Dagblaðið - 20.10.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 20.10.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1979. En hverjar eru svo þessar tlilögur? Grunntónninn í tillögum fram- sóknarmanna er að ríkisvaldið nái samkomulagi við aðila vinnumark- aðarins um að binda hækkanir á verði, vöru og þjónustu og launum stiglækkandi í ákveðnum áföngum á næstu tveim árum. Með þessu á verðbólgan að nást niður fyrir 30% á árinu 1980 og niður fyrir 18% áárinu 1981. Niðurtalning verðbólgunnar yrði þá þannig að samkomulags yrði leitað um eftirfarandi hámarkshækk- anir: des. 1979 .. .. .9% mars 1980. .. . . 8% júní1980 .. .. .7% sept. 1980. .. . . 6% des. 1980 . .. . . 5% og siðan áframhaldandi niður á árinu 1981. Hérerum ekki ósvipaða leiðað ræða og Norðmenn fóru með góðum árangri. Enginn vafi er á því, að með þessu næðist verðbólgan niður í ákveðnum þrepum án þess að tefla atvinnu- ástandi í tvísýnu. Forsendan er að víðtækt samkomulag náist um þessa lausn, og á því gætu verið góðar líkur. Og umsögn stjórnar Arkitekta- félags íslands um þessi lög, í frétta- blaðinu eru eftirfarandi: Járnsmiðir í tannlækningar? „Þarna virðist okkur sem kjarni málsinssé leystur.” Það var og. Svona tala nú uppréttir menn, þegar vegið er að rótum starfsgreinar þeirra. „Ó, hvar er vörður að verja, mitt vesælt hjartakorn?” Nú væri ekkert við þessi lög að at- huga, ef aðrir en arktektar hefðu samkv. lögum þessum rétt til þess að leggja aðeins inn teikningar á sér- þekkingarsviði sínu, þ.e.a.s. burðar- þolsteikningar og aðrar tækniteikn- ingar sem vera ber, en svo er þvi miðurekki. Og þar með fæst skýringin á fyrr- greindri heldur hrikalegri prósentu- skekkju i sköpun byggingarlistar á íslandi. Og þess vegna furða mig ummæli stjómar Arkitektafélags Íslands. Hræddur er ég um að stjðrn Lækna- félags íslands og Tannlæknafélags íslands tækju með réttu sterkar til orða ef löggilda skyldi áðut aflagða siði, sem sé að járnsmiðir stunduðu tannlækningar og bartskerar hæfu á ný að taka mönnum blóð. Auk þess sem ekki er minnsta hætta á að heil- brigðisyfirvöld samþykktu slík lög. Það ætti að vera deginum ljósara, að í orðum minum er ekki efazt um ágæti neinnar starfsgreinar þjóð- félagsins, hverrar á sínu sviði. Ég hef orðið þeirrar gæfu aðnjótandi, sem og aðrir, að kynnast afburðafólki í öllum starfsgreinum, góðu fólki og gáfuðu, vel menntuðu og listrænu. Fólki sem aldrei kæmi til hugar að bjóða vinnu sína á starfssviði ann- arra. Því frábær maður í sinni starfs- grein er gjarnan fúskari i annarri. En forsenda sjálfsgagnrýni er þekking. Mig minnir að nóbelsskáld vort hafi skrifað einhvers staðar, að hið ógeðslegasta sem hann vissi væri illa unnið verk. En nauðsynleg forsenda þess að vinna vel nokkurt verk er að hafa lært það, að hafa, auk vilja og þreks, — mennt til verks. Og þetta skilur löggjafinn viðkomandi öllum starfsgreinum — nema byggingarlist. Þeirri grein .menningar sem mótar híbýli okkar og nánasta umhverfi - sem er bæði listgrein og tækni i órofa heild. Ekki annaðhvort eða, hvort eða, eða ýmist eða. En lögin veita öllum öðrum starfs- greinum vernd til að gæta faglegrar virðingar sinnar og réttar. Ekki væri járnsmiður lengi í friði með starfsemi sína, setti hann upp brauðgerð né heldur bakari, sem hæfi járnsmiðar. Og skondugur trúi ég yrði svipurinn