Dagblaðið - 20.10.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 20.10.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1979. BINDINDIBORGAR SIG Spurning dagsins Ása Benediktsdóltir skrifur: Laugardaginn 1. sept. síðastliðinn birtist i Dagblaðinu kjallaragrein eftir Árna Larsson. Ritar hann þar um áfengismál og kemur víða við. Þar þakkar hann m.a. SÁÁ fyrir að hjálpa drykkjusjúkum og þar er ég honum hjartanlega sammála. Árni verður þó að gera sér það ljóst, að drykkjusýki er ekki hægt að lækna að neinu marki nema með algjöru bindindi og aðeins þeir sem neyta áfengis eiga það á hættu að verða áfengissjúklingar. Ef landið yrði áfengislaust myndi það hugsanlega verða einn allsherjar geðveikraspítali, segir Árni í grein sinni. Ekki trúi ég að hann meini þetta sem hann skrifar. Einnig telur Árni, að fólk fái ekki útrás sinna hjartans mála nema með hjálp áfengis! Ekki er það nú björgulegt. Þá vitum við sem sé, hvernig á að koma í veg fyrir geðveiki, sem stafar með öðrum orðum af brennivíns- leysi. Þess vegna virðist bráðnauð- synlegt að hafa þessa aðkeyptu veiki áfengisins og ýmsa fylgikvilla þess til hjálpar þjóðarheildinni. Þá kem ég næst að okkur vatns- rónunum úr Góðtemplarareglunni, þessu stórskrítna fólki sem boðar bindindi. Ekki hef ég heyrt að templarar og annað bindindisfólk sé haldið fleiri geðrænum kvillum en aðrir eða dvelji oftar á sjúkrahúsum vegna brennivínsleysis, en Árni veit það kannski betur svo vitnað sé í fyrri ummæli hans. Sannleikurinn er sá, það vitum við bindindisfólkið bezt, að það er vel hægt að fá útrás sinna hjartans mála og skemmta sér ágætlega án hjálpar áfengis. Fólk bara vill ekki reyna það, þvi það þykir ekki fínt að skemmta sér alls- gáður, og engum dettur í hug að stöðva áfengisflóðið meðan gróða- sjónarmiðið og tizkan ráða ríkjum. Að mínu mati er vart hægt að hugsa sér betri lýsingu á drykkjuvenj- um landans en þá sem birtist í niður- lagi greinar Árna. Að lokum vil ég halda fram þeirri trú minni að bind- indi borgi sig bæði andlega og efna- lega, hvort sem um er að ræða bindindisfólk eða vatnsróna í Góðtemplarareglunni. Bréfritari heldur þvi fram að bindindi borgi sig og vist er um það, að þær guðaveigar sem hér gefur að lita kosta sinn skilding. r -1 f * m A '^41 USI61EB UF^y, Fegrið heimilið með LISTGLERI — blýlagt gler í ótal mynstrum og litum. Tilvalið í svalahurðir, forstofu- hurðir, útihurðir og alls konar glugga til skrauts og nytja. Vinnum gler eftir pöntunum. — Hringið eða komið vestur á Granda og kynnið ykkur liti, mynstur og verð. Gerum föst verðtilboð. Athugið: Blýlagt gler má tvöfalda í verksmiðju eða setja fyrir innan tvöfalt gler. Nýjung: Úrval af fallegum ljósa- krónum með blýlögðu LIST- GLERI Seljum alls konar hamrað, glært og reyklitað gler. Leitið ekki langt yfir skammt, úr- valið er hjá okkur. Nú er hver að verða síðastur fyrir jól. LIST- GLER Grandagarði 5 (Við hliðina á Geira í Sjóbúðinni) Sfmi 29412 Hver verður sigur- vegari í næstu kosningum? Hríngur Hjörleifsson, vinnur í fiski: Ég get ekkert sagt um það. Sjálfsagt þó Framsóknarflokkurinn. Sigurgeir Bjarnason pípulagningar- maður: Það má guð vita. Sjálfsagt Sjálfstæðisflokkurinn. Grétar Krístinsson pípulagningarmað- ur: Sjálfstæðisflokkurinn. Hann nær hreinum meirihluta á þingi. Guðrún Guðmundsdóttir verzlunar- maður: Ég hef ekki hugmynd um það. Ég þoriekkiaðveðjaáneinn. Davíð Jensson byggingaeftirlitsmaður: Ég vil ekki segja til um það. Óskandi að við fáum bara betri stjórn, þó ég hafi litla trú á því. 'EGr ER ÞREVTTUp.' MIG- VERKJAR j STRUMPlNN 1 PESSAR Tl LRAUMASTRVHP- UR HANS VFVRSTRUMPS ae> para 1 —£inn Á MÉR 1 J HEVRÐuX í SÉrðu ? ) )Vi\ y X x (s~s^'Q Ólafur Valur Sigurðsson sjómaður: Gvendur jaki. Hann stjórnar þjóð- félaginu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.