Dagblaðið - 20.10.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 20.10.1979, Blaðsíða 1
---------------------------------------------------------------------\ Upplýstíbyrjun „ vikugegn vímugjöfum" SOLUVERÐMÆTIUPPTÆKRA FÍKNIEFNA 6-700 MIUJÓNIR —á síðasta árí — Gæti veríð tíundi hluti raunverulegs magns, skv. erlendum áætlunum Söluverðmæti dagsins á þeim lcannabis-efnum sem upptæk voru gerð hérlendis í fyrra er 600—700 milljónir króna. >á voru gerð upp- tajk um sjötíu kíló af kannabis-efn- um, samkvæmt upplýsingum Guð- mundar Gígju, lögreglufulltrúa í fikniefnadeild lögreglunnar í Reykja- vik. Gangverð á hassi þessa dagana er talið vera frá 8000 og upp í 10 þúsund krónur grammið. Erlendis er viða áætlað að yfirvöld nái í um tíunda hluta þeirra fíkniefna sem eru á markaðinum. Guðmundur var spurður hvort líklegt væri að sama hlutfall væri hér. ,,Um það þori ég ekkert að segja,” sagði hann. ,,Ég þori ekki einu sinni aðgizkaáþað.” Hann kvaðst enn ekki hafa tölur um magn upptækra fíkniefna í ár. Á mánudag hefst „Vika gegn vímugjöfum” undir forystu íslenzkra ungtemplara. Inntak þeirrar viku, sem nýtur stuðnings uppalenda úr öllum stéttum, er að aUir landsmenn sameinist um. að neyta einskis þess sem vímuefni kallast — hvert sem fíkniefnið er: tóbak, áfengi, kannabis eða annað — og hugleiði heldur þau skaðlegu áhrif sem neyzlan hefur á neytandann og þá sem næstir honum standa. - DS „rí.-j 'W:" ■ skemmtikröftum” Nokkrir þeirra sem kepptu tU úr- slita á Hæfileikaralli Dagblaðsins og Hljómsveitar Birgis Gunnlaugssonar i haust koma fram á Hótel Sögu annað kvöld. Kvöld þetta er sér- staklega ætlað formönnum skemmtinefnda og öðrum þeim sem hafa með að gera útvegun á skemmti- atriðum í einkasamkvæmi. Þegar hefur um fimmtiu manns verið boðið að koma og hlýða á hvað hæftleika- fólkið hefur upp á að bjóða. Þeir sem koma fram á sunnudags- kvöldið eru Páll Jóhannesson söngvari, sigurvegari keppninnar; Evelyn Adolpsdóttir og Kolbrún Sveinbjörnsdóttir, sem höfnuðu I öðru sæti, og Geir Bjömsson gaman- vísnasöngvari. Þá kemur Grétar Hjaltason eftirherma einnig fram. Dágóður hópur þeirra hæfileika- manna sem tóku þátt í hæfileika- kvöldunum hefur haft mikið að gera upp á síðkastið. Til dæmis hafa þeir Finnbogi Pétursson og Guðgeir Gunnarsson komið fram á Hótel Esju og i veitingahúsinu Snekkjunni. Einnig hafa þær Kolbrún og Evelyn, sem eru frá Grindavik, nokkrum sinnum skemmt á samkomum á Suðurnesjum. Allir þeir sem hafa það verk með hðndum að ráða skemmtikrafta i einkasamkvæmi eru hvattir til að mæta á þessa „sölusýningu skemmtikrafta”. -ÁT- „Kommarog * Framsókn hörð- ustustuðnings- menn Sólness” Sjálfstæðismenn á Norðurlandi eystra ákveða í dag hvort flokkurinn skuli skipa sæti framboðslista sins með prófkjörum eða ekki. Jón G. Sólnes er sagður ákafur stuðnings- maður prófkjörs og stefnir ótrauður áefsta sæti listans. Hvíslað er á Norðurlandi að margir alþýðubandalags- og fram- sóknarmenn séu manna ákafastir í stuðningi við Sólnes sem oddvita sjálfstæðismanna i kosningunum. Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins muni hagnast á þvi að Sólnes verði í forystu flokksins í kjördæminu. Þá er framboðsslagur kratanna í fullum gangi. Þar bítast Bragi Sigur- jónsson, Árni Gunnarsson og Jón Ármann Héðinsson um efstu sæti AJþýðuflokkslistans. Einnig er Jón Helgason, formaður Verkalýðs- félagsins Einingar, nefndur til sög- unnar. . . -ARH — sjá bls. 6 „Sölusýningá &tarfsmenn Melavallarins höfðu sett sérstakar mottur á völlinn til að auðvelda leikinn. Venjulega fer slíkur leikur fram á grasi. DB-mynd Hörður. Fyrsti „krikket”-leikurinn á íslandi: Fjörutíu „krikkef’-leikarar í brúðkaupsveizlu á íslandi „Þetta er eftir því sem ég veit bezt í fyrsta skipti sem „krikket” er leikið hér á landi og það var mjög gaman fyrir okkur að það skyldi verða á Mela- vellinum,” sagði Hreiðar Ársælsson, starfsmaður Melavallar og fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, í samtali við DB. Eftir hádegi í gær kom saman á Melavellinum hópur brezkra ,,krikket”-leikara til að iðka þessa íþrótt sína. Að sögn Hreiðars var þetta fjörutiu manna fiópur. Þannig stendur á komu þeirra hingað til lands að einn félaganna, Peter Salmon, gengur í dag að eiga 21 árs gamla Reykjavikurmey, Ólöfu Guðmundsdóttur. Brúðkaupið verður haldið hér i Reykjavik og þótti við hæfi að bjóða öllu „krikket-liðinu til veizlunnar. „Við útbjuggum aðstöðu fyrir leik- mennina hér með því að setja mottur á völlinn og þeir voru mjög ánægðir með aðstöðuna þó þeim þætti nokkuð kalt,” sagði Hreiðar. „Stemmningin var alveg eins og á landsleik. öll stig voru skráð niður og leikurinn stóð eitthvað á fjórða klukkutima. Inn á milli hresstu leik- mennirnir sig með kaffi, tei og dálitlu af viskíi. Ég held að þessi leikur hljóti að eiga framtíð fyrir sér á íslandi,” sagði Hreiðar að lokum. -GAJ- Brúðguminn, Peter Saltnon, afhendir Hreiðari Ársælssyni, starfsmanni M- ■ r, „krikket”-kylfu að gjöf. Hreiðar lét svo um mælt að þessi leikur ætti öj uggle' n- tið fyrir sér á íslandi. DB-myn ;irm. ......

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.