á stjórnum Tré- smiðafélags Reykjavíkur eða Múr- arameistarafélagsins, ef arkitekt, verkfræðingur, læknir eða raunar hver sem væri ekki með löggilt próf tæki að sér uppslátt á byggingum eða múrverk. Kjallarinn GuðmundurG. Þórarinsson Hugmyndir sjálfstæðismanna Sjálfstæðismenn hafa imprað á sínum hugmyndum varðandi efna- hagsmálin. Tæpast er þó hægt að segja að um tillögur sé að ræða. í grundvallaratriðum ganga hugmynd- Og með réttu niyndu stjórnir þess- ara ágætu félaga stöðva slika iðju þegar í stað, því hún væri ekki bara lögbrot, heldur einnig röng, á hvorn veginn sem maður vill orða það. Þá vekur síðasta tilvitnaða setning fyrrgreindra laga enn meiri athygli, en þar segir: „Enn fremur getur ráð- herra veitt öðrum en 1. mgr. tekur til slík staðbundin réttindi að fengnum meðmælum viðkomandi byggingar- nefndar.” Þar tók steininn úr. Subbuskapurinn lögleiddur Er ekki nóg komið af, vægast sagt, umdeildum dæmum um misbeitingu ráðherravalds á liðnum árum, svo ekki sé verið að lögleiða þeim algert frjálsræöi um úthlutun starfsheita líka? Er ástæöa til að löggilda subbu- skapinn fyrirfram? Og hræddur er ég um að nær eitt hundrað íslenzkum námsmönnum í arkitektúr erlendis þyki þessi lög heldur kaldar kveðjur — og jafnvel aðstandendum þeirra líka. Þessi lög bera með sér þá hættu, að Reykjavík og raunar landið allt verði ekki aðeins, sem sagði í útvarpsfrétt- inni, „skólabókardæmi i útlöndum um vondan arkitektúr”, heldur jafn- vel skólabókardæmi um engan arkitektúr. Þér vaska sveit fullhuga á Alþingi íslendinga. Það er von mín og raunar vissa, að þér berið gæfu til að skynja alvöru þessa máls fyrir íslenzka bygg- ingarlist — fyrir islenzka menningu. Breytið þessum vanhugsuðu og vit- lausu lögum svo skjótt sem yður gefst tími frá öðrum önnum og aukið enn hróður yðar. Þetta varðar virðingu þjóðar. Saga húsfriðunar á íslandi er ekki löng. Raunar er það ekki fyrr en á seinni áratugum sem áhugi manna og athygU hefur beinzt að verðmætum og varðveizlu eldri bygginga og jafn- vel bæjarhluta. Áhugi, sem stafar af vaxandi skilningi manna á gildum þætti byggingarUstarinnar í menn- ingarsögu hverrar þjóðar — og er það vel. Höfuðforsendur mats vegna varð- veizlu eldri bygginga má segja að séu þrjár: 1. Að um sé að ræða byggingar, sem ir þeirra þvert á tillögur framsóknar- manna. Sjálfstæðismenn varpa fram sundurlausum hugmyndum sem byggjast á auðhyggju eða frjáls- hyggju eins og þeir kalla það nú. Þeir telja, að aðilar vinnumarkaðarins eigi að bítast sjálfir í blóðugum átök- um í þeim vinnudeilum, sem nú eru framundan, án afskipta ríkisvaldsins, öfugt við framsóknarmenn, sem vilja beita sér fyrir virkri samvinnu ríkis- valds og aðila vinnumarkaðarins til lausnar vandans. Þessi leið sjálfstæðismanna hefur í för með sér óskaplega galla. Gífur- legar vinnudeilur munu rísa, með ófyrirsjáanlegum afieiðingum. Marg- sinnis hefur sýnt sig, að þessi leið sjálfstæðismanna kemur verst niður á þeim lægsdaunuðu. Þeir verða ein- faldlega undir i þessum mikla slag, en þeir sem sterkasta aðstöðu hafa fá fram stærstan hlut. Vatnaskil í íslenskum stjórnmálum Auðhyggjumyndir sjálfstæðis- manna eða frjálshyggja hefur hvar- vetna, þar sem hún hefur verið reynd, haft í för með sér gífurlega ókosti. 1) Tekju- og eignaskipting í þjóð- félaginu getur orðið mjög ójöfn. 