn glæsiiegi á Þingeyri stendur ónotaður.
Jónas Ólafsson sveitarstjóri Þingeyri:
„Hættur að skilja þetta”
—einsogviðsémskepnureneWdfólk
Þetta ástand er óráðin gáta og ljóst
að ekkert rætist úr þennan mánuðinn,
hvað sem gerist í þeim næsta, sagði
Jónas Ólafsson, sveitarstjóri á Þing-
eyri, þegar ástandið i læknamálum bar
á góma. Þetta er til skammar fyrir
þjóðfélagið og ég er hættur að skilja
þetta. Það er ekki eins og við séum fólk
heldur skepnur. Nú er alltaf verið að
mennta menn og þeir virðast svo hanga
syðra og bíða eftir plássum á sjúkra-
húsum enda þótt læknislaust sé á lands-
byggðinni.
Þetta er jú versti tíminn, desember-
janúar og þá er oft ekkert nema skip
sem geta komið til hjálpar og eru það
þá varðskipin sem bjarga okkur.
— Nú bjóðið þið nýjan bústað
handa lækni og hjúkrunarkonu.
Já, það er splunkunýtt hús og ekkert
til þess sparað.
— Heldurðu, Jónas, að menn veigri
sér ekki við einangrun og erflðum skil-
yrðum?
Vafalaust og þarna spila konurnar
mikið inn í, félagslega hliðin er þarna
stór þáttur.
Um hvað sveitarstjórnin gæti gert
frekar svaraði Jónas því til að hann
fylgdist með málum og hringdi suður af
og ti).
MISSÆTTl LANDLÆKNIS OG
FÉLAGS UNGRA LÆKNA ÞÁTT-
UR í LÆKNAVANDRÆÐUNUM
Kristmundur Ásmundsson, læknir á
ísafirði, var einmitt staddur á Þingeyri
þegar blm. bar að:
Menn hafa langt í frá jafngott upp úr
sér hér eins og í stóru héruðunum.
Við fáum heldur ekki launaálag fyrir
það að vera aleinir á stað sem þessum,
jafnvel einangraðir hálfan veturinn og
á vakt allan tímann, það fælir frá. Svo
mæltist Kristmundi aðspurðum um
vandamálið. Það er heldur ekki hægt
að fara frá með góðu móti, hvort sem
maður þarf að skreppa suður til
Reykjavíkur eða eitthvað annað. Það
er kannski ekki heiftarlega mikið að
gera á þessum vöktum en vaktirnar eru
fyrir hendi.
— Nú hafa læknar hér vestra upp-
lýst að snurða sé á þræðinum milli
landlæknis og Félags ungra lækna sem
kandídatar eru í, hvað viltu segja um
það mál?
Um það má segja að áður, þegar
samvinna var á milli landlæknis og
Félags ungra lækna, var yfirleitt útbúin
áætlun eitthvað fram í tímann þegar
kandídat útskrifaðist. Svo gerðist það
að skyldan í héraði var lengd úr þrem
mánuðum í sex. Það var að visu skv.
lögum en „ómóralskt” að ræða ekki
við félagið heldur taka einhliða ákvörð-
un. Eftir að þetta gerðist hefur ekki
verið um samvinnu að ræða og ung-
læknar sögðu landlækni að þeir gætu
séð um þetta i framtíðinni og þeir
kæmu ekki nálægt því. Það er sem sagt
engin samvinna þarna á milli og þar við
stendur.
— Hvernig gengur þetta þá fyrir sig?
Nú, við verðum allir að fara í héruð
Kristmundur Ásmundsson læknir.
og við höfum samband við landlækni
hver og einn um það hvar þörf er á
lækni. t.
— Þið veljið þá bara úr beztu bit-
ana?
Það erum við sjálfir sem ráðum
okkur eðlilega og það má kannski segja
það að við veljum beztu bitana. tökum
þau héruð sem ókkur lízt bezt á.
— En nú hafa menn oftast verið
lengur en þrjá mánuði í héi aði?
Já, já, það kom í ljós í kónnun sem
gerð var áður en timinn var lengdur að
menn voru að jafnaði 6,7 mánuði.
— Heldurðu að það hafi haft mikil
áhrif að lengja skylduna einhliða?
Þeir gerðu þetta alveg einhliða, þeir
töluðu ekkert við félagið og þetta
hleypti illu blóði í menn en þeir áttu
auðvitað að tala við okkur.
— Nú er þetta aukaálag á ykkur á
ísafirði?
Já, við erum fjórir unglæknar þar
auk yfirlæknis á sjúkrahúsinu og
verðum að fara á fjóra staði þar utan,
það er Súðavík, Súgandafjörð, Flateyri
og Þingeyri. Þetta kemur náttúrlega
niður á þjónustunni þar sem viðerum.
— Hvernig farið þið á milli?
Eins og stendur með leigubílum en
verðum trúlega að nota flugvélar þegar
vegir teppast og skammdegið sezt að.
Við sinnum neyðartilfellum og komum
svo einu sinni í viku á staðina, þetta er
lágmarksþjónusta sem landlæknir
hefur komið á.
— Hvað um þjónustu við skólana?
Nú, við munum láta skólaskoðanir
sitja á hakanum þar til úr rætist, við
vorum reyndar bara þrír þar til nýlega
og höfðum Bolungarvík að auki en þar
er málið leyst í bili.
— Og að lokum um útlitið?
Það er verið að leita að mönnum að
sjáifsögðu.
Spurning
dagsins
Ertu ánægð(ur) með
læknisþjónustuna
hér?
(Spurt á Þingeyri við Dýrafjörð)
Davið Krístjánsson flugvallarstjóri:
Nei, síður en svo. Þetta er fyrir neðan
allar hellur og engum bjóðandi.
Halldór A. Sigurðsson kennari, Núpi:
Þetta er rosalegt ástand. Við erum með
hundrað nemendur á Núpi en sem
betur fer hefur ekkert komið fyrir.
Jóhann Sigurðsson, Hvammi, Dýra-
firði: Nei, það er eins og að taka
mánaðarvixla að fá lækna hingað.
Helga Aðalsteinsdóttir, Þingeyri: Ég
er alls ekki hress með hana. Við
verðum aö aka alia leið til ísafjarðar,
um 70 kílómetra, ef eitthvað kemur
upp á.
Guðmunda Guðmundsdóttir, Þingeyri:
Nei, það held ég að enginn sé.
Þorkell Þórðarson, Þingeyri: Ég veit
það ekki. Ég veit ekki hvernig þessi mál
standa.