Dagblaðið - 20.10.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 20.10.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1979. 7 Sætleiki valdsins — eða? Tvísýnir dagar f ramundan, en enn trúir Vilmundur að hlutunum megi breyta með vilja—og kjörfylgi „Ég hef orðið var við það hvað fólk stendur iðulega á gati gagnvart kerfinu. Hve kerfið er þungt í vöfum, hvemig mál klúðrast þar og týnast ...” sagði Vilmundur Gylfason í viðtali í Vikunni fyrir rúmu ári og átti við dómskerfið. Nú er hann á mjög skyndilegan hátt setztur í stól dómsmálaráðherra með æðsta vald yfir skrifstofunum þar sem , ,mál klúðrast og týnast’ ’. Okkur langaði að gá hvort skoðanir hans hefðu breytzt. Við ákváðum stefnumót við hann klukkan hálfsjö að kvöldi annars starfsdags hans í dómsmálaráðuneyt- inu. Klukkan fimm hringdi hann og bað okkur að koma ekki fyrr en sjö. Klukkan eina mínútu yfir sjö hringdum við dyrabjöllunni á húsi hans í Þing- holtunum. Það er gamalt og veðrað. Plastmálningin er að flagna af því og flaksast í kvöldstrekkingnum. Finn enga slíka kennd Hann var ekki kominn en Valgerður kona hans tók ljúflega við okkur og gaf okkur kaffi. Úr útvarpinu glumdu fréttirnar um friðarverðlaunin til systur Teresu og munaðarleysingjahælið sem hún ætlar að byggja fyrir þau og við vorum að hugsa hvort Carter mundi hafa notað sín i kosningabaráttuna til að ná forsetakjöri á ný, hefði hann fengið þau. Áður en langt leið opnuðust dyrnar Nýja flugstöðvarbyggingin á Rifi. DB-mynd: Hafsteinn Jónsson. NýflugbrautáRifi: Enginn vegur að flugaf- greiðslunni „Eini gallinn við þessa nýju flugstöðvarbyggingu er sá að af pólitískum ástæðum hefur ekki ennþá verið lagður að henni vegur. Því þurfa menn að aka í kringum flugvöllinnum kletta og klungur til þess að komast að byggingunni,” sagði Hafsteinn Jónsson fréttaritari á Hellissandi um nýja flugstöðvarbyggingu á Rifi. Unnið hefur verið að því í sumar að leggja nýja flugbraut við flugvöllinn á Rifi. Er þetta flugvöllur sem flugfélagið Vængir byggði árið 1973. Þær flugbrautir sem fyrir voru voru taldar hættulegar vegna fjalla og kirkju í grennd við þær og því var ákveðið að leggja nýja flugbraut. Undirbyggingu nýju flugbraut- arinnar var lokið í sumar og gera menn sér vonir um slitlag ofan á hana innan tíðar. Þá var einnig reist farþegaaf- greiðsla við vöUinn en þar höfðu farþegar áður ekki í neitt hús að venda. Nýja húsið er ákaflega fallegt og vel gert en gallinn að það er ögn út úr vegasamgöngum. -DS/HJ, Hellissandi. og Vilmundur snaraðist inn, fleygði sér ofan í stól og bað um sígarettu. Hann er dáUtið stressaður og snöggur upp á lagið og sagði okkur að byrja strax að spyrja. Okkur langaði mest til að vita hvernig honum fyndist að njóta sæt- leika valdanna. „Ég finn enga slíka kennd,” segir hann trúverðuglega og snýr upp á lokk í hárinu á sér. „Það hefur ekki gefizt tími til slíks.” Og satt að segja er hann ekkert drembilegur, minnir fremur á einhvern sem er kominn heldur langt út í djúpt vatn. Spennandi viðureign Hann er yngsti ráðherrann, rétt rúrh- lega þrítugur, og virðist ekki hafa unnizt tími til að þaulhugsa samhengin i þjóð- félaginu. En sem manneskja orkar hann síður en svo útsmoginn eða kald- rifjaður, þvert á móti. Svolitið fljót- fær, kannski hvatskeytslegur. Hann á það til að rjúka upp á nef sér. En á eftir iðrast hann og leitar sátta. Sumir finna það að honum í núver- andi stöðu að hann er ekki löglærður — hann er sagnfræðingur að mennt. Segist sjálfur hafa dálæti á Napóleoni. Þegar hann vill láta sér líða vel hlustar hann á keisarasinfóníuna, þá fimmtu, sem Beethoven tileinkaði upphaflega þessum fræga hershöfðingja en strik- aði tileinkunina út þegar Napóleon lét krýna sig til keisara. — „Þegar hann varð hégómanum að bráð,” segir Vil- mundur. „Hvað finnst þér vera mikilvægast i pólitík, Vilmundur?” „Að setja spurningarmerki við lögin og breyta þeim.” — Hann fylgist betur en margir aðrir með stjórnmálaþróun í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu. Og er ekki sízt hrif- inn af þeirri frjálsu gagnrýni á gerðir ríkisvaldsins sem þar tiðkast. „Ég mundi skilgreina sjálfan mig sem Kennedy-demókrata, eða þá miðjumann í brezka verkamanna- flokknum,” segir hann. „En eftir tveggja daga setu í dóms- málaráðuneytinu er ég enn vissari um það en áður að löggjafarvaldið á að hafa miklu meira eftirlit með fram- kvæmdavaldinu en það hefur nú.” Margir yngri lögfræðinga eru sam- mála Vilmundi um, að réttargæzlu- Valgerður Bjarnadóttir og Vilmundur Gylfason. Þau hjónin ræða mikið um stjórnmál og eru stundum sammála, stundum DB-mvnd: Hörður. „Ég hef fulla trú á því að með vilja — og kjörfylgi — sé hægt að breyta hlutunum,” segir hann. kerfið sé eins og stirðnað steintröll. Það þarf geysilegan kraft til að róta við því. Tekst Vilmundi það? Og nú bíðum við spennt eftir að sjá hvernig honum tekst til. - IHH stórH ÁVBJK .T.mMlAUÍlQlNU V© ... „ HALLVElGAnSU . v.nningar; m1ðSTöÐinn\ —Ö33s <;vo sem heimilistœW, höfjaHasöl —-SSSKÍSS*-*1-*'■" KOMIÐ OG STYRKIÐ GOTT MALEFNI. ENGIN NLILL L LIONS KLÚBBURINN TYR ibbi

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.