2) Veruleghættaeráatvinnuleysi. 3) Nýting náttúruauðlinda getur orðið mjög óskynsamleg. í ríku þjóðfélagi eins og Bandaríkj- unum, jjar sem frjálshyggjan hefur miklu ráðið um þróun mála, búa hópar fólks við ömurlega fátækt og séu frábær listaverk hugar og handa. 2. Að bygging hafi ótvírætt bygg- ingarsögulegt gildi — vegna bygg- ingarlags, byggingartækni og búnaðarhátta. 3. Að.bygging hafi menningarsögu- legt gildi vegna þeirra atburða og/eða þeirra íbúa sem hún hefur hýst og hverra minning er þjóð dýrmæt. Á íslandi hefur þáttur þjóðminja- varða, á hverjum tíma, eðli málsins samkvæmt, orðið drýgstur. Einnig hafa erlendir fagmenn lagt drjúgan skerf til uppgraftar og rannsókna á eldri byggð íslendinga. Og nú á síð- ustu árum hafa einnig íslenzkir fag- menn sem og áhugamenn í vaxandi mæli látið til sín taka um að vekja þjóð til meðvitundar um menningar- arfleifð þát sem i gömlum húsum geturverið fólgin. Hafa slik samtök unnið gott starf og heilladrjúgt víða um land, og hafi þau þökk fyrir. Jómfrúarlegir sértrúarsöfnuðir í Reykjavík hefur á undanförnum árum verið unnið að mörgu leyti merkt starf í húsfriðunarmálum á vegum ríkis og borgar, þótt í seinni tíð hafi vaknað efasemdir lærðra sem leikra um ágæti og rök ýmissa að- gerða, ályktana og ákvarðana í hús- vernd. Hefur undirritaður, á stund- um, litið á starfsemi þeirra samtaka, sem bera nokkurn blæ sértrúarsafn- aða — sem hreyfingu í leit að hug- sjón. Eða jafnvel sem hreyfingu hreyfingar vegna — án hugsjónar — þegar verst lætur. Höfuðforsendurnar þrjár sem áður var getið — listrænt gildi — bygg- ingarsögulegt gildi — menningar- sögulegt gildi — virðast ekki lagðar til grundvallar ein — eða nein — i vaxandi fjölda ályktana um hús- vernd. Er nú svo komið að vart má berja gömul hús augum, — hvað þá að gjöra að boðlegum húsakynnum til afnota — að maður tali nú ekki um að flytja þau úr stað eða einfaldlega að rifa þau — án þess að þögnina kljúfi nístandi sársauka- og hneyksl- unarþrungið útburðarvæl — þó án einlægni — húsgafla sem hvprfa í milli — frá þessum jómfrúarlegu sér- trúarsamtökum sem kenna sig gjarn- an við jarðarparta eða bæjar. atvinnuleysi er mikið. Sum negra- hverfin eru dæmi um það lakasta, sem menn búa við. Frjálshyggjunnar má líka sjá merki i menntakerfinu, þar sem mikil mismunun er í mennt- un og uppeldi barna eftir efnahag. Þetta ástand sættir framsóknar- stefnan sig ekki við. Framsóknar- menn vilja beita áhrifum ríkisvalds með skattheimtu til tekju- og eigna- jöfnunar í þjóðfélaginu. Þessum ákvæðum framsóknarstefnunnar er beint gegn misrétti sem frjálshyggju- stefnan leiðir til. Á hinn bóginn standa Alþýðu- flokkur og Alþýðubandalag með aukinn ríkisrekstur á sinni stefnu- skrá. Framsóknarmenn eru á móti ríkis- rekstri nema í undantekningartilvik- um. Framsóknarmenn telja höfuð- ókosti ríkisrekstrarkerfLs sósíalisma þessa: 1) Ríkisvald verður viðamikið og ópersónulegt. 2) Umfangsmikill ríkisrekstur er óhagkvæmur og frumkvæði ein- staklingsins nýtist ekki. 3) Stefnu þessari hættir til að steypa alla í sama mót. Framsóknarmenn eru félags- hyggjumenn. Þeir telja starf frjálsra félagasamtaka og eflingu þeirra vera hina sönnu félagshyggju. Fram- sóknarmenn telja ríkisrekstur og þjóðnýtingu með valdboði ekki félagshyggju eins og alþýðuflokks- menn og alþýðubandalagsmenn virðast telja. Loks kom þar að ráðherra í íslenzka lýðveldinu friðaði torfu nokkra í hjarta höfuðborgarinnar með öllu því sem á henni er — og ekki síður því sem var — að mér skilst, um alla ófyrirsjáanlega fram- tíð. Skrifað stendur, að trúin fiytji fjöll, en jafnvel trúin megnar ekki að breyta kofunum á Bernhöftstorfunni í menningarverðmæti. En hver eru rök Tyrfinga eða rétt- ara sagt rökleysur sem valda svo vafasömum ákvarðanatökum? 1. Að Bernhöftstorfan sé eina heillega götumynd Reykjavíkur frá eldri tíð. Rangt. Götumynd er sú mynd sem skapast af húsum beggja megin götu. 2. Að Bernhöftstorfa sé eina heila götuhlið Reykjavikur frá eldri tíð. Rangt. Þegar steinhúsið Gimli, raunar merkasta hús Torfunnar, hefur verið fjarlægt, sem hlýtur að þurfa, er engin heilleg götuhlii eftir, jafnvel þótt byggðar yrðu fornminjar (eins og skynsamur menntamálaráðherra sagðist vera á móti forðum) i stað þeirra húsa, sem þegar hafa brunnið eða hrunið undan sjálfum sér. 3. Að byggingarnar hafi listrænt gildi. 4. Að byggingarnar hafi bygginga- sögulegt gildi. 5. Að byggingarnar hafi menningar- sögulegt gildi. Allt rangt. Þvi miður. Byggingar þessar, sem heldur eru karakterlausar og lágkúrulegar og á engan hátt framar fjölda annarra húsa sömu gerðar hér sem annars staðar og þrátt fyrir ágæti fyrri íbúa þessara húsa, ble'suð sé minning þeirra — eru þessi hús án menningarsögulegs gildis umfram önnur i islenzku þjóðlífi. Við þetta má svo bæta, að veru- legur hluti hinna fúnu, hálfdönsku íbúðar-, geymslu- og gripahúsa er þegar brunninn. Hvaða dóm ætli komandi kynslóðir felli yfir okkur? Hver er orsök baráttu jafnvel arki- tekta í slikum samtökum, á svo hæpnum röksemdagrundvelli? Hvernig er hægt að virða viðhorf húsverndarsamtaka, sem engar starfsreglur viröast hafa sett sér og enga stefnu en snúast sem vindhanar á mæni, eftir því hvaðan vindurinn blæs hverju sinni? Frægt er dæmið um rannsóknirnar tvær á Grjótaþorpinu, þar sem niður- stöður fyrri rannsóknarmanna voru þær að allt mátti rifa utan eins húss en síðari rannsóknarhópurinn kvað einungis mætti rífa eitt hús af allri byggðinni. Er það von að menn undrist og efist. Hvaða matsreglur gilda? Ekki hefur vakið minni athygli af- staða allra verndunarsafnaðanna ný lega til húseignar á Vesturgötu 29 hér í bæ. Það hús er gamalt, það hús er ekki ósnotrara en önnur, hvað þá á Bernhöftstorfunni, það hús hefur ekki minna byggingarsögulegt gildi en hvað annað. En það hús hefuröll- um húsum Torfunnar framar — „Framsóknarmenn telja virkasta lýöræö- ið og æskilegustu þjóðfélagsbygginguna þannig, að fyrirtækin séu í eign starfsfólks- 5_ M ^ „Er nú svo komið, að vart má berja gömul hús augum — hvað þá að gjöra að boðlegum húsakynnum til afnota — að maður tali nú ekki um að flytja þau úr stað eða ein- faldlega að rífa þau — án þess að þögnina kljúfi nístandi sársauka- og hneykslunar- þrungið útburðarvæl...” ii Framsóknarmenn telja virkasta lýðræðið og æskilegustu þjóðfélags- bygginguna þannig, að fyrirtækin séu í eigu starfsfólksins, eigu fólksins sem við þau vinnur, en ekki í eigu fjarlægs og ópersónulegs rikisvalds, enda er lítill munur í raun á rikis- kapítalisma og öðrum kapítalisma. Þarna skilur framsóknarstefnan sig algjörlega frá stefnu A-flokk- anna. Aukinn ríkisrekstur er þeirra stefna og allar yfirlýsingar þeirra um annað eru ekki annað en grímubún- ingur og blekkingar. Þrátt fyrir allt dáist ég ofboðlítið að... Sjálfstæðisflokkurinn hefur oft látið i það skína, aö hann hafi lánað Alþýðuflokknum atkvæði á örlaga- stundu. Nú segjast sjálfstæðismenn vilja fá þetta allt aftur með vöxtum. og þeir segja að það sé myndarlegt af alþýðuflokksmönnum, hve reiðu- búnir þeir eru að skila þingmönnum strax til baka. Ég verð hreinlega að játa það, að þó mér ofbjóði ábyrgðarleysi krat- anna, að hlaupast í brott frá efna- hagsmálunum nú og verða þar með þess valdandi, að ekkert er unnt að aðhafast í þeim málum á næstunni, þá dáist ég þrátt fyrir allt ofboðlítið að þeirri skilvísi sem þeir óneitanlega sýna nú á þessum síöustu og verstu timum. Guömundur G. Þórarinsson verkfræöingur. menningarsögulegt gildi. 1 þvi húsi er talið að vagga verkalýðsbaráttunnar hafi staðið. Af þeim sökum gáfu eig- endur þess, af rausn, Alþýðusam- bandi íslands húseign og lóð til varð- veizlu. Menningar- og fræðslusamband alþýðu þakkar fyrir hugulsemina með þvi að auglýsa gjöfina — vöggu sína — til sölu, og þá væntanlega til breytinga og niðurrifs eftir geðþótta kaupanda og þörfum. Já, það er stíll yfir sumum. Og viðbrögð verndunarklúbbanna. Engin. Ekki píp, ekkert skerandi angistaróp. Engin hróp um virðingar- leysi fyrir menningarverðmætum eldri byggingarlistar eða sögu Reykjavikur — sögu lands og þjóðar. Ekkert. Þetta heitir nú að rísa undir nafni. Sannir vesturbæingar, Tyrfingar eða hvað þessir grátkonu- klúbbar heita allir saman. En þegar kona með fjölskyldu kaupir gamalt hús af borginni að Þingholtsstræti 13 og þarf að breyta því og bæta svo það haldi vatni og vindum — Þá ætlar allt vitlaust að verða. 14 fundi hinna ýmsu ráða og nefnda á 4 mánuðum tók það vfir- völd að geta ekki leyst málin. Til >ess þurfti ráðherraúrskurð. Að auki þurfti konan að þola dónaskap uppblásins smápólitísks hlaupastráks, sem látinn var leka í formannssæti byggingarnefndar borgarinnar og sem vogaði sér að til- kynna konunni: „Þú ert ekki rétti kaupandinn að þessu húsi.” Sú valdsmannslega rödd heyrðist ekki, þegar vagga verkalýðshreyf- ingar var boðin til kaups hæstbjóð- anda. Og svo steypum við Sögualdarbæ og einangrum hann með plasti — og svo gefum við forseta vorum gull- húðað líkan af Sögualdarbænum, sem raunar er eftirlíking af bænum á Stöng — og svo byggjum við eftirlík- ingu af eftirlíkingu af sögualdarbæn- um við Gullfoss. — Hvers á annars Gullfossað gjalda? — Og svo, — nei, ég held ég nenni þessu ekki lengur. En hvað veldur þessum tvískinn- ungshætti — hvað veldur þessari hitasóttarkenndu afstöðu til eldri húsa og nýbygginga í formi torfbæja. Það skyldi þó ekki vera, að afstaða friðunararkitekta sé krufin til mergjar í orðum formanns Torfusam takanna, í hringborðsumræðum í Norræna húsinu 1973 er formaður- inn sagði: „Og svo er hitt, að við þykjumst alltaf vera að byggja fyrir framtíðina, sem kannski er afdrifaríkasta villa okkar. Hver haldið þið að þakki okkur.eftir 50 ár fyrir þetta drasl, sem við erum að búa til nú?” Með slíku hugarfari mun sumum hollast að byggja fyrir fortíðina — en þið verðið að afsaka mig — ég verð ekki með. (Byggt á útvarpserindi um Daginn og veginn og birt vegna áskorunar margra lesenda DB). Jón Haraldsson arkitekt

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.